Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Side 61
LAU GARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
Helgarblacf lOV
65
Kristinn Ólafsson
fyrrv. bóndi, póstur og harmoníkuleikari í Hænuvík, er 90 ára í dag
Kristinn Ólafsson, fyrrv. bóndi, póstur og harm-
oníkuleikari í Hænuvík í Rauðasandshreppi, er níræð-
ur í dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist á Sellátranesi í Rauðasandshreppi
og ólst þar upp við almenn bústörf og barnaskólanám
þess tíma. Hann flutti með foreldrum sínum til Hænu-
víkur 1926. Þar starfaði Kristinn á búi Jónfríðar, syst-
ur sinnar, sökum sjúkleika mágs hans, um nokkurra
ára skeið. Kristinn tók síðan við þeim hluta Hænuvík-
ur 1943 og bjó þar til 1988. Þá hætti hann búskap og
festi kaup á íbúð á Patreksfirði þar sem hann dvelur
nú.
Meðfram sauðfjárbúskap stundaði hann hrognkelsa-
veiðar um margra áratuga skeið. Hann stundaði
einnig refaveiðar allan sinn búskap.
Árið 1945 gerðist Kristinn póstur um ytri hluta
Rauðasandshrepps og gegndi þeim starfa allt til ársins
1985. Fyrst fór Kristinn þessa leið gangandi, síðar á
hestum allt fram á miðjan sjöunda áratuginn er hann
fór að nota bifreið í póstferðunum.
Um fermingaraldur áskotnaðist honum harmoníka
sem hann náði fljótlega góðum tökum á og áratugum
saman spilaði hann á dansleikjum og ýmsum manna-
mótum í Rauðasandshreppi.
Kristinn er heiðursfélagi í Harmoníkufélagi Vest-
Þrándur Ingvarsson
bóndi í Þrándarholti
Þrándur
Ingvarsson,
bóndi í Þránd-
arholti í
Skeiða- og
Gnúpverja-
hreppi, verður
sextugur á
morgun.
Starfsferill
Þrándur
fæddist í
Þrándarholti og
ólst þar upp.
Hann lauk bú-
fræðiprófi frá
Bændaskólan-
um að Hvanneyri 1964.
Þrándur tók við búi af foreldrum sínum í Þrándar-
holti 1970 og hefur verið bóndi þar síðan.
Þrándur situr í sveitarstjórn frá 1998 og í ýmsum
nefndum á vegum sveitarfélagsins. Þá er hann formað-
ur sóknamefndar Stóra-Núpssóknar frá 1998.
Fjölskylda
Þrándur kvæntist 21.11. 1970 Guðrúnu Jörgens
Hansdóttur, f. 6.7. 1948, bónda og húsfreyju. Hún er
dóttir Hans Jörgens Ólafssonar, f. 17.2. 1900, d. 16.11.
1983, og Ólafar Guðmundsdóttur, f. 26.10. 1901, d. 12.6.
1985.
Börn Þrándar og Guðrúnar eru Ólöf, f. 9.8. 1970,
tækniteiknari í Reykjavík, og eru böm hennar Þránd-
ur Snær og Sigrún Elfa Kristinsböm; Hrund, f. 9.8.
1972, sálfræðinemi í Reykjavík en maður hennar er
Skarphéðinn Guðmundsson og er sonur þeirra Guð-
mundur; Arnór Hans, f. 25.10. 1978, bóndi og smiður í
Þrándarholti en kona hans er Sigríður Björk Marinós-
dóttir og er dóttir þeirra Edda Guðrún; Ingvar, f. 25.10.
1978, smiður í Þrándarholti en unnusta hans er
Magnea Gunnarsdóttir; Dóra Björk, f. 12.9. 1990, nemi
í Þrándarholti.
