Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Page 37
LAUGARDAGUR I. FEBRÚAR 2003 Helgarblctð 3Z>"V” 41 Mannakyn og meiri fræði I dag, klukkan fjöqur, verður opnuð í Listasafni Reqkjavíkur í Hafnar- húsi sgningin Lgsir en á þessari sqninqu qetur að líta mgndir frá hendi Jóns bónda Bjarnasonar oq ijmissa annarra mgndskregta. Sgn- ingarstjóri erÁsrún Kristjánsdóttir. Oft hefur verið talað um íslenska myndlistarsögu þannig að hún hafi byrjað um aldamótin 1900, þegar Þór- arinn B. Þorláksson hélt sína fyrstu málverkasýningu í Reykjavík. Þar með er gefið í skyn að nær ekkert verðugt myndeíhi sé að fmna frá fyrri öldum og óþarfl að fjalla sér- staklega um það. Þetta er auðvitað al- rangt því íslensk myndlistarsaga er jafngömul þjóðinni; myndlýsingar i miðaldahandritum eru aðeins einn hluti af þeim arfi sem sýnir fram á þetta en á því sviði bíður enn mikið efni frekari rannsókna. Lýsir er heitið á verkefni sem sett var á stofn með það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlist í ís- lenskum handritum. Að verkefninu stendur áhugafólk um þessi málefni, Ámastofnun og Listasafh Reykjavík- ur. Markmið verkefnisins er að rann- saka og ljósmynda íslensk handrit í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi myndlistarfólks, fræðimanna, nem- enda og almennings að þeim lítt þekkta þætti myndlistarsögu þjóðar- innar sem þar er að fínna. Lýsir hefur frá upphafi haft hug á að efna til sýninga á völdu myndefni sem kæmi fram í rannsóknum á handritum. Sýningin nú er fyrsta skrefið á þeirri leið og þar er að flnna örlítið brot af þvi sem komið hefur í ljós. Ætlunin er að sá gagnagrunnur sem er tekinn að myndast út ff á þess- um rannsóknum verði opnaður al- menningi næsta haust og síðan upp- færður eftir því sem verkinu -vindur fram. Á þessari sýningu getur að lita myndir frá hendi Jóns bónda Bjama- sonar og ýmissa annarra mynd- skreyta og skiptast verkin á sýning- unni í nokkra efnisflokka sem gerð er grein fyrir í sýningarsölunum. Myndir Jóns bónda eru það sem nú á tímum er kallað „bemskar“, og í samræmi við það gæti mörgum þótt þær hafa meira skemmtana- og upp- lýsingagildi um tíðaranda en list- rænt gildi. Það er hins vegar einhver ljthur og listrænn blær yfir öllu myndefhi Jóns bónda sem líklegt er að snerti ákveðna strengi í lands- mönnum við upphaf 21. aldarinnar. STRAKARNIR OKKAR! Með einu símtali styrkir þú strákana okkar til áframhaldandi árangurs. Eitt símtal = ÁFRAM ÍSLAND Sýndu stuðning í verki - styrktarsími HSÍ 907-2800 Sfmtalið styrkir strákana okkar um 800 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.