Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Qupperneq 8
8 Utlönd LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Tr^-^yr Frábær tilboð á: • Magellan GPS-tækjum • GPS-aukahlutum s.s. plast- pokum, tengjum, lofitnetum o.fl. • Talstöðvum, bíla-, báta- og handtalstöðvum • Aukahlutum fyrir talstöðvar • Hljömflutningstæki fyrir bíla, magnarar á frábæru verði, mikid urval hátalara • Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavarnarkerfi • GSM-handfrjáls búnaður • Radarvörum • Hleðslutækjum Flottasta „soundherbergi“ landsins DVD í bíla, skjáir og hljómkerfi Sendum í póstkröfu AUKARAF Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is Opið frá kl. 9-18 • Laugardag frá kl. 10-16 Hans Blix flytur skýrslu sína um írak: Strið er ekki réttlætanlegt - segir utanríkisráðherra Frakklands Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- lits Sameinuðu þjóðanna, sagði í skýrslu smni til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna I gær að stjómvöld í írak þyrftu að svara alvarlegum spumingum um birgðir sínar af miltisbrandi, taugagasinu VX og langdrægum flugskeytum sem hafa sum hver verið lýst ólögleg. Blix var ekki jafnharðorður í garð íraka og i fyrri skýrslu sinni til Öryggisráðsins. Ræöa hans var annars vegar vatn á myllu þeirra ríkja í Öryggisráðinu, eins og Frakklands, sem vilja að vopnaeftir- litsmenn fái meiri tíma, og hins veg- ar vatn á myllu Bandaríkjanna og Bretlands sem halda því fram að stríðsaðgerðir kunni að vera eina leiðin til að afvopna íraka. Dominique de Viilepin, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði 1 ávarpi sínu til Öryggisráðsins að vopnaeft- irlitsmenn þyrftu meiri tíma. „Valdbeiting er ekki réttlætanleg nú. Það er til vaikostur viö stríð: hann er að beita eftirliti til að af- vopna íraka,“ sagði de Villepin. Hans Blix sagði í skýrslu sinni, sem tíu utanríkisráðherrar hlýddu á, að ekki hefðu fundist neinar vís- bendingar um að írakar ættu gjör- eyðingarvopn. Hann sagðist þó ekki geta útilokað það. Blix sagði að í yfirlýsingu íraka um vopnaeign þeirra frá því í des- ember vantaði nauðsynlegar upp- lýsingar um gamlar birgðir af milt- isbrandi, VX taugagasi og langdræg- um flugskeytum. Þá varpaöi Blix rýrð á nokkra þætti ræðu Colins Powells, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, fyrr í mánuðinum þar sem hann lagði fram sannanir fyrir þvi að írakar ættu gjöreyöingarvopn. Nokkrum klukkustundum áður en Blix flutti skýrslu sína gaf Saddam Hussein íraksforseti út til- skipun þar sem lagt var bann við innflutningi og framleiðslu á gjör- eyðingarvopnum. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Bush Bandaríkjaforseti væri enn bjartsýnn á að írakar myndu fara aö kröfum um að afvopnast og að þannig væri hægt að koma í veg fyr- ir styrjaldaraðgerðir. REUTERSMYND Námsmenn mótmæla stríöi Um fjögur þúsund námsmenn í borginni Dortmund í Þýskalandi efndu í gær til mótmæla gegn fyrirhuguöu stríöi Bandaríkjamanna gegn írak. Fimmtán fórust í sprengingu í Kólumbíu: Skæruliðar sprengdu hús í áhlaupi lögreglu Vinstrisinnaðir skæru- liðar sprengdu hús, fullt af sprengjum, í loft upp í sunnanverðri Kólumbíu í gær á sama tíma og lög- reglan réðst til atiögu við þá. Fimmtán manns að minnsta kosti týndu lífi í sprengingunni og þrjátíu særðust, að sögn lögregl- unnar. Nokkur hús jöfnuðust við jörðu í