Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 6
6
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003
Fréttir
DV
Skákfélagið Hrókurinn:
Gríðarsterk mót í
febrúar og mars
Dagana 18. til 27. febrúar
nk. fer fram stórmót Hróks-
ins og verður teflt á Kjar-
valsstöðum. Mótið er líkast
til þriðja sterkasta skákmót,
á eftir heimsbikarmótunum,
sem haldið hefur verið á ís-
landi með meðalstigin 2617
skákstig. Alls tefla 10 skák-
menn og meðal keppenda
eru Micheal Adams, sem er
stórstjarna í skákheiminum,
fremsti skákmaður Englendinga
undanfarin ár og stigahæstur allra
meistara Vestur-Evrópu; Alexei
Shirov, sem hefur teflt um heims-
meistaratitilinn og er einn vinsæl-
asti skákmaður heims og dáður fyr-
ir gríðarlega fallegan sókn-
arstíl; Victor Korchnoj, sem
er goðsögn í skákheiminum,
enda hefur hann verið í
fremstu röð i hálfa öld. Aðr-
ir keppendur eru m.a.
Etienne Bacrot, Bartomiej
Macieja, núverandi Evrópu-
meistari í skák, Ivan
Sokolov, Luke McShane,
Hannes H. Stefánsson, Helgi
Áss Grétarsson og Stefán Kristjáns-
son. í tengslum við skákveislu
Hróksins á Kjarvalsstöðum verður
gefið út mjög veglegt litprentað
mótstímarit.
Alþjóðlegt atskákmót til minning-
ar um Guömund J. Guðmundsson
verður haldið í Borgarleikhúsinu 3.
til 5. mars. Mjög vegleg verðlaun eru
í mótinu og hafa margir af sterkustu
skákmönnum heims skráð sig til
leiks. Mótið er öllum opið svo al-
mennum skákáhugamönnum gefst
frábært tækifæri til að komast í ná-
vígi við meistarana. Stigahæsti skák-
maður mótsins er Búlgarinn Veselin
Topalov, sem er með 2743 Elo-stig, og
Michael Adams með 2734 stig. Alls er
gert ráð fyrir að tuttugu og fimm
stórmeistarar keppi á mótinu og er
vonast til þess að sem flestir af ís-
lensku stórmeisturunum verði með.
Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir
skákmótinu f samvinnu við Eddu út-
gáfu. -GG
Hrafn Jökulsson.
Vestfirðingar bjóða umhverfissinnum til samstarfs:
Kalla eftir 700 störfum
- þar sem stóriðjuframkvæmdir eru ekki fyrirhugaðar
Halldór Hafldórsson, bæjarstjóri á
ísafirði, segir að umhverfissinnar hafi
treyst sér til að skapa sama fjölda
starfa fyrir austan með sínum aðferð-
um og skapist við byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar og álverksmiðju í
Reyðarfirði, eða um 700 störf, og hann
vilji bjóða þeim til samstarfs á Vest-
fjörðum þar sem ekki eru fyrirhugaðar
neinar stóriðjuframkvæmdir.
„Hér er mikið af óspilltri náttúru.
Það er það sem þeir vilja og þeir ætl-
uðu að skapa atvinnu með það að leið-
arljósi á Austurlandi. Andstæðingar
Kárahnjúkavirkjunar nefndu ekki
hvaða störf þetta væru en nú hafa þeir
tækifæri til að sanna að þeir voru ekki
að fara með fleipur. Halldór segir að nú
þegar hafi hann fengið meiri viðbrögð
en hann hafi órað fyrir og umhverfis-
sinnar hafi boðað í samtölum við hann
að þeir vilji koma vestur til viðræðna.
Dagsetning þess fúndar er þó ekki
ákveðin. Bæjarstjóri segir þetta vera
m.a. Ósk Vilhelmsdóttur, fram-
Halldór Árni
Halldórsson. Finnsson.
kvæmdastjóra bakvarðasveitar hálend-
isbaráttunnar, Guðnýju Valdimarsdótt-
ur, framkvæmdastjóra Landvemdar,
Guðmund Pál Ólafsson verkfræðing,
Áslaugu Jensdóttur og Áma Finnsson,
framkvæmdastjóra Náttúruvemdar-
samtaka íslands.
Möguleikar kannaðir
Þetta er tækifæri sem umhverfis-
sinnar mega ekki láta sér úr greipum
ganga og það verður gaman að sjá eftir
sjö ár, þegar Kárahnjúkavirkjun er
fullbyggð, hvort þeir hafi náð sama ár-
angri í sköpun atvinnutækifæra. Ef
þeir geta unnið með okkur að því að
byggja sterkara samfélag og stuðla að
fjölgun íbúa og starfa með sinni hug-
myndafræði hafa þeir sannað að þeir
höfðu rétt fyrir sér.
Ámi Finnsson, formaður Náttúm-
vemdarsamtaka íslands, segir að hann
muni fara vestur á firði og kanna alla
möguleika og þeir muni í samstarfi við
aðila, eins og World Wildlife Fund,
kanna hvaða möguleikar séu í stöð-
unni.
