Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2003, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2003 31 Sport Ekki öll nótt úti enn hjá ÍS - eftir útisigur í framlengingu í Grindavík ÍS hefur ekki sagt sitt síðasta orð þrátt fyrir að staða liðsins í deiidinni sé ekki góð en í gærkvöld náði liðið í tvö góð stig með sigri á Grindavík, 92-95, og eru Stúdínur því aðeins fjór- um stigum á eftir Haukum og Njarð- vík og alit getur gerst. Það þurfti að framlengingu til að fá úrslit því stað- an var 81-81 eftir venjulegan leiktíma. Það var María Anna Guðmundsdóttir sem jafnaði leikinn fyrir Grindavík með glæsilegri 3ja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru eftir af venjulegum leitíma. Þrátt fyrir hetjulega baráttu varð Denise Shelton að játa sig sigraða í lokin en Shelton gerði öll 11 stig Grindavíkur í framlengingunni og hvorki fleiri né færri en 56 stig í leiknum. Heimastúlkur í Grindavík leiddu nánast allan leikinn í venjulegum leiktíma. Munurinn var mestur 11 stig í fyrri hálfleik en gestimir náðu að minnka muninn í sex stig fyrir hlé, 42-36. Grindavík náði aftur 10 stiga forskoti en tókst aldrei að hrista Stúd- ínur af sér enda Stúdínur að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. ÍS náði góðu áhlaupi í fjórða leik- hluta og jafnaði Cecilia Larsson, 70-70, með 3ja stiga körfu þegar skammt var til leiksloka og Larsson gerði enn betur og skoraði aðra stóra 3ja stiga körfu í næstu sókn og kom ÍS þremur stigum yfir. Shelton svaraði með tveimur 3ja stiga körfum fyrir Grindavík og spennan magnaðist. Alda Leif kom ÍS þremur stigum yfir 29 sekúndur fyrir leikslok en eins og áður segir jafnaði Maria Anna með glæsUegri 3ja stiga körfu og því varð að framlengja. Það voru þær Alda Leif og Over- street sem fóru fyrir liði ÍS það sem eftir lifði leiks en Shelton bar Grinda- víkurliðið uppi. CecUia Larsson tryggði síðan sigur ÍS með tveimur vítaskotum í blálokin. Hjá Grindavík var Denise Shelton aUt í öUu og gerði 56 af 92 stigum liðs- ins í leiknum. Svandis Sigurðardóttir fékk það hlutverk að gæta hennar aU- an leikinn og spurning hvort að ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, hefði breytt um áherslur í vöminni. Sólveig Gunn- laugsdóttir og María Anna áttu ágæt- is kafla en Sólveig gerði engin mistök frekar en fyrri daginn og hefði mátt reyna meira. Hjá ÍS voru þær Alda Leif og Over- street atkvæðamestar og var Alda Leif heppin að fá að taka þátt í síðustu sjö mínútum leiksins því hún var komin með fimm vUlur í lok venjulegs leUi- tíma en mistök á ritaraborði gerðu það að verkum að hún gat tekið þátt í landa sigrinum. Larsson lék vel sem og Svandís sem er ótrúlega dugleg í fráköstunum og þá var hún ógnandi í sókninni í þetta skiptið og þarf að halda því áfram. Þá skUaði Hafdís Helgadóttir mikilvægum mínútum og skUaði 11 stigum. -Ben Stig Grindavikur: Denise Shelton 56 (14 frák., 4 stoðs.), Sólveig Gunnlaugsdóttir 13, María Anna Guðmundsdóttir 8 (4 stoðs., 4 stolnir), Stefanía Ásmundsdóttir 8 (7 frák.), Ema Rún Magnúsdóttir 4 (4 stoðs.), Petr- únella Skúladóttir 3. Stig ÍS: Meadow Overstreet 27 (7 stoðs., 4 stolnir), Alda Leif Jónsdóttir 24 (9 frák., 4 stoðs.), Svandís Sigurðardóttir 12 (14 frák.), Cecilia Larsson 12 (7 stoðs.), Hafdís Helga- dóttir 11, Jófríður Halldórsdóttir 7. -Ben V..