Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2003, Side 18
18
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003
Tilvera DV
Þrír ungir leikarar í veigamiklum hlutverkum í Kaldaljósi:
Að lifa persónuna og vera karakterinn
Tökur á myndinni Kaldaljós eftir
sögu Vigdísar Grímsdóttur hófust á
Seyðisfirði fyrir jól. Þá rigndi og
rigndi þannig að það sló öll met. Sag-
an gerist hins vegar um vetur í mikl-
um snjó, þar sem öll fjöll eru hvít og
Tindurinn, stærsta fjallið, trónir
snjóhvítur efst - og það var ekki hægt
að ljúka við tökur myndarinnar. En
eftir jólin kom snjórinn, frost og mik-
ið kóf - ekta seyðfirskur vetur - og
hópurinn kom aftur með öll sín tæki
og tól til að ljúka upptökum. En enn
og aftur fengu þau alveg nóg af veðr-
inu. Fréttaritari DV fór út á bakka að
fylgjast með þegar tæknimenn og
leikarar voru að búa sig undir tökur
í þessum langþráða snjó.
Þar voru fyrir þrír krakkar - aðal-
leikaramir í þessum fyrri hluta sög-
unnar sem gerist á Seyðisfirði. Þau
voru að kollsteypa sér í snjónum
meðan ég var þama. Um kvöldið
spurði ég þau hvaða áhrif myndin
hefði á þau. Þau sem bám hitann og
þungann af þessum myndatökum em
Áslákur Ingvarsson, 12 ára, hann
leikur aðalpersónuna Grím, Snæfríð-
Efnilegir krakkar
Þau Snæfríður, Áslákur og Elís svör-
uðu vel fyrir sig þegar þau lentu í
litlu fréttaviðtali, kannski því fyrsta.
ur Ingvarsdóttir, 11 ára, leikur systur
hans, Gottínu, og Tuma vin þeirra
leikur Elís Philip William Scobie, 12
ára.
Þaö var sérstaklega skemmtilegt
að tala við krakkana. Þau vom lif-
andi og áhugasöm um það sem þau
vom að gera og höfðu djúpan skiln-
ing á verkinu og háttum þeirra tíma
sem verkið segir frá. Ég spyr hvemig
þeim liki þær persónur sem þau leika
í myndinni.
Elís: „Maður þarf að lifa persón-
una og vera karakterinn."
Áslákur: „Grímur er ailt öðmvísi
manngerð en ég; hann er mikill ein-
fari og lokaður - lifir oft í öðmm
heimi. Það er erfitt að nálgast persón-
una en sttmdum er það mjög gaman.“
Snæfríður: „Gottína og Grímur em
mjög ólík. Hún er mikil felagsvera og
henni þykir mjög vænt um bróður
sinn. Það er gaman að leika hana.“
Krökkunum ber saman um að
þetta sé mjög krefjandi verkefhi og
þau hafi þroskast mikið við að setja
sig í spor þessara austfirsku krakka.
Þau þekkja til leikhúsa og kvik-
myndagerðar og segja aö það sé allt
öðruvísi að leika í leikhúsum þar
sem allt þarf að vera nákvæmt og til-
búið fyrir hverja sýningu. Öll hafa
þau áhuga á að koma á einhvem hátt
að leiklist og segjast hafa lært mikið
fyrir austan.
Hlutverk Grims er stærsta hlut-
verkið og Áslákur hefur dvalið lengst
fyrir austan. Hann segir aö þetta hafi
oft verið erfitt vegna skólans, sérstak-
lega fyrir jól. „Þá fóru heilu dagamir
í upptökur," sagði hann, „og lítill
tími fyrir skólann. Það þýddi að ég
varð að gera mikið um jólin til þess
að verða ekki á eftir.“
„Það er búið að vera gaman héma
á Seyðisfirði,“ segja krakkamir. „Við
hefðum alveg getað hugsað okkur að
vera lengur.“
Sögunni er skipt í tvennt. Fyrri
hlutinn gerist á Seyðisfirði en sá síð-
ari í Reykjavík. Þá leikur Ingvar E.
Sigurðsson Grím, sem orðinn er full-
orðinn. Aðrir leikarar í aðalhlutverk-
um em Kristbjörg Kjeld, sem leikur
Álfrúnu, gamla konu og einræna sem
er mjög góð vinkona Gríms. Foreldr-
ar systkinanna era leiknir af Valdi-
mar Flygenring og Þóra Sigþórsdótt-
ur og Önnu, unga konu sem býr rétt
hjá fjölskyldunni og er mikil vinkona
hennar, leikur Sara Björg Ásgeirs-
dóttir. Stjómandi kvikmyndarinnar
er Hilmar Oddsson og stefnt er að því
að hún verði frumsýnd um miðjan
september, bæði á Seyðisfirði og í
Reykjavík. Viðtal og myndir: Kar-
ólína Þorsteinsdóttir -KÞ
Elísa Marín fllmarsdóttir, 100797
SÍmon LogiThasaphong, 130201
Da8i Fannar Sverrisson, 180496
FriSrik PÓII Haraldsson, 050199
flsta Gunnlaugsdóttir, 081096
Einar Darri Þórisson, 041196
Jóhannes B. Gunnarsson, 231091
Kamilla Rut Ragnarsdóttir, 091292
Ólöf Hafdís Einarsdóttir, 261098
Elmar flron Gunnarsson, 091193
Krakkaklubbur DV og Sam-film óska
vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar, vinsamlegast nólgist vinninginn
hjó DV, SkaftahlíS 24, fyrir 12. febrúar.
