Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Page 11
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2003
11
Skoðun
Litið a heildarmyndina
Jónas
Haraldsson
aðstoðarritstjóri
„Hvaö segirðu um nýjan kæli-
skáp?“ sagði konan á dögunum.
„Er eitthvað að þeim gamla?“
spurði ég í þeirri vissu að skápur-
inn gengi eins og klukka, kældi
rétt og frysti. „Nei,“ sagði konan.
„Það er svo sem allt í lagi með
skápinn, þannig séð. Ég var bara
að hugsa um stærri skáp. Það er
alltaf svo troðið í þennan að mað-
ur sér ekkert hvað í honum býr
þegar innar dregur. Ég sá ansi fal-
legan skáp áðan,“ hélt hún áfram.
„Viltu ekki koma með mér að
kíkja á hann?“
Við skoðuðum skápinn og meira
en það, við festum kaup á gripnum.
Staddur í versluninni hafði ég eng-
in rök gegn því að kaupa þetta dýr-
indi. Konunni leist vel á kæliskáp-
inn og sölumaðurinn hældi honum
í hástert. Viðlíka græja hafði tæp-
ast i annan tíma verið flutt inn, að
minnsta kosti ekki til heimilis-
brúks. Ég ætlaði mér að nefna það
við sölumanninn að við ættum
ágætan kæliskáp heima en hætti
við það. Var ekki viss um að hann
hefði nægan skilning á heimilis-
haldi okkar.
Skápurinn kom í sendibíl dag-
inn eftir. Bílstjórinn hringdi bjöll-
unni og boðaði komu sína. „Ertu
með mann með þér?“ spurði ég,
vitandi það að kæliskápurinn var
þungur. „Ekki nema þig,“ sagði
maðurinn. Ég dröslaði skápnum
inn með bílstjóranum, fékk þó
engan afslátt af heimsendingar-
gjaldinu. Burður minn var ekki
metinn til fjár.
Tilefni til breytinga
„Flottur,“ sagði konan og átti við
skápinn, ekki mig. „Við verðum
eiginlega að fá smið til þess að
breyta eldhúsinnréttingunni. Hann
kemst ekki fyrir öðruvísi. Ja,“
sagði hún og horfði á mig, „nema
þú treystir þér til að smíða í kring-
um hann. Þessi snjalla leikflétta
konunnar sló öll vopn úr höndum
mér. Hún vissi að ég hvorki kunni
né gat smíðað kringum skápinn.
Ég samþykkti smiðinn.
„Ættum við,“ sagði konan þar
sem hún stóð fyrir framan nýja
kæliskápinn og óbreytta eld-
húsinnréttinguna, „að breyta eld-
húsinu, fyrst við fáum smiðinn á
annað borð?“ Ég þorfði á innrétt-
inguna, kæliskápinn og konuna.
„Ég sé, satt best að segja, ekkert at-
hugavert við þetta eldhús eða inn-
réttinguna í því. Hún hefur dugað
okkur vel hingað til enda var til
hennar vandað. Hún er klassísk,
hvernig sem á hana er litið.“
Konan leit á mig blíðlega. „Þaö
má nú flikka aðeins upp á hana.
Við þurfum hvort sem er að færa
skápa og hillur til þess að koma
nýja kæliskápnum fyrir. Þá mun-
ar okkur ekkert um að hræra svo-
lítið upp í þessu.“ „Þú átt við
smiðinn," sagði ég, „þú veist að ég
kem ekki nálægt þessum breyting-
um.“ Frúin tók í öxlina á mér og
leiddi mig út í horn eldhússins.
„Sjáðu,“ sagði hún, „ef við færum
þennan skáp hingað og setjum
hillurnar á milli þá fáum við pláss
fyrir nýjan homskáp. Líst þér
ekki vel á það?“
Mótvægi viö litinn
Ég náði fléttunni ekki alveg en
kaus að samþykkja breytingarnar,
þó með því fororði að hún léti þar
við sitja. Nóg væri að gert. Konan
virtist ekki taka eftir viðhenginu.
„Það væri smart, fyrst við erum
aö þessu á annað borð, að fá okk-
ur nýjar hurðir, aö minnsta kosti
Viðlíka grœja hafði tœp-
ast í annan tíma verið
flutt inn, að minnsta
kosti ekki til heimilis-
brúks. Ég œtlaði mér að
nefna það við sölumann-
inn að við œttum ágœtan
kæliskáp heima en hœtti
við það. Ég var ekki viss
um að hann hefði nœgan
skilning á heimilis-
haldi okkar.
á efri skápana. Þær eru orðnar
ansi þreyttar, finnst þér það
ekki?“ Ég hafði ekki tekið eftir
sérstakri hurðaþreytu. Þær opn-
uðust og lokuðust þegjandi og
hljóðalaust og höldumar voru á
sínum stað. Þessa lét ég getið en
það bar ekki sérstakan árangur.
