Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Útlönd STRID VID . / •: REUTERSMYND Bömln í sálarháska Stríðið í írak getur haft aivariegar af- leiðir-gar á sálarlíf barnanna. Stríðíð kann að skaða börnin í írak mikið Há]f milljón barna sem hafa OTÖið vitni að stríðsátökunum í Írak undanfarna daga kann að verða svo illa úti andlega að þau þurfl á aðstoð sálfræðinga aö halda, að því er fulltrúi UNICEF, barnahjálpar SÞ, sagði í gær. „Ég á von á að um hálf milljón bama í Basra, Najaf, Kerbala og Bagdad muni hugsanlega þurfa á sálfræðilegri endurhæfingu að halda þegar við fönun aftur inn í landið,“ sagði Carel de Rooy, fúll- trúi UNICEF í írak. Hann sagði þó að fleiri yrðu ef til vill hjálp- arþurfi. Miklar loftárásir hafa verið gerðar á áðurnefndar borgir eða þar hefur verið hart barist. Major segir ólíklegt að lýðræði komist á í írak John Major, fyrrum forsætis- ráðherra Bretlands sem sendi hermenn tO að berjast í Persaflóastríðinu 1991, sagði í gær að nærri útilokað væri að koma á vestrænu lýðræði í írak. Orð hans ganga þvert á það sem George W. Bush Bandaríkja- forseti hefur ávallt haldið fram, nefnilega að eitt af markmiðum hemaðarins í írak sé að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum. Major sagði á fundi kaupsýslu- manna í Hong Kong að það væri fáránlegt að ímynda sér sam- steypustjóm súnní-múslíma, síta og Kúrda. Saddam Hussein er súnníi og hefur lengi ofsótt bæði Kúrda og síta í landi sínu. REUTERSMYND Ekkl upp á sitt besta Athygli hefur vakiö hve Tony Biair hefur veriö þreytulegur síöustu vikur. Tugir fórust í loftár- ás á markað í Bagdad Arabískar sjónvarpsstöðvar sögðu að rúmlega fimmtíu írakar hefðu týnt lífi í því sem þær sögðu að hefði verið loftárás á markaðs- torg í Bagdad í gær. Fréttaritari stöðvarinnar al- Jazeera sagði að 51 maður hefði látist og 49 særst í Shula-hverfinu í Bagdad. „íraskur embættismaður sagði mér að enn væri verið að leita að fólki sem er grafið undir rústun- um,“ sagði fréttamaðurinn og sýndi myndir af líkum, þar á með- al af tveimur börnum. Sjónvarpsstöðin al-Arabiya sagði að 52 hefðu farist í árásinni. Bandarískir embættismenn vís- uðu í gær á bug að hörð mót- spyrna íraka hefði komið þeim á óvart sem skipulögðu stríðið við Saddam Hussein. Þeir sögðu einnig að George W. Bush forseti væri hvekktur á fréttamönnum og REUTERSMYND Reiði í Bagdad íbúar í Bagdad lýstu margiryfir reiöi sinni í garö Bandaríkjamanna og Breta fyrir stríö þeirra gegn írak þeg- ar þeir tóku þátt í bænahaldi í moskum írösku höfuöborgarinnar. öðrum sem leyfðu sér að vera vitr- ir eftir á. Forsetinn teldi að stríð- ið færi fram samkvæmt áætlun. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði að höfundar hem- aðaráætlunarinnar gegn írak hefðu alltaf gert ráð fyrir að stríð- ið kynni að verða bæði langt og erfitt. „Það hefur alltaf verið hluti áætlunarinnar,“ sagði talsmaður- inn við fréttamenn. Hermenn samfylkingarinnar hafa mætt harðri mótspymu á leið sinni til Bagdad. Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC, sem er með bandarískum hersveitum í miðhluta íraks, sagði að írakar beittu aðferðum skæruliða í árás- um sínum á innrásarliðið. Bandarískar herflugvélar vörp- uðu sprengjum á stöðvar íraka í norðurhluta landsins þar sem sagt er að íraskar sveitir séu að hörfa frá olíuvinnslusvæði. REUTERSMYND Á flótta frá Basra írösk fjölskylda flýr fram hjá eyöilögöum T-55 skriödreka frá íraska hernum eftir sprengjuárás á breska hermenn í borginni Basra í sunnanveröu írak. íraskar hersveitir skutu á um tvö þúsund óbreytta borgara sem reyndu aö flýja undan bardögunum og neyöarástandinu í borginni i gær. iraskar hersveiBr skutu á óbreytta borgara á flútta frá Basra Slæmrl lýsingu kennt um þreytulegt úfliBft Aðstoðarmenn Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sögðu í gær að þreytulegt útlit hans í sjónvarpi að undanfömu hafi ver- ið slæmri lýsingu að