Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 29
LAUG ARDAGU R i. FEBRÚAR 2003
Helqarblcið I>V
29
Hönnun snýst um að hugsa
Hugleiðingar um orð eins og listhönnun, handverk og verkfræði í tilefni hönnunarverðlauna DV
eftirGuðmund Odd Magnússon
Það er heldur betur tímabært
að staldra aðeins við og íhuga
opinberlega merkingu orða og
orðasambanda eins og listhönn-
un, hönnun og handverk, hönn-
un og verkfræði. Þetta er tíma-
bært vegna ofnotkunar, mis-
skilnings og misnotkunar orðs-
ins og orðasambandanna, auk
þess sem sífellt fleiri eru með-
vitaðir um vaxandi þýðingu
hönnunar fyrir samfélagið. All-
ar þjóðir vilja fá það orð á sig að
þær séu skapandi, hafi stíl og
sérkenni en séu ekki eingöngu
notaðar sem framleiðendur hrá-
efnis fyrir skapandi þjóðir.
Þetta hefur okkur tekist að
hluta í bókmenntagreinum og í
popptónlist nú á síðustu árum.
Skilningur almennings og
stjórnvalda á mikOvægi slíkra
starfa segir ansi mikið um það
hvoru megin við það strik þjóð-
ir heimsins liggja.
Hönnun er hugmynd
Nágrannaþjóðir okkar hika
ekki við að tengja hönnun við
uppruna sinn, lífsstíl og menn-
ingararf; þær selja stíl sinn með
stolti á árangursríkan hátt og
við kyngjum því vandræðalaust
sem neytendur. Við þekkjum,
tölum um og notum þýska hönn-
un, breska, ítalska, svissneska
og skandinavíska hönnun án
þess að blikna. En því er ekki
að heilsa þegar kemur að hinni
íslensku. Við virðumst hvorki
þekkja hausinn né sporðinn!
Dettur ekkert annað í hug en
roðið! Þetta er meira að segja
svo vandræðalegt að við virð-
umst ekki einu sinni gera grein-
armun á handverki og hönnun
eins og tilnefningar og úthlutun
Menningarverðlauna DV í þess-
um flokki bera með sér á undan-
förnum árum. Menn virðast
ekki hafa haft hugmynd um í
hvora löppina þeir ættu að stíga
eða þá haft hugmyndina en ekki
hugrekki til að gera það sem
gera þurfti.
Hönnun er hugmynd að hlut
eða grip, forsögn fyrir hvemig
skal framleiða hann en ekki
framleiðsluhluturinn sjálfur.
Hönnun snýst um að hugsa fyrir
og útfæra áður en farið er að vinna. Skrifa forskrift
fyrir handverksfólk, iðnaðarmenn, vélar og fram-
leiðslutæki. Við tölum oft um góða eða fallega hann-
.aða hluti en hanna þarf hlutinn áður en hann er fram-
leiddur. Oftast er búin til frumgerö og oft eru örfáir
hlutir framleiddir. Þegar vel gengur er hann fjölda-
framleiddur.
Hönnun sem sérstök starfsgrein hangir saman við
þjóðfélagsbreytingar, breytingar á atvinnuháttum,
iðnvæðingu og myndun borga hér sem annars staðar.
Allir vita að fyrir utan iðnvæðingu prentiðnaðarins
var iðnvæðing seinna á ferðinni hér en í flestum öðr-
um Evrópulöndum - ekki vegna þekkingarleysis held-
ur vegna smæðar.
Módemisminn hugmyndafræðin
Orðið hönnun er ekki gamalt í málinu - jafngamalt
þessum breytingum hér - rétt rúmlega fertugt. Það
varö fastur liður i íslenskum orðaforða um svipað
leyti og módernisminn festi rætur í íslenskri menn-
ingu í kringum 1960. Módernisminn var hugmynda-
fræði þessara breytinga; hann var hreyfing hugsjóna-
fólks sem sá listina sem almenningseign, að hún ætti
að vera alþjóðlegt tungumál, laus við þjóðernis- og
einstaklingshyggju. Rússar, Þjóðverjar og Hollending-
ar voru þar fremstir í flokki á fyrri hluta 20. aldarinn-
ar. Þessi hreyfing hafði feiknarleg áhrif um allan
heim á millistríðsárunum en sérstaklega þó eftir
seinni heimsstyrjöldina.
Frægasta stofnun þessarar hreyfingar var Bauhaus
sem varð svo fyrirmynd flestra skóla í hinum vest-
ræna heimi sem útskrifuðu myndlistarmenn og hönn-
uði. Þessi afdrifarika hreyfing var auðvitað stór-
merkileg á sínum tima en fyrir um það bil fimmtán
árum uppliföi hún endalok sín vegna forsjárhyggju,
skila öflugum gróðri og fléttum
sem fara víða. Þýðing hennar
hefur aukist til muna á undan-
förnum árum með tilkomu
skjámiðla. Hönnun leikja fyrir
vefinn og vefsvæða vekur
heimsathygli. Samt er varla
hægt að segja að graflskur
hönnuður hafi verið tilnefndur,
hvað þá unnið til Menningar-
verðlauna DV í listhönnun
þessi 15 ár sem þeim hefur ver-
ið úthlutað. Einn sem flokkast
frekar sem teiknari fékk þau
verðskuldað 1992, það er allt og
sumt.
Greinarmun þarf að
gera
Ég vil taka fram að ég her
djúpa og óendanlega virðingu
fyrir góðu handverki og góð-
um handverksmönnum. Gott
handverk segir auðvitað heil-
mikið um fólk og virðing fyrir
handverksfólki segir mikið
um menningarstig þjóða. Sem
betur fer með undantekning-
um erum við engin sérstök
handverksþjóð samanborið
við nágrannaþjóðir okkar,
eins og til dæmis Dani. Við
skíttöpum þeim samanburði.
