Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 30
30 / / e / C) o rb l o c) 1OV LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Endaspretturinn eftir Heimsmeistaramótinu í handknattleik lýkur um þessa helgi og er ljóst að íslenska liðið kemst ekki hærra en í fimmta sæti og ekki neðar en i áttunda sæti. Viö mætum Rússum í dag og sigurvegarinn í þeirri viðureign leikur gegn sigurvegaranum í leik Júgóslava og Ungverja um fimmta sætið í mótinu en tapliðin í þessum leikjum spila um sjöunda og áttunda sætið. Efstu sjö sætin á mótinu gefa þátttökurétt á Ólympíu- leikunum í Aþenu að ári og því gríðarlega mikið í húfi fyrir íslenska liðið um helgina. Liðið setti sér það tak- mark fyrir mótið að ná inn á Ólympiuleikana og mögu- leikarnir eru vissulega enn fyrir hendi en ekki má mik- ið út af bregða svo við missum af takmarki okkar. Til þess að spá í framhaldið hjá íslenska liðinu þá fengum við þrjá valinkunna kappa til þess að segja álit sitt. naga á sér neglurnar um helgina þegar Iandsliðið okkar DV-mvnd Hilinar Þór ur gengið vel gegn Júgóslavíu og Ungverjalandi þannig að það eru meiri en 50% líkur á að við náum því,“ segir Steinar. Hann sagðist ekki hafa fylgst mikið með mótinu í heild sinni en hefur þó séð helstu leiki íslands og þeir hlutir sem ekki hafa gengið þar upp, eins og vörnin og hvernig okkar mönnum hefur gengið að vera einum til tveimur manni fleiri, vill hann meina að séu á sök þjálf- arans, Guðmundar Guðmundssonar, sem Steinar segir að hafi ekki brugðist rétt viö ákveðnum aðstæðum. Guðmundur bregst ekki rétt við „Leikirnir gegn Þýskalandi, Portúgölum og Spánverj- um hafa verið mjög hraðir en þó hver með sínum stíl út af andstæðingnum þá finnst mér frekar erfitt að meta ís- lenska liðið. Vörnin er ekki nógu góð og það er sök Guð- mundar að vömin er ekki betri en raun ber vitni. Þetta snýst að honum og það að vörnin sé ekki komin lengra en þetta set ég alveg á hans reikning. Strákarnir eiga að læra sitt í gegnum tíðina er þeir fá reynslu en Guðmund- ur ber ábyrgðina. Hann er búinn að spila nógu marga æf- ingaleiki til þess að sjá það að þegar kemur skytta upp miðjuna þá stekkurðu ekki upp á móti henni á 8 til 9 metrum I sömu mund og hann er að sleppa skotinu. Þá gengur ekki að setja hendurnar á bringuna á honum - markið er opið þá. Það er búið að gerast of oft til að ásættanlegt teljist. Það er svo mikill hraði og hamagang- ur í sumum sóknum. Það er bara keyrt upp en ekki stillt upp í sókn. Hvernig leysa aðrir þjálfarar þetta vanda- mál? Svarið er. Af hverju getur Guðmundur ekki gert það? Þeir sem eru að gera það best spretta aftur og klára það mál. Ég er ekki að segja að ég sjálfur sé með lausn á því en maður er að sjálfsögðu rosalega góður heima í stofu,“ sagði Steinar og hló. Hann er ekki heldur par sáttur með sóknarleik íslenska liðsins í keppninni. „Sóknarlega séð virðist enginn þjálfari reikna með því að það þurfi að æfa það að vera einum eða tveimur fleiri. Menn segja frekar að við séum sex á móti fjórum og hljótum að klára það. Við kláruöum það ekki gegn Spáni en kláruðum samt þegar við vorum tveimur færri. Það var gaman að horfa á það. Svo eru menn þreyttir og of mikið er af feilsendingum. Svo er þetta spurning um staðsetningar þegar andstæðingarnir klippa menn út og það er leikkerfi í gangi. Hinir kunna leikkerfið eins vel og við því þeir eru búnir að „stúdera" okkur eins og við erum búnir að stúdera þá. Leikmenn kunna ekki að bregðast við þegar eitthvað óvænt gerist og Spánverjarn- ir komust 2-3 inn í sendingar hjá okkur þegar leikkerfi var í gangi. Það er sóknarmanninum sem á að fá boltann svolítið að kenna líka rétt eins og manninum sem er með boltann," segir Steinar en honum finnst þó ekki allt ómögulegt. „Mér finnst margt gott að gerast hjá liðinu. Strákarn- ir standa sig vel og sýna þá baráttu sem þarf til að ná ár- angri. Ég set þetta samt meira á þjálfarann því mér finnst strákarnir vera að gefa sitt í þetta. Guðmundur stjórnar þessu ekki eins og aðrir þjálfarar bregðast við. Þá meina ég hvað þeir gera þegar þessi og hin staða kem- ur upp. Þess ber þó að geta að eflaust myndi ég ekkert standa mig mikið betur sem þjálfari sjálfur. En svona horfir þetta við mér að minnsta kosti,“ sagði Steinar að lokum. Leikurinn við Rússa hefst á hádegi í dag og er í beinni útsendingu hjá RÚV. -HBG Rússamir reynst okkur erfiðir „Rússarnir hafa alltaf reynst okkur rosalega erfiðir á stórmótum og yfirleitt