Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Síða 38
42 Helqarblað 33V LAUGAROAGU R 15. FEBRÚAR 2003 Sólveig íhugar að láta af starfi framkvæmdastjóra Almaiinavarna ríkisins: „Eftir að ljóst varð að stofnunin yrði líklega lögð niður hafa vmsar spennandi huginyndir fæðst og tilboð komið inn á borð til mín sem ég hef áhuga á að skoða. Svo eru samskiptin, eða samskiptaleysið, við ráðuneytið orðin þriígandi og erfið og ég á ekki von á að þau skáni ef ráðuneytinu er gert að leggja frumvarpið til liliðar." DV-mynd E.ÓL Verðdœmi SpariPlús Krít 53.980kr Ef tveir ferðast saman, 67.970 kr. á mann. Portúgal 47.267;, Ef tveir ferðast saman, 69.355 kr. á mann. Mallorca 43.1401 Ef tveir ferðast saman, 54.530 kr. á mann. Benidorm 44.340;, Ef tveir ferðast saman, 63.730 kr. á mann. * á mann m. v. að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja -11 ára, ferðist saman. Innifalið; Flug, gisting í tvær vikur, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Allt að seljast upp, bókaðu strax - það margborgar sig! Hliðasmára 15 • Simi 535 2100 Sólveiq Þorvalds- dóttir, framkvæmda- stjóri Almannavarna ríkisins, seqir frum- varp dómsmálaráð- herra um breytinqar á almannavörnum vera ónýtt. I frum- varpinu felst meðal annars að almanna- varnaráð oq Al- mannavarnir ríkisins verði löqð niður oq verkefni almanna- varna falli undir rík- islöqreqlustjóra. Einniq er laqt til að dreqið verði úr fjár- framlöqum um helm- inq. „Fumvarpið er ónýtt af þvi það er ekki hægt að byggja á því, það stuðlar ekki að framförum. Leggja verður það til hliðar og vinna nýtt ef stuðla á að auknu öryggi og efla almannavarnir í landinu," segir Sólveig. „Kveikjan að tillögum dómsmálaráðherra er sparnaður en þá á hreinlega að viðurkenna það en ekki kalla hlutina öðrum nöfnum. Dómsmálaráðuneytið er með mörg mikilvæg mál á sinni könnu. Ef ráðuneytinu er g'ert að spara 100 milljónir króna, eins og mér var greint frá í sumar, verður vitanlega að draga úr einhverri starfsemi. Málið snýst um pólítík, hvar eigi að spara, ekki um fram- farir.“ Veikleiki í lterfinu Finnst þér þá að dómsmálaráöu- neytið hafi brugöist í þessu máli? „Oftast þegar verið er að vinna að nýjum lögum setur ráðuneytið málið í nefnd og leyfir fagfólki að komast að niðurstöðu áður en frumvarpið er lagt fram á Alþingi. Þannig var málið ekki unnið. Ég hefði viljað sjá samstarf ráðuneyt- is við sína fagstofnun og við al- mannavarnaráð og fleiri sem hafa sérþekkingu á málaflokknum. Al- mannavarnir ríkisins hafa gert langtímaáætlun sem ráðuneytið hefur fengið. Ég hefði viljað að ráðuneytið hefði lagt fyrir okkur sín markmið og langtímaáætlun fyrir almannavarnir og við fengið að velta upp hugmyndum um hvernig væri hægt að ná þeim. Þetta frumvarp hefur verið tals- vert rætt á þingi og fjölmiðlar hafa verið nokkuð duglegir að fjalla um málið. Ég vona að það sé vegna þess að fólk sjái að málaflokkurinn skiptir máli en ekki það að menn séu bara að reyna að fyrirbyggja að embætti ríkislögreglustjóra stækki eða að setja fram gagnrýni til að klekkja á ráðherra. Það eru alla vega ekki min markmið.“ En fœr þetta frumvarp ekki eðli- lega meðferð á Alþingi? „Jú. Eftir að frumvörp eru lögð fram á Alþingi fara þau til þing- nefnda sem senda þau til umsagn- ar. Meðal annars leita nefndirnar eftir umsögnum hjá forstöðumönn- um undirstofnana ráðuneytanna sem eru að leggja frumvörpin fram. Þannig er verið að biðja for- stöðumenn að gagnrýna frumvarp sem hefur verið lagt fram fullbúið af yfirmanni þeirra. Það getur ver- ið erfitt að skrifa neikvæða um- sögn um tillögu frá þeim sem ákveða hvort viðkomandi verði endurskipaður í starf. Þetta er veikleiki í kerfinu.“ Karlinn í brúnni Hvaöa breytingar vilt þú sjá á lögum um almannavarnir? „Ég vil fyrst og fremst að Al- mannavarnir ríkisins starfi áfram. Ég vil sjá lög sem tengjá skipulag neyðarþjónustu vegna minni slysa við stærri áföll þannig að skipulag neyðarþjónustunnar sé eitt sam- fellt kerfi, hvort sem um minni eða stærri slys er að ræða. Ný lög ættu að styrkja tengsl við sveitarstjórn- ir og skilgreina þeirra, til dæmis varðandi eftirmál eins og húsnæð- ismál. Það þarf að setja gerð áhættugreininga í lagalegan ramma. Lög og reglur sem tengjast björgun á landi, láði og legi eru ekki nægilega skýr og þau þarf að taka til endurskoðunar í samhengi við almannavarnir. Skilgreina þarf hvernig upp- byggingu í kjölfar neyðarástands eigi að vera fyrirkomið og skipting á ábyrgð og kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga þarf að vera skýrari. Ég vil sjá lög sem endur- spegla verkefni almannavarna og sjónarmið þeirra sem að málinu koma.“ Þú hefur einnig nefnt það aó fœra ætti stofnunina undir forsœtis- ráðuneyti. „Ég heyrði fljótlega eftir að ég hóf störf að mönnum þótti stofnun- in vera undir röngu ráðuneyti og ætti að vera undir forsætisráðu- neytinu. Fyrst fannst mér þetta hrokafull afstaða en ég er nú orðin sannfærð um að forsætisráðuneyt- ið er eina ráðuneytið sem er þess megnugt að taka á málum af festu þegar á þarf að halda. Það er raun- verulega karlinn i brúnni.“ Adiugasemdir vegna klæðaburðar Verðuróu vör við áhuga almennings á almannavörnum? „Áhugi manna dags daglega virðist ekki vera mikill sem er kannski skilj- anlegt. Hins vegar finnur maður greinilega að fólk ætlast til þess að þessir hiutir séu í lagi. Þá er gjörólíkt að tala við fólk sem hefúr þurft að bregðast við áfalli. Það fólk skilur hversu miklu máli það skiptir að vel sé staðið að almannavömum. Svipað gild- ir um fólk sem býr á svæðum sem hafa orðið fyrir áföllum. Þegar þú kemur fram í fjölmiðlum vegna starfs þíns sést að þú hefur mik- inn áhuga á þínum málaflokki. „Já hann er mikill og fólk virðist finna það. Eitt mesta hrós sem ég hef fengið var þegar maður fyrir austan sagði við mig að ég hefði svo smitandi áhuga á almannavömum að menn gætu ekki annað en fengið áhuga á þeim. Annað sem mér hefúr þótt vænt um er að fólk hefúr haft orð á því við mig að þegar ég kem fram í sjónvarpi hefúr það á tilfmningunni að það sem ég segi sé satt og rétt. Það er nú ekki svo lítils virði að fá slík ummæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.