Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Side 4
Fréttir
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
H>V
Maður ákærður fyrir tilraun til
manndráps - nýr vitnisburður sambýliskonu í gær:
Játar að hafa viljandi
reitt ákærða til reiði
- konan ber síðan við algjöru minnisleysi þegar hún varð fyrir hnífstungu
Þegar fyrrverandi sambýlisfólk, sem
hefur verið í mikilli áfengis- og vímu-
efnaneyslu, var í vitnastúku í máli
ákæruvaldsins gegn manninum í gær
mátti ljóst vera hve skelfilegar afleið-
ingar óregla getur haft i fór með sér. I
þessu tilfelli bar yfirlæknir á Landspít-
alanum reyndar að litlu hefði mátt
muna að konunni hefði blætt út, eftir
að maðurinn lagði til hennar með stór-
um eldhúshníf sem dómsformaðurinn í
máiinu sýndi i réttinum. Leiddar voru
líkur að því að aðeins millímetrum
munaði að hnífslagið, Sem var hátt í 5
sentímetra djúpt, fór ekki i aðalæð i
hálsi.
Maðurinn er ákærður fyrir tilraun
til manndráps. Hann neitar alfarið
slíkum ásetningi - segir m.a. að sér
þyki vænt um konuna en verst
verið að hún hefði gert í því að gera sig
„snælduvitlausan" eða óðan „úr reiði“
„Ég var undir það miklum áhrifum
ég var ekki með sjálfum mér,“ sagði
maðurinn, sem er öryrki, og vísaði
meðal annars tU fráhvarfseinkenna
vegna fíkniefna- og lyflaneyslu.
Ákærði var nýkominn í fylgd
varða frá Litla-Hrauni, en hann
setið í gæsluvarðhaldi frá því í sumar,
þegar hnífaárásin átti sér stað í
konunnar á Boðagranda. Maðurinn
kvaðst hafa tekið lyfin sín áður en
hann kom fyrir dóminn en hann geng-
ur ekki heUl tU skógar. Meðal annars
þurfti hann itrekað að óska eftir að
saksóknari eða dómari endurtækju
spurningar sínar vegna athyglisbrests.
„Sniðug að ýta á takka"
Þegar konan kom fyrir dóminn
sagði hún meðal annars eftirfarandi:
„Ég er dálítið sniðug að ýta á takka.“
Dómarinn spurði hvað hún ætti við
með þessu. Hún svaraði: „Ég reitti
hann tU reiði með því að ljúga.“ Þar
vísaði hún tU þess að maðurinn hafði
ráðist á hana um vorið og veitt henni
ýmsa áverka. Út úr því varð lögreglu-
mál en fólkið var eftir það búið að
ræða það sin á mUli, meðal annars
meö tiUiti tU hvað sagt yrði fyrir dómi.
Konan viðurkenndi síðan að stuttu fyr-
ir hnífaárásina - þar sem hún fékk
djúpa stungu í háls - hefði hún sagt
manninum ósatt á heimUi sinu - þóst
vioræoum vio verjanoann
Akæröi kom austan aö Litla-Hrauni í gær og var spuröur ítarlega út í atburöarásina sem átti sér staö á Boðagranda í
sumar, þegar sambýiiskona hans hlaut djúpa hnífstungu í háls og hann olnbogabraut hana aö auki.
Ottar Sveinsson blaðamaður
regluyfirheyrslum og svo framveg-
is. Hins vegar var framburður þess
stöðugur í dómsalnum í gær, þar
sem samræmi var í raun í flestu,
meðal annars hvað varðar að þau
vissu hvorugt sitt rjúkandi ráð eftir
að konan hafði orðið fyrir hnífslag-
inu. Þau hefðu meðal annars „rætt
um“ að setja sápu á gólfið og láta
þannig líta út fyrir að konan hefði ver-
ið að skúra en síðan faUið á hnífinn.
Konan bar við algjöru minnisleysi
um það með hvaða hætti hún var
stungin. Hún hefði munað glöggt að
hafa hringt i systur sína áður en hún
myndi svo ekkert um sjálf átökin. Á
hinn bóginn kvaðst hún muna eftir
ráðagerðunum um að setja atburðinn
hugsanlega á svið - og því að hún og
maðurinn teldu að lögreglan myndi
sennUega aldrei trúa því að um slys
hefði verið að ræða - og að síðustu að
hún hefði beðið manninn um að
hringja í systur sína þegar aUt var
komið í óefni og hún Ula skorin á
hálsi.
Maðurinn er jafnframt ákærður fyr-
ir að hafa handleggsbrotið konuna í
sömu átökum. Hann viðurkennir það
athæfi og kannast jafnframt við aö
skurður á augabrún konunnar hljóti
að hafa verið af hans völdum.