Vinningar verSa sendir tilvinningshafa úti ó landi.
Kveðja. TÍgri og Kittý
K*AkftJdúbh^
ÞARFASTI
ÞJÓNNINN!
Ui&w i þém kvtrfi
Á tökustaö
Austfirsku fjöllin, snævi þakin, skipta mikiu máli í Kaldaljósi. Hér er mynd af tökustað og mikið lið mætt í tökuna.
•tULt
Una Sveinbjarnardóttir með tónleika í Ými í kvöld:
Fiölan jafndýr og jeppi
„Áhuginn á fiðlunni kom mjög
snemma. Alla vega er mér talin trú
um að að ég hafi valið hljóðfærið
sjálf,“ segir Una Sveinbjamardóttir
fiðluleikari og brosir. Hún heldur
tónleika í Ými í kvöld ásamt Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleik-
ara. Fyrsta verkið á dagskránni er
glænýtt lag eftir Atla Heimi Sveins-
son sem Una framflutti í síðustu viku
í Berlín þar sem hún var að ljúka
fyrri hluta einleikaraprófs við
Hochschule der Kúnste. Síðan koma
verk eftir Sergei Prokofjev, J. S.Bach,
Amold Schönberg og Pablo Sarasate.
„Þetta er fjölbreytt prógramm og
frekar nýlegt en Bach brýtur þetta
upp í miðjunni og ég held að allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“
segir Una og bætir við að það sé búið
að vera gaman á æfmgunum með
Önnu Guðnýju og nýja verkið hans
Atla Heimis, Im Volkston, sé flott.“
En hvað þýðir Im Volkston? „Fólks-
tónn. Titillinn er fenginn að láni hjá
Robert Schumann, sagði Atli mér.
Hann byggir þetta á tveimur stefjum
í þjóðlagastíl. Þetta er rammíslenskt
verk.“
Gott tónlistaruppeldi
Una er fædd og uppalin í höfuð-
borginni, nánar tiltekið í Hlíðunum,
og gekk í Æfmgadeild Kennaraskól-
ans sem bam, auk þess að fá gott tón-
listarappeldi bæði í skólum og heima
DV-MYND HARI
Fiöluleikarinn
Frumflytur Fóikstón, nýtt lag sem Atli
Heimir Sveinsson samdi sérstaklega
handa henni.
fyrir. „Foreldrar minir hlustuðu mik-
ið á tónlist og ég fékk tækifæri til að
fara á tónleika sem krakki," segir
hún og nú liggur beint við að spyrja
hverra manna hún sé. „Móðir mín
heitir Helga Guðmundsdóttir og er
þýðandi bæöi bóka og sjónvarpsefnis
og faðir minn heitir Sveinbjöm
Rafiissn og er prófessor í sagnfræði
við Háskólann. Þau era semsagt ekki
tónlistarfólk að atvinnu en áhuginn
er til staðar,“ svarar Una.
Eftir hefðbundið tónlistamám hér
heima lá leiðin til Þýskalands. „Ég er
búin aö vera í Þýskalandi í sjö ár.
Það er langur tími.“ segir hún. „Ég
byrjaði í tónlistarháskólanum í Köln
og í kammertónlist undir leiðsögn
Alan Bergs-kvartettsins og var mjög
heppin því ég starfaði líka í sextett
sem var með tónleika víða. Síðustu
fjögur ár hef ég svo verið í Berlín og
lært hjá Thomas Brandis sem var
konsertmeistari hjá Fílharmóníu-
hljómsveit Berlínar á tímum Her-
berts von Karajans.
En ég sakna íslands alltaf mikið
þegar ég er í Þýskalandi og hef reynt
að koma heim eins oft og tími hefur
gefist til. Hef verið að spila með út-
varpshljómsveitinni í Berlin og því
verið dálítið bundin en fékk til dæm-
is að koma heim og spila fiðlukonsert
eftir Philip Glass meö Sinfóníuhljóm-
sveitinni síðastliðið haust. Það var
skemmtilegt."
Fiðla frá átjándu öld
Nú er Una á lokasprettinum í námi
og byrjuð að vefja verk til flutnings á
lokatónleikunum sem verða einleik-
ur með hfjómsveit. En skyldi hún
eiga fma fiðlu?
„Já, ég eignaöist mjög góða fiðlu í
fyrra. Hún er ítölsk, frá árinu 1732.
Ég fann hana í London.“ Spurð hvort
hún hefði ekki verið meiri háttar
fjárfesting svarar hún: „Jú, hún var
það. Þetta er eins og upphækkaður
jeppi með öllum búnaði!" -Gun.