Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2003, Blaðsíða 35
34 Helcjctrblctö X>V LAUGARDAGU R 25. JANÚAR 2003 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2003 Helgarhlacf I>V 39 - Eru vitnaleiöslur eins og þessi bók ekki illa séð- ar af vísindamönnum sem vilja frekar rannsóknir en reynslusögur einstaklinga? „Þessi bók er meira en vitnaleiðslur. Þetta byggist ekki bara á því að ég hafi prófað þetta og gengið vel. Það er ekki marktæk tölfræðileg sönnun fyrir því að kúrinn virki. Það er heldur ekki marktæk sönnun fyrir hættuleysi hans að ég skuli enn þá vera lifandi. Það er til fjöldi rannsókna á þessu sviði sem hægt er að vísa til. Við vísum á nokkrar aðrar bækur en við erum ekki að gefa út vísindarit. Samt er þarna að finna talsverðar útskýringar á efnaskiptum sem eiga að gera fólki kleift að skilja hvað gerist I þessum efnaferlum. Mín reynslusaga er vissulega i bókinni en hún er ekki eina efni hennar. Ég tel að bókin gefi gott yfirlit yflr umræðuna um þessi efni og um hvað deilurnar snúast. Þeir sem vilja síðan kynna sér rannsóknir á þessu sviði eiga marga kosti á því sviði á Internetinu og víðar, en við vorum ekki að skrifa bók fyrir það fólk. Kosturinn við þennan kúr er sá að það er afar auð- velt að fylgja honum og ná árangri hratt. Það hvarfl- ar hvorki að mér né Guðmundi að þetta sé sá eini rétti.“ Engar geðsveiflur - Nú er það alþýðutrú að feitt fólk sé alltaf svo kátt og glaðvært. Er þetta þá della? „Það að vera ósáttur við sjálfan sig þarf ekki að þýða að menn séu alltaf með grátstafinn í kverkun- um. Kannski er það sama kæruleysið sem veldur þvi að fólk missir þyngd sína úr böndunum og gefur því glaðvært og létt yfirbragð; ég veit ekkert um það. Kannski er glaðværðin yfirvarp til að breiða yfir vöntun á öðrum sviðum. Ég held að ég hafi ekkert orðið geðbetri við að grennast og ég held að ég hafi ekkert þjáðst af geövonsku meðan ég var of feitur.“ - Það er augljóst að metnaður hefur náð tökum á þér í megrunarferlinu. Varð þér þetta kappsmál með- an á því stóð? „Mér hafði áður fundist óðs manns æði að stefna á þyngd sem væri undir 100 kílóum. Það hefði mér fundist barnaskapur. Mér hefði fundist það geggjuð sjálfsblekking. Þegar ég fann svo hvað þetta gekk hratt þá blés árangurinn mér krafti í brjóst. Svo nær maður jafnvægi og í dag er ég sáttur við ástandið þótt ég sveiflist eitthvað til.“ - Mér skilst samt að þú hreyfir þig lítið þrátt fyrir þennan góða árangur í megruninni? „Ég hef ekki veriö mjög duglegur í því. Ég á hlaupabretti heima og tek stundum skorpur á því en þær endast aldrei. Á þessu sviði þyrfti ég að gera bet- ur. Maður á mikið undir því að halda sér í sæmileg- um líkamsstyrk og ég þyrfti að vera í reglubundnum æfingum." - Ertu latur að eðlisfari eða finnst þér þetta ekki gaman? „Mér finnst það náttúrlega ekki gaman. Eina leiðin er að koma hreyfmgu inn í reglufestu eða rútinu sem maður þarf að búa sér til. Ég reyni öðru hvoru og sjálfsagt tekst mér það að lokum." Alvarlega veikur? - Maður sem léttist um 30-40 kíló hlýtur að þurfa að endurnýja fataskápinn algerlega? „Ég er í starfl þar sem venjan er að ganga í jakka- fotum og það hefur verið reynsla min að þegar mað- ur hefur lést um 10 kiló þá fer maður að bera jakkann eins og herðatré og þá er kominn tími til að skipta. Þetta er þess vegna frekar dýrt en ef maður er á góðu skriði í megrun þá þarf kannski ekki algera endur- nýjun fata fyrir hverja þyngd.