Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 11 Skoðun ! F fpi f t ,■1 mr-* Í'IÍ iiiiil ... j j|i ) !j í' ' .’J |>pH» - ' I DV-MYND GVA Þegar Dylan söng í Vestmannaeyjum Xjf Kjartan Gunnar Kjartansson Mk. blaðamaður Laugardagspistill Hver kynslóð á sína stórviðburði, góða eða slæma eftir atvikum. Slík- ir viðburðir eiga sér sameiginlega skírskotun í hugum manna um leið og hver og einn tengir þá sjálfum sér: Hvar var ég staddur er ég fékk fréttirnar? Hvað var ég að sýsla og hverjar voru aðstæður mínar? Hafði þessi atburður áhrif á líf mitt og tók ég á einhvem hátt þátt í atburða- rásinni? Sú kynslóð sem nú er komin á eft- irlaun man upphaf síðari heims- styrjaldar, endalok hennar með kjamorkuárás á Hirosima og Naga- saki, og stofnun lýðveldisins. Ég er ekki kominn á eftirlaun en man þó ýmsa atburði sem frétta- menn og sagan hafa flokkað sem stórviðburði síðustu fjögurra ára- tuga. í ár verða fjörutíu ár frá því Kennedy var skotinn í Dallas í Texas. Þegar ég fékk fyrst fréttir af þessu frægasta pólitíska morði síð- ari tíma, stóð ég uppi á stól inni í eldhúsi að ná mér í kertisstubba til að hafa í snjóhúsi sem ég og vinur minn höfðum komiö okkur upp. Á miðvikudaginn var voru liðin tuttugu ár frá krapaflóðinu á Pat- reksfirði sem varð fjórum að bana, og á fimmtudaginn voru liðin 30 ár frá því að eldgosið hófst í Heimaey. Vanmetínn atburður? Á síðustu dögum hafa fjölmiðl- amir verið að rifia upp atburðina í Vestmannaeyjum fyrir 30 ámm. Sú upprifiun hefur lætt að mér þeim grun að ég og jafnvel þjóðin i heild höfum gert minna úr þessum ógnar- atburðum en ástæða var til. Kannski á þessi grunur rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að ís- land í dag, árið 2003, er miklu meira fréttasamfélag en það var fyrir 30 ámm, þegar hér var aðeins ein rík- issjónvarpsstöö sem vart hafði slitiö bamsskónum, ein ríkisútvarpsstöð og nokkur stöðnuð flokksmálgögn. Kannski gerðum við mun minna úr þessum atburðum vegna þess að allir björguðust giftusamlega. Það minnir okkur á að mannslífin eru ómetanleg hvað sem öðru líður. í þeim skiiningi vom snjóflóðin í Neskaupstað, 1974, og i Súðavík og á Flateyri, 1995, miklu sorglegri og óhugnanlegri atburðir. Kannski þurfum við tíma til að vega og meta atburðarás sem þessa og setja hana í samhengi og kannski varö þjóðin fyrir sjokki í janúar 1973. Við erum vön að þrátta og þrasa um hin ólíklegustu smáatriði en á tímum mikiila tíðinda verða hörðustu þrasarar kjaftstopp. Eyjagos og unga fólkið Það em ekki síst bömin mín sem styrktu mig í þeirri trú að þjóðin og ég hefðum tekið gosinu í Eyjum með óvenju miklu jafnaðargeði: „Var þetta svona svakalegt?" - spurðu þau þegar atburöarásin var nú rifiuð upp í sjónvarpi. „Þið hafið aldrei talað svona um þetta“ - rétt eins og þau hafi verið hlunnfarin um stórslysakvikmynd sem gerðist i alvöru og í ofanálag hér við land. Já, eldgosið í Vestmannaeyjum var svakalegt: Fyrirvaralaust opn- aðist virk eldgjá yfir þvera Heima- ey, aðeins tvö hundmð metra frá 6000 manna þéttbýlisbyggð. Mestu fólksflutningar Þá hófust umfangsmestu og hröð- ustu fólksflutningar íslandssögunn- ar. Á fimmta þúsund manns var á nokkrum klukkustundum flutt frá Vestmannaeyjum til höfuðborgar- svæðisins og á þéttbýlisstaði Suður- nesja og Suðurlands. Bátar Vest- mannaeyinga fluttu fólkið til Þor- lákshafnar, lest langferðabíla og strætisvagna myndaðist milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og milli Reykjavíkur og Eyja var mynduð loftbrú flugvéla, auk þess sem flugvélar og þyrlur frá vamar- liðinu tóku þátt í flutningunum. Maðurinn og náttúruöflin Síðan tóku við aðgerðir sem mið- uðu að björgun verðmæta. Búslóðir voru fluttar úr fiölda húsa, neglt fyrir glugga og unnið sleitulaust að því að moka vikri af mannvirkjum. Næsti kafli greinir frá návígi við náttúruöflin. Þar stóð maðurinn, vopnaður viti sínu, vatnsdælum og þrjósku, andspænis eyðileggingar- mætti glóandi hraunstraumsins sem ógnaði höfninni og bænum. 