--ÍC i ; : Helga Þorvaldsdóttir hjá KR keyrir hér upp að körfu Hauka í leik liðanna í gær. Helga skoraði 11 stig í leiknum. Sómali sett- ur í bann hjá FIFA Farah Weheliye Addo, formað- ur Sómalska knattspyrnusam- bandsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann af FIFA og má því ekki hafa afskipti af íþrótt- inni næstu tvö árin. Ástæðan er ummæli sem Addo lét frá sér fara vegna fjármála FIFA og Sepp Blatters fyrr á árinu. Þegar Addo var inntur eftir sönnunum fyrir ásökunum þeim sem hann bar á hendur Blatter og fleirum innan sambandsins varð fátt um svör. Dómur þessi þykir sönnun þess að Blatter hyggst refsa þeim sem börðust hvað harðast gegn honum í hremmingum þeim sem hann gekk í gegnum vegna fjár- mála Alþjóða knattspymusam- bandsins á síðasta ári. -PS Ég er ekki svindlari Robert Pires, leikmaður Arsenal, er ósáttur við þau um- mæli knattspymustjóra West Ham eftir viðureign liðanna um helgina að Pires hafl leikið þeg- ,ar víti var dæmt og Steve Lomas var rekinn út af eftir viðskipti sín við Arsenal-leikmanninn. „Ég lét mig ekki faila og ég er ekki svindlari. Lomas braut á mér. Ég var að komast í skotið þegar hann togaði mig niður. Þetta var einnig rautt spjald því hann togaði mig niður og rændi mig augljósu marktækifæri. Lomas var síðasti varnarmaður og aðeins markvörðurinn var eftir,“ sagði Pires. Glenn Roeder er ekki sammála og segir að snertingin hafi verið sáralítil og Pires látið sig falla. -PS 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld: Uppgangur hjá KR - sem lagði Haukastúlkur í jöfnum og spennandi leik KR sigraði Hauka, 63-60, í 1. deild kvenna í körfuknattleik í DHL-höll- inni í gærkvöld í ágætum og nokk- uð spennandi leik. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og það var greinilegt allt frá byrjun að getumunurinn var ekki mikill. Jafnt var eftir fyrsta leikhluta, 16-16, og þetta jafnræði hélst allan annan leikhlutann þótt heimastúlk- ur væru aðeins á undan. Þær leiddu með einu stigi, 28-27, þegar fyrri hálfleikurinn var allur. Haukastelpur mættu síðan af krafti til leiks í síðari hálfleik og voru snöggar að hirða forystuna og mest varð hún sex stig, 29-35. KR-liðið var þó ekki af baki dott- ið þrátt fyrir þennan góða kafla gestanna, því með góðri baráttu og vörn náði liðiö aftur forystunni, sem var tvö stig, 49-47, þegar þriðji leikhluti var allur. Áfram hélt liðið af sama kraifti í upphafi lokaleikhlutans og fljótlega var forskot þess orðið' átta stig. 'Haukaliðið tók þá aftur við sér og þegar rétt tæpartvær mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orð- inn eitt stig, 61-60. Það Var síðan Jessie Stomski sem skoraði síðustu körfu leiksins, þrjá- tíu sekúndum fyrir leikslok og Haukastelpur misstu síðan boltann fljótt. Rann út í rólegheitum Liðið gerði síðan nánast enga til- raun til þess að brjóta á KR-ingum, hver svo sem ástæðan fyrir því var, og leiktíminn rann eiginlega út í ró- legheitunum. Mikilvægur sigur