Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 50
5-4-
HeIqorbloö X>V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
íslendingaþættir________________
Umsjón
Kjartan Gunnar
Kjartansson
>
Sjöfn Har
myndlistarmaður er 50 ára í dag
Sjöfn fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp til tví-
tugs, bjó átta ár í Kaupmannahöfn en hefur síðan bú-
ið í Reykjavík og haft vinnustofu þar og á Eyrarbakka
síðustu ár. Hún lauk myndmenntakennaraprófi frá
Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973, bætti við
fimmta árinu í myndlistardeild, einu ári í keramik-
deild, lauk cand.phil.-prófi frá Det kongelige danske
Kunstakademi í Kaupmannahöfn 1984 og hefur bætt
við sig ýmsum námskeiðum í myndlist.
Sjöfn kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík, Víði-
staðaskóla, Myndlistaskólann í Reykjavík, Birkerod
gymnasium og Det kongelige danske Kunstakademi.
Hún hefur haldið ellefu einkasýningar, m.a. í Kaup-
mannahöfn, London, New York og Norfolk í Bandaríkj-
unum og tekið þátt í samsýningum hér og erlendis.
Sjöfn sat í stjórn íslendingafélagsins í Kaupmanna-
höfn, hefur verið félagi í SÍM; FÍM; Myndhöggvarafé-
laginu í Reykjavík; Félagi myndlistarkennara og sat í
sýningarnefnd FÍM 1988-90. Hún hlaut starfslaun lista-
manna 1986, hannaði lýðveldispeningí tilefni 50 ára af-
mælis lýðveldisins 1994, á vegum landssamtakanna
Þroskahjálpar, en sama ár var veggspjald eftir hana
valið af sömu samtökum vegna alþjóðlegrar ráðstefnu
um málefni fatlaðra. Hún hannaði útflutningsverðlaun
forseta íslands fyrir Útflutningsráð 2001, hefur einnig
gert fjölda skúlptúra, veggmynda og kápa á bækur og
tímarit og vinnur nú við hönnun legsteina i samvinnu
við S. Helgason 1 Kópavogi.
Fjölskylda
Sambýlismaður Sjafnar er Thulin Johansen, f. 6.9.
1946, fulltrúi í Reykjavik. Foreldrar hans: Svava Þor-
gerður Þórhallsdóttir Johansen og Johan Thulin Jo-
hansen. Þau bjuggu lengst af á Reyðarfirði en siðast í
Reykjavík og eru nú bæði látin.
Fyrrverandi eiginmaður Sjafnar var Ármann Ár-
mannsson, f. 2.3. 1949, útgerðarmaður í Reykjavík.
Stjúpbörn Sjafnar eru Laufey Johansen, Kitty og
Anna Lilja.
Systkini Sjafnar eru Hlöðver, f. 15.6. 1954, skipstjóri
í Suður-Afríku; Sif, f. 22.11. 1955, megagestgjafi og
golfari í Virginíu i Bandaríkjunum; Sigríður Inga, f.
2.9. 1957, sjúkraliði í Hafnarfirði; Valdis Hulda, f. 2.1.
1959, markaðsstjóri; Magnea Ásta, f. 24.5. 1962, fata-
hönnuöur í Sviss; Albert, f. 4.10. 1963, skipstjóri í
Chile.
Foreldrar Sjafnar: Haraldur S. Gíslason, f. 15.8. 1929,
rafverktaki og kennari, nú látinn, og Guðrún Gunnars-
dóttir, f. 3.5. 1933, húsmóðir og ráðskona. Þau bjuggu
lengst af í Stykkishólmi en síðar í Hafnarfirði.
Ætt
Fósturforeldrar Haralds: Ingvi Kristjánsson, skip-
stjóri og bátasmiður frá Ólafsvík, og Sigríður Elín
Tómasdóttir frá Ólafsvík.
Haraldur var sonur Gisla, matsveins í Reykjavik,
Gíslasonar og Ástu Kristjánsdóttur en bróðir Kristjáns
var Ásgeir, b. á Fróðá, faðir Ásgeirs, föður Braga
myndlistarmanns og Sveins hagfræðings. Ásgeir var
einnig langafi Sverris Stormsker. Kristján var sonur
Eggert Ólafur Briem
fyrrv. deildarstjóri hjá Flugleiðum
Eggert Ólafur Briem, Grundar-
landi 22, Reykjavík, er sjötugur í
dag.
