Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Síða 36
40 Helqarblacf I>'Vr LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Kínversk stjörnuspeki Ár geitarinnar hefst t dag, samkvæmt kínverska dagatalinu og samkvæmt tunglalmanakinu, Tongshu, hefsteinnig árið 4640 tdag. Upphaf ngs árs, eða vorhátíðin eins og áramótin kallast tKína, hefst alltaf á öðru ngju tungli eftir vetrarsólstöður og er þvíhregfanlegt á bil- inu 2i.janúar til 20. febrúar. Kínverjar vissu strax á bronsöld að tungl- mánuðurinn erstgttri en sólmánuðurinn og bæta þvívið „hlaupamánuði“ á nokkurra ára fresti. Yfirvöldum t Ktna er illa við alla hjátrú og opinber stefna að útrgma henni. Um margra áratuga skeið hafa gfirvöld markvisst regnt að draga úr trú fólks á dgrahringinn en á ári geitarinnar fer lítið fgrir þeim áróðri. Almenn- ingur íKína trúir að það sé slæmt að eiga börn á ári geitarinnar og það er stjórnvöldum t hag vegna stefnu þeirra að draga úr fólksfjölgun. Kínversk vorhátíð. Tákn svínsins. Tákn hundsins. Yim og Yan mynda jafnvægi í tilver- unni Annað hvert ár er 1948 Rotta 1949 Naut 1950 Tleur 1951 Hérl. 1952 Dreki 1953 Snákur 1954 Hestur 1955 Gelt 1956 Apl 1957 Hani 1958 Hundur 1959 Svín 1960 Rotta 1961 Naut 1962 Ttgur 1963 Hérl 1964 Drekl 1965 Snákur 1966 Hestur 1967 Gelt 1968 Api 1969 Hanl 1970 Hundur 1971 Svín 1972 Rotta 1973 Naut 1974 Tígur 1975 Hérl 1976 Drekl 1977 Snákur 1978 Hestur 1979 Gelt 1980 Apl 1981 Hani 1982 Hundur 1983 Svín 1984 Rotta 1985 Naut 1986 Tígur 1987 Hérl 1988 Drekl 1989 Snákur 1990 Hestur 1991 Gelt 1992 Apl . 1993 Hanl 1994 Hundur 1995 Svín 1996 Rotta 1997 Naut 1998 Tigur 1999 Hérl 2000 Drekl 2001 Snákur 2002 Hestur 2003 Gelt Kínverska tunglalmanakið er það elsta í heimi og á ræt- ur sínar að rekja sex þúsund ár aftur í tímann. Tímatalið gerir ráð fyrir sextíu ára hring sem skiptist í sex tíu ára skeið, auk þess sem um er að ræða tólf undirflokka. Sagan segir að Búdda hafi boðið öllum dýrum sköpunarinnar til kveðjuhófs áður en hann yfirgaf jörðina í síðasta sinn en aðeins tólf tegundir mættu. Rottan, nautið, tígurinn, hér- inn, drekinn, snákurinn, hesturinn, geitin, apinn, haninn, hundurinn og svínið. Til að launa þeim vinsemdina nefndi hann ár eftir hverju þeirra og skóp þannig dýrahringinn. Hver sá sem fæðist á ári ákveðins dýrs fær eiginleika þess í vöggugjöf. Árin í dýrahringnum eru kennd við eitt af eftirfarandi efnum, tré, eldur, jörð, málmur eða vatn. Ef árið í ár er til dæmis tré þá verður það næsta eldur og þannig koll af kolli. Fimmta hvert ár er með sama efni. Ár geitarinnar að þessu sinni er vatn en var málmur síöast, árið 1991. Hvernig fara viðskiptin Rotta Naut Tígur Hérl Drekl Snákur Hestur Gelt Apl Hanl Hundur Svfn Áður en farið er í viðskipti er rétt að athuga hvað dýr tilvon- andi viðskipta- aðili er. | 1 j MJög gott samband. Þlb eruð á sömu linu | 2 i Ættl að ganga prýöllega, þlö bætlð hvort annað ---- (hvorn/hvora) upp j 3 | Góður skllnlngur á vlnnu hvors annars. Ykkur mun heppnast vel | 4 | Sæmllegt samband. Vertu vlöbúlnn málamlðlun \ 5 ] Ykkar samband mun varla verða farsælt. Trúnaðarleysl er '----á mllll ykkar | 6 | Þú skalt ekkl fara út I vlðsklptl vlð þennan aölla, alls ekkll Þeir sem fæddir eru á ári geitarinnar nefnast geit hvort sem um er að ræða karl eða konu. í Kína er spurt „hvað dýr ert þú“ en ekki hvað ár ertu fædd(ur) og svarið er „ég er geit“ eða „ég er dreki" eða „ég er rotta". Fulltrúar dýra á jörðinni í annarri sögu um uppruna dýrahringsins segir að Jaði, konungnum á himni, hafi leiðst, hann hafi haft þjón á hverjum fingri en vissi ekki hvað var að gerast á jörðinni. Jaði konungur skipaði ráðgjöfum sínum að senda til sín tólf dýr sem væru góðir fulltrúar allra dýra á jörðinni. Ráð- gjafarnir sendu rottunni boð og báðu hana að koma þeim áleiðis til kattarins en vegna afbrýðisemi kom hún þeim aldrei til skila. Þeir sendu einnig boð til nautsins, tígurs- ins, hérans, drekans, snáksins, hestsins, geitarinnar, apans, hanans og hundsins þess efnis að viðveru þeirra væri óskað í höllinni. Þegar dýrin höfðu raðað sér upp frammi fyrir konungn- um sá hann að þau voru ellefu en ekki tólf eins og hann hafði óskað. Hann sendi því þjón til jarðarinnar til að sækja tólfta dýrið. Þjónninn, sem var að flýta sér, rakst á mann sem hélt á svíni og fékk það hjá honum og færði kon- ungi. Til að skemmta Jaði konungi á meðan hann beið stökk rottan upp á bakið á nautinu og spilaði á flautu. Konungn- um líkaði lagið vel og setti því rottuna fyrsta i dýrahringn- um. Nautið fékk annað sætið fyrir drenglyndi sitt, þriðja sætiö fékk tígurinn fyrir hugrekki, hérinn fékk fjórða sæti, drekinn fimmta, snákurinn sjötta, hesturinn sjöunda, geit- in áttunda, apinn níunda, haninn tíunda og hundurinn ell- efta og vegna mistakanna fékk svínið tólfta sæti. Þegar búið var að úthluta öUum árunum frétti kötturinn af boö- inu og bað Jaði konunginn að endurskoða úthlutunina en hann sagði að það væri of seint. Og þess vegna veiða kett- ir rottur. Einkenni dýranna ROTTAN er tækifærissinni og fljót að átta sig á aðstæð- um. Hún hefur tilhneigingu tU að hamstra og viU helst ekki borga fyrir neitt sem hún fær. Við fyrstu kynni virð- ast rottur hjálpfúsar og félagslyndar en undir yfirborðinu eru þær að öllu jöfnu einrænar og snásmugulegar. Þrátt fyrir þetta eiga rottur það til að vera tilfinninganæmar og ástríðufullar, einkum gagnvart fjölskyldu sinni. Rottan er metnaðarfull og á það tU að taka að sér verkefni sem hún ræður ekki við. NAUTIÐ er traust, fast fyrir og skipulagt og vinnur markvisst að öllu sem það tekur sér fyrir hendur og hefur frjótt ímyndunarafl. Nautið er tryggur vinur en mjög lang- rækið sé það svikið. Það er spart á orð en kýs að láta verk- in tala, nautið getur verið ótrúlega þolinmótt en mjög skap- mikið. TÍGURINN er kraftmikUl og lifir líf- inu tU fulls. Hann leggur sig allan fram við að leysa verkefni og gerir það iðurlega af meira kappi en forsjá. Tígur- inn kýs spennu í samskiptum og á það tU að vera sjálfselskur og sýna klærnar en get- ur líka átt til að vera hlýr og örlátur. Þegar tígurinn er dapur getur hann verið bannsettur vælukjói þarf einhvern sem hann treystir tU að hugga sig. HÉRINN er lítið fyrir rifrUdi og fer frekar en að standa í orðaskaki. Hérinn er kurteis í framkomu og á það tU að svara þvi sem hann heldur að viðmælandinn vilji heyra fremur en að segja skoðun sína en undir niðri er hérinn sjálfsöruggur og vUjasterkur. Þrátt fyrir að hérinn sé rólegasta dýrið í dýrahringnum er hann mikU félagsvera og með rika samskipta- alltaf Yin eða Yang, það breytist aldrei. Hvíti hlutinn er Yang en sá svarti Ying. Yin stendur fyrir hið kvenlega, neikvæða, inyrka, kaida, blauta og aðgerðalausa. Yang er aftur á móti hið karlmannlega, jákvæða, bjarta, lieita, þurra og framtakssama. greind. Hérar eru