Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003
DV
Fréttir
Sjávarútvegsráðherra áfrýjar dómi:
Telur málið varða
tjáningarfrelsi
Ámi M.
Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra
ákvað í gær að
áfrýja dómi Hér-
aðsdóms Reykja-
ness í máli Magn-
úsar Þórs Haf-
steinssonar gegn
honum. Málið Call-
aði sem kunnugt
er um orð sem
sjávarútvegsráðherra lét falla um m.a.
um trúverðugleika þáttar sem Magnús
Þór gerði um brottkast afla í róðri á
Vesttjarðamiðum.
„Ég tel að dómur þessi sé í andstöðu
við dóma Hæstaréttar íslands í málum
sem varða tjáningarfrelsi. Þar sem
málið varðar svo mikilvægt svið sem
tjáningarfrelsið er í nútímaþjóðfélagi
tel ég óhjákvæmilegt annað en að
áfrýja framangreindum dómi enda tel
ég að niðurstaða Hæstaréttar í máli
þessu muni hafa almennt gildi,“ segir
sjávarútvegsráðherra. -GG
Arni M.
Mathiesen.
tfvnner^
Frá miðjum jan. fram til 22. febrúar.
á föstudags- og laugardagskvöldum
Kvöldstund í Perlunni er öðruvísi.
Þar snýst þjónustan um þig meðan þú snýst um
borgina. Dinner and Dancing í Perlunni ertilvalið
fyrir árshátíðir smærri fyrirtækja þar sem maturinn
og þjónustan er aðalatriðið. Til að fullkomna
kvöldið er svo tilvalið að fá sér snúning á
dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik.
Nýr og glæsilegur
sérréttaseðill
DV-MYND SÍGURÐUR JÓKULL
Hætt komnir
Þeir félagar Smári Adólfsson og Máni frá Fremri-Hvestu voru hætt komnir þegar þeir lentu í vök á Hvaleyrarvatni í
koiniöamyrkri. Þeir eru nú báöir búnir aö jafna sig eftir volkiö. Máni er einn af uppáhaldshestum Smára en myndin af
þeim var tekin í Sörlaskeiði í gær.
Lenti með hest sinn í vök á Hvaleyrarvatni í kolniðamyrkri:
Hélt aö mín síðasta
stund væri upp runnin
- segir Smári Adólfsson, hestamaður í Hafnarfirði
„Þegar ég fór í vökina í annað
sinn hélt ég að min síöasta stund
væri upp runnin," sagði Smári
Adólfsson, hestamaður í Hafnar-
firði. Hann varð fyrir því sl.
þriðjudagskvöld að lenda ásamt
hesti sínum í vök á Hvaleyrar-
vatni. Þetta var um áttaleytið um
kvöldið og því orðið aldimmt.
Smári, sem er þaulvanur hesta-
maður og gjörkunnugur svæðinu,
var að ríða á ísnum á vatninu.
Hann vissi af uppsprettu í því en
áttaði sig ekki á að hún hafði
færst nær landi og stækkað frá
því sem áður var.
„Klárinn fór út í og datt fyrst
niður með framlappimar," sagði
Smári. „Ég rann fram af honum og
út í vatnið. Ég reyndi að komast
upp úr, en það gekk ekki fyrr en
hesturinn kom að mér. Þá gat ég
spymt fótunum i hann og komist
upp á ísinn. Þá hugsaði ég að nú
skyldi ég ná honum upp. Ég náði í
tauminn og var að reyna að toga
hann. Svellið var orðið mjög blautt
og sleipt þannig að hann togaði
mig niður í vökina aftur. Þrátt fyr-
ir mikið gösl í vatninu náði ég að
setja einteyming á hann.“
Smári kvaðst hafa verið orðinn
mjög þungur í vatninu. Sem betur
fer hefði klárinn svamlað um,
þannig að hann hefði aftur náð að
spyma í hann og koma sér upp á
vakarbrúnina.
„Ég reyndi enn að koma klárn-
um upp úr, en tókst ekki og varð
að gefast upp við svo búið,“ sagði
Smári. Hann gekk af stað í áttina
að hesthúsahverflnu. Fljótlega
fann hann að hann kólnaði hratt
upp, enda 12 stiga frost. Honum
tókst þó að komast að hesthúsi
Sveins Jónssonar í Sörlaskeiði.
