Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2003, Síða 61
LAUGARDAGUR i. FEBRÚAR 2003
Helgarblaö X>V
65
Páll Sveinsson
fyrrv. starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíliur
Páll Sveinsson, fyrrv. starfsmaður Rafmagnsveitu
Reykjavík, til heimilis að Lönguhlíð 3, Reykjavík, varð
níutíu og fimm ára í gær.
StarfsferiU
Páll fæddist í Vik í Mýrdal og ólst þar upp í foreldra-
húsum til 1913. Þá fór hann í fóstur aö Ketilsstöðum og
Neðradal í Mýrdal til Kristínar Þórarinsdóttur og
Þórði í Neðradal. Hann tók barnaskólapróf í Vík 1922
og tók fyrsta vélskólanámið sem haldið var hér á landi
1936.
Páll var sjómaður á vertíðum frá 1924, var fjórar
vertíðar í Vestmannaeyjum, átta ár á Akranesi og var
þá einnig vinnumaður hjá séra Sigurjóni Guðjónssyni
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og fjögur ár á Patreks-
firði.
Páll starfaði hjá Ullarverksmiðjunni Framtiðinni frá
1944 en hóf störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur 1953
og starfaði þar til 1980.
Fjölskylda
Giftingardagur 31. des 1944. Maki Bjarnheiður Sigur-
rínsdóttir húsmóðir, f. 14 sept. 1906, d. 2. febr. 1988.
Foreldrar: Sigurrín Einarsson, bóndi í Reyðarfirði, og
Snjólaug K. Þorsteinsdóttir, vinnukona í Fljótsdal.
Dóttir Páls og Bjarnheiðar er Steinunn Pálsdóttir f.
19. okt. 1945, vefnaðarkennari, Valhúsabraut 33, Sel-
tjarnarnesi, gift Sturlu Má Jónssyni innanhússarki-
tekt, eiga þau tvær dætur.
Dóttir Bjarnheiðar er Ásta Ólafsdóttir, f. 25. maí
1934, skrifstofustúlka, búsett á Vopnafirði, gift Guðna
Valdimarssyni, fyrrv. verkstjóra, eiga þau fjögur böm.
Systkini Páls voru fimmtán talsins en ellefu þeirra
náðu fullorðinsaldri. Systkini hans: Þorlákur, f. 2.10.
1899, d. 13.6. 1983, bóndi á Laugabökkum og á Sandhóli
í Ölfusi, var kvæntur Ragnheiði Runólfsdóttur og eru
börn þeirra sex; Ólafur Jón, f. 2.8. 1904, d. 1991, loft-
skeytamaður, lengst af búsettur i Reykjavík, var
kvæntur Sigurbjörgu Steindórsdóttur og eru börn
þeirra tvö; Anna, f. 9.12. 1905, d. 1991, verkstjóri í kex-
verksmiðjunni Frón, búsett í Reykjavík; Guðmundur,
f. 6.1. 1907, nú látinn, deildarstjóri hjá SKÝRR, var bú-
Rósinkrans Kristjánsson
leigubflstjóri í Reykjavík varð 70 ára í gær
Rósinkrans Kristjánsson leigubílstjóri, Grýtubakka
26, Reykjavík, varö sjötugur i gær.
Starfsferill
Rósinkrans fæddist í Reykjavík og ólst þar upp.
Auk þess var hann í sveit á sumrin sem barn og á
unglingsárum að Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi. Hann stundaði siðar nám við íþróttaskóla
Sigurðar Greipssonar í Haukadal.
Rósinkrans stundaði sjómennsku á togurum um
skeið og starfaði síðan hjá Vegagerð ríkisins í nokk-
ur ár. Hann hóf síðan akstur leigubila og var síðan
leigubílistjóri um árabil.
Fjölskylda
Rósinkrans kvæntist 31.1. 1962 Sigurlín Ester
Magnúsdóttur, f. 4.6. 1934, verkakonu. Hún er dóttir
Magnúsar Péturssonar leigubílstjóra og Jóhönnu M.
Sigurðardóttur verkakonu sem bæði eru látin.
Sonur Rósinkrans frá því áður er Örn Sævar, f.
28.11. 1958, raffræðingur, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Helgu Gunnarsdóttur og eru börn þeirra
Huginn og Hugrún.
Synir Sigurlínar og fóstursynir Rósinkrans eru
Magnús Sverrisson, f. 9.12. 1954, kjötiðnaðarmaður á
Sauðákróki, kvæntur Ástu Pálínu Ragnarsdóttur og
eru synir þeirra Ragnar tölvufræöingur, Sverrir
Bergmann söngvari og Tryggi nemi; Ómar Sverris-
son, f. 25.11. 1955, d. 20.1. 1985, verkamaður í Reykja-
vík, var kvæntur Aðalbjörgu Ólafsdóttur og eignuð-
ust þau tvö börn sem bæði eru látin, Ólaf Bergmann
og Söru Dögg; JÓhann Magni Sverrisson, f. 20.5.1957,
leigubílstjóri í Reykjavík, kvæntur Karen Steinsdótt-
ur og eru börn þeirra Sverrir Jóhann, Svavar Halldór
og Kristjana.
Börn Rósinkrans og Sigurlinar eru Unnur Rut Rós-
inkransdóttir, f. 4.8. 1961, starfsmannastjóri hjá Hag-
kaupum, búsett í Reykjavík, en maður hennar er
Andrés Guðbjörtsson strætisvagnastjóri og eru börn
þeirra Rósinkrans Már, Arna Maria, Sigurlín Edda,
Guðbjartur Gestur og Kristján Birgir; Kristján Frið-
rik Rósinkransson, f. 17.11. 1963, starfamaður hjá
Éssó, búsettur í Kópavogi, en kona hans er Birgitta
’ ey Pétursdóttir og eru synir þeirra Samúel, Dani-
ei, Jóel og Axel; Linda Dís Rósinkransdóttir, f. 1.10.
