Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Síða 26
26
Helcjorölaö IOV LAUGARD AGU R I. FEBRÚAR 2003
Ég tróð fyrst
upp í kirkju
fjögurra ára
Jóhann Siqurðarson hefur hlotið mikið lof
fqrir leik sinn, nú síðast íRakstri eftir Ólaf
Jóhann Olafsson á Litla sviði Þjóðleikhúss-
ins. Jóhann ræðir í viðtali við Helgarblað
DV um gagnrqni, töfra tónlistarinnar og
fqrstu skrefin ísöngnum þegar hann var
fjöqurra ára drenqur íBorgarfirði.
Er ekki gott að taka þátt í hlýju verki eins og
Rakstri svona í skammdeginu?
„Jú, virkilega gott. Stór hluti leikverka er líka
orðinn myrkur og ofbeldisfullur. Svo er náttúrlega
gaman að fá fullskapað leikrit frá höfundi sem
ekki hefur skrifað mörg leikrit um dagana. Það er
fengur í því fyrir íslenskt leikhúslíf. Vonandi held-
ur hann áfram að skrifa fyrir leikhús því það eru
sjaldséðir fuglar þessi leikskáld.
Það er einna skemmtilegast í leikhúsinu að
vinna að nýju íslensku verki; sérstaklega þegar
maður trúir á það og veit um möguleikana sem
það gefur. Ég tala nú ekki um þegar höfundurinn
er sjálfur handan við hornið og reiðubúinn að
breya og bæta ef þörf krefur. Þannig hafa leikhús-
vinnubrögðin þroskast undanfarin ár.“
En það er misjafnt eftir höfundum hversu viljug-
ir þeir eru að breyta verkum sínum.
„Já, sumir vilja yfir höfuð ekki hrófla við verk-
unum eftir að hafa skrifað þau; leggja þau fyrir
eins og útfylltan víxil.“
Gaman þegar vel gengur
Þú hefur fengið lofsamlega gagnrýni fyrir hlut-
verk Péturs í Rakstri.
„Já, það er alltaf gaman þegar vel gengur."
Sumir listamenn segjast aldrei lesa gagnrýni.
„Mér finnst óttalega kjánalegt að hugsa þannig.
Auðvitaö les ég gagnrýni, hún er huti af lesefni
dagsins hvort sem hún fjallar um leiklist, tónlist,
myndlist, bækur eða kvikmyndir. Maður þarf að
vera undir það búinn að svara fyrir sig. Oft er
maður ósammála gagnrýnendum enda spegla þeir
sjálfa sig.“
Þegar þú lékst Don Juan í uppsetningu Rimasar
Tuminas í Þjóðleikhúsinu fékkstu einhverja eftir-
minnilegustu gagnrýni síðari ára hjá Jóni Viðari
Jónssyni sem þá var leikhúsgagnrýnandi í Sjón-
varpinu.
„Það var gaman að því. Don Juan var einhver al-
skemmtilegasta sýning sem ég hef tekið þátt í. Ég
haföi mjög gaman af viðbrögðunum sem sýningin
vakti. Vinur minn sagði mér eftir sýninguna að
þetta væri það alleiðinlegasta sem hann hefði séð.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður og ágætur vinur
minn, orðaði það hins vegar svo að honum hefði
fundist túlkunin á Don Juan minna mjög á Elvis
Presley síðustu æviár hans. Og það var í sjálfu sér
leiðin sem ákveðið var að fara. Briet heitin Héðins-
dóttir sagði um sýninguna að það hefði verið svo
skemmtilegt að ákveðið var að fara hættulegu leið-
ina við uppsetninguna. Sumum líkaöi það vel og
öðrum illa.
Don Juan var að mörgu leyti líkur Elvis Presley
eftir að blómatíma hans lauk. Hann var að vissu
leyti dáinn en annað slagið kviknaði á honum og
þá lagði hann öll sín hjartans mál á borðið; var fag-
urkeri, elskhugi og maður sannleika og hreinleika.
Þess á milli var lífið ekki þess virði að lifa því; það
var mikil feigð yfir honum líka.
Ég tók líka þátt i fyrstu sýningu Rimasar í Þjóð-
leikhúsinu en það var uppsetning hans á Mávinum
eftir Tsjekhov. Hún olli lika miklu fjaðrafoki hjá
elítunni. Ég held að Rimas hafi komið inn í ís-
lenskt leikhús á hárréttum tíma með nýja hugsun
og vinnuaðferðir sem eru ákaflega geðugar fyrir
leikhúsið. Hans lífsfllósófía er í grunninn súrreal-
isk; honum finnst súrrealisminn miklu nær raun-
veruleikanum en það sem við köllum í daglegu tali
realisma. Lifið er í hans augum súrrealískt en ekki
realískt."