Gera þarf skýran greinarmun
á þessu tvennu, hönnun og
handverki. Það á ekki að verð-
launa handverksmenn fyrir
hönnun, hversu góðir sem
þeir eru, heldur fyrir það sem
þeir eru góðir í, þ.e. hand-
verk!
Ég ber einnig óendanlega
virðingu fyrir klárum tækni-
mönnum og verkfræðingum.
Þeim sem kunna að útfæra og
þróa góðar hugmyndir. Þeim
sem oft leysa að því er virðist
óyfirstíganleg tæknileg vanda-
mál. Þeir eru afar mikilvægir.
En það á ekki að verðlauna þá
fyrir hönnun þótt þeir útfæri
tækniteikningar af mikilli rök-
vísi, hafi gott verksvit og reddi
hlutunum. Það á að gera skýr-
an greinarmun á verkfræði og
hönnun. Það ætti hins vegar að
verðlauna verk- og tæknifræð-
inga fyrir verksnilld þegar þeir
eiga það skilið!
Jarðvegssldpti fram undan
Um tíma leit út fyrir að úthlutunarnefnd DV í list-
hönnun væri að átta sig á þessum mun og að minnsta
kosti einu sinni á þessum fimmtán árum hefur nefnd-
in hitt naglann á höfuðið og oft verið ansi nálægt því
á seinni árum. Þó keyrði um þverbak við siðustu út-
hlutun og var eins og menn færðu sig að minnsta
kosti fimm ár aftur í timann.
„Skilin milli handverks og hönnunar eru dálítið
óljós á íslandi,“ sagði Baldur J. Baldursson innan-
hússarkitekt sem átti sæti í síöustu verðlaunanefnd
DV í hönnun og lætur eins og þar sé eitthvert nátt-
úrulögmál á ferðinni. Hann virðist þó í samtali við
DV fyrir síðustu úthlutun hafa staðgóðan skilning á
eðli hönnunar, og nefndin hafði tækifæri þvi í hópi
tilnefndra voru alvöru hönnuðir. Þeim sem til þekkja
brá heldur betur í brún þegar fréttir bárust af niður-
stöðunni: Félagskapurinn Handverk og hönnun fékk
verðlaunin. Ekkert vafamál er að frábær starfsemi fer
þar fram en sú stofnun væri flokkuð sem dæmigerð
handverksmiðstöð af hvaöa upplýstri menningarþjóð
sem er - nema hér!
Ruglinu er viðhaldið og það virðist því miður ekki
vera sökum þekkingarleysis. ÍJthlutun Menningar-
verðlauna DV í flokki listhönnunar hefur ekki þjónað
hinum sívaxandi hönnunariðnaði á íslandi. Hún virð-
ist þjóna handverkshagsmunum fyrst og fremst.
Margt bendir þó til að jarðvegsskipti séu fram undan.
Það sér í hönnunarmiðstöð. Hönnunar- og arkitektúr-
deild Listaháskóla íslands hefur tekið á þessum mál-
um. Hönnunarsafn er að verða til. Línurnar eru að
skýrast og breytast og munu breytast hratt á næstu
árum.
Huliðshjálmar eftir Kjartan Örn Kjartansson, Hörpu Kristjánsdóttur og Ástþór Helgason, gullsiniði
hjá OR. voru verðlaunagripir í fyrra.
Linda Björg Árnadóttir tók við verðlaunum úr höndum Torfa Jónssonar,
formanns listhönnunarncfndar, árið 2000.
hún leit nánast eingöngu orðið á listir og hönnun sem
rökfræðileg vísindi. Kyndill forvígismannanna var
slokknaður, sporgöngumennimir hættir að horfa i
ljósið, farnir að nöldra, tiifinningarnar kulnaðar og
gerilsneyddar. Þeir skástu orðnir innihaldslausir
stílistar.
Verðlaunum ímyndunaraflið
Vart sér fyrir endann á átökum sem upphaflega
fylgdu stúdentauppreisnunum upp úr ‘68, situational-
isma, innleiðingu nýbylgjunnar og pönksins, tölvu-
væðingar, sýndarveruleika, afbyggingar og endur-
vinnslu. Algjör endurnýjun hefur átt sér stað og á sér
enn stað - í menntun, hugsunarhætti og starfsum-
hverfi. Litiö er á hönnun fyrst og fremst sem hug-
myndavinnu þar sem samþætting margs konar kunn-
áttu kemur til. Aö hönnun einstaks hlutar geta marg-
ir komið en þó ræður oftast einn ferðinni. Lýðræði og
hönnun fara illa saman. Afleiðingar þessara átaka
köllum viö póst-módemisma.
Ekki kemst hönnuður hjá því að kunna einhver
skil á hugmyndasögu, listasögu og heimspeki, sál-
fræði og félagsfræði, táknfræði og myndmáli. Góður
hönnuður þarf að geta lesið tísku og tíðaranda. Mark-
aðsfræði og markaðssetning eru framhald starfa
hans. Hönnuöur þarf að hafa góða tilfinningu fyrir
forgangsröðun blæbrigða. Allt sem hönnuður gerir
segir eitthvað um hann sem karakter, menninguna
sem hann tilheyrir og tímann sem hann lifir á. En
mestu máli skiptir innsæið og ímyndunaraflið og
galdrarnir sem fólgnir eru í því að kveikja andann í
efninu. Fyrir það á að sjálfsögðu að veita verðlaun.
Grafísk hönnun hefur verið helsta hönnunargrein-
in á íslandi undanfarna áratugi. Grafískri hönnun
hefur tekist að mynda frjósaman jarðveg sem er að