1 þeirri baráttu hafði maðurinn á endanum betur. En þegar upp var staðið höfðu 400 af 1000 húsum Vest- mannaeyinga eyðilagst í eldgosinu. Fram undan var tröllaukið hreins- unar- og uppbyggingarstarf. ... því hér réð kommún- isminn ríkjum í sinni róttœkustu mynd: Eng- inn átti neitt og allir allt. Engir peningar, eng- in viðskipti, enginn markaður. Hér réð regla Karls Marx hagkerfinu: Framlag samkvœmt getu - viðgjöld samkvœmt þörfum. En ólíkt öðrum kommúnistaríkjum var hér nóg af öllu. Fómfýsi eða forréttíndi Ég hef aldrei búið í Vestmanna- eyjum, né nokkur minna ættingja. Engu að síður á ég óvenju persónu- legar minningar frá fyrstu tveimur vikum gossins. Ástæöan er sú að ég fór með Hjálparsveit skáta í Reykja- vík til björgunarstarfa í Eyjum er gosið hafði staðið yfir í örfáa daga. Ég ætla ekki aö gera lítið úr seinni tíma hátíðarræðum um fórn- fýsi og hættulegar aðstæður björg- unarmanna í Eyjum. En ég leit ekki þannig á málin fyrir 30 árum. Fyrir mér voru þeir sem fengu visa til Vestmannaeyja á þessum dögum, vandlega útvalinn forréttindahópur. Ferðin var því toppurinn á tilver- unni og gerði vini mína græna af öf- und. Ég hefði ekki viljað skipta á þessari ferð og tveggja mánaða ókeypis sólarlandasukki. Auðvitað var þetta engin skemmtiferð. Hún var þvert á móti erfið, óhugnanleg og líklega svolítið hættuleg. En hún var ævintýraferð sem skildi eftir ógleymanlegar minningar. Svart-hvít veröld Eini gallinn við þessa reynslu er sá hversu erfitt er að lýsa henni: Svörtum vikrinum rigndi alls staðar niður. Hann barst inn um allt, fór of- an í skóna, særði holdið, málaði Heimaklett svartan, þurrkaði út alla liti og breytti þessari litfögru eyju í draugalega svart-hvíta veröld. Frá eldstöðvunum bárust smellir, líkt og annarlegt brimhljóð, þegar þær þeyttu upp gosefninu en undir tónuðu stöðugar, dimmar drunur, lengst neðan úr iðrum jarðar og engu líkar. Þegar mest gekk á sást glóandi hraungrýtið þeytast yfir bæ- inn og stundum náði það að kveikja elda í einstaka húsum. Loksins alvöru marxismi Mannlífið í Eyjum var ekki siður merkilegt þessa dagana: Rauðeygðir og órakaðir húsasmiðir, slökkviliðs- menn, lögreglumenn, og hjálpar- og björgunarsveitarmenn, með „Patton" fremstan meðal jafningja, að ógleymdum taugastrekktum her- mönnum frá vamarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, sem héldu á skóflun- um eins og þeir væru með hríð- skotabyssur. Á Víetnam áttu þeir von en ekki skóflum og eldgosi í Vestmannaeyjum - og bjuggust við að jörðin sykki undan þeim þegar minnst varði. Hvar áttu þeir líka að berjast ef ekki hér, því hér réð kommúnism- inn ríkjum í sinni róttækustu mynd: Enginn átti neitt og allir allt. Engir peningar, engin viðskipti, enginn markaður. Hér réð regla Karls Marx hagkerfinu: Framlag samkvæmt getu - viðgjöld sam- kvæmt þörfum. En ólíkt öðrum kommúnistaríkjum var hér nóg af öllu. Fínn matur í Vinnslustöðinni og vestrænt coke og sjoppufæði eins og hver gat í sig látið. Palli var næstum því einn í heiminum. Vestmannaeyjavitrun Við í Hjálparsveitinni héldum til vestarlega í bænum, í HB-húsinu. Þar var einhver leiklistaraðstaða, finasta diskótek með miklu plötu- safni og gott útsýni austur yfir bæ- inn. Það var einmitt í þessum húsa- kynnum á laugardagskvöldi sem ég varð fyrir svo sterkri og ógleyman- legri reynslu að hún varð næstum því yfirnáttúruleg. Við höfðum átt erfiðan dag en vorum nú að hvíla okkur - spjölluð- um saman, spiluðum plötur og sötr- uðum Egils appelsín. Einhver í hópnum fór að predika pólitískar hugsjónir um frið, jöfnuð og bræðralag en slíkar tölur þóttu þá góð latína í samkvæmum ungs fólks. Jafnframt formælti hann græðgi, lifsgæðakapphlaupi og efn- ishyggju og taldi að þetta þrennt ætti eftir að steypa Vesturlöndum í glötun. Einhver bætti þá við að Vestmannaeyingar væru líklega meiri efnishyggjumenn en aðrir ís- lendingar, enda væru hér í plássinu flottari steríógræjur en gengur og gerist og útlendur bjór í öðrum hverjum ískáp. Þegar hér var komið sögu þurfti ég að skreppa á salemið en bað fyrst plötusnúðinn að setja Bob Dyl- an á fóninn. Ég gekk síðan fram ganginn í hægðum mínum en stað- næmdist við opið herbergi með stór- um glugga sem sneri í austur. Þar blasti við mér óvenju myndræn og táknræn sýn. í forgrunni var her- bergið, fullt af litskrúðugum leik- búningum á tjá og tundri og grím- um sem lýstu ýmiss konar geðs- hræringu. Út um gluggann sá ég stóran hluta bæjarins, hús í björtu báli og síbyljandi, glóandi gosefnið rigna yfir bæinn. í bakgrunni voru svo eldstöðvamar í öllu sínu veldi. Mér varð hugsað til ræðunnar sem hjálparsveitarhippinn var nýbúinn að halda og allt í einu small allt saman í eina allsherjar vitrun - enda var nú Bob Dylan kominn á fóninn og söng sem aldrei fyrr: ,,1’ve been out in front of a dozen dead oceans. I’ve been ten thousand miles in the mouth of a graveyard. And it’s a hard, and it’s a hard, it’s a hard, and it’s a hard, and it's a hard rain’s a gonnafall.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.