StarfsferiU
Ólafur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk verslunar-
prófi frá Verslunarskóla íslands
1952. Að námi loknu vann hann
sem bankaritari við Landsbanka ís-
lands en stundaði á þeim árum
einnig dægurlagasöng og annaðist
umsjón óskalagaþátta í Ríkisút-
varpinu þar til hann hélt til
London þar sem hann stundaði
nám í verslunarfræðum um eins
árs skeið við London Academy.
Við heimkomu, 1956, hóf hann
störf hjá Loftleiðum við farþegaaf-
greiðslu á Reykjavíkurflugvelli en
fluttist aftur til London 1957 til
starfa á skrifstofu félagsins
Eftir heimkomu, 1959, starfaði
hann um nokkurra mánaða skeið
sem vaktstjóri á Reykjavíkurflug-
velli en tók, síðla sama ár, við um-
sjón með tryggingum og skaðabóta-
kröfum viðskiptavina.
Á árinu 1972 fluttist Ólafur aftur
til London þar sem hann tók við
framkvæmdstjórastöðu fyrir Loft-
leiðir og International Air Bahama
fyrir Bretland og írland. Eftir sam-
einingu Loftleiða og Flugfélags ís-
lands fluttist Ólafur, 1974, heim og
starfaði að ýmsum verkefnum á að-
alskrifstofu Flugleiða. 1976 tók
hann við starfi deildastjóra Viö-
skiptaþjónustu, síðar Þjónustueftir-
lits sem hann sinnti þar til hann lét
af stöfum hjá félaginu fyrir aldurs
sakir.
Ólafur sat, á sínum starfsferli,
fjölda alþjóöafunda og námskeiða
um farþega og fraktþjónustumál
sem fulltrúi Loftleiða og síðar Flug-
leiða og var leiðbeinandi á slíkum
námskeiðum. Hann hlaut viður-
kenningu The Certified Claims Pro-
fessional Accreditation Council
Inc. sem Honorary Certified Claims
Professional, HCCP 1983, var í
stjórn alþjóðasamtaka flugfélaga
um farþegaþjónustu, The World-
wide . Airline Customer Relations
Association, frá 1988 til 1994 og for-
maður samtakanna 1990-1992.
Ólafur var í stjóm Nemendasam-
bands Verslunarskóla íslands um
árabil, var í stjórn Skálklúbbs
Reykjavíkur 1967-68 og formaður
1968-69. í stjórn íslendingafélagsins
i London var hann 1972-73 og for-
maður 1973-74.
Hann gekk til liðs við Lions-
klúbbinn Fjölni árið 1966 og var
formaður klúbbsins starfsárið 1983-
84. Hann var alþjóðasamskipta-
stjóri Lionshreyfingarinnar
1984-88, fjölumdæmisritari 1988-90,
umdæmisstjóri Lionsumdæmis
109A 1991-92, fjölumdæmisstjóri
1992-93 og kynningarstjóri hreyf-
ingarinnar 1994-96. Skipaður full-
trúi Lionshreyfingarinnar i stjórn
MedicAlert 1993 og formaður frá
1999.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 14. júlí 1960 Eddu
Jónsdóttur Briem, f. 25.10. 41, full-
trúa. Hún er dóttir Jóns Jóhanns
Gunnarssonar skrifstofustjóra og
k.h., Ásu Þorsteinsdóttur.
Börn Ólafs og Eddu eru Ólafur, f.
27.12. 62, bæjarritari í Kópavogi,
kvæntur Sigrúnu Tryggvadóttur
hjúkrunarfræðingi, Kristín f. 4.3. 64,
sjúkraþjálfari á Seyðisfirði, gift
Birni Malmquist, forstöðumanni
Ríkisútvarpsins á Austurlandi, og
Ása, f. 16.4. 71, pianóleikari í
Reykjavík
Systkini Ólafs; Margrét Þuríður
Briem f. 24.12.1912, d. 12.8.1994; Guð-
rún Briem Björnsson, f. 9.4. 1915,
Gunnlaugur Friðrik Briem f. 27.5.
1918, d. 13.7. 1997; Valgarð, f. 31.1.