lítið gefnir fyrir sviðsljósið en kjósa að vinna bak við tjöldin. Nafn þessa merkis er breyti- legt eftir löndum, í Kína og Japan er það héri eða kanína en í Víetnam kallast það köttur. DREKINN er frumkvöðull og oft upptekinn af sjálfum sér. Hann á erfitt með að fylgja reglum sem aðrir hafa sett en vUl að fólk fari eftir því sem hann segir. Drekinn er ávallt tilbúinn tU að hjálpa öðrum en stolts síns vegna þarf hann að vinna öll verk sjálfur enda þjarkur til vinnu. Drek- ar fara oft einfórum, hafa gaman af spennu og framandleg- um uppákomum. Þeir eru snöggir til reiði en íljótir að gleyma. SNÁKURINN er hrifinn af lífsins lystisemdum, sælkeri og kaupir alltaf það besta. Hann er fésæll og treystir eng- um og getur verið mjög óvæginn tU að ná settu marki. Þeg- ar kemur að ástarmálunum er hann heimtufrekur og gjaf- mUdur í senn, snákurinn á erfitt með að fyrirgefa og gleymir aldrei. Snákurinn er framsýnn og kann að meta aðstæður sér í hag. Bit hans er yfirleitt banvænt. HESTURINN er sívinnandi og hættir ekki við verk í miðju kafi. Hann er fljótur að hugsa en á það tU að fram- kvæma án þess að skoða heUdarmyndina. Hestar eru sjálfsöruggir og metnaðarfullir en hafa lítinn áhuga á því sem aðrir hafa til málanna að leggja. Þeim þykir gott að hreyfa sig en geta bæði verið staðir og óþolinmóðir í senn. GEITIN er létt í lund, ástrik og örlát og á auðvelt með að aðlagast umhverfi sínu. Hún hefur góðan smekk og er listfeng en ódugleg tU framkvæmda og þarf því að leggja mikið á sig til að koma áformum sínum í framkvæmd. Vegna ástríkisins getur ástarlíf geitarinnar verið mjög skrautlegt og hnökrasamt. APINN er greindur og á auðvelt með að leysa ilóknustu' verkefni og notar allar breUur tU að koma sér úr erfiðleik- um og snúa málunum sér i hag. Vegna sjálfselsku sinnar gleymir apinn oft að hugsa um aðra og áhrif gerða sinna. Apar eru sífellt að leita að nýjum áskorunum, oft og tíðum er nálgun þeirra að viðfangsefninu frumleg. Þeir eru sí- vinnandi og hafa mikið úthald. HANINN er félagsvera og nýtur sin best þegar hann fær mikla athygli. Hann er öruggur með sig og jafnvel mont- inn, ákveðinn og með fullkomunaráráttu en það getur stundum komið sér Ula. Haninn kann ekki að ljúga og legg- ur því öll spilin á borðið. Hann þreytist aldrei á að komast tU botns í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Haninn get- ur verið mjög fanatískur og þolir iUa hvers konar gagn- rýni. HUNDURINN er greindur, áreiðanlegur og með sterka réttlætiskennd. Hann er tryggur og alltaf reiðubúinn að hlusta á vandamál annarra. Hundar eru duglegir til vinnu en hafa lítinn áhuga á auðsöfnun, þeim finnst gott að slappa af á mUli og gefa sér góðan tima tU þess. Ef hundar vUja eitthvað geta þeir verið mjög þrjóskir og þverir og jafnvel sýnt tennurnar ef svo ber undir. Ákveðinn gerð af hundum er taugaveikluð, neikvæð og svartsýn og á það til að vera smásmuguleg og óþarflega gagnrýnin á aðra. SVÍNIÐ er heiðarlegt, örlátt og vinur allra, það er félags- lynt og nýtur lýðhylli. Svíniö er lítið gefið fyrir rifrUdi og fljótt að gleyma, það baktalar aldrei fólk og trúir engu slæmu á aðra. Svínið á það tU að ofdekra sjálft sig og eyð- ir öllu í munað og þægindi og helst vUl það deUa munaðin- um með öðrum. Svínið á gott með að skipuleggja fram í tímann og á sér oft málstað sem það berst fyrir með orði og egg. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.