Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2003, Qupperneq 35
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2003
35
Aron Kristjansson fekk þrjsr ferottvisanir i leiknum i gær og
þvi rautt spjatd. Her synir dómari jeiksins honum rauöa
spjaldiö og er Aron ekki sáttui. Faö er engu likara en aö
Guömundi Guðmundssyni iartésiiösþjáiÉtfa se ötlum lokiö.
DV-mynd Hilmar Por
7TT
caca 0 ,
ALLT UM HM /
HANDBOLTA
Eg reyndi allt sem ég gat
- sagði Ólafur Stefánsson, máttarstólpi íslenska liðsins
„Eðlilega er maður langt niðri
eftir svona leik enda ætluðum við
okkur medalíu í þessu móti. Við
börðumst eins og dýrvitlausir
menn allan tímann og það finnst
mér aðdáunarvert. Með smá lukku
hefðum við getað unnið en við
verðum að horfa á þá staðreynd
sem kemur upp í hveiju augna-
bliki. Hún er sú að við þurfúm að
fara að keppa um sæti á ólympíu-
leikum. Nú verður maður að gíra
sig niður en það verður allt annað
en auðvelt að rífa sig upp eftir
þennan leik,“ sagði Ólafur Stefáns-
son eftir leikinn.
Stoltur af strákunum
- segir Einar Þorvarðarson aðstoðarþjálfari
Að mínu mati erum við að leika
mjög góðan leik í raun og veru.
Liðið er þó að gera sig sekt um
mörg tæknileg mistök sem gera
það að verkum að við missum þá
frá okkur. Að sjálfsögðu var fyrri
hálfleikurinn vamarlega séð mjög
dapur en við náðum aldrei í þá.
En ég held að í sjálfu sér hafi
ekkert farið úrskeiðis en við
verðum að hafa það í huga að við
vorum að leika gegn mjög sterku
liði. Að leika héma var eins og
fyrir Spánverja að leika á
heimavelli og ég er stoltur af
frammistöðu okkar manna,“ sagöi
Einar Þorvarðarson aðstoðar
landsliðsþjálfari í samtali við DV
eftir leikinn við Spánverja í
gærkvöld.
- Hvað olli því að vömin
small ekki saman? Hún hefur
lengi verið einn sterkasti
hlekkur liðsins.
„Miðjan í vöminni í 6-0 er of
hæg og við náðum ekki að brjóta
niður hraöa spænska liðsins. Við
sáum þessa stöðu koma einnig
upp í leiknum gegn Pólverjum.
Það er vömin sem hefur verið að
gefa liðinu mikinn styrk, og því
var erfitt að standast Spánverjum
snúning þegar hún stendur ekki
vaktina. Þetta var yfir höfuð
geysilega erfiður leikur og ekki
bætti úr skák sá stuðningur sem
spænska liðið fékk í leiknum.
Tæknileg mistök verða enn
fremur okkur að falli og það eru
Spánverjar fljótir að nýta sér.“
- Úr því sem komið er hlýtur
stefnan að vera sú að vinna sæti
á ólympíuleikunum.
„Að sjálfsögðu er það
markmiðið eins og við settum
okkur í upphafi. Við eigmn
möguleika á að tryggja okkur það
sæti með sigri i laugardags-
leiknum og ég ætla að vona að
okkur takist það. Þetta er alls ekki
búið en auvitað hefði verið
þægilegra að fara þá leiö að vinna
sigur í þessum leik,“ sagði Einar
Þorvarðarson. -JKS
- Getur þú sagt hvað fór úr-
skeiðis hjá liðinu?
„Allan tímann var vömin ekki
eins og hún á sér að vera og við
fengum allt of fá hraðaupphlaup.
Ef við eigum að eiga möguleika í
svona leik verðum við að skora
mörk úr hraðaupphlaupum en við
það spararst orka. Það gerðist ekki
og við þurftum að eyða henni í öðr-
um þáttum leiksins. Þetta var
mjög erfiður leikur og ég gerði
mistök í lokin sem er aðeins of
mikið fyrir minn smekk. Ég reyndi
allt sem ég gat og var orðinn
þreyttur. Það er samt engin afsök-
un og ef það er reyndin þá verð ég
bara að vera í betra formi. Það er
okkar hlutverk að standa okkur
sem handboltamenn og nú verðum
við að höndla það sem að höndum
ber. Við eigum tvo sénsa eftir og
nýtum þá vonandi," sagði Ólafur
Stefánsson. -JKS
Gríðarleg
vonbrigði
Patrekur Jóhannesson var að
vonum vonbrigðin ein í leikslok
og átti ekki létt með að tjá sig
um leikinn að honum loknum.
„Það eru gríðarleg vonbrigði
að missa af sæti í undanúrslitun-
um. Við vorum að gera of mikið
af mistökum, þar á meöal ég, og
þau vógu þungt þegar upp er
staðið. Mikið var það leiðinlegt
að það skyldi gerast á þessari ör-
lagastundu. Nú er að bretta upp
ermar og klára leikina um helg-
ina og sækja sætið sem tryggir
okkur inn á Ólympíuleikana.
Meira hef ég ekki að segja svona
stuttu eftir leik. Ég er miður
mín,“ sagði Patrekur Jóhannes-
son í samtali við DV eftir leik-
inn. -JKS
vU/
Okkar
menn í
1 Portúgal
Spænskir áhorfendur áttu eitthvað vantalaö viö Ólaf Stefánsson í gær og sendu honum tóninn inná völlinn eins og
sjá má á þessari mynd Hilmar Þórs Guðmundssonar, Ijósmyndara DV-Sport.
Þetta er ömurlegt
- segir Sigurður Bjarnason eftir tapleikinn gegn Spánverjum
Jón Kristján Sigurösson
blaðamaður
Hilmar Þór Guðmundsson,
Ijósmyndari
„Þetta er ömurlegt og svo svaka-
lega sárt en við erum svo ótrúlega
nálægt þessu annað árið í röð. Mér
fmnst þetta þó sýna mikinn karakt-
er í liðinu hvað okkur tókst að
hanga í spænska liðinu þrátt fyrir
að lykilmenn séu að detta út.
Patrekur er búinn að snúa á sér
ökklann í tætlur og það gerði hon-
um erfitt um vik. Ég sjálfur er ekki
nógu góður í hnénu en það er
kannski engin afsökun. Ég veit ekki
almennilega hvað ég á að tína til á
þessari stundu," sagði Sigurður
Bjamason eftir leikinn í gærkvöld.
- Vamarleikurinn er kannski
það sem verður liðinu að falli í
leiknum?
„Ég er ekki að kenna einum eða
neinum um en ég er ekki sáttur við
að einn og sami maðurinn hjá Spán-
verjunum er aö skora þetta grimmt
í leiknum. Það varð að stöðva hann
með einhverjum hætti en svona
gekk þetta allan leikinn. Það er lít-
ið við þessu að gera núna en það
eru tvö mörk sem skilja að annað
árið í röð. Það er ekkert annað sem
heitir en að vinna þessa tvo leiki
sem eftir eru og tryggja þar með
ólympíusætið. Fyrst er að byrja á
Rússum og halda áfram og gefast
ekki upp. Við erum ekki næstum
þvi búnir enn þá,” sagði Sigurður
Bjamason. -JKS