Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Side 12
12
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003
Helgarblað
J
Hans Blix, formaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ:
Lætur Saddam ekki
hafa sig að fífli aftur
mmsmm
Hinn 74 ára gamli Svíi, Hans Blix,
hafði það gott í frii á Suðurskauts-
landinu þegar Kofi Annan, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hafði samband
við hann og bað hann að koma aftur
til starfa fyrir vopnaeftirlit SÞ. Blix
svaraði kallinu og gegnir nú þeirri
stöðu að vera mitt á milli stríðs og
ffiðar í íraks og hugsanlegrar afleið-
ingar stríðsins.
Sjálfur var Blix málamiðlun en Ör-
yggisráð SÞ hafði þegar hafnað öðrum
manni í starfið, öðrum Svía að nafni
Ralf Ekeus, en Bandaríkjamenn og
Bretar höfðu upphaflega stungið upp
á honum. Rússar, Kínverjar og Frakk-
ar, sem hafa neitunarvald í ráðinu
ásamt fyrrnefndum löndum, höfnuðu
honum og var þvi leitað til Blix.
Með doktorsgráðu í lögfræði
Hans Blix er fæddur árið 1928 í
Uppsala í Svíþjóð. Hann hóf háskóla-
göngu sína í Svíþjóð en hélt svo til
Bandaríkjanna og Bretlands þar sem
hann útskrifaðist með doktorsgráðu í
lögfræði frá hinum virta Cambridge-
háskóla. Hann hóf störf hjá sænska
utanríkisráðuneytinu árið 1963 og
varð þar ráðherra 15 árum síðar.
Árið 1981 tók hann við starfi for-
manns Alþjóða kjarnorkustofnunar-
innar og gegndi hann því starfi í 16 ár
- og var írak, eins og gefur að skilja,
þá eins og nú miðpuntkur athyglinn-
ar þegar kemur að kjamorku- og öðr-
um gereyðingarvopnum. Sjálfur hefur
hann viðurkennt að Saddam Hussein
hafi „blekkt" stofnunina en á 9. ára-
tugnum tókst Irökum að þróa fjölda
gereyðingarvopna án þess að stofnun-
in yrði vör við neitt misferli. Blix
lýsti því sjálfur yfir að Irakar hefðu
ekkert óhreint mjöl í pokahorninu.
Það komst ekki upp um kjarnorku-
áætlun íraka frá því á 9. áratugnum
fyrr en eftir Persaflóastríðið árið 1991
þegar Irakar þurftu að gangast undir
víðtækt vopnaeftirlit í landinu. I kjöl-
farið sætti Blix mikilli gagnrýni fyrir
að hafa látið áætlunina fram hjá sér
fara. Það var talið að írakar væru ein-
ungis 6 til 18 mánuði frá þvi að full-
gera fyrsta kjarnorkuvopn sitt. Blix
hlaut þó uppreisn æru þegar hann
greindi frá því árið 1992 að N-Kórea
væri að koma sér upp búnaði til að
endurvinna notað úraníum til að
framleiða plúton sem hægt er að nota
í framleiðslu kjarnorkuvopna.
Gagnrýni Ahlmarks
Blix er eftirmaður Ástrala að nafni
Richard Butler sem þótti mjög ágeng-
ur og óþjáll í viðmóti. Þegar kom að
því að velja nýjan mann í starfið
stungu Bandaríkjamenn og Bretar
upp á fyrrnefhdum Ekeus sem hafði
stjórnað vopnaleitinni í írak eftir
Persaflóastríðið. En áhrifamiklar
þjóðir eins og Rússar beittu neitunar-
valdi sínu í Öryggisráðinu til að fá því
hnekkt. Af hverju skyldu það hafa
verið?
Per Ahlmark, fyrrum varaforsætis-
ráðherra Svíþjóðar, skrifaði fyrir
skömmu opið bréf í The Wall Street
Journal þar sem hann heldur því
fram að sjálfur Saddam hafi haft þar
hönd i bagga. Það sem fer hér eftir í
næstu málsgreinum eru hans mein-
ingar um málið og hversu óhæfur
Blix sé tO að gegna þessari þýðingar-
miklu stöðu.