Frumraun fjögurra ára
Þótt leiklistin hafi verið þitt aðalstarf er söngur-
„Svo hefur komið fyrir að ég hef þurft að takast á við persónur sem eru nijög langt frá mér og ég hef andstyggð
á. Ég lék t.d. í leikritinu Ég heiti fsbjörg, ég er ljón þar sem ég þurfti að leika misindismann. Hugsanir hans og
tilfinningar voru hryllilegar og erfiðar fyrir mig; ég þurfti að hugsa niig inn á brautir sem inér þóttu ógeðfelld-
ar og slíkt erfiði tekur toll af manni."
DV-myndir Hari
inn aldrei langt undan.
„Nei. Ég tróð fyrst upp í kirkju fjögurra ára;
undi mér ekki á kirkjubekknum. Móðir mín var þá
organisti í kirkju í Borgarfirði. Hún hafði beðið
mig að halda kyrru fyrir meðan presturinn væri í
stólnum en mér skilst að ég hafi ekki staöið við
gefið loforð og í miðri ræðu prestsins staðið upp,
arkað eftir kirkjugólfinu og sungið Gamla gatan
mín.“
Var þá aldrei vafamál hvort þú tækir leiklistina
fram yfir sönginn?
„Tónlistin var hluti af uppeldinu. Móðir mín var
tónlistarkennari, bróðir minn, Þorsteinn Gauti, er
píanóleikari og systur mínar lærðu líka á hljóð-
færi. Það var því söngur allt um kring í fjölskyld-
unni.
Strax eftir aö ég útskrifaðist úr Leiklistarskólan-
um fór ég í nám til Sigurðar Demetz Franzsonar og
var þar i sex vetur og síðan í tvo vetur í námi hjá
Kristni Sigmundssyni. Ég kláraði sjöunda stigið í
söng, tónfræði og tónheyrn. Svo var bara svo mik-
ið að gera í leiklistinni að ég varð að slaka á
söngnum. Ég var um þær mundir að leika í Vesal-
ingunum, Bílaverkstæði Badda og þremur öðrum
stykkjum eins og oft gerðist á þessum árum.“
Besta leiðin til að halda mennskunni
Þú útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1981
og síðan hefur verkefnastaðan hjá þér verið stöðug
og góð.
„Ég byrjaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó og
var þar í fjögur ár. Þar gengu sýningarnar venju-
lega í 100 eða 150 skipti fyrir fullu húsi og verk
sem gekk í fimmtíu þótti falla. Ég lék í Jóa eftir
Kjartan Ragnarsson í 150 skipti, Salka Valka var
sýnd 100 sinnum og Gísl líka. Á þeim árum var
Leikfélagið að sprengja utan af sér húsnæðið. Það
var meira aö segja byggð brú af sviðinu og upp á
gömlu svalimar. Það var meðvitað reynt aö sýna
forráðamönnum borgarinnar að húsið væri alltof
lítið. Kjartan Ragnarsson og Stefán Baldursson
voru duglegir við þetta.
Mér finnst að borgin ætti að sýna meiri myndar-
skap varðandi LR en hún hefur gert. Leikfélagið er
mikilvægt fyrir menningu í samfélaginu. Menn
virðast geta byggt heila Kárahnjúkavirkjun án
þess að horfa í aurinn en þegar vantar 100 milljón-
ir á ári til að tryggja hag Borgarleikhússins virð-
ist það ekki hægt. Eitt prósent af fjárútlátum rík-
isins fer til menningarstofnana. Menning er svo
ríkur þáttur í nútímalífi að ég efast um að við
kæmumst af ef ekki væri fyrir menningarstofnan-
ir eins og leikhús, listasöfn, tónlistarsali og óperu-
hús. Menningarneysla er jafn þýðingarmikil og
það að borða. Við sjáum bara hvað krakkarnir eru
að gera í tónlistinni. Það dettur engum minna i
hug en að fara á samning hjá stórum erlendum út-
gáfum. Það er orðið styttra til Spielbergs en Jóns í
Skífunni. Það leiðir hvað af öðru. Milli 1970 og 80
varð sprenging þegar tónlistarskólar voru opnaðir
um allt land og auðvitað hafði það mikil áhrif á
tónlistarsköpun og tónlistarnám. Það er bara tíma-
spursmál hvenær borgaryfirvöld átta sig á mikil-
vægi þess aö reka Borgarleikhúsið með myndar-
brag. Menning og sköpun er besta leiðin til að
halda mennskunni."
3000 ára slmfræði
Þú hefur einu sinni tekið þér langt frí frá leik-
húsinu.
„Já, ég tók mér árs frí árið 2001. Ég þorði ekki
að vera lengur í burtu. Arnar Jónsson hafði sagt
mér frá því þegar hann ætlaði sér að taka þriggja
ára frí en var farinn að vinna aftur eftir átta mán-