1925, lögfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Ólafs: Ólafur Jóhann
Gunnlaugsson Briem, f. 14.7. 1884,
d.19.11. 1944, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, og k.h., Anna Valgerða
Claessen, f. 22.8. 1889, d. 8.5. 1966,
húsmóðir.
Ætt
Ólafur var sonur Gunnlaugs
Briem, alþm. og verslunarstjóra í
Hafnarfirði. Gunnlaugur var sonur
Eggerts Briem, sýslumanns á
Reynistað. Eggert var sonur Gunn-
laugs, ættföður Briemættarinnar,
Guðbrandssonar. Móðir Ólafs fram-
kvæmdastjóra var Frederike C.J.
Claessen, dóttir Jean Jacobs Claes-
sen, skrifstofustjóra í Kaupmanna-
höfn, og k.h., Frederike Caroline
Louise von Hansen. Anna Valgerða
var dóttir Jean Valgad Claessen,
kaupmanns á Sauðárkróki og
landsféhirðis í Reykjavík, bróður
Frederike Caroline Jakobínu. Móð-
ir önnu Valgerðu var Anna Mar-
grét Þuríður Kristjánsdóttir Möller,
veitingamanns í Reykjavík.
Ólafur og Edda munu halda upp
á afmælið á ferðalagi um Suður
Afríku.
Þórðar, hreppstjóra, alþm. og dbrm. á Rauðkollsstöð-
um, Þórðarsonar. Móðir Þórðar alþm. var Kristín,
systir Þorleifs, læknis í Bjarnarhöfn. Móðir Kristjáns
á Fróðá var Ásdís, systir Guðrúnar, langömmu Páls
Steinars trésmiös, föður Birnu Þórunnar, handavinnu-
kennara og fatahönnuðar. Ásdís var dóttir Gísla, b. í
Hraunhöfn, Árnasonar og Ragnhildar Jónsdóttur af
Rauðkollsstaðaætt.
Guðrún er dóttir Gunnars Bachmann Guðmunds-
sonar, Jónassonar. Móðir Gunnars var Jórunn Kon-
ráðsdóttir í Stykkishólmi, Konráðssonar. Móðir Kon-
ráðs i Stykkishólmi var Gyðríður Andrésdóttir, systir
Þórdísar, ömmu Ásmundar Sveinssonar myndhöggv-
ara.
Móðir Guðrúnar var Kristensa Valdís Jónsdóttir,
húsfreyja í Stykkishólmi, dóttir Jóns Jónssonar, sjó-
manns og b. í Arney, og Kristólínu Þórunnar Krist-
jánsdóttur af Hjarðarfellsætt.
Sjöfn og sambýlismaður hennar eru stödd í Cape
Town í Suður-Afríku á afmælinu og halda upp á dag-
inn þar í návist Hlöðvers skipstjóra, bróður hennar,
Þar verður opið hús að 405 Sea Cliff, Sea Cliff Road,
Bantrey Bay, 8500 Cape Town, S-Afriku.
Laugard. 25. janúar Sunnud. 26. janúar
90 ÁRA
Páiína Stefánsdóttir,
Klausturhólum 3,
Kirkjubæjarklaustri.
85 ÁRA____________________
Sigurjón Ólafsson,
Foldahrauni 37g, Vestm.eyjum.
80 ÁRA
Margrethe Kristinsson,
Naustahlein 21, Garöabæ.
Eiginmaður hennar er Sigur-
björn Ó. Kristinsson. Þau verða
með heitt á könnunni aö
Hjallabraut 8, II. hæð, á af-
mælisd. kl. 15.00-18.00.
75 ÁRA
Guðbjörg Agnarsdóttir,
Hjallabraut 7, Hafnarfiröi.
Ragna G. Pálsdóttir,
Lækjasmára 4, Kópavogi.
7QÁRA_____________________
Ásta E. Kolbeins,
Þrastanesi 14, Garðabæ.
Guðmundur Stefánsson,
Birkiteigi 17, Keflavík.
Sigríður Guöjónsdóttir,
Skeggjastöðum, Selfossi.
60 ÁRA____________________
■ Pálína Ingibjörg
Tómasdóttir,
Stekkholti 5, Selfossi.
Eiginmaður hennar er Sigurjón
Bergsson, þjónustustjóri Sím-
ans á Suðurlandi.
Þau verða á faraldsfæti.