Samspil Rússa og íraka
Ahlmark heldur fram að á meðan
Ekeus hafi fullkomlega skilið ósvífni
og þær kerfisbundnu lygar sem
Saddam og ríkisstjórn hans láta frá
sér sé Blix meira umhugað um að fara
diplómatísku leiðina í átt að lausn
málsins og að hann sé í raun blindað-
ur af þeirri sýn. Hann visar til bókar
sem Richard Butler skrifaði um
Saddam Hussein og ástandið í írak
þar sem fram kemur að Rússar hafi
verið í beinu sambandi við Bagdad og
Hans Blix
Að mörgu er aö hyggja í starfi formanns vopnaeftirlits SÞ oggetur hann í raun úrskuröaö um hvort innrás í írak sé
réttlætanleg eöur ei.
farið í einu og öllu að vOja Saddams
þegar kom að því að velja eftirmann
Butlers. Haft er beinlínis eftir rúss-
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
blaðamaður
neska sendiherranum, Sergei Lavrov,
að Rússar hafi „komið í veg fyrir val
Ekeus því írakar vOdu ekkert með
hann hafa“. Þegar Blix kom upp í um-
ræðunni voru írakar þöglir sem gröf-
in og hafi þannig, beint eða óbeint,
valið Blix til að gegna starfi formanns
vopnaeftirlitsnefnar í sínu eigin landi.
„Þýöir þetta að Blix hljóti að mis-
takast?" spyr Ahlmark. „Sennilega,"
svarar hann en þó ekki á sama máta
og áður. Blix sjálfur hefur sagt að sú
reynsla hafi kennt honum ýmislegt og
honum er sjálfsagt mikið í mun aö
láta Saddam ekki hafa sig að fifli aft-
ur.
Komið upp um íraka
Og Ahlmark heldur áfram og rekur
nú atburðarásina eftir Persaflóastrið-
ið þegar haldbær sönnunargögn fund-
ust um kjamorkuáætlun íraka. Blbc
hafði þrátt fyrir aOt verið falið, ásamt
Ekeus, að stjóma vopnaeftirlitinu í
írak og heldur Ahlmark því fram að
Blix hafi aftur trúað Irökum þegar
þeir sögðust ekki hafa nein gereyðing-
arvopn í sínum fórum. Það var hins
vegar fyrir tOstOli vopnaeftirlits-
manns að nafhi David Kays sem, í
óþökk Blix en með stuðnhigi Ekeus,
skipulagði nokkrar óvæntar eftirlits-
heimsóknir og innan árs eftir að stríð-
inu lauk hafði hann fundið gereyðing-
arvopnin sem írakar sögðust ekki
eiga, sem og viðtæk gögn um áætlan-
ir þeirra.
Hvort samsæriskenningin um sam-
starf Rússa og íraka á við rök að styðj-
ast skal ósagt látið en það er lítið vafa-
mál að öO spjót standa á tittnefndum
Blix. Hann hefur sjálfsagt sætt mikl-
um þrýstingi Bandaríkjamanna og
Breta um að gefa hvergi eftir í eftir-
litsstarfinu í Irak og að hafa þann
möguleika opinn að beita þurfi her-
valdi í Irak. Ahlmark viðurkennir
treglega að ef tO vOl endurspegli Blix
að miklum hluta þjóðarsál Svía i þess-
um efnum enda hefur landið iðulega
haldið sér utan aOra stórra alþjóðlega
átaka undanfama áratugi, eins og í
seinni heimsstyrjöldinni og kalda
stríðinu. Hann bætir því við að á með-
an á Persaflóastríðinu stóð hafi stefna
Svía líklega verið sú „and-banda-
rískasta" allra Evrópuþóða.
Harðorð skýrsla
Blix var harðorður í máli þegar
hann flutti skýrslu sína tO Öryggis-
ráðs SÞ síðastliðinn mánudag. Hann
krafðist þess að írakar sýndu meiri
samstarfsvOja en þeir hefðu hingað tO
gert og að þeir hefðu klárlega brotið
ályktunina hvað varðar innflutning
vopna. Hvort það tengist gereyðingar-
vopnum hefur ekki tekist að staðfesta
en klárt brot átti sér stað engu að síð-
ur.
Það getur vissulega verið eitthvað
tO í því að Blix vOji með öOu leita
friðsamlegra leiða tO að afvopna lönd
eins og írak en það er ekki auðvelt
verk. Hlutverk diplómata er þýðingar-
mikið í þeim skOningi en ásamt því
að reyna að taka tOlit tO meininga
höfuðandstæðinganna, Bandaríkj-
anna og íraks, gætir mikOlar sundr-
ungar innan Öryggisráðs SÞ og í raun
Evrópu áOrar. Almenningur virðist
vera á þeirri skoðun að hvers kyns
einhliða aðgerðir af hálfu Bandaríkja-
manna séu með engu réttlætanlegar
og að innrás sé aðeins möguleg með
samþykkt Öryggisráðsins - sem virð-
ist vera ókleif hindrun eins og málin
standa í dag.