1969, leigubílstjóri, búsett í Reykjavík, en sonur henn-
ar er Brynjólfur Örn.
Hálfsystur Rósinkrans, sammæðra, eru Guðfinna
Lárusdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Helga Lárusdótt-
ir, húsmóöir í Reykjavík; Unnur Lárusdóttir, hús-
móðir í Kópavogi.
Alsystkini Rósinkrans eru Birgir Kristjánsson
sölumaður, búsettur í Reykjavík; Klara Sjöfn Krist-
jánsdóttir, húsmóðir í Reykjavík; Bessý Kristjáns-
dóttir, nú látin, húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Rósinkrans voru Kristján Kristjánsson,
nú látinn, sölumaður hjá Kristjánsson hf„ búsettur i
Reykjavík, og Unnur Helgadóttir, nú látin, húsmóðir.
Rósinkrans tekur á móti ættingjum og vinum hjá
syni sínum að Fjallalind 29, Kópavogi, laugardaginn
1.2. eftir kl. 15.00.
Smáauglýsingar
allt fyrir heimilið
550 5000
settur í Reykjavík og kvæntur Kristbjörgu Bjarnadótt-
ur og eru börn þeirra tvö; Sigurður, f. 15.6.1909, látinn,
bóndi í Ytra-Hrauni í Landbroti, var kvæntur Þórdísi
Ágústsdóttur og eru börn þeirra fjögur; Ingigerður, f.
28.8. 1910, d. 1935; Kjartan, f. 22.7. 1912, símaverkstjóri
um árabil, búsettur í Kópavogi, var kvæntur Þórhildi
Jónsdóttur sem er látin og eru börn þeirra fimm; Sig-
ríöur, f. 20.6.1914, látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift
Jóni Guðjónssyni og eru börn þeirra fjögur; Helga, f.
10.3.1916, búsett í Vík í Mýrdal, fyrrv. símstöðvarstjóri
í Vík, var gift Guðna Loftssyni og eiga þau eitt barn;
Guðný, f. 28.7. 1920, húsmóðir í Kópavogi, var gift Fel-
ix Tryggvasyni sem er látinn og eiga þau fimm börn;
Þorbjörg, f. 30.Í0. 1923, húsmóðir í Reykjavík var gift
Ara Þorgilssyni sem er látinn og eiga þau fimm börn.
Foreldrar Páls voru Sveinn Þorláksson, f. 9.8. 1872,
d. 22.12. 1963, símstöðvarstjóri í Vík í Mýrdal, og k.h.,
Eyrún Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1876, d. 25.4. 1964, hús-
móðir.
Ætt
Sveinn fæddist í Þykkvabæ í Landbroti, sonur hjón-
anna Þorláks Sveinssonar og Steinunnar Þorsteins-
dóttur.
Eyrún fæddist í Skurðbæ, dóttir Guðmundar Jóns-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttur.
Höfuöstafir nr. 64
Þátturinn er að þessu sinni tileinkaður Birni heitn-
um Þórleifssyni skólastjóra. Björn var afar liðtækur
hagyrðingur eins og þetta brot úr kveðskap hans sýnir.
Einhvern tíma sem oftar söng Björn í kirkjukór við
messu og að líkindum hefur aðsókn verið dræm eins og
stundum gerist. Þá orti Björn:
Þyljum lof og þökk til hans
sem þolir okkur synd og bresti
ogfœr til starfa fjórtán manns
fyrir átta kirkjugesti.
Þegar sá frægi hvalur Keikó settist að í Klettsvik
varð það Birni að yrkisefni:
Norpandi í sjó viö noröurpól
nú fœr hann einn aö sprikla.
Komiö er heim á kvíaból
kjötbolluefniö mikla.
Þegar Björn sótti um inngöngu á póstlista þann sem
kenndur er við leir og alloft hefur verið vitnað til hér
í þessum þáttum sendi hann inn langt kvæði sem end-
ar á þessari vísu:
Þó ég sé verktaki og vísnatrúöur
veitist mér létt aö sýnast prúöur
er biö ég þess bljúgur og meyr
aö skáldin vilji vísur mér sýna
og veiti mér gegnum tölvuna mína
áskrift aö íslenskum leir.
Á hagyrðingamótum grípa snjallir menn stundum til
þess að syngja kveðskap sinn eða kveða hann undir
rímnalögum. Einhverju sinni var Björn á hagyrðinga-
móti ásamt Stefáni Vilhjálmssyni, en þeir félagar höfðu
marga hildi háö á þessum samkomum. Björn átti að
yrkja um Stefán og gerði þá þessa vísu og söng síðustu
línuna undir þekktu júróvisjón-lagi:
Ég skal kveöa um perra og plebba,
presta, róna og glœpamenn,
en á ég aöfara að yrkja um Stebba
„einu sinni, einu sinni enn“.
Eins og margir hagyrðingar hafa gert orti
Björn líka um sínar eigin yrkingar:
Sögu ég saman má spinna
um samningu vísnanna minna.
Þessi stööuga glíma
viö aö stuöla og ríma
er sem hver önnur verktakavinna.
Ég vil kveðja Björn með vísu sem barst inn á
leirlistann daginn sem útfór hans var gerð. Höf-
undur er Björn Ingólfsson á Grenivík:
Kallaö úr himnaveldi var,
vatt hann sér þangaó hvergi tregur.
Þá vantaði einhvern uppi þar
aö yrkja og vera skemmtilegur.
Umsjón