Gunnvör Valdimarsdóttir,
Stallaseli 6, Reykjavík.
50 ÁRA
Jón Davíð Þorsteinsson,
Básahrauni 1, Þorlákshöfn.
Jónas Halldór Haralz,
Sunnubraut 23, Kópavogi.
Jónína Björk Óskarsdóttir,
Engihjalla 3, Kópavogi.
Kristján Daníelsson,
Meiöastöðum 1, Garði.
Páll Ólafsson,
Úthliö 6, Reykjavík.
4Q ÁBA
Beata Kinga Joó,
Aðalstræti 19, ísafirði.
Björn Ingi Óskarsson,
Bogabraut 9, Skagaströnd.
Gunnar Alfreð H. Jensen,
Efstahjalla 21, Kópavogi.
Gunnar Jóhannesson,
Baðsvöllum 1, Grindavík.
Hjördís Skímisdóttir,
Hrisbraut 14, Höfn.
María Sólbergsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 3, Reykjavík.
Sigurður Jónsson,
Reynimel 90, Reykjavík.
Sigurður S. Stelngrímsson,
Ásabraut 29, Sandgerði.
Stelnunn Ásgeirsdóttir,
Borgarh.braut 40, Kópavogi.
Theódór Welding,
Dalalandi 9, Reykjavík.
Unnur Kjartansdóttir,
Kambahrauni 31, Hverageröi.
Þorri Jóhannsson,
Hringbraut 54, Reykjavík.
80 ÁRA
Jón Benediktsson,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Mary Costello,
Mjallargötu 9, Isafirði.
75 ÁRA____________________
Ragnhildur Ása Pálsdóttir,
Tunguvegi 46, Reykjavík.
70ÁRA
Jón Guömundur Bergsson,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Kristín Jóna Einarsdóttir,
Kirkjubraut 15, Njarðvík.
Tómas Jónsson,
Tryggvagötu 24, Selfossi.
60 ÁRA
Heidrun Charlotte Vogt,
Hamraborg 32, Kópavogi.
Kjartan Ágústsson,
Engjaseli 83, Reykjavík.
Rannveig Gísladóttir,
Skaftahlíð 12, Reykjavík.
50 ÁRA____________________
Elísabet Hilmarsdóttir,
Hvassaleiti 28, Reykjavík.
Elsa Stefánsdóttir,
Hofi, Hofsósi.
Friðrik J. Klausen,
Ystabæ 1, Reykjavík.
Gerður Baldursdóttir,
Kjarrmóum 45, Garðabæ.
Óli Reynir Ingimarsson,
Fagraholti 6, Isafirði.
Peter Jones,
Fögruvöllum, Akureyri.
Sigurjón Stefán Bjömsson,
Neshömrum 12, Reykjavík.
40 ÁRA____________________
Aðalheiður H. Siguijónsdóttir,
Lindarbergi 72, Hafnarfirði.
Carlos Abel Eguiguren Flores,
Njörvasundi 31, Reykjavlk.
Elísabet M. Jóhannesdóttir,
Bæjargili 95, Garðabæ.
Guðbrandur Einarsson,
Jóruseli 3, Reykjavík.
Gunnar Öm Steinarsson,
Furuhlíð 21, Hafnarfirði.
Hafdís Bára Kristmundsdóttir,
Breiðvangi 30, Hafnarfirði.
íris Laufey Árnadóttir,
Hjallahlíð 21, Mosfellsbæ.
Oddný Þóra Óladóttir,
Tómasarhaga 44, Reykjavík.
Olga Sigríður Marinósdóttir,
Reynihlíð 7, Reykjavlk.
Ólafía Blrgisdóttir,
Foldahrauni 24, Vestm.eyjum.
Pétur Þór Einarsson,
Hllðarási 5, Mosfellsbæ.
Sigurður Kristinn Guðfinnsson,
Freyjugötu 27, Reykjavík.
Skúli Berg,
Stórholti 7, Isafiröi.
Steinþór Agnarsson,
Vitastíg 9, Hafnarfiröi.
Svava Amórsdóttir,
Álftamýri 8, Reykjavík.
Þorbjöm Tómasson,
Byggöarholti 35, Mosfellsbæ.
Þorsteinn V. Jónsson,
Háaleitisbraut 52, Reykjavlk.