“ - Varstu stundum spurður hvort þú værir alvar- lega veikur? „Það er svo undarlegt að maður grennist mismun- andi og líkamshlutar grennast mishratt. Ég varð tek- inn í andliti meðan ég var að grennast. Svo þegar jafnvægi var náð og ég jafnvel farinn að þyngjast aft- ur þá hélt hálsinn áfram að mjókka og þegar upp var staðiö hafði ég farið niður um tvö skyrtunúmer. Eftir að ég kom fram i sjónvarpsviðtali, þegar ég hafði grennst um 20-30 kíló, fengu samstarfsmenn og fjölskyldan fyrirspurnir um það hvort þetta væri eitt- hvað alvarlegt sem væri að Ásmundi en það spurði mig enginn beint. Svo þegar Ijóst var að ég myndi lifa þetta af þá breyttist samúðin sjálfsagt að einhverju leyti í öf- und.“ Eins og á keðjubréfamarkaði Ásmundur þekkir gegnum starf sitt hlutabréfa- markaðinn í návígi. Hann segir að ástandið á mark- aðnum undanfarin ár hafl verið mjög óeðlilegt en eft- ir stórfellda hjöðnun sé einhvers konar jafnvægi komið á og fyrirtækið sé í óðaönn að fara gegnum eignasafn sitt og endurmeta það. Hann telur af og frá að reikna með neinni hækkun á markaðnum almennt í bráð þótt einstök fyrirtæki geti verið að bæta sig. „Þróunarfélagið tapaði mjög miklum peningum á árinu 2001 en þótt árið 2002 sé enn óuppgert bendir allt til þess að reksturinn skOi hagnaði á því ári. Þetta endurspeglar ástandið á markaðnum í heild, hvort sem rætt er um smærri eða stærri félög eða ein- staklinga." - Menn segja að niðursveiflan hafi gengið endan- . lega frá því sem kallað er grái markaðurinn Hb sem eru viðskipti í óskráðum félögum. Er þetta rétt? „Um tíma minnti hlutabréfamarkaðurinn mest á keðjubréfakerfi þar sem markmiðið var að finna einhvern enn vitlausari til að taka við hlutabréfun- um á enn hærra verði en keypt var svo halda mætti leiknum áfram. Fyrirtæki ruku upp án þess að nokkkur innstæða væri fyrir því. Margir mjög efnað- ir einstaklingar sem komu inn á markaðinn hafa tap- að miklum peningum en einnig fest fé sitt í fyrirtækj- um. Það er ekki mikið fé í umferð um þessar mundir og mjög erfitt að selja hugmyndir og afla fjár. Grái markaðurinn er nánast horfinn og það er að mörgu leyti mjög hættulegt. Þar eru fyrirtæki í um- breytingu eða byrjunarstigi og ef það skortir fé til að gera eitthvað úr slíkum sprotum þá er það vont fyrir samfélagið. Mér finnst ég þó upp á síðkastið skynja aukinn vilja manna til þess að veðja á það sem ekki er þekkt og öruggt svo þetta kann að vera að breyt- ast.“ -PÁÁ Það sem gerir Atkins-kúrinn frábrugðinn hefð- bundnum megrunarkúrum og umdeildan er að fólk forðast alla kolvetnaneyslu en neytir prótíns og fitu í ríkum mæli og lítið er lagt upp úr því að telja hita- einingar. Þetta þýðir aö þeir sem aðhyllast kúrinn borða ekkert brauð, engar kökur, aldrei pasta eða hrísgrjón en steikur og rjómasósur eru velkomnar. Síðan Ásmundur náði þessum góða árangri með því að aðhyllast grundvallaratriði kúrsins spurðist árangur hans fljótlega út og hann tók fljótlega saman lítinn bækling með nokkrum meginatriðum sem fólk skyldi gæta sín á. Þessi bæklingur gekk i ljósriti og á föxum manna á milli og hefur gert nú í nokkur miss- eri. Ekki vakti það minni athygli þegar Davíð Odds- son forsætisráðherra skýrði frá góðum árangri sínum í megrun með því að nota þennan kúr og Jón Bragi Bjarnason, prófessor við Háskólann, skrifaði grein í blöðin þar sem hann skýrði frá góðum árangri sínum með kolvetnasvelti. Næringarfræðingar og læknar ruku upp til handa og fóta og mótmæltu hástöfum því sumt af því sem lögö er áherslu á í þessum kúr telja þeir beinlinis hættulegt. Meðmæli frá Davíð Nú hefur Ásmundur Stefánsson stigið enn eitt skref í því að breiða út fagnaðarerindi kolvetnasvelt- isins og í næstu viku kemur út hjá Vöku-Helgafelli, bók sem heitir Þú getur grennst og breytt um lífsstíl, og höfundar hennar eru Ásmundur Stefánsson og Guðmundur Björnsson læknir. Það