Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 r>v Ensími og Singa- pore Sling vestur um haf Singapore Sling og Ensími munu leggja land undir fót í marsmánuði næstkomandi og er stefnan tekin á Bandaríkin. Hljómsveitimar hafa þegið boð um að spila á tónlistarhá- tíðinni SXSW - South by Southwest sem haldin er árlega í Austin, Texas. SXSW er með stærstu tónlist- arhátíðum sem haldnar eru í Bandaríkjunum en þar spila árlega nokkur hundruð hljómsveitir sem koma víða að. Tónleikahátíðin er einnig ráðstefna sem snýr að tón- listariðnaðinum í heild sinni auk þess sem haldin er kvikmyndahátíð þar sem óháðum kvikmyndum- er gert hátt undir höfði. Þess má geta að erlendir útgefendur og fjölmiðlar hafa sýnt sveitunum mikinn áhuga í kjölfar útgáfu á nýjum plötum þeirra síðastliðið haust og vel heppnaðra tónleika þeirra á Airwaves-tónlistarhátíðinni. -HK Útlendinga- reglugerð Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti í gær nýja reglu- gerð um útlendinga sem unnið hef- ur verið að frá því í sumar sem leið. Reglugerðin er engin smásmiði - 116 greinar á fjörutíu blaðsíðum. Til samanburðar má nefna að 46 grein- ar eru í lögum um persónuvemd. í reglugerðinni felst að réttarstaða út- lendinga er bætt og skýrð til mikilla muna, t.d. hvað varðar málsmeðferð hælis- og leyfísumsókna. -ÓTG Hverageröi: Lampaþjófar enn á ferð Lampaþjófar voru enn á ferð í Hveragerði í gær en þá var þremur gróðurhúsalömpum stolið úr húsa- kynnum Garðyrkjuskólans. Nokkuð hefur borið á lampaþjófnaði í Hveragerði að undanfomu og leikur grunur á að hinir fmgralöngu noti lampana til að rækta kannabis. Fyr- ir fáeinum dögum endurheimti lög- reglan á Selfossi tíu lampa sem stolið hafði verið úr gróðurhúsi - upp komst um málið í tengslum við fikniefnamál. Kannabismál kom upp á Blöndu- ósi fyrr í vikunni. Lögregla gerði upptækar um sex hundruð kanna- bisplöntur og voru tveir menn handteknir í kjölfarið. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og verða fluttir á Litla-Hraun innan tíðar. -aþ Túnfiskveiðarnar: 711 fiskar á 237 sóknardögum Fimm japönsk skip stunduðu tún- flskveiðar með flotlínu frá byrjun september fram til 12. nóvember. Veiðisvæðið náði frá Suðurdjúpi og rétt suður fyrir landhelgismörkin. Heildaraflinn var 711 túnfiskar á 237 sóknardögum sem vógu slægðir 89,5 tonn. Þar af veiddust 324 fiskar, samtals 40,4 tonn að þyngd, á 105 sóknardögum innan fiskveiðilögsög- unnar. Árangur veiðanna var betri en undanfarin 3 ár en töluvert lak- ari en árin 1997 og 1998. Göngur tún- fisks norður á bóginn á haustin eru helst taldar stjómast af sjávarhita, fæðuframboði og stofnstærð. Talið er að megnið af þeim túnfiski sem gengur inn á íslensk hafsvæði á haustin komi frá hrygningarstöðv- um í Miðjarðarhafi og tilheyri því austurstofni Norður-Atlantshafs- túnfisks. -GG Fréttir Skutu grá- gæs í janúar Hann Heimir Þór Ivarsson í Ólafs- vík varð heldur betur hissa er hann fór á skyttirí í vikunni meö félaga sínum, Torfa Sigurðssyni, og ætluðu þeir að skjóta endur. Það voru ekki endur sem þeir fengu heldur tvær grágæsir sem er mjög óvenjulegt eða einsdæmi að sjá í janúar, að sögn kunnugra. Venjulega fer grágæsin til vetrarheimkynna sinna á Bret- DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Grágæs í matlnn Heimir Þór hampar hér fengnum. Hann fékk grágæs í staö andar. landseyjum í október eða í síðasta lagi í nóvemberbyrjun. Vafalaust hafa hlýindin í haust mglað gæsim- ar þannig að þær hafa ekki haft sig í að fara á gamlar slóðir. Að sögn Ólafs Einarssonar, fugla- fræöings á Náttúrufræðistofnun ís- lands, er óvenjulegt að grágæsir séu svo norðarlega á þessum tíma. Grá- gæsin fer venjulega til heimkynna sinna á Bretlandseyjum í lok októ- ber. Þær sjást þó á Suðurlandi eftir þann tíma. -PSJ Islensk límtrésverksmiðja í Portúgal Valgerður Sverrisdóttir iönaöarráðherra gangsetti meö formlegum hætti límtrésverksmiöjuna Flexilam í bænum Mortagua í Portúgal í gær. Hér er Valgeröur í verksmiöjunni ásamt Gesti Báröarsyni framkvæmdastjóra og fleiri. Límtrésverksmiðja í eigu íslenskra aðila opnuð formlega í Portúgal: Mikil