Systkini Þrándar: Sverrir, f. 30.3. 1930, búsettur á
Selfossi; Steinþór, f. 23.7. 1932, d. 16.2. 1995, oddviti í
Þrándarholti; Guðlaug, f. 20.10. 1933, d. 2.4. 1947; Stein-
unn, f. 13.10. 1934, búsett í Reykjavík; Esther, f. 31.10.
1935, d. 23.1. 1986, var búsett í Reykjavík; Rannveig, f.
26.3. 1937, d. 23.3. 1975, var búsett í Þrándarholti; Guð-
laug, f. 19.12. 1946, búsett í Hafnarfirði.
Foreldrar Þrándar voru Ingvar Jónsson, f. 8.9. 1898,
d. 25.8. 1980, bóndi í Þrándarholti, og Halldóra Hans-
dóttir, f. 14.8. 1905, d. 22.7. 1997, húsfreyja.
Þrándur verður að heiman á afmælisdaginn.
Guðleif Bender
sjúkraliði í Reykjavík
Guðleif
Bender sjúkra-
liði, Rjúpnasöl-
um 6, Kópa-
vogi, verður
fimmtug á
morgun.
Starfsferill
Guðleif
fæddist í
Reykjavík og
ólst þar upp í
efri Þingholt-
unum. Hún var
í Miðbæjar-
skólanum, lauk
gagnfræðaprófi
frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, stundaði sjúkraliðanám og lauk
prófi í Landspítalanum 1975 og hefur síðan sótt fjölda
námskeiða, s.s. í endurlífgun, aðhlynningu mikið
veikra í heimahúsum, heilbrigðisfræði á ofnæmisöld,
viðtalstækni og skýrslugerð og aðhlynningu heilablóð-
fallssjúklinga.
Guðleif starfaði við hótel í Danmörku á unglingsár-
unum og stundaði verslunarstörf í Reykjavik áður en
hún hóf nám. Hún var síðan sjúkraliði við Landspital-
ann, við hjúkrunarheimlið Skjól, stundaði heima-
hjúkrun á vegum Heilsugæslunnar í Efra-Breiðholti,
Gerðubergi, og er nú sjúkraliöi á vegum Heimahjúkr-
unar í Reykjavík.
Guðleif var trúnaðarmaður sjúkraliða við Heilsu-
gæsluna í Efra-Breiðholti og hefur starfað með Lions-
klúbbnum Eir og gegnt þar trúnaðarstörfum.
Fjölskylda
Guðleif giftist 20.3.1976 Guðmundi Aðalsteini Gunn-
arssyni, f. 6.10. 1947, skrifstofumanni. Hann er sonur
Gunnars Aðalsteinssonar, f. 5.6. 1921, d. 17.1. 1986, bif-
reiðastjóra og verkstjóra, og Katrínar Huldu Tómas-
dóttur, f. 10.7. 1917, hjúkrunarkona.
Böm Guðleifar og Guðmundar eru Friðrik Örn Guð-
mundsson, f. 21.8.1976, nemi; Eva Dögg Guðmundsdótt-
ir, f. 1.4. 1981, nemi; Brynjar Freyr Guðmundsson, f.
11.5. 1985, nemi.
Hálfbræður Guðleifar, sammæðra, eru Þór Rúnar
Baker, f. 11.3. 1945, matreiðslumaður, búsettur í
Reykjavík; Karl Markús Bender, f. 21.12. 1949, verk-
fræðingur, búsettur i Reykjavík.
Foreldrar Guðleifar eru Gunnþór Bender, f. 28.2.
1926, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík, og Elín Sig-
ríður Markúsdóttir, f. 22.2. 1922, húsmóðir.
fjarða. Hann er einn af fáum núlifandi sem þátt tóku í
frækilegri og sögufrægri björgun skipverja af breska
togaranum Dhoon sem strandaði við Látrabjarg í des-
ember 1947.