KR-inga var því staðreynd og liðið er óðum að komast á lappirnar eftir erflða tíð. Jessie Stomski var þeirra sterkust, og Hildur Sigurðardóttir var að venju traust. Helga Þorvaldsdóttir og Hanna Kjartansdóttir stóðu fyrir sínu og vel það. Hjá Haukum var Katrina Crens- haw mjög sterk í fyrri hálfleik en dalaði veruléga í þeim síðari. Hel- ena Sverrisdóttir átti góða spretti en lenti í villuvandræðum og það munar um minna. Stefanía Jóns- dóttir var dugleg, og Hafdís Hafberg spilaði mjög vel þann stutta tíma sem hún fékk. Stig KR: Jessie Stomski 21 (12 fráköst, 7 stolnir), Hildur Sigurðar- dóttir 12 (6 stoðs.), Helga Þorvalds- dóttir 11, Hanna Kjartansdóttir 9, Gréta Grétarsdóttir 6 (6 stoðs.), Mar- ía Káradóttir 3, Georgia Kristiansen 1. Stig Hauka: Katrina Crenshaw 17 (9 frák.), Stefanía Jónsdóttir 11, Hafdis Hafberg 10, Helena Sverris- dótfir 10. Egidija Raubalté 6, Hrafn- hildur Sonja 4, Pálína María G. 2 -SMÍS Staöan í deildinni: Keflavík 12 12 0 966-603 24 Grindavík 13 7 6 919-951 14 KR 13 6 7 774-836 12 Njarðvík 12 5 7 783-845 1Ö Haukar 13 5 8 755-840 10 ÍS 13 3 10 744-857 6 Njarðvík tekur á móti' Keflavlk á miðvikudaginn í lokaleik 13. umferðar. Keflavík getur náð 12 stiga forskoti í deildinni með sigri. Úrslitin í nótt: New York-Miami............72-65 Sprewell 24 (6 stoðs., 3 frák.), Thomas 15 (8 frák.) - Jones 19 (7 stoðs., 6 frák.), Allen 13 (13 frákj, Grant 8 (13 frákj Washington-Denver 89-74 Jordan 25 (6 stoðs., 5 frák ), Hughes 20 (5 frákj, Russell 10 (6 frákj - Howard 25 (7 frákj, Harrington 8 (8 stoðs.) Detroit-Indiana ..........88-78 Hamilton 18, Robinson 15 (5 stoösj, Wallace 14 (15 frákj, - Miller 28 (10 af 13 í skotum), Artest 14, O’Neal 12 (11 frák.) New Orleans-Phoenix . .. 114-102 Wesley 28 (5 stoðs., 5 frákj, Magloire 22 (10 frákj, Mashburn 19 (8 frák., 5 stoös.) - Marion 25 (16 frákj, Marbury 22 (11 stoðsj, Stoudemire 22 (13 frák.) Golden State-Sacramento . 80-102 Ríchardson 28 (6 frákj, Murphy 13 (15 frákj, Dunleavy 13 - Webber 16 (8 frák., 8 stoðsj, Stojakovicl6 (5 frákj, Divac 16 (11 frák.) Atlanta-Chicago ....... 102-115 Abdur-Rahim 27 (5 frákj, Terry 23 (7 stoðsj, Robinson 20 (8 frák.) - Rose 37 (7 af 10 f 3 stiga), Fizer 24 (19 frák.) ■ San Antonio-Hóuston.......87-82 Duncan 32' (9 frák-), Robinson 14 (7 frákj, Parker 11 (8 stoös.) - Mobley 15, Morris 15, Ming 11 (8 frák.) Minnesota-Toronto .........89-81 Gamett 19 (15 frák., 8 stoðsj, Hudson 16, Nesterovic 10 (10 frákj, Szczerbiak 10 - Lenard 22, WiUiams 13 (13 frákj, Peter- son 13 Memphis-Portland...........87-99 Wright 22 (9 frákj, Williams 15 (8 stoösj, Giricek 15 - Mclnnis 15, Pippen 14 (7 frák., 5 stoösj, Wells 14 (9 frák.) Philadelphia-Boston.......99-100 Pierce 40 (7 frák., 6 stoðsj, Walker 33 (6 frákj, Bremer 10 (5 stoðs.) - Iverson 29, Snow 17 (6 stoðsj, Van " Utah-New Jersey Stockton 25 (4 st frak„ 5 stoðsj, Harp: Kidd 33 (13 frák:, 5 Jefferson 18. Lakers-Clippérs ...... O’Neal 32 (15 frák., 4 stoðsj, I . (8 frák., 11‘stoðsJ, Fisher 12 - Miller 20, Maggetté 18 (6,frákJ, Olowokandi 15. Shaq og Kobe voru f stuði i nótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.