Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Side 32
32
Hetlgarhlað 33V LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003
Vanefndi
stjórnval
Árið 2003 er ár fatlaðra. Formaður Sjálfs-
bjarqar, Arnór Pétursson, er ekki sáttur
við íslensk stjórnvöld sem hafa ekki náð
samkomulagi við samtök fatlaðra um að-
gerðir á árinu.
„Vegna samstarfs samtaka fatlaðra í Evrópu og Evrópu-
ráðsins var ákveðið að helga árið 2003 málefnum fatlaðra.
Menn ætluðu sér fyrst og fremst að horfa á stöðu og rétt-
inda fatlaðra. Staðreyndin er hins vegar sú að í fáum
löndum hefur náðst full samstaða milli samtaka fatlaðra
og ríkisvalds um hvernig eigi að standa að verkefninu. Þó
er staðan hvað verst hér á landi þar sem enn hefur engin
samstaða náðst milli íslenskra stjórnvalda og samtaka
fatlaðra. Það er mjög einkennilegt vegna þess að þetta fór
vel af stað í byrjun síðasta árs. Menn virtust vera sam-
stiga og vilja gera árinu hátt undir höfði. Ríkisstjórnin er
hins vegar ekki tilbúin að samþykkja þær hugmyndir og
tillögur sem Öryrkjabandalagið hefur lagt fram um rétt-
arbætur fyrir öryrkja. Við erum þvi enn í ákveðinni bið-
stöðu. Á nýlegum fundi hjá Öryrkjabandalaginu var
ákveðið að menn skyldu bíða út janúar og sjá hvort á
þingi kæmu ekki fram tillögur eða frumvörp sem menn
væru sáttir við, áður en farið væri í drastískar aðgerðir.
Hins vegar munu félagasamtök fatlaðra, bæði saman og
hvert fyrir sig, standa að ýmsum atburðum í tilefni árs-
Fólk í fátæktargildru
Hvaða hugmyndir hafið þið um úrbœtur?
„Við viljum fyrst og fremst að framfærslugrunnurinn
hjá öryrkjum verði hækkaður. Það er forgangsverkefni að
hann verði leiðréttur. Það er furðulegt að hlusta á mál-
flutning sumra i þessum efnum. Pétur Blöndal alþingis-
maður hefur margfullyrt, og ítrekaði það enn nýlega í
Silfri Egils, að það væri ekki til fátækt á íslandi, nema
vegna þess að fólk væri í óreglu eða hefði komið sér í
óráðsíu í fjármálum, annaðhvort sjálft eða af því að það
hefði skrifað upp á fyrir vini og ættingja. Fyrir nokkrum
dögum sagði forsætisráðherra að framfærslustuðullinn á
„Á undanförnum árum hafa menn innan oklsar raða sagt að ekkert mvndi
raunverulega gerast fyrr en við efndum sjálfir til framboðs. Ég hef alla
tíð verið þeirrar skoðunar að menn ættu að vinna inunii stjórnmála-
flokkanna og finna málum sínum hljómgrunn þar. En sífellt er það sama
uppi á teningnum. Fólk innan okkar raða er sótt og sett á lista scm ein-
livers konar skrautfjaðrir svo flokkarnir geti friðað sig og samviskuna og
bent á að þeir njóti nú stuðnings þessara einstaklinga."
DV-mynd GVA
Arnór Pétursson
Hann hefur verið forinaður Sjálfsbjargar frá árinu 1998.
greiðslum almannatrygginga og lægstu launa hefði aldrei
verið hærri. Ég gef lítið fyrir svona reikningskúnstir. Ég
gef miklu meira fyrir það sem maður heyrir og finnur hjá
fólki. Fólk er ekki að leika sér. Það leitar til hjálparstofn-
ana, ekki af því að þar sé allt frítt eins og forsætisráö-
herra leyfir sér að segja, heldur vegna þess að það er búið
með sinn framfærslueyri upp úr miðjum mánuði. Það eru
fjöldamörg dæmi um að fólk haft misst eignir og standi
uppi nánast á götunni eftir langvarandi veikindi eða slys.
Þegar fólk er komið í þá stöðu bíður þess ekkert nema fá-
tæktargildra þar sem það situr fast og kemst hvorki lönd
né strönd.“
Helduróu aó það skipti máli hvaða stjórnmálaflokkar
eru í ríkisstjórn þegar málefni fatlaöra eru annars vegar?
„Því miður virðist það vera svo að þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn er í ríkisstjórn vega málefni fatlaðra ekki
þungt. Mér virðist líka að í samningum við Sjálfstæðis-
flokkinn um stjórnarsamstarf séu aðrir flokkar tilbúnir
að slaka á kröfum um úrbætur í málefnum fatlaðra sem
þeir hafa haldið á lofti í kosningabaráttu.“ Þó er undan-
tekning á þessu hvað varðar einstaka þingmenn og þar
má meðal annarra nefna Jóhönnu Sigurðardóttur sem
stóð upp úr ráðherrastóli vegna þess að ekki var nóg gert
eða staðið við það sem hún og Alþýðuflokkurinn „heit-
inn“ höfðu lofað.“
Vonir sem verða að engu
Nú ert þú fatlaður og hefur veriö lengi. Segðu mér frá
slysinu sem þú varðst fyrir.