tækifæri hér - segir Gestur Bárðarson, framkvæmdastjóri Flexilam Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra gangsetti með formlegum hætti límtrésverksmiðjuna Flex- Oam í bænum Mortagua í Portúgal í gær. Verksmiðjan er í eigu þriggja íslenskra aðila og er eignarskipting- in þannig að Límtré hf. á 47,6%, Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins á 44,4% og Lusitania Ventures efh. 8%. íþróttamálaráðherra Portúgals var einnig viðstaddur hina form- legu opnun verksmiðjunnar. Gestur Bárðarson er fram- kvæmdastjóri Flexilam í Portúgal. Hann var inntur eftir þvi hvenær sú hugmynd kviknaði að reisa límtrés- verksmiðju í Portúgal. „Ég vann í tvö ár hér í Portúgal á vegum Hampiðjunnar á árunum 1989-1991. Þó að ég færi heim aftur langaði mig í aðra röndina til að gera eitthvað meira hér í landi. Ég sá fullt af tækifærum og limtrés- verksmiðja var eitt af þvi sem mér datt í hug. Ég hafði samband við framkvæmdastjóra Limtrés á Flúð- um 1994 og honum leist vel á þá hug- mynd sem ég viðraði við hann. Við skoðuðum aðstæður og byrjuðum að byggja þetta upp hægt og sígandi," sagði Gestur í samtali við DV. Gestur sagði að farið hefði verið í sterka markaðssókn 1997 og hún fengið góð viðbrögð. í kjölfarið hefði verið opnuð markaðsskrifstofa 1998. í fyrstu heföi límtré verið flutt til Portúgals frá Flúðum í smáum stíl en það hefði undið upp á sig jafnt og þétt. Árið 1999 var gott ár, að sögn Gests, og hefði þá verið ákveðið aö skynsamlegast væri að hefja fram- leiðslu í Portúgal. Nýsköpunarsjóð- ur kom þá inn í dæmið og hafinn var undirbúningur að verksmiðju- byggingu. Fór framleiðslan í gang í júní 2001. Síðan hefur verið byggt smátt og smátt upp og tækjum og öðru slíku bætt við. Verksmiðjan er nú kominn á fullan snúning með 27 starfsmenn, 17 í verksmiðju, 10 í hönnun, sölu- og skrifstofustörfum. Bjartsýnir „Við vissum í upphafi að við þyrftum að ganga í gegnum ákveðið skeið og við færum ekki að þéna mikla peninga í byrjun. Við höfum rekið þetta á núllinu hingað til en erum að auka veltuna. Við erum bjartsýnir á að næsta ár verði mjög gott hjá fyrirtækinu en bygginga- markaður er erfiður um þessar mundir. Við verðum varir við sam- drátt, og þá sérstaklega í byggingum sem við erum í, sundlaugum og íþróttahúsum. Við jukum veltuna um 25% milli 2001 og 2002 og við bú- umst við svipaðri aukningu í ár og lítum björtum augum á framtíðina. Portúgal er stór markaður. í land- inu búa um tíu milljónir manna og byggingar margar hverjar eru léleg- ar. Bæta þarf byggingar og byggja nýjar. Hér eru því mikil tækifæri," sagði Gestur - Hyggið þið á fleiri landvinn- inga? „Við viljum fyrst læra að ganga og síðan fara að hlaupa. í sannleika sagt horfum við á Líberíuskagann sem okkar heimamarkað, bæði Portúgal og Spán. Við erum búnir að ná góðri fótfestu í Portúgal, höf- um afgerandi markaðshlutdeild í þessum geira og erum eini límtrés- framleiðandinn. Okkar markaðs- hlutdeild er yflr 50% og við stefnum aö þvi fljótlega yfir tO Spánar. Erum reyndar þegar búnir að fara i eitt verkefni þar,“ sagðui Gestur og bætti við að þetta er frábær dagur. „Við unnum Portúgala í handboltan- um, og maður getur því ekki annað en verið bjartsýnn á framhaldið," Mjög jákvætt Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði I samtali við DV að opnun limtrésverksmiðju væri frá- bært skref fyrir ísland og þetta fyr- irtæki sem ætti í hlut. „Fyrirtækiö fer glæsilega af stað og ég hef trú á þvi að það eigi eigi eftir að nema lönd víðar, enda er það áætlun. Þetta skiptir miklu máli því við vitum að við erum á hinu evrópska efnahagssvæði og þar er frjáls fjárfesting. Á sama tíma erum viö að vinna í þyí að fá erlenda fjárfesta heim til íslands. Það hefur gengið núna hvað varðar áliðnaðinn og íslensk fyrirtæki eru að gera það virkilega gott erlendis. Þetta er allt saman jákvætt. Ég veit að þetta fyrirtæki er okkur til sóma hér í Portúgal og aðstaða starfsfólks í verksmiðjunni hefur vakið at- hygli. Þetta er bara í einu orði sagt mjög jákvætt," sagði Valgerður við DV -JKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.