Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Qupperneq 9
9
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka verslunarinnar:
Tilkynna á útflutning á
óunnum og óvigtuðum afla
Stjómkerfi fiskveiða á íslandi
hefur verið umdeilt í gegnum tíð-
ina þrátt fyrir að hafa skilað
okkur þeim árangri að okkar
helstu fiskistofnar standa traust-
um fótum og eru í sókn um þess-
ar mundir. Þetta er um margt
einstæður árangur þar sem við
heyrum sífellt fréttir af hruni
stofna á hafsvæðum flestra þjóða
sem stunda fiskveiðar í Noröur-
Atlantshafi. Þar er ekki verið að
leggja til aflaaukningu heldur
stórfelldan niðurskurð og í sum-
um tilvikum algert veiðibann.
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur
gustað um núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi og það verið um-
deilt frá því það var tekið upp,
sagði Ámi M. Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra á aðalfundi Sam-
taka verslunarinnar.
„Einn þáttur í því að auka
verðmæti sjávarfangs er að gera
sem mest verðmæti úr aflanum
áður en hann fer úr landi. Reglu-
lega kemur upp umræða um að
stór hluti hans sé fluttur úr landi
án þess að íslenskir fiskverkend-
ur hafi tækifæri til þess að bjóða
í hann. í ljósi þess og tillagna
sem fram hafa komið í kjölfar
fyrrgreinds nefndarstarfs á veg-
um ráðuneytisins undirritaði ég
reglugerð sem kveður á um að
tilkynna skuli fyrirhugaðan út-
flutning á óunnum og óvigtuðum
afla sem fluttur er (þ.e. ekki
vigtaður í íslenskri höfn) á er-
lendan uppboðsmarkað með 24
tima fyrirvara. Þetta á við hvort
heldur aflinn er fluttur með
farmskipi eða veiðiskipi sem
siglir beint af miðum með eigin
afla á erlendan markað."
Sú ríkisstjóm sem nú situr
hefur haft það að leiðarljósi að
búa atvinnulífinu heilbrigða um-
gjörð svo fyrirtækin í landinu
Frá fundinum í gær
Tómas Ingi Olrich og Kristján Þór
Júlíusson skoöa saman drög af
samningi.
Menningar-
hús rísi í
miðbænum
Bæjarstjórinn á Akureyri,
Kristján Þór Júlíusson, og Tómas
Ingi Olrich menntamálaráðaherra
héldu sinn fyrsta formlega fund
um byggingu menningarhúss á
Akureyri fyrradag.
Á fundinum lagði Kristján Þór
fram drög að samkomulagi milli
Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins
um byggingu menningarhúss þar
sem meðal annars er gert ráð fyr-
ir að um verði að ræða eitt hús
sem rísi á miðbæjarsvæðinu,
nánar tiltekið á uppfyllingunni
við Torfunefsbryggju. Ekkert ligg-
ur fyrir varðandi stærð hússins,
að sögn Kristjáns Þórs. „Það eina
sem liggur fast fyrir er að ríkis-
sjóður ætlar að leggja milljarð í
verkið," segir Kristján.
Menntamálaráðherra tók drög-
unum vel og verða þau lögð fyrir
ríkisstjórnarfund á næstunni.
Kristján Þór segir vonir standa
til að framkvæmdir hefjist innan
tólf mánaða.
-ÆD
geti vaxið og dafnað. Sú tíð er
liðin að dyntir stjórnmálamanna
ráði afkomu einstakra fyrirtækja
sem betur fer. Við höfum nýver-
ið heyrt að búið sé að dusta ryk-
ið af stefnu sem byggist á göml-
um og úreltum sjónarmiðum.
Undirtónninn er aJfturhvarf til
fortíðar þar sem aukin ríkisaf-
skipti þykja ekkert tiltökumál,
eins og að stýra vöxtum bank-
anna. Slíkt umhverfi ríkis-
afskipta er atvinnulífinu síður
en svo til góðs. Við þurfum að
horfa fram á veginn og halda
áfram að auka frelsi í viðskipt-
um því engum er betur
treystandi til að tryggja eðlilegt
viðskiptaumhverfi en forystu-
mönnum fyrirtækjanna sjáífra,“
sagði sjávarútvegsráðherra.
-GG
Barnaspítali Hringsins hlýtur gjöf frá SKB
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna færði Barnaspítala Hringsins fullkom-
inn fjarkennstubúnaö til kennslu og samskipta fyrir börn á spítalanum í gær.
Á íslandi greinast aö meöaltali 10-12 börn árlega meö krabbamein og meö
kennslubúnaöi þessum geta börn tengst skólum sínum og bekkjarfélögum.
‘Miðast við að greitt sé með Visa- eða Euroraðgreiðslum