Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Blaðsíða 46
50 HelQorbloð JOV LAUGARDAGUR i. FEBRÚAR 2003 m. ! \ i l Góðir aksturseig- inleikar og full- komin driflína Kostir: Aksturseiginleikar, drifiína Gallar: Hávœr vél Mitsubishi Pajero hefur fengið lítils háttar andlits- lyftingu en það sem er meira um vert er að hann hefur fengið meiri og betri búnað, auk meira úrvals aukabún- aöar. Utan á bílnum má sjá breytingar á grilli sem er nýtt, sem og merkið, sem er nú siifurlitt i stað rauða litarins. Einnig er kominn nýr framstuðari, afturstuð- ari, aðalljós, upplýst stigbretti, afturljós, léttmálmsfelg- ur og sóllúga. Það var því ekki úr vegi að endumýja að- eins kynnin af Pajero sem fyrst var kynntur hérlendis í þessum búningi árið 2000. Nýr upplýsingaskjár Þótt engar veigamiklar breytingar séu á innréttingu bílsins og lagi hennar hefur nú verið vandað meira til efnisvals og bólstrunar. í GLS-prófunarbíInum eru leð- urinnrétting og rafstýrð framsæti nú staðalbúnaður, auk stöðugleikakerf- is. Efst í miðjustokki var búið að koma fyrir aukabúnaði sem er fullkominn upplýsingaskjár í lit og sýnir hann meðal annars útihita, loft- þrýsting í millíbör- um, hæð yfir sjávar- máli, áttavita, með- alhraða og eyðslu. Einnig er klukka í skjánum, auk upp- lýsinga frá miðstöð og útvarpi. Meðal annars staðalbúnað- ar er sex diska geislaspilari sem er aðskilinn frá út- varpi neðar í stokknum. Gott pláss er í Pajero í flesta staði og að- gengi ágætt þótt hjólahaf sé minna en hjá helstu keppi- nautum, en þess vegna taka aftari hjólaskálar aðeins pláss frá aftursæti. í farangursrými eru tvö aukasæti sem fella má með einfoldum hætti ofan í gólfið, en þau taka varla við meira en tveimur unglingum. Afturstuð- ari er stór og djúpur og heftir það aðgengi að farang- ursrými. Góð driflína Með 3,2 lítra vélinni er Pajero þægilegur í akstri og togið í vélinni tryggir áreynslulausan akstur. Vélin er reyndar frekar hávær og gangm-inn grófur eins og oft i dísilvélum, sérstaklega á snúningi, en vegna togsins ber ekki svo mikið á því. Pajero er svokallaður einrým- isbíll sem þýöir að hann er ekki byggður á grind eins og hefðbundinn jeppi. Það þýðir að hann er stöðugur á vegi og að mestu laus við hreyfingar jeppa, þ.e. vagg og veltu. Einn af aðalkostum Pajero er þó driflína hans og má þar til dæmis nefna að í GLS er sjálfskiptingin fimm þrepa. Fjórhjóladrifið er mjög fullkomið og er hægt að velja um að setja bílinn í afturhjóladrif ein- göngu, fjórhjóladrif, fjórhjóladrif með læsingu á milli- kassa og loks lágt fjórhjóladrif með sams konar læs- ingu. Einnig er hægt að læsa afturdrifi með takka í mælaborði. Óhætt er að segja að þessir möguleikar tryggi bílnum gott grip við hvers konar aðstæður eins og við reyndum í snjó og drullu. Sambærilegt verð Verð á Mitsubishi Pajero er nánast það sama og á nýjum Toyota Land Cruiser 90 og þá aðeins eftir sam- anburður á búnaði. Pajero 2,5 GLX kostar það sama og Land Cruiser LX með stærri vél og Pajero 3,2 GLS, eins og þessi, kostar 40.000 kr. minna en Land Cruiser 90 VX. VX er reyndar með fullkomnari TEMS-fjöðrunar- kerfi en driflína Pajero hefur vinninginn og því verða menn að vega og meta fyrir sig hvort er mikilvægara. Meðal annarra keppinauta má nefna báða Nissan-jepp- ana, Terrano og Patrol, og einnig Land Rover Discovery. -NG o Vélin er kraftmikil og hefur mikið tog en er frekar hávær. © Lítið hefur breyst í mælaborði nema áferðin, efst í miðjustokki er upplýsingaskjár í lit. © Meðal nýs búnaðar eru þessi stigbretti sem eru með innbyggðum ljósum. © Farangursrými er djúpt og rúmgott en vegna stórs afturstuðara er aðgengi ekki eins gott. MITSUBISHI PAJERO GLS 3,2 Vél:_______________________________________3,2 lítra dísilvél Rúmtak:_______________________________3200 rúmsentimetrar Þjöppun:______________________________________________17:1 Gírkassi:_____________________________5 þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan:_____________________Tvöföld klafafjöðrun Fjöðrun aftan:_____________Fjölarma með jafnvæqisstönq Bremsur:____________________Loftkældir diskar/diskar, ABS Dekkjastærð:__________________________________265/70 R16 YTRI TOLUR: Lenqd/breidd/hæð: 4850/1895/1855 mm Hjólahaf/veqhæð: 2780/235 mm Beyqjuradíus: 11,4 metrar INNRI TÖLUR: Farþeqar m. ökumanni: 7 Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 7/6 Faranqursrými: 1293 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 10,3 lítrar Eldsneytisqeymir: 90 lítrar Ábyrqð/ryðvörn: 3/6 ár Grunnverð: 3.990.000 kr. Verð prófunarbíls: 5.250.000 kr. Umboð: Hekla hf. Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður og speglar, 6 öryggis- púðar, 6 diska geislapilari, skriðstillir í stýri, álfelgur, þoku- Ijós, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifin og upphituð fram- sæti, loftkæling, miðstöð fyrir aftursæti, armpúði með geymsluhólfi, þriðja sætaröðin, leðurinnrétting, stig- bretti, rafdrifin sóllúqa, læsanleqt afturdrif. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 161/3800 Snúninqsvæqi/sn.: 373 Nm/2000 Hröðun 0-100 km: 13,8 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst. Eiqin þynqd: 2170 kq Heildarþynqd: 2810 kq 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.