Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 2003 Helgarblað Dorothy Parker, rithöfundur, Ijóöskáld og gagnrýnandi. Hún var eiturtunga og þóttl eln fyndnasta kona sinnar tíöar. Líf hennar var ekkl hamingjuríkt og einn vinur hennar sagöl aö hún heföl aldrel kunnaö aö láta sér líöa vel. Dekrað við óhamingju Dorothy Parker var einkar snjöll manneskja og fyndin og beitt í skrifum sínum. Hún naut lítillar hamingju í lífinu og reyndi nokkrum sinnum aö fyrirfara sér. Segja má aö hún hafi dekraö viö óhamingju sína. Dorothy fæddist árið 1893 í New Jersey. Móðir hennar lést þegar hún var fimm ára og hún átti óham- ingjusöm bemskuár á heimili fóður síns og stjúpu sem hún fyrirleit. Um tvítugsaldur kynntist hún drykkfeUdum verðbréfasala, Edwind Parker, sem gekk i herinn í fyrri heimsstyrjöldinni og sneri heim í striðslok, háður morfíni eftir að hafa komist í mor- fínbirgðir herdeildar sinnar. Dorothy fékk vinnu hjá Vanity Fair þar sem hún gerðist leiklistargagnrýnandi. Hún vakti fljótlega at- hygli fyrir miskunnarlausa dóma sína. Hún mælti með leiksýningu af því það væri svo afskaplega gott að prjóna á með- an hún stæði yfir, „og ef þið pijónið ekki skuluð þið hafa með ykkur bók,“ sagði hún. „Stundum frnnst mér að það geti ekki verið satt, það geti ekki ver- ið til svona vond leikrit," sagði hún i einni gagn- rýni sinni. „í fyrsta lagi myndi enginn skrifa þau og í öðru lagi myndi enginn setja þau á svið.“ Hún sagðist lifa hundalifi vegna allra þeirra öm- urlegu leikrita sem hún þyrfti að horfa á. Vinur og sálufélagi Meðal sam- starfsmanna Dorothy á Vanity Fair var Robet Benchley sem var virtur leik- húsgagnrýnandi og rithöfundur. Þau Dorothy urðu nánir vinir og vináttusam- bandið við hann var kannski mik- ilvægasta sam- bandið I lífið hennar. Vinir þeirra vissu aldrei hvort þau voru elskendur eða ekki, en þau voru allavega sálufélagar. Dorothy þoldi ekki Gertrude, eiginkonu Benchleys, og lýsti henni sem konu sem líkleg væri til að borða afkvæmi sín. Þeg- ar Dorothy var sagt lát Benchleys árið 1945 svaraði hún með orðun- um: „Það er alveg frábært." Gertrude taldi orðin bera vott um kaldlyndi Dorothy og fýrirgaf henni aldrei en orðin voru sögð i biturleika af lífsþreyftri konu sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að allt færi á verri veg í lifmu. Kaldhæðinn höfundur Dorothy byrjaði að yrkja ljóð á unglingsárum og eitt af fyrstu ljóðunum sem birtist eftir hana á prenti hófst á orðunum: „Ég hata konur. Þær fara í taugam- ar á mér.“ Hún sagðist biðja daglega: „Góði Guð, láttu mig hætta að skrifa eins og kona. í Jesú nafni. Amen.“ Fyrsta ljóðabók hennar, Enough Rope, sem kom út árið 1927, varð metsölubók. Smásaga hennar, Big Blonde, vann 0 Henry verðlaunin sem besta smásaga ársins 1929. Hún var ekki afkastamikill höfúndur og var allt upp í sex mánuði að skrifa smásögu. Sögur hennar lýsa einmanaleika, grimmd, sambandsleysi kynjanna og einangrun kvenna og eru fullar af kald- hæðni líkt og ljóð hennar. Brösugt ehikalíf Hún var ekki húsleg kona. Einhver sagði að hún hefði frekar svelt sig en soðið sér egg. Alla ævi át hún beikon hrátt og gaf þá skýringu að hún vissi ekki hvemig ætti að matreiða það. Hún lærði aldrei á bíl og sagði að ekkert gæti fengið sig til að kaupa sér út- varp. Hún var ákaflega drykkfelld og drakk til að eyða óskaplegri kvíðatiifmningu sem gagntók hana svo oft. Hún talaði stöðugt um að lífið væri ekki þess virði að því væri lifað og gerði nokkrar