„Það var i ágústmánuði árið 1973; ég var að koma ofan
úr Borgarnesi og lenti í lausamöl undir Hafnarfjallinu. Ég
var tuttugu og þriggja ára sjómaður, stýrimannsmenntað-
ur. Ég lamaðist og hef þurft að vera í hjólastól síðan.
Þetta var geysilegt áfall. Það sem hjálpaði mér mikið var
að foreldrar mínir höfðu kennt mér það í æsku að maður
ætti að takast á við erfiðleika, annað kæmi hreinlega ekki
til greina. Á Akranesi, þar sem ég er alinn upp, naut ég
lika ómælds stuðnings, bæði félagslega og siðferðilega. Að
því leytinu til var þetta mér léttbærara en mörgum öðr-
um.“
Hvenœr ákvaðstu svo aó starfa að bœttum kjörum fatl-
aðra?
„Eftir sjúkrahúslegu á Landspítalanum var ég hálft ár
á endurhæfingarstofnun í Danmörku en rétt eftir að ég
kom heim fékk ég vinnu hjá Tryggingastofnun. Árið 1974
var stofnað fyrsta íþróttáfélag fatlaðra hér á landi. Ég segi
stundum að það sé eitt af því fáa sem fatlaðir hafi fengið
án þess að hafa þurft að hafa frumkvæðið en það kom frá
Sigurði Magnússyni hjá ÍSÍ. Ég hafði verið mikið í íþrótt-
um sem unglingur og því skorti ekki íþróttaáhugann. í
Danmörku hafði ég líka kynnst því hvað íþróttir geta ver-
ið stór þáttur í endurhæfingu, ekki bara í líkamlegri end-
urhæfmgu þeirra sem slasast heldur líka í andlegri end-
urhæfingu. íþróttir gera menn sterkari og hæfari til að
takast á við lífið. Ég varð fyrsti formaður Iþróttafélags
fatlaðra. Síðan hef ég meira og minna starfað fyrir fatlaða
á þessum tveimur sviðum; íþróttasviðinu og félagslega
sviðinu.“
Fyllistu aldrei vonleysi af þvi það gengur svo hœgt að
koma á úrbótum?
„Ansi oft gerir maður sér vonir sem verða svo að engu.
Ég man þegar öryrkjadómurinn kom á sínum tíma. Mað-
ur var í sigurvímu. Loksins, loksins var búið að viður-
kenna ákveðin mannréttindi öryrkja. Síðan kom hið
hryllilega mannréttindabrot: lögin sem sett voru í kjölfar-
ið. Þegar þau lög voru orðin að staðreynd fylltist maður
uppgjöf. Viðurkenning hæstaréttar var að engu gerð með
tómum skrípaleik stjórnvalda. Maður hugsaði með sér:
Getum við nokkurn tíma fengið fjandsamleg stjórnvöld til
að gera eitthvað sem virkilega um munar?“
Sérframboð fadaðra?
Nú eru alþingiskosningar á nœsta leiti. Bindurðu vonir
við að úrslit þeirra breyti einhverju?
„Kosningar eru fram undan og það eiga eftir að verða
mikil átök. Ég er þegar farinn að sjá vísi að stefnuskrá
flestra stjórnmálaflokka. Við höfum búið við það um ára-
tugaskeið að stefnuskrárnar lofa geysilega góðu en efnd-
irnar eru oftast litlar. Ég ætla rétt að vona að svo verði
ekki núna en er samt ekki sérlega bjartsýnn.
Á undanförnum árum hafa menn innan okkar raða sagt
að ekkert myndi raunverulega gerast fyrr en við efndum
sjálfir til framboðs. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar
að menn ættu að vinna innan stjórnmálaflokkanna og
finna málum sínum hljómgrunn þar. En sífellt er það
sama uppi á teningnum. Fólk innan okkar raða er sótt og
sett á lista sem einhvers konar skrautfjaðrir svo flokkarn-
ir geti friðað sig og samviskuna og bent á að þeir njóti nú
stuðnings þessara einstaklinga. Það er hvergi þar sem
von er á þingsæti eða varaþingsæti. Skoðun mín er sú að
veldur hver á heldur og að meðal fatlaðra einstaklinga á
þingi fái hagsmunamál þeirra mun meira vægi og skiln-
ing. Ég óttast að ekkert breytist fyrr en farið verður í jafn
róttækar aðgerðir og sérframboð, þó að ég hafi alla tíð
hamast gegn því. Nú er ég hins vegar að verða beggja
blands.
Kunningi minn, sem hefur haft miklar væntingar til
sérframboðs, lagði einfalt reikningsdæmi fyrir mig á dög-
unum: Það eru tæplega 10.000 öryrkjar á íslandi. Gefum
okkur að hverjum þeirra tengist að minnsta kosti þrír
nánir einstaklingar. Það eru 30.000 manns. Gefum okkur
það að ekki nema einn þriðji sé tilbúinn að kjósa listann.
Þá eru komnir 10.000. Eru þá ekki komin þau 5 prósent
sem þarf til að koma manni á þing?
Eins og staðan er nú munu menn næstu fjórar til fimm
vikurnar skoða alvarlega hugmyndina um sérframboð.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt þær hugmyndir yrðu að
veruleika. Verði ekki af því nú og svipuð staða verður í
málefum öryrkja að fjórum árum liðnum er öruggt að til
slíks framboðs kemur.“ -KB