ósköpunmn. Yfirvöld sögðu að liðs- menn Byltingarhers Kól- umbíu (FARC) hefðu haft í hyggju aö skjóta niður flugvél Alvaros Uribes forseta þegar hún kæmi inn til lendingar í borg- inni Neiva, sem er um fjögur hund- ruð kílómetra suður af höfuðborg- inni Bogota, á laugardag. Til stend- ur að forsetinn sitji þar fund um ör- yggismál með embættismönnum. Alvaro Uribe Drepa átti forsetann í Kólumbíu í dag. „Þetta voru skot- sprengjur sem nota átti til að skjóta niöur forsetavél- ina,“ sagði lögreglumað- urinn Hemando Valenzu- ela við fréttamenn. Laganna verðir telja að skæruliðar hafl komið sprengingunni af stað þeg- ar lögreglan lagði til at- lögu snemma í gærmorg- un að staðartíma. Uppreisnarmenn í FARC em þekktir fyrir aö hafa notað frumstæð- ar sprengjuvörpur í árás- um sínum en þær hafa verið mjög ónákvæmar. Þegar Uri- be, sem þykir harður í hom að taka, sór embættiseið sinn í ágúst í fyrra skutu skæruliðar með sprengju- vörpum að forsetahöllinni. Sprengj- umar geiguðu en urðu þess í stað 21 að bana í nærliggjandi götu. Arafat þiggur góð ráð Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, tilkynnti í gær, eins og búist var við, að hann ætlaði að skipa for- sætisráðherra fyrir palestínsku heima- stjómina. Erlendir friðarsamningamenn, sem hafa krafist lýðræðisumbóta á heima- stjóminni, hafa lengi hvatt Arafat til að gera þetta. Þetta er liður í við- leitni til að binda enda á rúmlega tveggja ára átök við ísraela. Færeyingar fá umba Færeyska flugfélagið Atlantsflug hefur gert samning við Flugleiðir um að íslenska félagið verði um- boðsmaður þess í Bretlandi og á ír- landi, að því er fram kemur 1 fær- eyska blaðinu Sosialurin. Betri tíð í Suður-Afríku Thabo Mbeki, forseti Suðm--Afr- íku, sagði í gær að vatnaskO hefðu orðið í efnahagslífi þjóðarinnar og að hagvöxturinn væri meiri en spáð hefði verið. Atvinnuleysi hefur lengi verið mikið í landinu. Læknar greiði skaðabætur Eystri-landsréttur í Kaupmanna- höfn hefur gert tveimur læknum á norðanverðu Sjálandi að greiða eina milljón danskra króna, auk vaxta, i skaðabætur fyrir að senda sjúkling ekki nógu fljótt á sjúkrahús. Sjúk- lingurinn lést nokkrum ámm síðar. séra Jón Ríkisstjórn And- ers Foghs Rasmus- sens í Danmörku hefur hug á að tak- marka rétt borgara landanna tíu sem senn verða hluti Evrópusambands- ins til að hola sér niður í Danmörku. Með því að tak- marka aðgang þeirra viil stjómin standa vörð um danskan vinnu- markað og velferðarkerfi. Sömu reglur gilda í nokkrum öðrum löndum ESB. Brjálaður Marsbúi í Ríga Einars Repse, forsætisráðherra Lettlands, svaraði gagnrýni á frammistöðu sína fyrstu 100 dagana í embætti með því að segjast vera bijálaður Marsbúi sem hefði tekið sér bólfestu á jörðinni. Ákærðir fyrir samsæri Breska lögreglan greindi frá þvi í gær að hún hefði ákært fimm menn sem lögðu á ráðin um að ræna Victor- iu Beckham, fyrr- um Kryddpíu og eiginkonu Davids Beckhams fótboltakappa. Mennimir voru handteknir í nóvember eftir að lögreglunni bárust vísbendingar um hvað þeir höfðu í hyggju. Sprengjur á talíbana Herflugvélar vesturveldanna vörpuðu sprengjum í gær á felu- staöi talibana í Afganistan. Tareq Aziz, aðstoðcirforsætisráð- herra íraks, lofaði Jóhannesi Páli páfa i gær að írakar myndu vinna meö þjóðum heims og fara að kröf- um þeirra um afvopnun. Jón er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.