misheppnað- ar tilraunir til að fyrirfara sér. Seinni eiginmaður hennar var leikarinn Alan Campbell sem var ellefu árrnn yngri en hún. „Enginn í veröldinni hefur fengið mig til að hlæja jafn mikið og Dorothy," sagði hann eitt sinn. Dorothy var mjög hamingjusöm fyrstu árin í hjónabandi sínu og dró mjög úr drykkju sinni. Hjónin störfuðu saman í Hollywood um hríð þar sem Dorothy skrifaði kvik- myndahandrit. Eftir tveggja ára hjónaband varð hún bamshaf- andi, 43 ára gömul. Fæstir þeirra sem þekktu hana töldu hana gott efni í móður. „Hún var frábær við hunda," sagði einn vinur hennar, „hundur gat ekki svarað henni eða sagt betri brandara en hún. En ég held að hún hefði orðið mjög leið á móðurhlutverk- inu. Hún hafði enga þolinmæði." Það reyndi aldrei á móðurhæfileika hennar því hún missti fóstrið. Hún varð bamshafandi á nýjan leik en missti það fóstur sömuleiðis. Drykkja hennar óx mjög. Hún skildi við eiginmann sinn en giftist honum aftur eftir örfá ár en skildi við hann á ári síðar. Líf án tilgangs Á McCarthy-timanum var Dorothy grunuð um kommúnisma og þegar FBI-útsendarar mættu á heim- ili hennar og spurðu hana hvort hún hefði einhvem tíma íhugað að taka þátt í samsæri um að steypa stjóm Bandaríkjanna svaraði hún: „Ég get ekki einu sinni fengið hundinn minn til að halda sér á mott- unni. Lít ég út fýrir að vera manneskja sem gæti steypt ríkisstjórninni?" Hún fór þó ekki leynt með róttækar stjómmála- skoðanir sínar og var vegna þeirra sagt upp vinnu í Hollywood. Hún sneri sér þá að bókmenntagagnrýni og fór þar ekki mjúku leiðina meðan önnur leið var fær. Hún tók á ný upp samband við fyrrum eiginmann sinn, Alan Campbell, sem var ekki einungis orðinn forfailinn drykkjumaður heldur bmddi róandi lyf í gríð og elg. Dag einn kom Dorothy að honum látnum í rúminu. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af róandi lyfjum. Kona nokkur vottaði Dorothy samúð sína með orðunum: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ „Út- vegaðu mér nýjan eiginmann," svaraði Dorothy. Kon- an sagði Dorothy að svar hennar væri það ruddaleg- asta og ósmekklegasta sem hún hefði nokkru sinni heyrt. „Fyrirgefðu," sagði Dorothy, „farðu þá í stað- inn út í búð fyrir mig og kauptu handa mér samloku með skinku og osti.“ Dauði Alans gerði hana gamla. Hún hríðhoraðist, varð 40 kíló, og aö sögn kunningjakonu leit hún út fyrir að vera hundrað ára. Hún bjó á hótelherbergi og eyddi tímanum í drykkju og gláp á sápuóperur. Hún lést af völdum hjartaáfalls árið 1967. Einn vinur henn- ar skrifaði öörum vini: „Ef það er einhver tilgangur með lifmu þá er hún núna einhvers staðar að láta sér líða vel en það tókst henni svo illa meðan hún var hér, og ég vona að hún sé í félagsskap Roberts Benchleys." Gullkorn vikunnar Ég vildi feginn verða að Ijósum degi - eftir Pál Ólafsson Ég vlldi feginn verða að IJósum degi, en vera stundum myrk og þögul nótt; þá vœri ég lelðarljós á þínum vegl, þlg lyki ég faðmi þá þú svœfir rótt. Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast og o'ní gröf ég með þér fœri seinast. Og þá menn lœstu líkklstunni aftur, ég lœddlst eins og skuggi í faðminn þinn, (því mannlegur ei meinað getur kraftur að myrkrið komi í grafarhúmlð inn), ég vefðlst um þig, vœri í faðmi þínum, uns vekti ég þlg með IJósgeislunum mínum. Tvö meistaraverk Uppáhaldsbœkur Sigurðar G. Valgeirssonar „Tvær bækur standa upp úr þegar ég lít til baka. Þær eiga það sam- eiginlegt að vera eftir er- lenda höfunda, eru báðar þykkar og ég kynntist þeim rúmlega tvítugur sem hluta af námsefninu þegar ég var í bók- menntanámi. Önnur bókin er Ilí- onskviöa eftir Hómer sem Einar Már benti nýlega á að flestir af yngri kynslóð tengdu við Hómer Simp- son. Ég las þessa bók mörgum sinnum og hreifst bæði af verkinu og þýðingu Sveinbjarnar Eg- ilssonar. Ég man að þegar ég var blaðamaður á DV í gamla daga gekk ég svo langt að benda íþrótta- fréttamönnunum á að lesa kviður Hómers ef það mætti verða til að draga úr klisjum á borð við: „knattspyrnumaðurinn snjalli" og svo framvegis. Þeir fóru ekki að ráðum mínum og kannski eins gott. Eftir á að hyggja veit ég ekki hvort manni hefði liðið betur við að lesa: „Hinn rósfingraði markvörður Skagamanna bjargaði meistaralega í hom.“ Hin bókin er Don Kíkóti eftir Cervantes. Ég las hana í enskri þýðingu í einum rykk sem er munað- ur sem maður gat veitt sér á yngri árum. Mér fannst bókin gríðarlega skemmti- leg og eftirminnileg. Ég nefni að lokum tvær bækur úr heimilisbóka- safhinu. Þær eru Birtíngin- eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Laxness og Ægis- gata eftir John Steinbeck í þýðingu Karls ísfelds. Þess- ar bækur eru þeirrar nátt- úra að ef ég opna þær veit ég oftast ekki af mér fyrr en ég er niðursokkinn í lestur þeirra eða jafn- vel búinn með þær.“ Skemmtileg náðargáfa Náöargáfa Gabriels eftir Hanif Kureishi Hinn fimmtán ára Gabriel reynir að ná fót- festu eftir að faðir hans flytur að heiman. For- eldrum hans, fyrrver- andi hippum, veitir sannarlega heldur ekki af leiðsögn og stuðningi. Afar skemmtileg, fyndin og lúmsk skáldsaga um mannleg samskipti. Persónulýsingar eru sérlega vel heppnaðar en það er fóstra Gabriels, Hanna frá Austur-Evrópu, sem hvað eftir annað stelur senunni. Kvótið Bœkur sem ég fœ tilfelli út af eru bœkur sem eru þannig að þegar maður er búinn að lesa þcer þá vildi maður óska þess að höfundurinn vœri ógurlega mikill vinur manns og maður gœti hringt í hann hvenœr sem maður vildi. Svoleiðis lagað skeður nú samt ekki alltof oft. Holden Caulfield í Bjargvættinum í grasinu eftirJ.D. Salinger Allar bækur m 1. Þú getur grennst og breytt um lífsstíl. Ás- mundur Stefánsson og Guðmundur Björnsson 2. Bókin um bjórinn. Roqer Protz 3. Frida. Barbara Mujico 4. Gerðu það bara! Guðrún G. Berqmann 5. Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk. Peter D'Adamo 6. Leiðin að baettri líðan. Halldóra Siqurdórsdóttir 7. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 8. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 9. Jafnvægi í gegnum orku stöðvarnar. Guðjón Berqmann 10. Leggðu rækt við sjálfan þig. Anna Valdimarsdóttir Skáldverk 1. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason 2. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 3. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason 4. Bridget Jones - á barmi tauqaáfalls. Helen Fieldinq 5. Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna 6. Alkemistinn. Paulo Coelho 7. Tveggja turna tal. J.R.R. Tolkien 8. Kaldaljós. Viqdís Grímsdóttir 9. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness 10. Mávahlátur. Kristín Marja Baldursdóttir Barnabækur 1. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson 2. Njála. Brynhildur Þórarinsdóttir 3. Molly Moon og dáleiðslubókin. Georqia Bynq 4. Gæsahúð 6 - Skrímslið. Helqi Jónsson 5. Gúmmí-Tarsan. Ole Lund Kirkeqaard Metsölulisti Eymundssonar 8.-14. janúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.