Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 45
LAUGARDA'GUR 2i! 'JANÚAR :2Öfc>ís 49 Helcjct rblacf I>V ferðir án þess að ná árangri. Sænsku fíklamir eru í mörgum tilvikum 25 ára götumenn í herólnneyslu eða sam- bærilegum efiium. Okkur hefur tekist hér að lækna langt gengna herótn- flkla, þótt mörgum fínnist það ótrú- legt. Lágmarksmeðferð hér tekur sex mánuði en margir eru lengur. Einn af okkar mönnum hefur verið hér viðloð- andi í tvö og hálft ár en er nú tilbúinn að útskrifast." Allir ráðgjafar í Krýsuvík eru óvirkir fiklar úr ólíkum geirum of- neyslu en aðrir starfsmenn eru að- standendur fikla. Það getur hver sem er komist í meðferð í Krýsuvík en fyrsta skrefið er viðtal við forstöðumanninn á skrifstofu samtakanna í Hafnarfirði. Marg- ir koma frá deildum sjúkrahúsanna, kirkjunni, félagsþjónust- unni eða bara sjálfir, en það er ekki afeitrun í Krýsuvík. Það er enginn neyddur til að vera þar og ef menn ákveða að útskrifa sig þá eru dymar opnar. Það eru gerðar kröfur til þeirra sem taka þátt í meðferðinni og ef þeir sýna ekki sam- starfsvilja eru dæmi þess að þeim sé vísað úr meðferð. Að ala upp fólk Dæmigerður dagur í Krýsuvík skiptist í húsverk, hópfundi, einkatíma með ráðgjafa, gönguferðir og útivist. AA-fundir eru alla daga og sérstakur þáttur í starfseminni er kennsla sem er í umsjá Menntaskólans í Kópavogi og hefur menntamálaráðu- neytið reyndar styrkt menn þar á bæ til þess að búa til sér- stakt námsefni til nota við þessar aðstæður. í þeim skóla er hver önn aðeins fjórar vikur því fiklar geta ekki hugsað lengra fram í tímann, segir Lovísa. Kennd er íslenska, enska, stærð- fræði og samfélagsfræði. „Þetta er sérstakt nám því hingað kemur fullorðið fólk sem er ekki læst, en aðrir með stúdentspróf. Hér eru nú tveir ein- staklingar sem voru ólæsir þegar þeir komu. Þetta á venjulegt fólk erfitt með að skiija en við þekkjum dæmi um að níu ára bam hafi dottið út úr skóla vegna óreglu án þess að skólinn brygðist nokkum tímann við því með neinum hætti. Fólk sem hefur alist upp í brotnum óreglufjölskyldum í 2-3 kynslóðir þarf líka að læra almenna kurteisi og mannleg sam- skipti. Stærsti hlutinn af því sem við emm að gera hér er að ala fólk upp aftur og kenna því að standa á eigin fótum, þ.e. lífs- leikni,“ segir Lovísa. Einangrunin í Krýsuvfk nýtist með þeim hætti að það er Þetta horn í Krýsuvíkurskóla er kallað Mímisb- ar í gamni en gólfteppið er ættað frá Hótel Sögu. tímafrekt að komast til borgar- innar sem dregur úr líkum á þvf að hugdettur ráði ferð manna. Þama er framleitt eigið raftnagn og það þarf að hirða hesta, hænsni, endur og gæsir sem heimilið á. Sumir sem koma í Krýsuvik gefast upp á fyrstu tveimur vik- unum en ef þeir komast yfir þær em þeir lengi. Lovísa segir að heimilið viti af fjölmörgum gangandi kraftaverkum úti í samfélaginu, fólki sem hefur loksins komist á réttan kjöl eftir dvöl f Krýsuvík og hún segist haida að 60-70% af þeim sem ljúka meðferð nái bata, eða um 25% af þeim sem koma til meðferðar. Á gangi okkar um hús- ið mætum við ungum sviphreinum pilti sem er að mæta til dvalar í Krýsuvík í fylgd foreldra sinna. Síðast var hann lát- inn fara. Nú ætlar hann að reyna aftur. Þetta er eini staður- inn sem hann veit að getur læknað hann. Barðist eins og ljón fyrir soninn - En hvers vegna snerir þú þér að þessu verkefni eftir góð- an árangur sem arkitekt og tímafrekt starf innan Útivistar? „Ég er alls ekki hætt í Útivist. Ég fer enn þá á ijöll og út í náttúruna til að sækja mér orku. En ég varð að velja. Ég hafði fina teiknistofu og nóg af verkefnum, auk þess er ég löngu búin að sanna að ég sé góður arkitekt og bömin mín eru upp- komin. En ég er veik fyrir þessu verkefni og kom hingað upp- haflega sem aðstandandi vegna þess að ég á sjálf einn dreng sem lenti út af sporinu I neyslu. Ég barðist í því máli eins og ljón í sex ár en það hafðist ekki fyrr en hann loksins vildi það sjálfur. Síðan eru liðin 15 ár. Staðreyndin er sú að þetta starf gefur mér miklu meira en arkitektúrinn. Ég fæ miklu meira út úr því að endurbyggja fólk en að hanna eldhús. Margir vinir okkar héldu að ég væri algerlega klikkuð og ailir sögðu mér að vera ekkert að skipta mér af þessu enda var ástandið héma hrikalegt. En kannski einmitt þess vegna freistaði þetta mín. Ég er svoleiðis mann- eskja,“ segir Lovísa að lokum og slær botninn í samtalið með þvf að rifja upp söguna af því þegar hún fór með meira en 100 fullorðnar konur í hóp upp á fjallið Lata þótt tvær í hópnum þyrftu að taka sprengitöflur til að komast alla leið. Lovísa stappaði í þær stálinu og fór bara nógu hægt, eitt skref í einu, en alltaf áfram. Hún er svoleiðis manneskja. -PÁÁ TOYOTA LYFTARAR Rafdrifnir handlyftarar Lyftigeta 1,3 - 2,4 tonn :X\\ a/' \»»9eV *»»...** KRAFTVÉLAR Dalvegur 6-8 ■ 200 Kópavogur ■ Sími 535 3500 • Fax 535 3501 arnisi@kraftvelar.is • www.kraftvelar.is ArmúU 17, 108 stmt, 333 1S3* fax. SGB B-^aa Mælinnamenn hjá okkur fáið þið.. * ElNNIG ER HÆGT AÐ PANTA SMÁAUGLÝSINGAR Á NETINU Þær smáaugiýsingar sem birtast í DV eru inni á www.smaauglysingar.is í heila viku tsmWpCíMIs Til sölu Willy’s, arg. ‘46, vél V6 Buick, 44 hásingar, driflæsingar, 5.38 hlutföll, gormafjöðrun. stór tankur, hækkaöur fyrir 38" er á 35", lengdur á milli hjóla, þyngd er aöeins 1300 kg. Veröhugmynd 250 þús. Uppl. isíma 896 6588.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.