Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 30
30 H g ( cj ct rblci c) J3V LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Sálgreinin á söguöld Morkinskinna er þekkt nafn úr bókmennta- söqu íslands þrátt fqrir að uerkið hafi lítið uerið rannsakað. Ármann Jakobsson ver um næstu helqi doktorsritqerð sína um Morkin- skinnu en ritqerðin kom nqverið út hjá Há- skólaútqáfunni undir nafninu Staður ínqj- um heimi. Helqarblað DV ræddi við Ármann um heim Morkinskínnu, frásaqnir hennar af nútímalequm þunqlqndislækninqum oq stöðu íslenskra fræða. Morkinskinna hefur verið hálfgert olnbogabarn þegar kemur að rannsóknum á íslenskum miðalda- bókmenntum. Ármann segir að ástæðan fyrir þvi að hann valdi hana sem viðfangsefni í doktorsrit- gerð hafi verið sú að fræðimenn hafi alltaf áhuga á því sem ekki hefur verið rannsakað. „Þess vegna hafa glataðar sögur stundum freistað fræðimanna meira en þær sem hafa varðveist," segir Ármann, „í tilviki Morkinskinnu sá ég að margt var ósagt um verkið og sumt hafði alls ekki verið fjallað um.“ Ekki hefur allt sem fræðimenn hafa sagt um Morkinskinnu verið fallegt. Ármann segir að það eigi sér rætur í sögulegum mælikvarða sem lagður var á bókmenntir á 19. öld og fram á miðja 20. öld- ina. „Menn voru stöðugt að taka sundur bókmennt- irnar og leita upprunalegs kjarna þeirra," segir Ár- mann. „Þá var nánast litið á sögulegar og oft ævin- týralegar viðbætur við verkin sem galla. Fornald- arsögur voru samkvæmt þessu lakari bókmenntir en Islendinga sögur. Morkinskinna var af þessum sökum einnig álitin lakari en margar konungasög- ur því mikið er af þjóðsagnakenndum og ævintýra- legum sögum í sögunni sem ekki voru beinn fróð- leikur heldur miklu heldur skemmtun. Auk þess var Snorri Sturluson hafinn upp til skýjanna á kostnað annarra." Einu sinni grænjaxl „Enginn veit fyrir hvern Morkinskinna var skrif- uð,“ segir Ármann. „Höfundur er ekki nafngreind- ur og engar sérstakar vísbendingar er að finna um hver hann er. Að öllum likindum hefur hann verið íslendingur því hann hefur meiri áhuga en allir aðrir, að Snorra meðtöldum, á íslendingum. Hann hefur örugglega haft kynni af hirðlífi; það sést á áhuga hans á hirðsiðum og hlutskipti hirðmanns- ins. Við vitum að hann er skáld þar sem sagan er sjálf heimild um höfundarverk hans. Ekki er úti- lokað að hann tengist dróttkvæðaskáldskap en hann hafði mikinn áhuga á honum." Ármann fjallar í bók sinni mikið um þjóðerni Is- lendingsins í Morkinskinnu. „íslenskt þjóðerni er mikið atriði í Morkinskinnu. Þótt sagan sé að grundvelli saga konunga þá sér höfundur ástæðu til að hafa með þætti af íslendingum, til dæmis af Auðuni vestfirska og Hreiðari heimska. Hann hef- ur mikinn áhuga á að lýsa því hvernig er að vera íslenskur hirðmaður í Noregi og hvernig samskipti hirðmanna og konunga eru. Án þess að vera áróð- ursrit lítur höfundur Morkinskinnu jákvæðum augum á þjónustu við Noregskonung. I sögunni sést líka að litið var niður á íslendinga í Noregi; þeir voru uppnefndir en oft gerðust konungarnir sjálfir málsvarar íslendinganna. Samt sem áður er höfundur gagnrýninn á íslendinga: hann sýnir hvernig þeir koma fyrir hirðina „heimskir": þeir kunna sig ekki, eru ókunnugir og framandi, falla ekki í kramið. Annars vegar eru íslensku grænjaxl- arnir og hins vegar eru það hinir reyndu íslensku hirðmenn sem voru mjög í hávegum hafðir og nutu mikillar virðingar, jafnvel meiri virðingar en þeir sem voru norskir þegnar. Ekki er ólíklegt að höf- undur Morkinskinnu hafi einhvern tíma staðið í sporum beggja; verið lítils metinn grænjaxl sem þurfti að vinna sig í álit og hinn virti hirðmaður." „Það er mjög merkilegt að sagan sýnir dæini frá 12. öld um aðferðir sem niinna mjög á aðferðir Sigmunds Freud og sálgreina nútímans. í Morkinskinnu er sagt frá fvari Ingimundarsyni sem verður fyrir „ógleði" eða þunglyndi vegna konu. Atburðirnir sem leiddu til þunglyndis ívars eru ekki aðalatriðið heldur ástarsorgin sjálf og lækning hennar. Konungur reynir sjálfur að komast að böli fvars og ráða á því bót,“ segir Ármann Jakobs- son sem um næstu helgi ver doktorsritgerð sína uni Morkinskinnu við Háskóla íslands. DV-mynd E.Ól Dálítíð sjálfhverf „Eitt af sérkennum Morkinskinnu eru þættirn- ir,“ segir Ármann. „Morkinskinna er full af frá- sögnum sem mynda sjálfstæðar einingar innan stærri heilda. Menn töldu áður fyrr að þetta væru seinni tíma innskot og viðbætur sem ættu þar ekki heima. Byggingin féll ekki að þeim hugmyndum sem margir fræðimenn höfðu um slíkar frásagnir. Það má segja að Morkinskinna sé rammasaga, söguheild utan um margar smáar sögur án þess þó að vera smásagnasafn því flestir þættirnir hafa mikið gildi fyrir heildina og varpa nýju ljósi á per- sónur og viðburði. Sérkennilegast er þegar í sögun- um eru sagðar sögur og eftirminnileg er frásögn af sögufróðum íslendingi sem tekur að sér að segja sögu á skemmtun hjá konungi én veit ekki hvemig honum mun líka sagan. Þessi skemmtilega saga hafði verið sögð fyrr í Morkinskinnu þegar lýst var æskuárum Haralds harðráða. Þannig má segja að Morkinskinna sér dálítið sjálfhverf: höfundur Morkinskinnu lætur persónu í sögunni segja sögu sem höfundurinn hefur sjálfur ritað fyrr í verk- inu.“ Morkinskinna og Sigmund Freud Ármann segir að höfundur Morkinskinnu hafi haft einstakan áhuga á sálfræði. „Það er mjög merkilegt að sagan sýnir dæmi frá 12. öld um að- ferðir sem minna mjög á aðferðir Sigmunds Freud og sálgreina nútímans. I Morkinskinnu er sagt frá ívari Ingimundarsyni sem verður fyrir „ógleði" eða þunglyndi vegna konu. Atburðirnir sem leiddu til þunglyndis ívars eru ekki aðalatriðið heldur ástar- sorgin sjálf og lækning hennar. Konungur reynir sjálfur að komast að böli ívars og ráða á því bót. ívar þiggur hvorki gull, gersemar né embætti og vegtyllur en tekur lokatilboði konungs sem felst í því að bjóða honum að ræða um konuna sem fór frá honum. Með því geti hann talað sig frá sorginni. Þetta er ekki ósvipað því sem við sjáum í Sopranos og öðrum nútímasögum um sálgreiningu. Vart þarf að taka fram að þetta dugar: ívar læknaðist af þimglyndi sínu. Þessi frásögn er um margt mjög nútímaleg og sýnir að margt sem við teljum nýtt er það ekki endilega. Um leið veitir þetta þeim sem skoða vilja miðaldabókmenntir á sálfræðilegan hátt byr undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.