Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 DV Fréttir Ensímtækni ehf. færir sífellt út kvíarnar: Stórsamningur við nn í höfn Fyrirtækið Ensímtækni ehf., sem framleiðir vörur úr ensími, og kóreska líftæknifyrirtækið Nexol hafa gert með sér samning um einkasölurétt Nexol á vörum frá Ensímtækni í Kóreu og könnunar- rétt til sölu á vörunum í Kína og Japan. Nexol er eitt stærsta líf- tæknifyrirtæki i Asíu. Jóni Bragi Bjamason, prófessor í lífefnafræði og framkvæmdastjóri Ensímtækni, segir að samningurinn sé mjög myndarlegur og sýni vilja Kóreumannanna að koma vörunum á markað. „Pensím er lííhvati eða ensim sem er unnið úr þorskinnyfl- um og við notum í Penzim sem er húðáburður og aörar snyrtivörur." Jón Bragi hefur stundað rann- sóknir á pensímlífhvötum frá árinu 1978. „í dag nýtum við ensímblönduna til að búa til bragðefni og snyrtivör- ur en ég tel möguleikana miklu meiri og samningurinn gerir okkur kleift að leggja út í enn meiri rann- sóknir á þessu svið. Við ætlum einnig að vinna með Nexol að frek- ari þróun á snyrtivörunum og hugs- anlegum möguleikum á notkun efn- isins til lyfjaframleiðslu." Jón segir að það sé reyndar langt í land með slíkt en að möguleikarnir séu fyrir hendi. -Kip Samningurinn í höfn Jón Bragi Bjarnason prófessor og Kóreumaöurínn Jung-Jin Seo fagna eftir undirskrift samningsins. ■ - DV-MYND E.ÓL. Verðlaunahafar Ingunn Egilsdóttir og María Másdótt- ir í Blómahönnun, Guörún Möller í Thyme Maternity og Guöbjörg Glóö Logadóttir í Fylgifiskum. Fiskur, blóm og föt á barnshaf- andi konur AUÐAR-verðlaunin voru afhent í gær, kennd við verkefnið Auður í krafti kvenna. Þau féllu í skaut þremur AUÐAR-fyrirtækjum sem konur stofnuðu í kjölfar þess að hafa farið á Frumkvöðla-AUÐAR- námskeið. Þetta eru fyrirtækin Fylgifiskar, sem Guðbjörg Glóð Logadóttir á og rekur, og Thyme Matemity, verslun með fatnaö fyrir bamshafandi konur sem Guðrún Möller rekur ásamt manni sínum. Þriðja fyrirtækið er Blómahönnun ehf. sem Ingunn Egilsdóttir og Mar- ía Másdóttir eiga. Auðarverkefnið hefur stuðlað að sköpun 51 fyrirtæk- is og 217 starfa, fyrir utan hvatn- ingu og fræðslu sem stúlkur og kon- ur á ýmsum aldri hafa hlotið. -Gun. stundumí Lnaiiui vióbœttur sykur Ungur Vesturbæingur ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni: Skallaði lögregluþjón „Hann byrjaði á að hrækja fram- an í mig ... síðan horfði hann fram- an í mig og svo fæ ég skallann hægra megin á augabrúnina," sagði lögreglumaður í Reykjavík þegar hann var að lýsa því fyrir dómara, sækjanda og verjanda í gær þegar tvítugur piltur skallaði hann í and- lit á lögreglustöðinni í Reykjavík í mars 2001. Málið er fyrst nú í meðferð dóm- stóls, tæpum 2 árum síðar, en verj- andi mannsins vakti athygli á því að einkennilegt væri að skýrsla hefði verið tekin af umbjóðanda sín- um 19. október síðastliðinn og vitn- aðí í skýrslu þar sem sagði að ungi maðurinn hefði þá líka verið í haldi. Hér er um að ræða ungan mann sem er með nánast hreinan feril. Óskýrt er því að sinni hvers vegna umrædd skýrsla var tekin af piltinum hálfu öðru ári eftir atburð- inn og þá þegar hann hafði verið sviptur frelsinu. Hins vegar liggur fyrir að skýrsla var tekin af honum eftir að hann hafði tekið út hvíld á lögreglustööinni - hvíld sem reynd- ar hófst með því að hann var að falla í áfengissvefn inni á skyndi- bitastað I miðborginni og lögreglan kom og „raskaði ró hans“. Málið sem ákært er fyrir hófst með því að tveir lögreglumenn voru kallaðir að