Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 4
4
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Fréttir
DV
Grænmetisbændur blása til stórsóknar:
græna byrangu
. DV-MYND GVA
í gróðurhúsunum
Guöbjörg Runölfsdóttir og Georg Ottósson á Jörfa á Flúöum í gróðurhúsunum í gær. Fáar vikur eru í aö innlent græn-
meti fari aö fossa inn á markaöinn.
Boða
„Strax í vor ætlum við að gera
stórátak í því að kynna og mark-
aðssetja íslenskt grænmeti. Hluti
af því eru sérmerkingar og -pökk-
un framleiðslunnar sem við vilj-
um að verslanir geri enn hærra
undir höfði en tíðkast hefur.
Þarna teljum við að neytendur séu
okkur hliðhollir og að þeirra vilji
sé eindregið sá að fá innlenda
vöru,“ segir Georg Ottósson, garð-
yrkjubóndi á Jörfa á Flúðum og
formaður Sölufélags garðyrkju-
bænda.
Hægt hefur verið að fá íslenskt
grænmeti í verslunum í allan vet-
ur. Framleiðslan hefur hins vegar
verið í næsta litlu magni og langt
því frá að fullnægja þörfum mark-
aðarins. í gróðurhúsum Georgs og
annarra bænda eru tómata-
klasarnir óðum að ná fullum
þroska. Má vænta að eftir fáar
vikur fari nýir íslenskir tómatar
að streyma á markað - og annað
íslenskt grænmeti.
„Eftir að við bændur afsöluðum
okkur tollavernd á grundvelli
GATT er íslensk garðyrkja í æ
ríkari mæli háð heimsmarkaðs-
verði. Við verðum að fylgja því, en
getum þó selt framleiðsluna ögn
dýrar því að íslendingum finnst
hærra verð gefandi fyrir gæði inn-
lendrar vöru,“ segir Georg.
Paprikubændum fækkar
Sú breyting verður í ár frá því
sem verið hefur að framleiðend-
um á papriku fækkar talsvert frá
því sem var. Er staðan raunar sú
að aðeins um fjórðungi eftir-
spurnar verður fullnægt með inn-
lendri framleiðslu. Georg er einn
fárra bænda sem ætlar að halda
áfram. „Mikill innflutningur á
papriku í fyrra kom illa við
marga framleiðendur. Mig langar
hins vegar að halda áfram,“ segir
Georg.
Hann segir að íslensk paprika
fari að koma á markaðinn strax í
næsta mánuði.
Geir H. Haarde íjármálaráð-
herra sagði í fyrirspurnatíma á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins í
gær að nauðsynlegt væri að af-
nema hátekjuskattinn. Hann
sagði að áhrif hans hefðu í fór
með sér óæskilega bjögun í skatt-
kerfinu burtséð frá þeim áhrifum
sem hann hefði á hvatningu
manna til að leggja fram vinnu.
Sagði hann að nauðsynlegt væri
að sem flestir legðu fram vinnu
vegna þess ástands sem fyrirsjá-
anlegt væri á vinnumarkaðinum
vegna allra framkvæmdanna og
aö þess vegna væri eðlilegt að
kerfið væri einfalt og ekki með
óhófleg jaðaráhrif. Hann vakti
einnig athygli á þeirri aðgerð sem
kynnt hefði verið til sögunnar um
að lækka matarskattinn um helm-
ing, þ.e. virðisaukaskatt á mat-
væli og aðrar nauðsynjar. Sagði
hann aö sú lækkun myndi koma
hlutfallslega betur fyrir þá sem
lægri hefðu tekjurnar og eyddu
hlutfallslega meira af tekjum sín-
um í brýnustu nauösynjar.
Davíð Oddson forsætisráðherra
Sérpökkun og -merkingar ís-
lensks grænmetis í ríkari mæli -
eins og nú stendur til fara út í - er
í þeim tilgangi að neytendur geti
verið fullkomlega vissir um að
varan sé innlend og þar með fyrsta
flokks. Segir Georg að stundum
hafi viljað brenna við að erlend
framleiðsla sé boðin sem innlend
tók undir orð Geirs og sagði að
hátekjuskatturinn hefði gengið
sér til húðar og að hann ætti að
hverfa. Hann hefði upphaflega
verið settur á sem tímabundinn
og það sé óviðunandi. Garðyrkju-
bændur vilji leggja áherslu á
hreinleika íslensku vörunnar sem
framleidd er með vistvæn sjónar-
mið í huga. Eiturefni við fram-
leiðsluna heyri sögunni til.
Sala á grænmeti eykst þegar
gæði þess aukast. í þeim efnum að
gera innlendu framleiðslunni
skattur sem félli niður á endan-
um.
