Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 HelQarbloö 33 V 3 báða vængi. Þótt Freud hafi ekki verið þekktur á miðöldum voru til svipaðar aðferðir og hann beitti." Afstæðishyggja stjómvalda „Það er að mörgu leyti þakklátt fyrir íslending að vinna að ís- lenskum miðaldabókmenntum,“ segir Ármann. „Miðaldirnar eru það svið íslenskra fræða sem nýt- ur mestrar athygli í útlöndum og hef ég gert mitt besta til að birta rannsóknir mínar á öðrum tungumálum. Það er mikið mark tekið á íslenskum fræðimönnum þegar þeir hasla sér völl á alþjóð- legum vettvangi. Helsti vandinn er hversu fáir erlendir fræði- menn skilja íslensku nægilega vel. íslenskur fræðimaður getur lent í því að vísað sé til stuttra greina hans á ensku en stærri verk hans séu síður lesin þar sem þau eru á íslensku. Á hinn bóg- inn vilja allir íslenskir fræði- menn skrifa á íslensku og langar til að kynna niðurstöður sínar fyrir íslendingum. Ég á von á því að flestir munu gera eins og tíðkast helst nú að skrifa jöfnum höndum á íslenku og erlendum tungumálum." Staða íslenskunnar í háskóla- samfélaginu er Ármanni nokkurt áhyggjuefni. „Mér finnst íslensk- um fræðum engan veginn nægur sómi sýndur í háskólasamfélag- inu eða íslensku samfélagi yfir höfuð,“ segir Ármann, „Ráða- mönnum landsins og Háskólans er tamt að skreyta sig íslenskum menningararfi á tyllidögum en þegar kemur að fjárveitingum er íslensku úthlutað fjármagn sam- kvæm almennum reikningskúnst- um. Það er enginn skilningur á því að Háskóli íslands hafi sér- stakar skyldur gagnvart íslenskri menningu og þar með heiminum. Mér finnst það heimóttarlegt að mörgu leyti að menn skilji ekki að það er aðeins einn háskóli í heiminum sem hefur tök á því að sinna islenskum fræðum af krafti. Það er synd að afstaða yf- irvalda til íslensku einkennist af tómlæti; í öllu falli kemst yfirlýst- ur velvilji yfirvalda aldrei í verð. Á háskólastigi geta menn stofnað háskóla utan um það sem þeim sýnist og nánast reiknað með að fá tékka frá ríkinu. Þessi afstæð- ishyggja stjórnvalda bitnar sér- staklega á greinum eins og ís- lensku sem ekki er jafn auðvelt að selja og til dæmis viðskipta- greinar. Þess vegna held ég að staða íslenskunnar hafi rýmað síðasta áratuginn án þess að það hafi verið tekin um það ákvörð- un. Afstaða yfirvalda felst í því að gera öllum háskólum jafn hátt undir 'höfði án þess að þar séu kennd raun- eða hugvísindi. Óbeint hefur þessi stefna leitt til þess að staða hugvísinda hefur versnað." Hallar á íslendinga Sjötiu ár eru síðan Morkin- skinna var gefin út og þá var hún ekki með samræmdri stafsetn- ingu og því einungis lesin af sér- fræðingum. „Hún er því nær ófá- anleg,“ segir Ármann. „Hún var nýlega gefin út í ágætri enskri þýðingu og líka norskri. Það hall- ar því nokkuð á íslendinga hvað þetta varðar. Von mín er að ritgerð mín verði til þess að auka áhuga manna á Morkinskinnu þannig að hún verði gefin út innan fárra ára þannig að venjulegir Islend- ingar geti lesið hana. Ef rann- sóknir mínar ættu þátt i að hvetja til þess, þá þættu mér þær ekki til einskis." -sm Nýr og betri Berlingo á Atvinnubíladögum Brimborgar Misstu ekki af tækifærunum á Atvinnubíla- dögum Brimborgar. Frábær tilboð. Allar gerðir fjármögnunarleiða. Komdu í heitt kaffi. Ein létt sendiferö og næstum heilt tonn Frakkarnir eru erfiðir. Þeir sturta tómötunum á þinghúströppurnar ef því er að skipta. Stundum agúrkum. Þegar Citroén Berlingo er annarsvegar þá heimta þeir ekki bara gæði með munaðinum heldur styrkleika á við stærri sendibíla. Þeir eru flottir Frakkarnir - auðvitað fengu þeir það sem engin annar býður: Berlingo með 8oo kílóa burðargetu - bara 200 kíló í tonnið! Vertu klókur; fáðu mikið fýrir miklu minna, kauptu Berlingo sem lofar góðu - komdu í Brimborg. Við hjá Brimborg lofum þér: • Berlingo á mjög góðu verði (aðeins kr. 1.220 þús. án vsk) • Stærra hleðslurými en í sambærilegum sendibílum (3m3) • Meiri burðargetu en í sambærilegum sendibílum (800 kg) • Traustri og skjótri þjónustu • Lægri tíðni bilana en víðast hvar þekkist • Hliðarhurðum á báðum hliðum með lokunarvörn • Topplúgu fyrir lengri hluti • Fjarstýrðri samlæsingu • Breiðum og þægilegum sætum með langri setu • Fjarstýringu á hljómtæki við stýrið • Skrifborði ef þú fellir bakið á framsætinu og plássi fyrir ostinn • Mjög hagstæðri rekstrarleigu kr. 28.062 m.vsk. á mánuði í 3ár Innifalið smur- og þjónustuskoðanir. Rekstrarleiga m. v. mánaðarlegar greiðslur i 36 mánuði og er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Horfðu nú í nýja átt og farðu með meira í einni ferð á Citroén Berlingo Hjá Frökkunum er munaður staðalbúnaður. Loksins þekkja þeir líka orðið gæði. í 5 ár hefur Citroén táknað bæði gæði og munað. Ástæðan er róttæk gæðastefna sem mótuð var árið 1996 og litu fyrstu afurðir hennar dagsins Ijós árið 1998. Árangurinn er 54 prósent söluaukning á heimsvísu hjá þessum franska framleiðanda. Við hjá Brimborg höfum sannreynt gæði Citroén á 3ja ár. B CITROÉN (> brímborg Viðskiptaþátturinn Útvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viðskipti og efna- hagsmál á hverjum virkum degi milli klukkan 17-18 (tllt þttð áhugaverðasta í heiini riðskipta í dag - það borgar sig að hlustd Landsbankinn Q|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.