Þrekvirki
„Ég veit ekki hvort það mun leiða til
fjölgimar starfa en ég vona að það geti
styrkt það starf sem þegar hefúr átt sér
stað á Vestfjörðum, sérstaklega At-
vinnuþróunarfélag Vestfjarða, þar sem
unnið hefur verið þrekvirki í því að
finna leiðir varðandi vistvæna ferða-
mannaþjónustu, og það má halda
áfram á þeirri leið og ná töluvert meiri
árangri," segir Ámi Finnsson. -GG
Skipt um rútu við akstur Foldarskólanemenda:
Rútan ekki á slitnum dekkjum
Ólöf Bóasdóttir, framkvæmda-
stjóri Hópferðamiðstöðvarinnar,
segir það rangt að rúta á vegum
Hópferðamiðstöðvarinnar hafi verið
send óskoðuð norður að Reykjum í
Hrútafirði með sex tugi barna og
auk þess á lélegum hjólbörðum.
Engar rútur eru í eigu Hópferða-
miðstöðvarinnar heldur eiga sjálfir
hluthafamir þær en fyrirtækið er
með samning við Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur um allan akstur á
hennar vegum. Ólöf segist ekkert
hafa séð athugavert við þetta í upp-
hafi en skipt hafi verið um rútu til
að styggja ekki foreldrana.
„Þetta var rúta sem er meö skrán-
ingamúmer sem endar á tölustafn-
um 0 sem þýðir að hún átti að koma
í skoðun í október sl. Frestur er síð-
an veittur út janúarmánuð. Um-
rædd rúta er í fullkomlega tækni-
lega góðu standi - ekkert að henni,
og hún fór með þessa krakka í
Foldaskóla að Reykjum. Við fengum
athugasemd frá foreldrum og þá
ákváðum við að skipta um rútu svo
ekki þyrfti að hafa áhyggjur af þvi
og sendum aðra rútu norður til að
sækja krakkana. Við sögðum niðri á
Fræðslumiðstöð að það hefði auðvit-
að verið mjög gott að rútan hefði
verið skoðuð í október sl.,“ segir
Ólöf Bóasdóttir.
- Hvað segir þú um þá fullyrð-
ingu Halldórs Theódórssonar, föður
eins barnsins, að rútan hafi verið á
mjög lélegum hjólbörðum?
„Ég tek ekki undir það. Bíllinn
var ekki á neinum „Yul Brynner-
dekkjum."
-GG
íbúar á Auðnum á Vatnsleysuströnd einir í húsinu:
Vilja ekki vera í sama húsi
og byssumaðurinn
íbúar og leigjendur á neðri hæð
hússins á Auðnum á Vatnsleysuströnd
hafa gist heima hjá sér síðustu nætur
eftir að hafa hugleitt að leita gistingar
annars staðar, t.d. hjá ættingjum eða
kunningjum.
Davíð Ragnar Bjamason segir að
það gefi augaleið að þau búi ekki áffam
í sama húsi og maður sem hefur verið
að skjóta í allar áttir með sterkum
riffli, 223 kalibera, á efri hæð hússins.
Leigjandi efri hæðar hússins var á
laugardag uppvís að því að skjóta úr
sterkum riffli á dauða hluti á efri hæð-
inni en kona og bam leituðu skjóls á
neðri hæðinni. Hann haíði yfirgefið
húsið en var stöðvaður af Keflavíkur-
lögreglunni mjög ölvaður og veitti ekki
viðnám. Maðurinn er nú laus. Davíð
Ragnar hitti manninn á þriðjudag og
þá lofaði hann því að dvelja ekki í ibúð-
inni meðan þau væm þar. Við það hef-
ur hann staðið.
Davíð Ragnar segir að þótt hann lofi
bót og betrun geti hans fjölskylda ekki
treyst á það enda sé enn töluverð
hræðsla í þeim eftir þessa skelfilegu
reynslu. Auk Davíðs býr í íbúðinni
kona hans, Unnur Inga Karlsdóttir,
dóttir þeirra og lítið bamabam.
„Þetta er mikið óöryggi sem við
búum við og svo virðist sem eftirmálin
ætli að verða erfið. Við emm vinnandi
fjölskylda og okkar krafa er að fá að
lifa í friði og við verðum að geta farið
til vinnu á morgnana án þess að lifa í
ótta við að eitthvað komi fyrir dóttur-
ina og bamið hennar en hún er heima
í bamseignarfríi. Þess vegna viljum við.
koma okkur í annað húsnæði. Við vilj-
um alls ekki vera í sama húsi og þessi
maður. Húseigandinn hefur sjálfur haft
það á orði að segja manninum upp
húsaleigunni en ég veit ekki hvað verð-
ur úr því,“ segir Davíð Ragnar Bjama-
son.
Davíð segir að þau leiti að íbúð í
Hafharfirði eða Reykjavfk. -GG
VOLKSWAGEN TOUAREG - NÝR
AUDI A6 QUATTRO
SKODA OCTAVIA KOMBI 4X4
VOLKSWAGEN GOLF VARIANT 4MOTION
MITSUBISHI PAJERO - NÝR
kupptu Crr
OG MÁTAÐU
BÍLANA í SÍNU
NÁTTÚRULEGA
UMHVERFI.
>
: ■■ - ■ ■ '
MITSUBISHi
MOTORS
BRBHmHhBHHBhHhBHBBHHBHHBHB