Byggt m.a. á efni frá BBC, CNN,
The Times og The Wall Street
Joumal
REUTERS
Eftlrlltsmennlmir
Hans Btix ásamt Mohamed EIBaradei, formanni Alþjóöa kjarnorkumála-
stofnunarinnar, á fundi Öryggisráös SÞ á mánudaginn.
Lítið nýtt í skýrslu Blix
íraks-málið var enn
í brennidepli í vik-
unni og var beðið
með mOúOi eftirvænt-
ingu eftir skýrslu
Hans Blix um stöðu
vopnaeftirlitsins sem
hann gaf Öryggisráði
SÞ á þriðjudaginn. Þar kom reyndar
lítið nýtt fram og sagði Blix að írak-
ar hefðu fram að þessu aðeins að
hluta tO farið að kröfum vopnaeftir-
litsins og ekki þætti fuOsannað að
þeir hefðu losað sig við öU ólögleg
vopn. Þeir heföu þó í flestum tilfell-
um veitt vopnaeftirlitsmönnum skjót-
an aðgang að þeim stöðum þar sem
þess var óskað. „Það liggur fyrir að
írakar hafa ekki enn gengið að þeim
kröfum sem þeim voru settar um af-
vopnun,“ sagði Blix.
Glæsisigur Sharons
Sigur Ariels Shar-
ons, forsætisráðherra
Israels, í kosningun-
um á þriðjudaginn
varð mun stærri en
skoðanakannanir fyr-
ir kosningarnar
höfðu sýnt og bætti
flokkur hans, Likud-bandalagið, við
sig átján þingsætum og fékk aUs 37
af 120 á ísraelska þinginu.
Verkamannaflokkurinn, undir for-
ystu Amrams Mitzna, fyrrum borgar-
stjóra í Haifa, tapaði sex þingsætum
og galt mesta afhroð i sögu flokksins,
en af minni flokkum náði hinn
vinstrisinnaði Shinui-flokkur bestum
árangri og bætti við sig tíu þingsæt-
um.
Eftir sigurinn lýsti Sharon því yfir
að þjóðstjóm með Verkamanna-
flokkum og flokkum á hægri vængn-
um væri efst á óskalistanum.
Bush lofar sönnunum
Á miðvikudaginn
flutti Bush Banda-
ríkjaforseti stefnu-
ræðu sína í þinginu
þar sem hann lofaði
því að leggja í næstu
viku fram sönnunar-
gögn í Öryggiráði SÞ
fyrir ólöglegri vopnaeign Iraka. „Við
munum hafa samráð en það er alveg
á hreinu að ef Saddam Hussein fer
ekki að öllum kröfum um afvopnum
munum við leiða sameiginlega bar-
áttu gegn honum,“ sagði Bush.
Bush ræddi einnig aðsteðjandi
efnahagsvanda heima fyrir og þar á
meðal skatta- og heilbrigðismál sem
ásamt íraksmálinu hafa verið efst á
baugi að undanfórnu.
Þá bað Bush bandaríska þingið að
samþykkja fjárlög upp á tæpa 1200
milljarða króna til að berjast gegn út-
breiðslu alnæmis í Afríku og Haítí.
Óvæntur stuðningur
Bandarikjamenn
fengu á fimmtudaginn
óvæntan stuðning við
áætlanir sínar um
aðgerðir gegn írökum
þegar leiðtogar átta
Evrópuríkja und-
irrituðu, að frum-
kvæði Spánverja, yfirlýsingu þar sem
þjóðir heims eru hvattar til samstöðu
gegn Saddam Hussein íraksforseta
verði hann ekki við kröfum Öryggis-
ráðs SÞ um afvopnun.
Yfirlýsingin var umdeild og í kjöl-
farið samþykkti Evrópuþingið ályktun
þar sem lýst er yfir andstöðu við
einhliða hemaðaraðgerðir gegn írak
og varar við því að hugsanlega
standist slíkar aðgerðir ekki alþjóða-
lög. Ályktunin var samþykkt með 287
atkvæðum gegn 209.
Böndin berast að Ba'asyir
Indónesíska lögreglan upplýsti í vik-
unni að sterkar vísbendingar hefðu
komið fram um tengsl milli harðlínu-
klerksins Abu Bakar Ba’asyir, andlegs
leiðtoga íslömsku Jemaah-öfgahreyfing-
arinnar, og þeirra sem stóðu að
sprengjuárásinni á Balí sem varð
nærri 200 manns að bana.
„Flestir þeirra sem hafa verið
handteknir vegna aðildar aö ásinni
segja að hann hafi verið í vitorði með
þeim og lagt blessun sína yfir árás-
ina,“ sagði lögreglan.
I