Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 Sport unglinga i>v Hulda Björk frá Akranesi: Miög gaman Hulda Björk Einarsdóttir er 13 ára stelpa frá Akranesi og hún keppti þar af leiðandi fyrir hönd ÍA á unglingameistaramótinu. Hulda Björk stóð sig mjög vel á mótinu og sigraði í tvíliðaleik meyja með stöllu sinni, Unu Harð- ardóttur, og hún varð síðan í öðru sæti í einliðaleiknum hjá meyjun- um en þar tapaði hún naumiega fyr- ir áðumefndri Unu. DV-Sport náði tali af Huldu á milli leikja og spurði hana fyrst að því hversu lengi hún væri búin að æfa badminton og hvað væri skemmtilegast við íþróttina. Gaman að keppa „Ég er búin að æfa í fjögur ár og er núna á flmmta ári. Það er margt skemmtilegt en þó er mest gaman að keppa á mótum,“ sagði Hulda. - Hvað ertu aö œfa mikid á viku uppi á Akranesi? „Ég er að æfa svona fjómm til fimm sinnum í viku. Á virkum dög- um eru æfmgamar í klukkutíma en þær eru lengri um helgar en þá æf- um við í svona einn og hálfan og upp í tvo tíma.“ Er íslandsmeistari - Hvernig hefur þér gengiö í iþróttinni? „Bara vel og ég hef verið að ná finum árangri. Ég er íslandsmeist- ari í einliða- og tviliðaleik og svo hefur gengið mjög vel á þessu móti héma um helgina," sagði Hulda að lokum og er hún var spurð út í framtíðina þá sagðist hún ekki vera búin að ákveða neitt en eitt væri á hreinu og það er að hún ætli að vera lengi áfram í badminton. -HBG Aukinn áhugi - á badminton, segir Jóhann Kjartansson, þjálfari hjá TBR Jóhann Kjartansson er yfirþjálfari hjá TBR en hann er búinn að þjálfa ís- lenskt badmintonfólk síðan 1985. Hann ólst upp hjá TBR sem leikmað- ur og spilaði með meistaraflokki fé- lagsins sem og með landsliðinu á sín- um tíma og þegar keppnisferlinum lauk lá leiðin beint í að þjálfa hjá fé- laginu. Jóhann stóð í ströngu um síðustu helgi þar sem hann var að fylgjast með sínum krökkum en hann sat einnig í mótsstjóm og hafði því í mörg hom að líta. Hann gaf sér þó samt tíma til þess að spjalla við blaðamann DV-Sports meðan á mótinu stóð. Mikill uppgangur - Hvað eru margir krakkar að œfa hjá TBR þessa dagana? „Það eru að jafnaði um 600-700 krakkar yfir veturinn og þetta em krakkar allt frá 5 ára upp í 18 ára og starfið því mjög blómlegt hjá okkur.“ - Finnið þiðfyrir auknum áhuga á iþróttinni? „Það hefur vissulega alltaf verið mikill áhugi á badminton en ástund- unin kemur í bylgjum en starfið er mjög stabílt og öflugt í TBR. Ég hef aftur á móti tekið eftir miklum upp- gangi hjá öðrum félögum og nægir þar að nefna Akranes og Keflavík sem eru komin með mjög öflugar deildir." Góöur efniviður - Hvernig er efniviðurinn á land- inu í dag? „Ég vil meina að það sé fullt af efni- legum krökkum um allt land en svo er það bara spuming hvað verður úr þeim. Það hefur verið mikil vakning fyrir krakkana að það em tvær af- rekskonur að gera fina hluti þessa dagana og þar á ég við þær Söru Jóns- dóttur og Rögnu Ingólfsdóttur sem eru að glíma við það að komast á Ólymp- íuleikana þessa dagana. Þær hafa náð að auglýsa íþróttina vel upp og staðið sig rosalega vel, bæði innan vallar og utan. Slíkt spyrst út og það hefur vak- ið frekari áhuga á íþróttinni." Margir erlendis - Hvað hefur verið gert fyrir þá islenska badmintonspilara sem hafa skarað fram úr undanfarin ár? „Fyrir svona 5-7 ámm þá gerðum við það að fastri reglu að fara í keppn- isferöir til Danmerkur með okkar af- reksfólk hér í TBR og það var gert á hverjum einasta vetri. Það sem hefur gerst í kjölfarið er að það em leik- menn að æfa og spila úti. Þar er ég að tala um stráka eins og Tryggva Niel- sen, fyrrverandi íslandsmeistara, Sveinn Sölvason og fleiri sem eru að æfa samhliða námi úti í Danmörku og Danmörk er mekka badmintonsins hér í Evrópu þannig að það er ekkert nema gott um það að segja. Svo koma þessir krakkar alltaf hingað heim og taka þátt i íslandsmóti og þeim alþjóð- legu mótum sem við höldum og er gaman að fylgjast með þeim framfor- um sem þau taka úti.