vekur athygli að bæði Davíð Oddsson og Jón Bragi Bjarnason vitna á bókarkápu um jákvæð áhrif kúrsins. DV hitti Ásmund, nýbakaðan megrunarhöfund, á skrifstofu Þróunarfélagsins og spurði fyrst hvort hag- fræðingurinn hefði ekki haft áhyggjur af því að vera ekki tekinn alvarlega í hlutverki megrunarráðgjafa. „Mér hafði ekki dottið það í hug,“ segir Ásmundur og hlær. „Ég veit að bæklingur sem ég gerði um reynslu mína fór mjög víða og ég varð ekkert var við slíka fordóma. Það er ekkert í þessu sem er líklegt til þess að ræna mig mannorðinu." - Nú eru samt flestar bækur af þessu tagi eftir lækna eða næringarfræðinga. „Mín þekking á þessum málum er takmörkuð og ég hefði aldrei gert þetta nema í samstarfi við lækni. Þótt þekkingarleysið geri mér kleift að setja fram sleggjudóma, án þess að hætta stafi af, þá er brýnt að njóta leiðsagnar vísindamanna sem maður treystir." - Hefur þú lesið þér mikið til um þessi efni? „Ég hef lesiö margar bækur og greinar um þessi Fór mínar leiðir Algengasti megrunarkúrinn er svelti. Maöur fer svangur frá borðinu og reynir eftir megni að draga úr neyslunni. Ég gat lést um 10-12 kíló í slíkum kúrum hér áður fyrr á tiltölulega stuttum tíma. Ég var upp með mér yfir árangrinum en það liðu sjaldnast meira en 6-7 mánuðir áður en ég var kominn í heldur meiri þyngd en ég byrjaði í áður. Ég er samt ekki að tala gegn þessari aðferð en hún hentaði mér ekki. Margir fara í líkamsrækt af krafti. Þar ná menn mikilli brennslu og ég hef séð margra grennast mjög mikið með því móti. Sjálf- ur var ég eitt og hálft ár í strangri líkamsrækt og hafði mjög gott af því en það skilaði mér engum árangri í megrun. Það er augljóslega ekkert vit í öðru en að stunda ein- hverja hreyfingu eða líkamsrækt og fá af þvi sæmilega vellíðan. Mér hefur samt ekki tekist að gera það að reglulegum þætti í minu Það má segja að kolvetna- svelti sé eiginlega þriðja leið- in eða millileiðin. Þar getur fólk losnað við umfram- þyngd án þess að svelta sig og jafnframt án þess að auka brennsluna með auk- inni hreyfingu. Það eru ekki allir sem fella sig við þetta mataræði enda eng- inn kúr til í veröldinni sem hentar öllum,“ segir Ás- mundur. Kjagandi smiðju- belgur - Ásmundur grennt- ist um 36 kíló á 12 mánuðum og hefur haldið sér næstum í jafnvægi síðan. Það má ráða af reynslu- sögu hans að hann hafi ekki viljað fitna eins og margir karl- menn gera ____________________ en ekki fundið nein- ar leiðir til þess að sporna við því. En leið þér illa með að vera svona feitur? „Ég fann ekki fyrir líkamlegum vandamálum í þeim skilningi að hnén væru að gefa sig eða mjaðmaliðir eða blóö- þrýstingur væri of hár. Ég var þungur og svifasveinn, kjagaði, gat ekki krosslagt fæturna og blés eins og smiðjubelgur þegar ég gekk upp stiga. Andleg vanlíðan birtist í því að manni finnst ástandið óviöunandi og vill ekki vera svona. Þetta er líkamlega hættulegt til lengdar en ég leið ekki andleg- ar þjáningar, aðrar en langvarandi óánægju. Ég var ósáttur og þess vegna var ég búinn að fara í gegnum ótal megrunarkúra. Síðan ég grenntist hef ég rólað frá 85-90 kílóa þyngd og finnst ég hafa náð jafnvægi.