kenna. „Sjónarhornið var slæmt, lýs- ingin var hörð svo hann leit miklu verr út en hann gerir í al- vörunni," sagði aðstoðarmaöur Blairs við Reuters-fréttastofuna. Nú þegar rúm vika er liðin af stríðinu hefur heldur birt yfir. Lýsingin er betri og Blair er ein- beittur á svipinn þegar hann reynir að útskýra hvers vegna stríðið í írak er nauðsynlegt að hans mati. íraskar hersveitir skutu á um tvö þúsund óbreytta borgara sem reyndu að flýja átök og neyðar-á- stand í borginni Basra í sunnan- verðu írak í gær, að sögn breskra hernaðaryfirvalda. Ronnie McCourt, talsmaður breska hersins, sagði fréttamanni Reuters að írösku sveitimar hefðu beitt sprengjuvörpum og vélbyss- um á fólkið sem var að reyna að komast út úr borginni til bæði norðurs og vesturs. Svo virðist sem svipað atvik hafi átt sér stað suður af Basra í gær þegar írakar skutu með sprengjuvörpum á um eitt þúsund óbreytta borgara sem biöu eftir að komast yfir brú. Að sögn bresks liðsforingja í Basra særðist ein kona alvarlega í þeirri árás. REUTERSMYNO Vatnssoplnn er góður Ungur drengur fær sér sopa af vatni sem breskur hermaöur gaf honum skammt frá borginni Basra í gær. McCourt sagði í höfuðstöðvum innarásarliðsins í Katar að bresk- ir hermenn væru að reyna að koma særðum úr árásunum norð- an og vestan við Basra undir læknishendur. Upplýsingaráðherra íraks, Mo- hammed Saeed al-Sahaf, sagði á fundi með fréttamönnum í Bagdad að 116 óbreyttir borgarar hefðu fallið og 659 særst í Basra frá því átökin hófust 20. mars. Starfsmenn Rauða krossins sögðu á fimmtudag að þeim hefði tekist að koma vatnsveitunni í Basra í lag að hluta. Ibúarnir sögðu hins vegar að erfiðlega gengi að finna vatn. Bandarískir embættismenn sögðu svo í gær að rennandi vatn væri í um helmingi borgarinnar. Frestað í Suður-Kóreu Ákvörðun Rohs Moo-hyuns, for- seta Suður-Kóreu, um að senda sjö hundruð manna sveit hjúkrunar- fólks og tækni- manna til átaka- svæðanna í írak mætti svo mikilli andstöðu verka- lýðsfélaga og fleiri að ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslu um málið í þinginu. Olíutekjup til matarkaupa Öryggisráð SÞ samþykkti ein- róma í gær að hrinda aftur í framkvæmd áætlun um matar- kaup fyrir olíutekjur íraka. Bretap draga í land Bresk stjómvöld drógu aðeins í land í gær með fullyrðingar sínar um að tveir breskir hermenn sem féllu í írak hefðu verið teknir af lífi. Ættingjum hafði verið sagt annað og brugðust ókvæða við frásögn Tonys Blairs. Lík Stambolics fundið Serbneska lögreglan segir að líkamsleifar Ivans Stambolics, fyrrum forseta, séu fundnar og að hann hafi verið tekinn af lífi af sérsveitum lögreglunnar. Stam- bolic hvarf í ágúst árið 2000. Brugðist við veirunni Yfirvöld í nokkrum löndum Asíu settu fleira fólk í sóttkví og hertu heilbrigðiseftirlit til að reyna að hefta útbreiðslu ban- vænnar lungnabólguveiru sem hefur orðið 54 að fjörtjóni. Engin skipun um efnavopn Bandaríski hers- höfðinginn Vincent Brooks sagði í gær að írösk stjórnvöld kynnu að hafa gef- ið herafla sínum fyrirmæli um að nota eiturgas ef innrásarherirnir færu yfir ákveðna línu, en engin merki væru um að lokaskipun um notk- un gassins heföi verið gefin. Danskir vísindamenn hafa komist að því með rannsóknum sínum að dauðsföll af völdum blóðtappa í hjarta og heila eru al- gengari á norðlægum slóðum, eins og Grænlandi, en í Dan- mörku, þvert á viðtekin viðhorf. Mugabe sakaður um svindl Stjórnarand- stæðingar í Simbabve segja að Robert Mugabe og flokkur hans ætli að svindla í auka- kosningum sem verða haldnar í landinu um helg- ina með svokölluðum draugaat- kvæðum. Ofbeldisverk hafa ein- kennt kosningabaráttuna. Hans Blix hættir íjúní Hans Blix, yfirmaður vopnaeft- irlits Sameinuðu þjóðanna í írak, hefur ákveðið að hætta þegar samningur hans rennur út í júní í sumar. Blix var sestur í helgan stein þegar kallað var á hann fyr- ir þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.