“ Bjart fram undan - Þannig að badmintonhreyfing- in lítur björtum augum til framtið- arinnar? „Já, mér finnst það. Það er kominn ný stjórn hjá Badmintonsambandinu og það er mikill áhugi hjá þeim að vinna vel og breiða út íþróttina. Ása Pálsdóttir, sem hefur tekið við fram- kvæmdastjórastarfinu, er mjög öflug og Brynjar Guðmundsson, sem er orð- irm formaður, er það einnig. Þetta er ungt fólk sem voru afreksmenn í bad- minton hér á árum áður og voru í landsliðshópnum þannig að þau þekkja þetta allt vel. Ég fmn fyrir full- um áhuga hjá þeim til þess aö vinna vel og mér finnst hafa verið mikil breyting til batnaðar frá því þau tóku við,“ sagði Jóhann að lokum. -HBG Daníel Thomsen vakti athygli á mótinu: Skemmtilegra að spila en æfa i Daníel Thomsen er 14 ára strák- ur sem æfir með TBR en hann náði afbragðsárangri á mótinu um síð- ustu helgi og sigraði í einliða- og tvíliðaleik í sveinaflokki og varð í öðru sæti í tvenndarleik með Katrinu Stefánsdóttur sem einnig æfir með TBR. DV-Sport náði tali af honum rétt áöur en hann steig út á völlinn einu sinni sem oftar um síðustu helgi og spurði hann fyrst að því hversu lengi hann væri búinn að æfa og hvað væri svona heillandi við badmintonið? „Ég er búinn að æfa í 5 eða 6 ár. Mér líkar mjög vel í badmintoninu og verð ég að segja að það er lang- skemmtilegast að spila. Það er al- veg gaman að æfa en mér finnst skemmtilegra að spila,“ sagði Dan- íel og bætti við að það væri nokk- uð mikið um mót á ári hverju þannig að honum leiddist ekkert. En hvaö ætli Daníel hafi spáð í að ná langt í íþróttinni? „Æi, ég veit það ekki, ég ætla bara að spila og hef lítið spáð svo sem i framtíðina,“ sagði Daníel en bætti þó við að hann gæti hugsan- lega vel séð sjálfan sig spila og æfa úti í Danmörku eins og svo margir íslenskir badmintonspilarar gera. Líkaði mjög vel ytra Daníel hefur einu sinni farið í æfingaferð til Danmerkur og líkaði honum mjög vel þar ytra og svo má heldur ekki gleyma því að til að ná árangri þá þarf að æfa og keppa gegn þeim bestu og því er svo heill- andi að vera í Danmörku því Dan- irnir geta kennt okkur ýmislegt í íþróttinni eins og þau Camilla og Mikkel sýndu með svo eftirminni- legum hætti á fjölum íþróttahúss TBR um síðustu helgi. -HBG Fjörað leggja frekari áherslu á einhvem ár- angur þegar hún væri búin að æfa lengur en eins og staðan væri í dag þá væri takmarkið bara að skemmta sér. -HBG - sagði Jóhanna Antonú sem tók þátt í fyrsta ski Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir ei 13 ára stúlka sem kemur úr TBR of hún var ein af þeim keppendum sen voru að stiga sín fyrstu skref í íþrótt inni um síðustu helgi enda byrjað hún aðeins að æfa badminton fyrb fjórum mánuðum. Hún fór að æfa badminton þar sen frænka hennar lét vel af íþróttinni er hún er einnig að æfa hjá TBR. Jóhanna Antonía er þó ekki ai stiga sín fyrstu skref í íþróttum er hún æfði áður fótbolta en hefur nú lát ið af þeirri iðju þar sem badmintonii á hug hennar allan. Hún segir að það sé geðveikt gamar í badminton og að þar hafi hún fund ið íþrótt sem eigi vel við hana og því ætli hún að halda áfram í íþróttinni um ókomna framtíð. Þar sem hún sé einungis rétt að byrja í badminton þá hafi ekki skipt hana miklu máli hvemig henni gekk á mótinu heldur var takmarkið bara að vera með og hafa gaman af hlutun- um og það gerði hún svo sannarlega. Hún sagðist kannski ætla að leggja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.