Maðurinn er auk þess ákærður fyrir
að hafa veist með ofbeldi að sömu
konu í maí eins og fyrr greinir - slegið
hana margsinnis í höfuð og lUcama og
slegið höfði hennar utan í vegg.
hafa tekið afrit af skjölum líkamsárás-
armálsins og geymt þau i bankahólfi.
Maðurinn sagöi að stöðugt og vísvit-
andi áreiti konunnar vegna þessa hefði
verið óþolandi.
„Hún sagðist ætla að tortíma mér,“
sagði maðurinn. „Hún sagðist vera
búin aö smita mig af eyðni... hún sagð-
ist vera með eyðni,“ sagði maðurinn
en dró þó hvergi dul á að hann hefði
verið „orðinn ruglaður“ af frá-
hvarfseinkennum. „Ég var alls ekki í
lagi.“ Ákærði bar jafnframt að
skömmu áður en hann lagði tU kon-
unnar með hnífnum hefði hann ætlað
að kaupa amfetamín af tUteknum
manni, en af þvi hefði ekki orðið.
Rætt um sviðsetningu
Fram að þessu hefur talsvert bor-
ið á miUi hjá fólkinu, það er í lög-
ítrekaðar lokanir vegna endurbóta á Skólavörðustíg:
Megn óánægja meðal kaupmanna
- vilja fresta framkvæmdum um eitt til tvö ár
DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL
Fundað um framkvæmdir á Skólavörðustíg
Ófeigur Björnsson, gullsmiöur á Skólavöröustíg, skoöar teikningar af fyrirhug-
uöum breytingum ásamt Önnu Maríu Sveinbjörnsdóttur.
Megn óánægja er meðal kaupmanna
vegna lokana á verslunargötum ár eft-
ir ár við Laugaveg, Skólavörðustíg,
Bankastræti og víðar, en fúndað var
um málið miðvikudagskvöld. Ófeigur
Bjömsson, guUsmiður á Skólavörður-
stíg 5, segir að lögð hafi verið fram tU-
laga um málið á fúndinum. „Við gerð-
um að tUlögu okkar að ekki verði farið
í þessar framkvæmdir á Skólavörðu-
stíg í ár. Heldur á næsta eða þar næsta
ári og þá tekið aUt í einu og hliðargöt-
ur líka. Borgin ætlar að skoða þennan
möguleika."
Víðir Þorgrímsson, kaupmaður í
Tösku- og hanskabúðinni, á homi
Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis,
segir kaupmenn óánægða með tilhögun
fyrirhugaðra framkvæmda á Skóla-
vörðustíg sem kaUa á lokun hluta göt-
unnar bæði á þessu og á næsta ári.
Hann segir kaupmenn vUja að verkið
verði unnið í einu lagi. Á síðasta sumri
vom neðstu hlutar Laugavegar og
Skólavörðustígs lokaðir mánuðum
saman vegna endurbóta.
„Okkur líst Ula á að það á að taka
efri partinn af Skólavörðustíg í tveim-
ur áfóngum. Fyrst á að ráðast í fram-
kvæmdir á mUli Týsgötu og Baldurs-
götu og á næsta ári spottann sem eftir
er upp að kirkju. Við viljum láta hespa
þessu af því erfitt er að búa við þessar
framkvæmdir ámm saman. Rökin hjá
borginni vom þau að það tæki of lang-
an tíma að taka aUt í einu með tUliti tU
ferðamanna. Ég held þó að Ulu sé best
aflokið," segir Víðir Þorgrímsson.
Breitt akstursstefna
Víðir segir að viku fyrir jól hafi
borgin tekið upp á því að snúa við akst-
ursstefnu á Bergstaðastræti tU að auð-
velda aðkomu að bUastæðahúsi. Er nú
ekið upp götuna frá Laugavegi að
Skólavöröustíg. Hann segir að þetta
hafi leitt tU þessa að aðkoma m.a. að
hans verslun með vörur verði miklu
verri fyrir vikið og vU hann láta breyta
akstursstefhunni á nýjan leUc. Þá segir
hann að með þessu sé verið að beina
umferð sendi- og vörubUa, sem leið
eiga i Bergstaðastrætið, niður á Lauga-
veg með tilheyrandi vandamálum.
Borgin gerir ráð fyrr að ráðast í end-
urbætur á Bergstaðastræti og Vega-
mótastíg á þessu ári og gert er ráð fyr-
ir að verkið taki 4-5 mánuði. Fundað
var um þetta mál á þriðjudag og einnig
um fýrirhugaða lokun á Bankastræti
frá 1. mars tU 17. júní. Lokað verður í
efri hluti Bankastrætis niður að Skóla-
stræti, en neðri hluti götunnar látinn
bíða.