Fjölskylda
Systkini Kristins: Kristján Brandur Ólafsson, f. 1902,
d. 1930; Jónfríður Ólafsdóttir, f. 1904, nú látin, var gift
Jóni Arasyni sem lést 1940; Sigurgarður Ólafsson, f.
1906, d. 1932; Pétur Ólafsson, f. 1908, nú látinn, var
kvæntur Önnu Ólafsdóttur; Gisli Ólafsson, f. 1910, d.
1917; Björg Ólafsdóttir, f. 1915, d. 1923; Jóhanna Ólafs-
dóttir, f. 1917, nú látin, var gift Haraldi Ágústi Snorra-
syni; Hjörtur Ólafsson, f. 1919, d. s. á.; Lilja Ólafsdótt-
ir, f. 1922, d. 1956, var gift Brandi Bjarnasyni; Dagbjörg
Una Ólafsdóttir, f. 1924, var gift Bjarna Sigurbjörns-
syni og lifir hún mann sinn ein systkina Kristins; Ást-
ráður Birgir Ólafsson, f. 1927, d. 1931.
Foreldrar Kristins voru Ólafur Mikael Pétursson, f.
að Hnjóti 1878, d. 1934, bóndi og sjómaður í Hænuvík,
og k.h., Gróa Brandsdóttir, f. í Sauðlauksdal 1881, d.
1940, húsfreyja.
Kristinn tekur á móti gestum i gistiheimilinu
Stekkabóliá Patreksfirði, á afmælisdaginn milli kl.
15.00 og 18.00.
Þeir sem hafa þýtt hinar austurlensku hækur eða ort
undir því formi hafa gjarnan látið reglur um rím og
stuðla lönd og leið og eingöngu stuðst við braglínu-
lengdina, þ.e. 5 atkvæði í 1. og 3. línu og 7 atkvæði í 2.
línu. Helgi Zimsen vildi láta á það reyna hvernig ís-
lenskar bragreglur færu við hækurnar:
í glerjum gljáum
brimar mjööur botni nœr
freyöir fjarar út
íhugum háum
flýgur hegri fjaöraskœr
ölur ofar sút.
Þetta hljómar hreint ekki illa.
Næst er þorravísa eftir Rögnu S. Gunnarsdóttur frá
Arnórsstöðum:
Þegar úti þeytir snjó
þorri í byljum Ijótum
alltaf stakan yljar þó
inn aö hjartarótum.
Þessi vísa er í bók Rögnu, Bæði og, sem út kom áriö
1986. Þar er líka þessi fallega staka:
Fatast hönd og förlast sýn
fárs ég víöar kenni,
en tapist œskutrúin mín
tjón er mest aö henni.
Og Ragna orti um þann landsþekkta heiðursmann,
Stefán frá Möðrudal, þegar hann varð sjötugur:
Ungur bœöi í anda og sál,
alltaf hress og glaöur,
sjötugum þér sýp ég skál,
súperlistamaður.
Það er útbreiddur misskilningur að menn verði ham-
ingjusamir ef þeir eignast nógu mikið af peningum.
Eins og áöur hefur komið fram hér í þættinum þá
hafa skáldin margsinnis bent á að þetta er alls ekki
svona en undirtektir hafa verið dræmar. Um þetta
yrkir Kristján frá Djúpalæk stutt ljóð sem hann
kallar Girnd:
Gef þú mér, Faöir, gulliö rautt,
ég grátbaö, því œ mér virtist
sú hjálp vera mest á lífsins leiö.
Aö lokum mér svariö birtist:
Grátiö ég oft í hjarta hef
aö heyra rödd þinna hvata.
Því ástvini mínum ég gleöi gef
en gulliö þeim, sem ég hata.
Við endum á limruafbrigði eftir Þorstein Valdi-
marsson. Það heitir Leifur heppni:
Haldi hún í horfi slíku,
þá hygg ég þaö,
aöfátt verði lagt aö líku
við lán vort - aö
týna Ameríku.
Umsjón
%
5
u
X