Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
Helgorbloö I>V
A7
Geðveikir
listamenn
Árið 1681 ritaði John Dryden
eitthi/að á þá leið að miklar
qáfur væru sannanlega ná-
tengdar geðveiki og að skilin
á milli væru óqreinileq.
Listasagan segir frá mörgum lista-
mönnum sem talið er að hafi átt við geð-
ræn vandamál að stríða. Frægastur
þeirra er eílaust Vincent van Gogh en
de Sade markgreifi og Sylvia Plath eru
sjaldnast langt undan í umræðunni um
geðveika snillinga. Þessi goðsögn um
skyldleika snilídarinnar og geðveikinn-
ar lifir enn góðu lífi; geðveikin er í
margra augum nauðsynleg listamannin-
um enda almennt álitið að fólk með
firjótt ímyndunarafl sé stórskrýtið.
Fjórðungur skálda heilbrigður
Bandarískar rannsóknir hafa stutt
goðsögnina um geðkvilla listamanna.
Samkvæmt rannsóknum vísindamanna
þar í landi er ríflega þriðjungur lands-
manna líklegur til að stríða einhvem
timann á lífsleiðinni við geðræn vanda-
mál. Amold Ludwig, prófessor við Kent-
ucky University, rannsakaði sérstak-
lega þúsund hugsuði á tuttugustu öld-
inni og skipti þeim upp í átján starfs-
stéttir. í ljós kom að listamenn stríða
margir við geðsjúkdóma. Til dæmis
vora 74% líkur á því að leikarar stríddu
við geðræn vandamál. Tæplega helm-
ingur blaðamanna átti við geðræn
vandamál aö striða og um 59% rithöf-
unda. Mesti áhættuflokkurinn var þó
skáldin því 77% þeirra áttu við geðræna
kvilla að etja.
Skáld og geðhvarfasýki
Fyrir skömmu fjallaði Humphrey
Carpenter um tvær bækur um sköpun-
argáfu og geðveiki í Sunday Times.
Bækumar em Strong Imagination:
Madness, Creativity and Human Nature
eftir Daniel Nettle og Enduring
Creation; Art, Pain and Fortitude eftir
Nigel Spivey. Þá síðamefndu telur
Carpenter ekki flytja stór tíðindi en bók
Daniels Nettle telur hann mjög fróðlega
og vel skrifaða.
í byrjun greinarinnar vitnar Carpent-
er til orða W.H. Auden þar sem hann
sagði að honum hefði alltaf þótt tilveran
ánægjuleg. Jafnvel þegar fólk sé sært til-
finningalega sé það ánægt með að geta
liðið illa. Carpenter dregur þessi orð í
efa og bendir á að Auden hafi átt sína
slæmu daga eins og þegar hann hugðist
myrða ótrúan elskhuga sinn.
Samkvæmt bók Nettle beinist reiði
skálda þó yfirleitt að þeim sjálfum.
„Þeir sem vom skáld í Bretlandi á 19.
öldinni tóku tíu til þrjátíufalda áhættu á
því að fá geðhvarfasýki, í samanburði
við meðaltal." í bók sinni vitnar Nettle
til- rannsóknar sem Kay Redfield
Jamison gerði á fimmtíu lifandi skáld-
um, rithöfundum og myndlistarmönn-
um. í þeirri rannsókn kom fram að 38%
höfðu fengið meðferð vegna geðrænna
vandamála. Skáld og leikritaskáld vom
í mestri hættu.
„Geðveilugenin"
Nettle heldur þvi fram að geðræn
vandamál séu skapandi veikindi fyrir þá
sem em hugfijóir. Fyrir þá sem ekki geta
tjáð sig í gegnum hstina valdi þessi veik-
indi einungis óhamingju. Nettle er sann-
færður um að andleg vandamál séu að
meginhluta til komin vegna erfðafræði-
legra aðstæðna en ekki vegna uppeldis
og umhverfis. Nettle spyr sjálfan sig því
þeirrar spumingar af hveiju þessi erfða-
fræðilegi þáttur geðveilunnar hafi ekki
ræktast úr mannkyninu. Niðurstaða
hans er að „geðveilugenin" séu enn í
mannskepnunni vegna þess að við þörfn-
umst sköpunargáfunnar og sköpunin er
að hluta til afleiðing þessara gena. Hann
minnir enn fremur á að það sem telst
geðveikislegt í einu landi gæti tahst eðh-
legt í öðm og nefnir þar til sögunnar ým-
islegt sem tengt er trúarbrögðum.
Vertu í beinu sambandi
við þjónustudeildir DV
550 5000
ER AÐALNUMERIÐ
Smáauglýsingar Auglýsingadeild Dreifing Þjónustudeild Ljósmyndadeild íþróttadeild
550 5700
550 5720
550 5740 550 5780
550 5840
550 5880