„Það væri garnan," hélt konan
áfram, „að hafa kannski eina eða
tvær með gleri, það brýtur heild-
ina skemmtilega upp. Sjáðu,“
sagði hún og benti á tvo skápa
með nokkru millibili, „er ekki rétt
að hafa glerskápa hér? Við höfum
svo dökkan ramma kringum gler-
ið. Þannig verður til mótvægi við
litinn á innréttingunni. Þá væri
kannski rétt,“ sagði konan og hik-
aði aðeins, „að skipta út flísunum
milli skápanna. Liturinn á þeim
passar alls ekki ef við breytum
litnum á hurðunum. Ertu ekki
sammála?“
„Ja,“ tafsaði ég enda leist mér
ekki á þróun mála, „eru þetta ekki
prýðilegar flísar?“ Konan tók at-
hugasemdinni af stillingu. „Þú
verður að líta á heildarmyndina,
góði minn,“ sagði hún. „Litirnir
verða að fara saman, þú hlýtur að
sjá það. Hvort finnst þér að við
ættum að fá okkur venjulegar flís-
ar eða mósaík?" Ég hafði ekki
mótaða skoðun á því.
Ekki feilpúst
„Það væri náttúrlega réttast,
fyrst við erum að þessu á annað
borð,“ sagði konan, „að endurnýja
ofninn og helluborðið. Það fer nú
að koma tími á þau. Svo hefur
þessi ofn alltaf hitaö ójafnt. Hef-
urðu ekki tekið eftir því að hellan
sem nota á til að halda heitu er bil-
uð.“ Ég varð að viðurkenna að það
hafði farið fram hjá mér. „Það er
allt annað að vinna við þessi nýju
tæki,“ sagði konan. „Finnst þér
ekki rétt að við fáum okkur ofn í
efri skápana í stað þeirra neðri. Ég
er orðin hundleið á að beygja mig
niður í þennan." Ég settist til að ná
áttum. „Er þetta ekki ágætur ofn?“
sagði ég til að segja eitthvað og
stóð upp aftur. „Ég veit heldur
ekki betur en þetta helluborð hafi
staðið sig og geri enn.“ Konan leit
á mig. „Ætli þú sért dómbær á það,
minn kæri, þú gerir nú varla
meira en að hita pylsur á þessu
helluborði, ef þú notar þá ekki ör-
bylgjuofninn til þess.“
Konan gekk að ofninum og
helluborðinu og dró út viftuna
ofan við hellurnar. Viftan fór þeg-
ar í gang enda ekki slegið feilpúst
þann tíma sem hún hefur tilheyrt
eldhúsinnréttingunni. „Við ættum
að fá okkur háf í staðinn fyrir
þetta gargan,“ sagði konan. „Við
verðum að hafa allt í stíl ef við
skiptum á annað borð. Þessi hefur
nú lifað sitt fegursta," sagði hún
um leið og hún slökkti á viftunni.
„Það er ekkert gagn í henni leng-
ur.“ Ég kaus að tjá mig ekki um
viftuna.
Allt í stíl
„Líttu yfir eldhúsið með mér,“
sagði konan, „reynum að sjá það í
heild.“ Ég leit yfir eldhúsiö og
sagði konunni hug minn, að eld-
húsið væri ágætt eins og það væri.
Innréttingin fín, flísarnar milli
skápanna, ofninn, helluborðið og
raunar eldhúsborðið líka, ef út í
það væri farið. Sama ætti við um
gamla kæliskápinn en ég gerði
ekki frekari athugasemdir vegna
hans. Því yrði ekki breytt að sá
nýi stæði inni á gólfí. Ég vissi það
manna best, enn með harðsperrur
í upphandleggsvöðvum og mjó-
baki eftir að hafa burðast með
hann inn.
Ræða mín virtist ekki hafa mik-
il áhrif á konuna þar sem hún stóð
og virti eldhúsið okkar fyrir sér.
„Eg held að það væri réttast,"
sagði hún, „að nota tækifærið og
skipta út parketinu á eldhúsinu.
Þú og krakkarnir hafa endalaust
rólað á stólunum og rispað það.
Heildarsvipur fæst ekki á eldhús-
ið nema við fáum okkur steinflís-
ar á gólfið og höfum þær þá í stíl
við flísamar á milli skápanna."
Ég varð að styðja mig eftir síð-
ustu uppástunguna. Stuðninginn
fann ég hjá orsök alls þessa, nýja
kæliskápnum á miðju eldhúsgólf-
inu.
Konan leit til mín hug-
hreystandi. „Ertu ekki sammála,
elskan?"