Sigurður Ingi Skarphéðmsson,
gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar,
segir vel mögulegt að klára Skóla-
vörðustíginn á einu ári. Það þýði þó að
framkvæmdatíminn lengist og muni
standa frá því í byrjun mars og fram á
seinni hluta sumars eða haust. Hann
segir að borgaryfirvöld muni nú fara
yfir framkomin sjónarmið. Þar verði
m.a. skoðað að fresta framkvæmdum
og að snúa við á ný akstursstefnu í
Bergstaðastræti. -HKr.
■ 1' 11 «:
-— aswzr'RMP'*1 ■-*-
■®EBEs!L_ Doktaciílin* 125 mg
W
Hægir á vexti
í lyfjasölu
Vöxtur í lyfiasölu í heiminum á
síðasta ári (des. 01-nóv. 02) var um
7% og hefur ekki verið minni í
fiögur ár. í Bandaríkjunum var
vöxturinn 11%, um 6% vöxtur varð
í Evrópu en aðeins 1% í Japan. í
skýrslu frá IBM ráðgjöf kemur
fram að lyfiafyrirtækin verði að
gripa til róttækra aðgerða i rann-
sóknum, þróun og prófunum til að
bregðast við hægari vexti. Talið er
að nýjar rannsóknaraðferðir muni
fela í sér samþættingu líftækni og
upplýsingatækni og geti stytt þró-
unarferli lyfia úr 10 árum í 3-5 ár.
Jafnframt eru bundnar vonir við
að unnt verði að lækka kostnað við
lyfiaþróun um allt að 75% fyrir
árið 2010, eða úr um 800 milljónum
dollara að jafnaði í um 200 milljón-
ir dollara. -VB
Lömuö eftir bílslys:
Fótbolti til
styrktrar
góðri vinkonu
„í nóvember lenti góð vinkona
okkar, Rebekka Alwood, á gjörgæslu
í 2 vikur eftir hræðilegt umferðar-
slys á Vesturlandsvegi á leið sinni á
fótboltaæfingu í íþróttahúsinu
Varmá, Mosfellsbæ.
Hún slapp vel miðað við hvernig
á horfðist og það sem við höldum að
hafi skipt mestu máli var að bækl-
unarlæknir kom fyrstur á slysstað
og hlúði að henni. Rebekka brotnaði
á fæti og einnig aftan á hálsi. Hún
hlaut rispur hér og þar um lík-
amann og fékk heilahristing. Þessi
vinkona okkar liggur nú enn á
sjúkrahúsi og getur hvorki talað né
gengið."
Þetta er upphaf bréfs sem vinkon-
ur Rebekku hafa sent fiölmiðlum og
í framhaldi segir að Rebekka sé frá-
bær manneskja, góð vinkona og
glaðlynd stelpa sem hafi mikinn
viljastyrk og telja vinkonur hennar
að það eigi eftir að hjálpa henni á
bataveginum. Til að létta undir ætl-
ar Kvennaráð knattspyrnudeildar
Aftureldingar að halda fótboltamót
fyrir stelpur í 6. og upp í 2. flokk og
mun allur ágóði af mótinu renna til
Rebekku og fiölskyldu hennar. Mót-
ið verður haldiö á laugardag og
sunnudag í íþróttahúsinu að Varmá,
Mosfellsbæ. Á mótinu verður selt
bakkelsi, kaffi o.fl. og verður söfnun-
arbaukur á staðnum. Fyrir þá sem
hafa hug á að styrkja Rebekku og
hennar fiölskyldu er búið að opna
bankareikning í íslandsbanka i Mos-
fellsbæ og er reikningsnúmerið 0549-
14-103030.
-HK
Starfatorg.is
kært
Rekstur vefsvæðisins Starfa-
torgs.is hefur verið kærður til
Samkeppnisstofnunar. Á Starfa-
torgi er birtrn- listi yfir þau störf
sem laus eru til umsóknar hjá um
140 ríkisstofnunum. Fjármálaráðu-
neytið heldur vefnum úti.
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, spurði fiár-
málaráðherra um þessa starfsemi á
Alþingi í fyrradag. Bryndís telur
augljóst að hér sé á ferðinni ríkis-
rekinn auglýsingamiðill sem seilist
auk þess inn á starfssvið ráðning-
arfyrirtækja. Fjármálaráðherra seg-
ir fráleitt að líta svo á að allar upp-
lýsingar og fréttir sem ríkið birti á
Netinu séu í samkeppni við hefö-
bundna auglýsingamiðla, fréttastof-
ur eða aðra. -ÓTG