“ Ásmundur Stefánsson grenntist um 36 kíló á 12 mánuðum með mjög umdeildum megrunarkúr. Hann hefur nú gefið út bók um árangur sinn. DV-myndir GVA Ásmundur Stef- ánsson var árum saman eitt af þekktustu andlitum íslands. Það var á þeim árum þegar hann var forseti Alþýðusam- bands íslands og stýrði samningaviðræðum og vökulotum í Karphúsinu reglu legu millibili. Eftir nærri 20 ára starf á þeim vett- vangi settist Ásmundur hinum megin við borðið og hóf störf hjá íslandsbanka þar sem hann var í bók- staflegri merkingu búinn að skipta um sæti því hann var formaður í samninganefnd bankanna í viðræðum við félag starfsmanna um kaup og kjör. Ásmundur gerðist síðan framkvæmdastjóri Þróun- arfélagsins, sem er fjárfestingarfélag sem fyrir ári var sameinað Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans, sem Ásmundur stýrði áður og ræður yfir ellefu milljarða eignum og hefur talsverð umsvif í íslensku viðskipta- lífi með eignarhlutdeild í fjölmörgum félögum, bæði skráðum og óskráðum. Stærstu eignarhlutir félagsins eru í Kaupási sem rekur Nóatún og fleiri verslanir, Opnum kerfum sem eru tölvufyrirtæki og Lands- afli sem er fasteignafyrirtæki svo fátt eitt sé nefnt. Það var fyrir fáum árum sem Ásmundur birtist á sjón- varpsskjám landsmanna eftir margra ára hlé og þjóðin hrökk við þegar hún sá fyrrverandi verkalýðsleiðtogann, síðar bankamann, nú- verandi forstjóra, hor- aðan og tekinn blasa við á skjánum. Hvað er að Ásmundi? Hefur eitthvað komið fyrir hann Ásmund? spurðu menn. Er hann veikur? Það sem hafði komið fyrir Ás- mund var að hann var orðinn 52 ára og var orðinn 120 kíló. Ásmundur er 175 sentímetrar á hæð svo það þurfti ekki nær- ingarfræðing eða lækni til að sjá að þetta var nokkuð fram úr því sem almennt er kallað kjörþyngd. Ásmundur ákvað að gera eitthvað róttækt í sín- um málum og létti sig um nærri 40 kíló á tiltölulega mjög skömmum tíma. Þetta gerði hann með því að nýta sér kenningar dr. Atkins sem hefur gefið út vinsælar bækur um nokkuð óvenjulegan megrunar- kúr. Hann byggist í fáum orðum á því að boröa að vild en léttast samt, sem hljómar óneitanlega eins og draumastaða þess sem finnst gott að borða. inni sem hann hefur skrifað um megrun og göllunum við aukakílóin. Samúðin breyttist í öfund Er þetta hættulegur kúr? - Nú er þessi megrunarkúr af mörg- um talinn vafasamur og jafnvel beinlínis hættulegur. Veldur það þér engum áhyggjum? „Allt sem menn gera er af einhverjum talið hættulegt, alveg sama hvað það er. Þessi bók gengur talsvert gegn rétttrúnað- inum í þessum efnum. Það er samt mín^ tilfinning við lestur um þessi efni að j rétttrúnaðurinn sé á undanhaldi. Sú skoðun t.d. að fita sé eingöngu vond er mikið að hverfa. Það fylgdi heilsubylgjunni að margt var algerlega fitusneytt og síðan sykurbætt til að gera það ætt. Það gekk auðvitað margt út í öfgar á þessu sviði og ég reikna ekki með þvi að það verði nein sérstök læti út af þessari bók því umræðan hefur verið að breytast. Fullyrðingar um að þessi kúr sé hættulegur eru ekki vel rökstuddar. Um það erum við Guðmundur sam- mála og auðvitað hefði ég aldrei treyst mér til að ráð- ast í að setja saman bók af þessu tagi án þess að hafa sérfræðing mér viö hlið,“ segir Ásmundur. Þegar Ásmundur Stefánsson birtist á sjón- varpsskjánum nærri 40 kílóum léttari en áður fglltist fólk samúð þvíþað hélt að hann væri alvarlega veikur. Samúðin breyttist íöfund þegar íIjós kom að þetta var afrakstur 12 mánaða megrunarkúrs. Ásmundur sagði DV frá regnslu sinni, bók- efni og það eina sem kem- ur skýrt fram í því er að menn vita mjög tak- markað um samhengi hlutanna í efnaskiptum líkamans. Það er ekki að- eins vegna skorts á rann- sóknum heldur vegna þess að einstaklingarnir eru svo ólíkir að það er engin leið að gefa eitt ráð sem hentar öll- um. í flestum greinum á það við að þú skalt fylgjast vel með þeim sem ná árangri og gera eins og þeir. í megrun gildir það þó alls ekki því þeir sem ná virki- lega góðum árangri eru einfaldlega ekki eins og við sem ekki náum ár- angri nema með mikilli fyrirhöfn. Við verðum þess vegna að finna okkar leið og þessi hentar mér.“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.