Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 DV John Bolton Sagöi sterk sönnunargögn um vopnaeign íraka vera til staöar. Bandaríkjamenn enn ákveðnir John Bolton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Tokyo í gær að Bandaríkjamenn hefðu „mjög sann- færandi sannanir" þess efnis að irakar hafi fjölda ólöglegra vopna í sinum fórum. George W. Bush Bandaríkjaforseti mun sjálfur vera harðákveðinn í afstöðu sinni að ráð- ast inn í írak á næstu vikum. Fyrr um daginn sagðist íraskur andstöðuhópur hafa sannanir fyrir því að sérstakar íraskar hersveitir noti hlífðarbúninga og lyf til að vemda sig fyrir taugagasi eða öðr- um sýklavopnum. Vopnaeftirlitsmenn hafa reynt án árangurs að ná tali af íröskum vís- indamönnum. Bandariska utanrík- isráðuneytiö segir það stafa af því aö Saddam Hussein hafi hótað að myrða vísindamennina og fjölskyld- ur þeirra sýni þeir eftirlitsmönnun- um samstarfsvilja. Tveir tróðust undir á útsölu 2 létust og 15 slösuðust þegar 50 þúsund manns flykktust inn í nýopnaða verslun i Kína sem lofaði miklum afslætti á vörum vegna opnunarinnar. Um er að ræða matvöruverslun í norðurhluta landsins. Er þetta ekki einangrað tilvik, því í sumar slösuðust 20 manns þegar sama verslanakeðja opnaði verslun í borginni Baotou. 100 þúsund manns kepptust þá við að næla sér í tilboðsvörur. Ruth Morris. Blaðamönnum rænt í Kólumbíu Vinstrisinnaðir uppreisnarmenn hafa rænt tveimur blaðamönnum LA Times, breskri konu og banda- rískmn ljósmyndara. Lausn þeirra mun ráðast af óskilgreindum „póli- tískum og hemaðarlegum skilyrð- um,“ eftir því sem kom fram á út- varpsstöð sem skæruliðamir stjóma. Blaðakonan Ruth Morris og ljós- myndarinn Scott Dalton eru bæði vön aðstæöum í Kólumbíu en þau vom stödd í Arauca-héraði, þar sem bandarískir hermenn þjálfa kól- umbískar hersveitir. Uppreisnar- mennimir segja að þau hafi farið inn á þeirra yfirráðasvæði í heim- ildarleysi. Ár hvert taka þeir þús- undir manna í gíslingu. Komið í veg fyrir „stórfenglegar hryðjuverkaárásir“: 16 al-Qaeda-liðar handteknir á Spáni Spænska lögreglan hefur handtekið 16 manns sem allir em gmnaðir um að vera meðlimir í al-Qaeda-hryðjuverka- samtökunum. Um 150 lögreglumenn réðust til atlögu í Barcelona og annars staðar í Katalóníu snemma í morgun. Á sama tima hefúr lögreglan á ítal- íu verið að yfirheyra 5 Marokkóbúa sem grunaðir em um að skipuleggja sprengjuárás á London. ítalska lög- reglan fann eitt kíló af sprengiefni á býli rétt utan Feneyja þar sem menn- irnir höfðu haldið tii. Einnig fundust kort af herstöðvum NATÓ á Ítalíu og neðanjarðarlestarkerfi London. Að- gerðimar vom framkvæmdar í kjölfar ítarlegrar rannsóknar frönsku og bresku lögreglunnar. Tcdsmaður breska forsætisráðherr- ans sagöi þetta undirstrika nauðsyn á árvekni almennings um alla heims- byggð. Mennimir 5 á Ítalíu hafa allir verið kærðir fyrir ólöglega eign á sprengiefni en samkvæmt lögfræðingi þeirra neita þeir allri sök. Jose Maria REUTERS Jose Maria Aznar Forsætisráöherra Spánar sendi skýr skilaboö til heimsbyggöarinnar eftir handtöku 19 al-Qaeda -iöa á Spáni. Aznar, forsætisráðherra Spánar, segir aö handtökumar í gær hafi verið gíf- urlega mikilvægar og mikið af sprengju- og efnavopnum hafi fundist. Að komið hefði verið í veg fyrir „stór- fenglegar hryðj uverkaárás ir“. Óstaðfestar frásagnir í spænskum fjölmiðlum segja að meðal þess hafi verið tvær tunnur af eiturefhinu rísín. Sömu fregnir herma aö mennimir sem voru handteknir hafi verið þjálfaöir í herbúðum al-Qaeda. Aznar sagði handteknu mennina tengjast mönnum sem handteknir hafa verið í Bretlandi og Frakklandi að undanfomu, sem einnig munu hafa verið aö undirbúa árásir með sprengj- um og efnavopnum. „Ég vil undir- strika að þegar við tölum um stríðið gegn hryðjuverkum og að tryggja ör- yggi og frið allra erum við ekki að taia um einhveijar ímyndanir," sagði Azn- ar. Alls hafa um 3000 grunaðir hryðju- verkamenn verið handteknir i meira en 100 löndum frá því að hryðjuverka- árásimar á Bandaríkin vom gerðar þann 11. september 2001. Viö leik og störf Starfsmaöur sædýrasafnisins í Bouiogne sur Mer í noröurhluta Frakklands er önnum kafinn viö aö þrífa búr sæljóns í safnsinu en þaö viröist þó hafa meiri áhuga á aö leika sér viö hann. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin: Boðað til neyðarfundar vegna N-Kóreudeilunnar Eftirlitsstofnun Sameinuðu þjóð- anna um kjamorkustarfsemi, Al- þjóða kjamorkumálastofhunin, hef- ur boöað til neyðarfundar vegna deilunnar um kjamorkustarfsemi N-Kóreu í Vínarborg þann 3. febrú- ar næstkomandi. Svo gæti farið að málinu yrði vísað áfram til Öryggis- ráðs SÞ. Fari það svo gæti N-Kórea þurft að horfast í augu við viðskipta- þvinganir eða annars konar refsing- ar. Yfirvöld í N-Kóreu hafa ávallt haldið fram að slikar aðgerðir jafn- giitu stríðsyfirlýsingu. Þó er talið að Kínveijar og Rússar, sem hafa neit- unarvald í Öryggisráðinu, muni koma í veg fýrir slíkar aðgerðir og þrýsta á að deilan verði leyst á diplómatískan máta. John Bolton, aðstoðamtanríkis- ráðherra Bandaríkjanna sem nú er staddur í Asíu, sagði í gær að það REUTERS Klm Dae-jung Forseti Suöur-Kóreu sagöi í gær aö deilan yröi aöeins leyst meö beinum viöræöum Bandaríkjanna og N-Kóreu. væri enn beiðni Bandaríkjastjómar aö Öryggisráðið tæki til umijöllunar útgöngu N-Kóreu úr alþjóða sáttmál- anum um takmörkun útbreiðslu kjamorkuvopna. Hann lagði þó áherslu á aö það væri vilji hans að deilan yrði leyst á friðsamlegan máta. Alexander Losyukov, varautanrík- isráðherra Rússlands, hefur varað við því að vísa málinu til Öryggisráðsins þar sem það myndi auka á spennuna í deilunni. „N-Kóreu-menn gæti túlk- að það þannig að veriö væri að þrýsta á þá,“ sagði Losyukov á blaðamanna- fundi i Moskvu. Forseti S-Kóreu, Kim Dae-jung, sagði við fréttamenn í gær að ljóst væri að deilan yrði aðeins leyst með beinum viðræðum Bandaríkjanna og N-Kóreu. Áætlaö er að erindreki s-kóresku ríkisstjómarinnar fari til Pyongyang eftir helgi til að ræða Ofbeldisalda í ísrael Hísraelskir her- menn skutu tvo Palestínumenn til bana og héldu úti loftárásum til að svara fyrir skotárásir Palest- ínumanna þar sem þrir hermenn létu lífið. Aðeins em þrír dagar í kosn- ingar í ísrael og eru árásimar tald- ar auka enn við fylgi Likud-banda- lags Ariels Sharons forsætisráð- herra. Ráðherrar Keníu í flugslysi Vinnumálaráðherra Keníu, Ahmad Mohamed Khalif, lést og þrír ráðherrar til viðbótar slösuðust alvarlega þegar lítil flugvél hrapaði skömmu eftir flugtak í Keníu. Einn flugmannanna lést einnig en alls voru 10 farþegar um borð. Rútuslys í Indónesíu Minnst 17 létust þegar rúta í Indónesíu klessti á brú og hreinlega sprakk, eftir því sem yfirvöld greina frá. 15 af 20 farþegum munu hafa látist samstundis. Rútan mun einnig hafa lent á 4 mótorhjólum, ol- íutunnum og nokkrum húsum. 400 kíló af kókaíni Pólsk tollayfirvöld lögðu hald á 400 kíló af hreinu kókaíni í gær en söluvirði þess er talið um 1,76 millj- arðar króna. Kókaínið var falið um borð í hollensku skipi. Pútín og Schröder sammála iarKis 0g Rússlands, ■ Gerhard Schröder I og Vladimir Pútín, /J ræddust við í síma í É~~X TJ gær um traks- JM ástandið. Sögðust 'JH þeir vera sammála um að vera með öllu mótfallnir hvers kyns hemaö- araðgerðum sem kann að verða beitt gegn írökum. Forsetavandræði Tékka Enginn hlaut afgerandi stuðning tékkneska þingsins í kosningum þess til forseta landsins, en kjör- tímabili núverandi forseta, Vaclav Havel, lýkur formlega þann 2. febr- úar næstkomandi. Grípa þarf til þriöju umferðar kosninga á þinginu en ekki er líklegt að niðurstaöa fáist í málið þá. Heimsóknarleyfi veitt ■ Frakkar báðu ESB um að ferða- banni Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe í Evr- ópu, verði tíma- bundið aflétt svo að hann geti sótt ráð- stefnu Afríkuleið- toga í Frakklandi. Óttast var að aðr- ir leiðtogar Afríkurikja myndu snið- ganga ráðstefnuna yrði honum meinaður aðgangur. Ráðstefnan verður haldin dagana 19. til 21. febrúar. Hætta ekki aðgerðum Olíuverkamenn í Mil Venesúela hétu því I , jH að verkfalli myndi ekki linna fyrr en Vj samið yrði við þá l íi» ‘d um að þeir fengju störf sín aftur og að forsetakosninga sem fyrst. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir í 54 daga og krefjast þeir þess að Hugo Chavez, forseti landsins, segi af sér forsetaembætti. Ríkisstjórn landsins hefur rekið alla olíustarfsmenn landsins eftir að þeir hófu verkfallsaðgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.