Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Side 44
48
Hélgorblctcf H>V LAUGARDAGUR l. FEBRÚAR 2003
Uppreisnin í
Þingeyj ar sýslu
Sumarið 1970 reis mikil mótmælaalda í
Þingeyjarsýslum gegn fgrirhugaðri stór-
virkjun íLaxá íAðaldal. Stjórnvöld létu
mótmælin sem vind um eyru þjóta uns
Þingeyingar sýndu alvöru sína íverki með
þvíað sprengja stíflu íMiðkvísl. Með
þessu má halda því fram að tekist hafi að
stöðva framgang málsins og bjarga Laxár-
dal frá eyðileggingu.
Það var miðvikudaginn 26. ágúst sem íslensk
dagblöð færðu lesendum sínum þær fréttir með
risafyrirsögnum að mikill söfnuður manna hefði
sprengt stíflu Laxárvirkjunar í Miðkvísl. Þessi at-
burður vakti gríðarlega athygli, enda án hliðstæðu
í sögu virkjanaframkvæmda á íslandi. Samt var
það svo að umrædd stífla var ekki mikilvægur
hlekkur í orkubúskap virkjunarinnar en með rofi
hennar sýndu heimamenn í verki hve djúpstæð
andstaða þeirra var. Aðgerð þessi var ekki einstak-
ur atburður heldur hluti af langvinnum og
hatrömmum deilum um fyrirhugaða stækkun Lax-
árvirkjunar.
Áltveðið í erfídrylíkju
Nánari málavextir voru þeir að þriðjudaginn 25.
ágúst var haldin erfidrykkja i félagsheimilinu
Skjólbrekku í Mývatnssveit og þar mun hafa borist
út orðrómur um að ætlun manna væri að fara að
stíflunni þá um kvöldið og rjúfa hana. Þegar halla
tók af degi dreif fjölda manns á vettvang. Aðallega
voru notuð handverkfæri, eins og járnkarlar, hak-
ar og skóflur, en einnig lögðu bændur til tvær
dráttarvélar með skóflum. Dínamít var síðan notað
til að sprengja steypta veggi í stiflunni.
Verkið hófst um klukkan 20 um kvöldið og þegar
lögreglumenn komu á vettvang klukkan eitt um
nóttina var þvi lokið og menn farnir af vettvangi.
Að stíflubrotinu komu menn og konur á ýmsum
aldri úr Mývatnssveit, Laxárdal, Aðaldal og Köldu-
kinn. Þótt enginn væri beinlínis staðinn að verki á
vettvangi sammæltust allir sem að verkinu komu
um að lýsa verkinu á hendur sér að fornum sið og
skrifuðu 113 manns undir yfirlýsingu þar að lút-
andi. Þar kom fram sú skoðun að stíflusprengingin
væri táknræn athöfn sem ætlað væri að vekja yfir-
völd og kom þar skýrt fram að stíflubrjótar töldu
sig í raun í fullum rétti við verkið og þar af leið-
andi væri sakamálarannsókn á því í rauninni
óþörf.
Eysteinn eins og Arafat?
í bók sem heitir Laxárdeilan og er eftir Sigurð
Gizurarson, lögmann landeigenda, segir um þessa
aðgerð:
„Mat komandi kynslóða á sprengingu Miðkvísl-
arstiflu er líklegt að verða á þann veg að hún hafi
verið merkilegasta og öflugasta athöfnin í sögu
náttúruverndar á íslandi. Með henni var litlu sem
engu tjóni valdið en hún vakti flesta þá af höfugum
svefni sem ekki enn höfðu gert sér grein fyrir því
að náttúruvernd þyrfti að taka alvarlega. Hún var
hin táknrænu tímamót þegar halla tók undan fæti
fyrir stjórn Laxárvirkjunar. Fordæmi Mývetn-
inga hafði mikil áhrif á baráttu náttúruverndar-
samtaka langt út fyrir landsteinana.
Stíflusprengingin spurðist til annarra landa.
Og erlendir blaðamenn komu alla leið upp í Mý-
vatnssveit til að kynna sér málið. f norsku blaði
var birt viðtal við Eystein Sigurðsson á Arnar-
vatni og þar var honum líkt við Arafat, foringja
palestínskra skæruliða."
Ekki voru allir sammála þessu því margir
töldu þarna á ferð hættulegt fordæmi sem byði
heim stjórnleysi og „erlendri eyðileggingar-
tísku.“ Stjórnvöld gátu engan veginn látið kyrrt
liggja og sérstakur setudómari var þegar í stað
skipaður í málinu til að rannsaka það. Þetta
verkefni var falið Steingrími Gaut Kristjánssyni
en hefði alla jafna verið í verkahring sýslu-
manns Þingeyinga sem þá var Jóhann Skaptason.
Sýslumaður fremstur
Rúmum mánuði áður en þessi atburður átti sér
stað hafði verið ekinn mikill mótmælaakstur gegn
fyrirhugaðri Gljúfurversvirkjun eins og hún var
nefnd. Þar fjölmenntu andstæðingar úr hópi heima-
manna og óku í langri bílalest til Akureyrar.
Fremst fóru lögreglubílar en næstur þeim bíll
sýslumanns Þingeyinga og hann sjálfur undir stýri
í fullum skrúða. Ekið var að ráðhúsi Akureyrar við
Geislagötu og bæjarstjóranum afhent mótmæla-
skjal.
Forsaga þessa máls og þeirra harðsnúnu mót-
mælaaðgerða sem fylgdu í kjölfarið var sú að
tvisvar sinnum hafði verið virkjað í Laxá í Aðaldal
við Brúar, eða nánar tiltekið þar sem áin fellur
fram úr Laxárdal og í Aöaldal. Þessar virkjanir
voru reistar í tveimur áföngum, fyrst 1938-39 og
síðar 1950-53. Ekki var þessum framkvæmdum
mótmælt á þeim tíma enda raforkuskortur í land-
inu. Fljótlega urðu mikil vandræði vegna íss og
kraps í ánni sem truflaði rafmagnsframleiðslu. Við
því var brugðist með því að gera stíflur við Mý-
vatnsósa, þar á meðal stífluna i Miðkvísl, og einnig
var notað dinamít til að sprengja ís af ánni. Spreng-
ingar drápu fisk, stíflumannvirkin trufluðu fisk-
gengd og vatnsstjórn þótti handahófskennd og
spilla túnum og beitilöndum bænda bæði í Mý-
vatnssveit og Laxárdal. Stíflan í Miðkvísl var reist
1960, þvert ofan í mótmæli heimamanna sem voru
gerð hennar mótfallnir.
Hin stóra Gljúfurversvirkjun
Áform um þriðja áfanga Laxárvirkjunar, sem