Davíð var spurður að því af
hverju íslendingar væru ekki
með sömu afstöðu og Norðmenn í
hærra undir höfði tel ég að við
höfum neytendur með okkur og ég
vil að kaupmenn komi til liðs við
okkur. Eins og staðan á matvöru-
markaðnum er ég tel óeðlilegt að
örfáir aðilar geti alveg stýrt fram-
boði og við því erum við garð-
yrkjubændur nú að bregðast," seg-
ir Georg. -sbs
íraksmálinu. Hann svaraði
þannig að Norðmenn hefðu ekki
tekið afstöðu í stríðinu, hvorki
með Bandaríkjamönnum né
Frökkum. Hann sagði að í Noregi
væri minnihlutastjórn sem veikti
stöðu ríkisstjórnarinnar til að
taka afstöðu í svo viðkvæmum
málum en benti á að ekki væri
hægt að skorast undan ábyrgð.
Ekki þýddi að eltast við niður-
stöður skoðanakannana eins og
Samfylkingin gerði, menn yrðu
að taka afstöðu. Sagði hann að sú
afstaða væri afskaplega einföld
og siðferðisrökin á bak við hana
augljós.
Davíð var einnig spurður út í
fjármál stjórnmálaflokkanna og
sagðist hann tilbúinn að banna
fyrirtækjum að styrkja flokkana.
Sjálfstæðisflokkurinn væri það
stór að það myndi ekki hafa slæm
áhrif á hann. Hann sagði hins
vegar að Samfylkingin hefði alla
tíð lofað að upplýsa almenning
um framlög til flokksins en að lít-
ið væri að marka slík loforð
þeirra -EKÁ
Kringlan í Hæstarétti:
Kröfu verslunar-
eigenda vísað frá
Hæstiréttur vísaði í gær frá
dómi kröfu nokkurra verslunar-
eigenda í Kringlunni þess efnis
að þar sem ákvörðun rekstrarfé-
lags Kringlunnar um að fjarlæga
tvo rúllustiga hefði verið ólög-
mæt yrði félagið skyldað til að
setja rúllustigana upp aftur . Hér-
aðsdómur hafði áður kveðið upp
dóm þar sem ákvörðun rekstrar-
félagsins um að taka stigana nið-
ur var talin ólögmæt og félaginu
sagt að setja þá upp aftur.
Deilt var um hvort stjórn
rekstrarfélagsins hefði verið bær
til að taka ákvörðun um að fjar-
lægja stigana. Hæstiréttur féllst á
að ákvörðunin hefði verið ólög-
mæt en þar sem lögmætur félags-
fundur rekstrarfélagsins hefði
hins vegar samþykkt hina um-
deildu ákvörðun stjómarinnar
eftir uppsögu héraðsdóms taldi
dómurinn að verslunareigendurn-
ir hefðu ekki lögvarða hagsmuni
af því að krafa þeirra um að
rekstrarfélagið yrði skyldað til að
setja rúllustigana upp aftur næði
fram að ganga. Var þessum kröf-
um því vísað frá dómi. -EKÁ
Norðurland eystra:
Skilorðsbundið faitg-
elsi fyrir þjófnað
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt tvo rúmlega
tvítuga menn í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi fyrir þjófnað og
vörslu fíkniefna. Mennirnir tveir
höfðu brotist inn í verslunina
Litlahúsið við Strandgötu á Akur-
eyri í ágúst 2002 og stolið þaðan
tíu þúsund krónum. Þeir voru
einnig teknir í Sjallanum í des-
ember 2002 með 0,4 grömm af am-
fetamíni í vörslum sínum.
Með hliðsjón af ungum aldri
þeirra, skýlausri játningu og því
að þeir greiddu fullar skaðabætur
undir rekstri málsins þótti dóm-
ara rétt að skilorðsbinda fangels-
isrefsinguna. Annar þeirra var
einnig dæmdur til að greiða
fjörutíu þúsund króna sekt til
ríkissjóðs. -EKÁ
Vélskóli íslands:
Skrúfudagur í dag
Skrúfudagur Vélskóla íslands
og kynningardagur Stýrimanna-
skólans í Reykjavík verða haldnir
í dag kl. 13 til 16.30. Á kynningar-
deginum gefst tækifæri til að
kynna sér hið fjölbreytta nám
sem skólarnir hafa upp á að
bjóða. Fyrirtæki sem tengjast
starfsgreinum skólanna kynna
starfsemi sína, vörur og þjónustu,
sýnd verða líkön af veiðarfærum
sem nemendur hafa gert og
starfsfólk skólanna mun sýna
gestum húsnæðið. Kvenfélög skip-
stjórnarmanna á farskipum og
vélstjóra, Hrönn og Keðjan, bjóða
kafíiveitingarí mötuneyti Sjó-
mannaskólans. -GG
Fyrirspumatími ráöherra á landsfundí Sjálfstæðisflokksins:
Hátekjuskatturinn hefur
gengið sér til húðar
DV-MYND TEITUR
Landsfundur SJálfstæðlsflokksins
Ráöherrar Sjálfstæöisflokksins sátu fyrir svörum á fundinum í gær