Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 DV Fréttir Þúsundir í heimsókn á nýjum hestabúgarði á Rangárvöllum: Ævintyri a Armoti „Fjölmennið hér á laugardag er margfalt meira en við bjuggumst við. Ég giska á að hartnær fimm þúsund gestir hafi mætt hingað og kynnt sér þá miklu uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað síðustu tvö árin,“ segir Hafliði Halldórs- son á Ármóti á Rangárvöllum. Þar hefur nú verið tekið i notkun hest- hús fyrir 140 hross, reiðhús og margháttuð útiaðstaða, eins og keppnisvellir, kemst í gagnið á næstu mánuðum. Eystra var opið hús fyrir gesti og gangandi um helgina. Þjálfaö fyrir heimsmeistara- mótiö Svíinn Dan Evert er aöaleigandi Ármóts og hefur hann jafnframt íjármagnað hinar miklu fram- kvæmdir þar að mestu leyti. „Þetta er ferðaþjónusta, veiðiparadís, hrossaræktarbú og jafnframt er hér frábær aðstaða til hvers konar úti- vistar. í nágrenninu eru þær perlur sem njóta mestra vinsælda meðal ferðamanna í dag,“ sagði Hafliði. Hann segir starfið á Ármóti með- al annars lúta að þjálfunarstarfi fyr- ir heimsmeistamót islenska hests- ins sem haldið verður í Danmörku á sumri komanda. Þá séu margar kynbótasýningar og aðrar uppá- Stemning í stíunni Gestir á Ármóti skiptu þúsundum og voru þeir heillaðir af hinni miklu uppbyggingu sem þarna hefur átt sér stað. faestir avarpaoir Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamanna, talar til gesta en að baki honum eru ýmsir kunnir. Lengst til vinstri Dan Evert, Svíinn sem hefur fjármagnaö hina miklu uppbyggingu á Ármóti. Góður gestur Hafliði á Ármóti tekur viö góðri gjöf frá góðum gesti, hestamanninum og sjarmatröllinu Fjölni Þorgeirssyni sem nú dvelst orðið mikið í Rangárþingi. komur fyrirhugaðar á meðal hesta- manna í sumar - og tamninga- og þjálfunarstarf vegna þeirra sé tíma- frekt og umfangsmikiö. Tónlist hestamanna „Þessi mikla aðsókn hér á laugar- daginn var alveg frábær og mér finnst ánægjulegt að hafa getað dregið svona marga gesti til okkar í sveitinni," segir Hafliði. Meðal uppákoma við þetta tilefni Klappað fyrlr eigendum Hafliði Halldórsson er staðarhaldari á Ármóti en hann sést hér ásamt Ingibjörgu Magnúsdóttur eiginkonu sinni. Hér er þeim klappað lof í lófa af Sigurbirni Bárðarsyni sem var veislustjóri. Ahugasamir ahorfendur Það vargóð stemmning á Ármótum á laugardaginn, en talið er að gestir þar hafi ekki verið færri en fimm þúsund. Það endurspeglar vel þann mikla áhuga sem nú er meðal þjóðarinnar á hestamennsku - og fer hann raunar stöðugt vaxandi. DV-MYNDIR SKH Sungið fyrir gesti Meðal tónlistaratriða viö opnunina á Ármóti var söngur Jóns Smára Lár- ussonar, en hann hefur slegið í gegn / söngleiknum Gunnar á Hlíðar- enda sem notið hefur mikla vin- sælda á Hvolsvelli síöustu árin. var tónlistarflutningur hestamann- anna Helga Bjömssonar, Magnúsar Kjartanssonar og ýmissa fleiri. Há- punkturinn var þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði formlega hina glæsilegu að- stöðu, sem nú er risin á Ármóti á Rangárvöllum. -sbs Tvelr góðir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Svíinn Dan Evert sem fjármagnað hefur hina miklu uppbyggingu á Ármóti. Hafnarfjörður: Lóða- og húsakönnun Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði standa fyrir könnun 20. janúar til 31. janúar þar sem áhugi fólks á lóð- um og húsagerðum er athugaður. Niðurstöðumar verða síðan hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um hvers kyns lóðir verður boðið upp á í næstu lóðaúthlutun á Völlum. Á Völlum er gert ráð fyrir blandaðri byggð húsa, þar sem lágreista og dreifðasta byggðin er innst í hverf- inu, næst Grísanesinu og þéttari byggðin sem nær dregur aðalgöt- unni í gegnum hverfið. Húsagerðir skulu vera blandaðar og vera sér- sniðnar að þörfum markaðarins að hluta. Gert er ráð fyrir um 550 íbúð- um en fyrsta úthlutun á að fara fram síðla vors. Hægt er að setja inn upplýsingar vegna könnunarinnar á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar auk þess sem hægt verður að fylla út eyðublað í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs Strandgötu 8-10. -hlh Samherji: Kaupir hlut í Fjord Seafood Samið hefur verið um kaup Sam- herja hf. á eignarhlut i norska sjávar- útvegs- og fiskeldisfyrirtækinu Fjord Seafood ASA, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum á sínu sviði í heiminum. Samherji hf. kaupir um 2,6% hlut í Fjord Seafood í lokuðu hlutafjárút- boði. Nafnverð hlutabréfanna er 11,2 milljónir norskra króna og kaupir Samherji hf. þau á genginu 2,5. Heildarfjárfesting Samherja i þess- um viðskiptum er því 28 milljónir norskra króna eða um 320 milljónir ís- lenskra króna. Jafnframt hefur Sam- herji gert víðtækan samstarfssamning við Fjord Seafood, sem m.a. tekur til samstarfs félaganna í fiskeldi og sölu sjávarafurða. -VB Færri útköll í frosti: Þjófar skutu sér leið inn Þeir voru bíræfnir þjófamir sem brutust inn í fyrirtæki í höfuðborg- inni á sunnudagsmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá Öryggis- miðstöð íslands barst stjómstöð til- kynning um innbrotið. Öryggis- vörður fór þegar á staðinn og sá undireins að rúða hafði verið brotin og ummerki voru eftir innbrot. Ör- yggisvörður kallaði lögreglu á vett- vang og við nánari skoðun kom í ljós að þjófarnir höfðu skotið að minnsta kosti tveimur haglaskotum inn um rúðuna. Göt voru gegnum gardínur og högl i innréttingum og veggjum. Það eina sem var horfið var ferðatölva sem hafði staðið á borði við gluggann. Miðað við fjölda hagla í borðinu má leiða að því getum að ferðatölvan hafi verið alsett hagla- skotum og því trúlega ónothæf. Annars hefur útköllum fækkað hjá Öryggismiðstöðinni að undanfórnu og telja menn að aukið frost geti verið ástæðan - enda loki fólk frekar glugg- um í kuldanum. Að sögn Kjartans S. Ólafssonar, þjónustustjóra öryggis- gæslu, er annars alltof algengt að fólk skilji eftir opna glugga, bæði í heima- húsum og fyrirtækjum. „Þetta er af- skaplega bagalegt, því auk þess að dragsúgur og blaktandi gardínur ræsi kerfin, þá eru opnir gluggar nánast eins boð til þjófa um að skríða inn,“ segir Kjartan. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.