Hann hugðist fara með Sveini og
syni hans til að sækja hestinn en
gat sig varla hrært fyrir kulda.
Hann var því keyrður heim.
„Þeir voru orðnir sjö eða átta
sem hjálpuðust að við að ná hest-
inum upp,“ sagði Smári. „Það
tókst loks þegar einn þeirra náði
að koma spotta undir hnakkinn.
Þá var hægt að draga hestinn á
hnakknum á hliðinni upp á ís-
inn.“
Smári sagði að kuldi hefði ver-
ið í sér í heilan sólarhring á eftir
en hann væri nú alveg búinn að
ná sér. Hann kvaðst þegar hafa
fengið dýralækni handa hestin-
um. Klárinn hefði verið dasaður
eftir volkið en kenndi sér nú
einskis meins lengur. -JSS
Sjávarútvegsráðherra eykur veiðiheimildir:
Utflutningsverðmæti eykst
um allt að 2,8 milljarða
Sjávarútvegsráðherra, Árni M.
Mathiesen, hefur ákveðið hækk-
un á leyfilegum heildarafla ufsa,
sandkola, kolmunna og út-
hafskarfa og koma þær m.a. til
móts við niðurskurð á aflaheim-
ildum í þorski á fiskveiðiárinu
2002/2003.
Aflaheimildir í ufsa hækka úr
37.000 tonnum í 45.000 tonn, afla-
heimildir sandkola hækka úr
4.000 tonnum í 7.000 tonn, afla-
heimildir kolmunna hækka úr
282.000 tonnum í 318.000 tonn og
aflaheimildir úthafskarfa hækka
úr 45.000 tonnum í 55.000 tonn.
Þar af eru 10 þúsund tonn úr efri
stofni eins og árið 2002.
Þessar breytingar eru meiri í
þorskígildum talið en samdráttur
í leyfilegum heildarafla .þorsks
sem kynntur var í júní sl. eða
12.000 þorskígildistonn á móti
11.000 tonnum. Gera má ráð fyrir
að hækkun á leyfilegum heildar-
afla ofangreindra tegunda auki
útflutningsverðmæti útfluttra
sjávarafuröa um 2,5 til 2,8 millj-
arða. Þetta felur í sér að útflutn-
ingstekjur sjávarafurða hækka
um liðlega 2% frá fyrri áætlun-
um.
Að öllu samanlögðu munu því
ákvarðanir sjávarútvegsráðherra
leiða til þess að útflutningsverð-
mætið á árinu 2002 verður ríflega
130 milljarðar króna í stað 128
milljarða króna eins og áætlað
hafði verið. -GG
Rúrik Haraldsson látinn
Rúrik Har-
aldsson leikari
er látinn, sjö-
tíu og sjö ára
að aldri. Rú-
rik, sem var
einn af ástsæl-
ustu leikurum
landsins, fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum
1926. Hann hóf
nám í leiklist við Leiklistarskóla
Lárusar Pálssonar nítján ára
gamall og útskrifaðist frá
Central School of Dramatic Art í
Lundúnum árið 1950.
Eitt af fyrstu hlutverkum Rú-
riks var þegar hann lék hirð-
mann í Myndabók Jónasar Hall-
grímssonar, eftir Pál ísólfsson og
Lárus Pálsson, á vegum Tónlist-
arfélagsins í Trípólíbíói 1945.
Rúrik lék hjá Leikfélagi Reykja-
víkur frá árinu 1946 en var fast-
ráðinn við Þjóðleikhúsið frá ár-
inu 1951.
Rúrik hlaut fjölda viðurkenn-
inga á ferlinum, þar á meðal
Menningarverðlaun Þjóðleik-
hússins 1960 og 1968, Lista-
mannalaun Menningarsjóðs 1960
og Silfurlampann árið 1970 fyrir
aðalhlutverkið í Gjaldinu eftir
Arthur Miller 1970. -Kip
Rúrik
Haraldsson.