húsnæði McDonald’s í Austurstræti. Var tilkynnt um dauðadrukkinn mann inni á sal- erni. Þegar þangað kom lá ákærði i málinu, þá nýorðinn 19 ára, þar of- urölvi. Farið var með hann á stöð- ina og var hann vistaður i fanga- geymslu. Þegar lögregluþjónarnir tveir voru að framkvæma svokall- aða öryggisleit og stóðu báðum meg- in við piltinn segja þeir hann hafa veitt mótspymu. Hún hafi endað með að annar lögreglumcmnanna var skallaður í andlit. „Mér fannst hann bíða færis,“ sagði lögreglumaðurinn þegar sækj- andinn spurði hvort hann teldi ör- uggt að hér hefði verið um ásetning að ræða. Síðan lýsti lögregluþjónn- inn, sem krefst tæplega 100 þúsund króna í skaðabætur, að hann hefði átt við sjóntruflanir að etja í nokkra daga á eftir, bólgur og verki. Hinn ákærði verður leiddur fyrir dóminn i fyrri hluta febrúar. -Ótt SIG.JÖKULL Barnaspítali Hringsins veröur afhentur á sunnudaginn Hjálmar Árnason, formaöur byggingarnefndar Barnaspítala Hringsins, sýnir Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni og prófessor í barnalækningum, Gunnlaugi Sigfússyni, sviösstjóra barnalækninga, og Magnúsi Ólafssyni, sviösstjóra hjúkrunar, lyk- ilinn aö nýjum Barnaspítala Hringsins sem veröur afhentur sunnudaginn 26. janúar. Á sunnudaginn veröa liöin níutíu og níu ár frá stofnun Kvenfélagsins Hringsins sem hefur unniö ómetanlegt starf í þágu spítalans, en hann veröur op- inn almenningi til skoöunar frá klukkan 14-18.30 þann dag. í tilefni af oþnun nýja barnaspítalans hefur góögeröar- stofnun Pauts Newman fært spítalanum sex hjarta- og öndunarvaka aö gjöf, aö verömæti sex milljónir króna. yíiyu/íiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 16.51 16.18 Sólarupprás á morgun 10.27 10.27 Síðdegisflóó 24.19 15.02 Árdegisflóó á morgun 00.19 04.52 Noröaustan 8-13 m/s og éljagangur norðaustanlands en annars heldur hægari norðlæg átt, skýjaö meö köflum og úrkomulítið. Hiti víöa nálægt frostmarki en frost 0 til 6 stig í innsveitum norðanlands. wmmrn&Mn Hlýnar í veðri Suðaustan 10-15 m/s og víöa rigning eöa slydda en suðvestlægari suðvestan til. Hiti 1 til 6 stig. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur oJbwTo o O O Ow Httí 0“ Hiti 0° Hiti 0“ til 3° til 5“ tii S” Vindur: Vindur: Vindur: 10-15"'/“ 10-15 "V* 10-18 * 4? Norðaustan Austlæg ótt og Norölæg átt og 10-15 m/s og snjókoma eöa él éljagangur éljagangur, um land altt. norðan og hægarl og Frost víöa 0 til 5 austan til en úrkomulítiö stig. annars sunnan til. úrkomulítiö. Kólnandi veöur. Áfram kalt í veðri. U2SJSQISSBÍ 1 m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárvlðri >= 32,7 GBEEiL I AKUREYRI úrkoma í gr -2 BERGSSTAÐIR skýjaö -3 BOLUNGARVÍK snjóél 2 EGILSSTAÐIR úrkoma í gr -2 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK úrkoma í gr 1 RAUFARHÖFN alskýjaö -1 REYKJAVÍK skýjaö 2 STÓRHÖFÐI alskýjaö 4 BERGEN rigning 2 HELSINKI hálfskýjað -7 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 2 ÓSLÓ snjókoma -3 STOKKHÓLMUR -3 ÞÓRSHÖFN skúr 7 ÞRÁNDHEIMUR snjókoma 2 ALGARVE heiðskírt 15 AMSTERDAM heiöskírt 7 BARCELONA heiöskírt 15 BERLÍN CHICAGO skýjaö -16 DUBLIN skýjaö 11 HALIFAX snjóél -7 FRANKFURT léttskýjaö 4 HAMBORG alskýjaö 5 JAN MAYEN skýjaö -9 LONDON hálfskýjaö 9 LÚXEMBORG skýjaö 2 MALLORCA skýjaö 12 MONTREAL heiðskírt -17 NARSSARSSUAQ skýjaö 0 NEWYORK heiöskírt -12 ORLANDO heiöskírt -2 PARÍS léttskýjaö 7 VÍN rigning 4 WASHINGTON heiöskírt -9 WINNIPEG alskýjaö -20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.