farið illa með okkur. Þeir hafa verið frekar brokkgengir í mótinu en hafa verið að ná sér á strik undanfarið og þetta verður mjög erfiður leik- ur,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. En hverja telur hann möguleika okkar vera í leiknum gegn Rúss- um í dag? „Við erum með það gott lið að við eigum alveg helm- ingsmöguleika. Við áttum góða möguleika á að leggja Spánverjana en það var svolítið óðagot á mönnum á mik- ilvægum augnablikum og við vorum alltaf á eftir þeim. Það kostaði mikla orku að vera alltaf að vinna upp for- skot þeirra. Þrátt fyrir það að strákarnir séu kannski svolítið þreyttir þá tel ég samt að við eigum góða mögu- leika í leiknum," sagði Viggó og hann hefur trú á því að Júgóslavarnir leggi Ungverja og því munum við mæta Júgóslövunum í leiknum um fimmta sætið. Viggó sagð- ist enn fremur vera sáttur við gengi liðsins á mótinu og telur það frábæran árangur hjá liðinu ef það nær fimmta sæti á mótinu. Verðum að gleyma Spánarleiknum Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, lék í mörg ár með ís- lenska landsliðinu og þekkir það vel hvernig er að standa í baráttunni á slíkum stórmótum. Hann segir það mikilvægt að leikmenn íslenska liðsins ýti leiknum gegn Spánverjum frá sér ef þeir ætli sér að ná árangri gegn Rússunum. „Menn verða að gleyma þessum leik og þeim vonbrigð- um sem fylgdu honum. Það skiptir verulega máli að þurrka það út og gíra sig upp í það að ná sigri gegn Rúss- unum í dag. Nú hefur maður reyndar ekkert séð til Rúss- anna á mótinu en miðað við þau úrslit sem hafa verið þá eru þeir greinilega ekki jafn sterkir og þeir hafa verið undanfarin ár. Samt sem áður hafa þeir verið að vaxa eftir því sem liðið hefur á mótið og það er alltaf erfitt að eiga við Rússana," sagði Júlíus. En hver er hans tilfinn- ing fyrir leiknum? „Ef ég fer aðeins inn á leikinn gegn Spánverjum, og það sem ég sá þar, þá fannst mér margt jákvæðara sem var að gerast þar heldur en í leikjunum á undan. Það var virkilega skemmtilegt að horfa á leikinn, það var spilað- ur skemmtilegur bolti og betri en þeir hafa veriö að spila til þessa. Að því leyti líst mér betur á Rússaleikinn held- ur en ella. Ég held að það sé samt alveg ljóst að við verð- um að spila betur en gegn Spánverjunum og við þurfum að fá fleiri menn inn í þetta því að nú er þreyta komin í leikmenn, sem og einhver meiðsl hjá einhverjum ein- Endaspretturinn hjá strákunum okkar er uni helgina og að komast á Ólympíuleikana að ári á að nást. íslenskir handboltaáhugamenn eiga vafalítið eftir að reynir að ná Ólvmpíusætinu sem stefnt var að. staklingum. Þá reynir virkilega á þá sem hafa ekki skil- að því sem þeir geta,“ sagði Júlíus. Það mátti sjá á strák- unum að það var þeim mikið áfall að tapa fyrir Spánverj- unum og hefur Júlíus ekki áhyggjur af því að sá leikur komi til með að sitja í strákunum? „Vissulega var tapið áfall en þeir verða og eiga að vera þjálfaðir í því að geta ýtt þessum hlutum til hliðar og halda áfram. Þeir geta ekki verið að draga þetta með sér í næsta leik á eftir vegna þess að markmiðið hjá þeim var að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru ekki búnir að ná því enn þá og þeir þurfa að sigra í þessum leik til þess að ná því takmarki. Það verður mun erfiðara að þurfa að fara í hreinan úrslitaleik um Ólympíusætið ef við töpum gegn Rússunum," sagði Júlíus og bætti við að takmarkið ætti að nást ef leikmönnum tekst að sýna sitt rétta and- lit og leika af eðlilegri getu því honum finnst liðið enn eiga nokkuð inni. Getur farið á hvom veginn Steinar Birgisson hefur marga fjöruna sopið í boltan- um enda landsliðs- og atvinnumaður um árabil. Steinar segir að erfitt sé að spá í leikinn gegn Rússum en mögu- leikar íslands verði þó að teljast nokkuð góðir. „Það getur farið hvernig sem er. Ég þekki ekki lið Rússana mjög vel en miðað við árangur þeirra á mótinu get ég sagt að það er það miklar sveiflur í þessum leikj- um að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Þetta er rosalega mikil spurning um það hvað þjálfarinn er að gera og hvernig hann bregst við aðstæöum því leikmenn eru mjög háðir því hvað hann ákveður," segir Steinar. En hefur hann trú á því að strákarnir nái Ólympíusæt- inu? „Við eigum alla möguleika á því. Við erum ofan á þar. Við erum ekki búnir að tapa fyrir Rússum og okkur hef- menn verða að bíta á jaxlinn og taka sig á ef takniarkið DV-mynd Ililinar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.