Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Fréttir Landskönnun á mataræði íslendinga staðfesti grun margra um hrun fiskneyslu: Mataræði unga fólksins: Soknanfæni í tilbúnuni fiskrettum DV-MYNDIR ÞÓK Framandi matur Fiskur er framandi fæöa í augum margra afyngri kynslóöinni og lítiö sem ekkert á boröum þegar kallaö er í mat á hennar heimilum. Fiskbúöin Sæbjörg í Skipholti býöur upp á sælgæti úr sjónum en þær kræsingar höföa ekki til þeirra sem boröa aö jafnaöi eina pitsusneiö á dag, allt áriö um kring. Nammi, namm... Rauömagi og hausuö ýsa er meöal þess sem má sjá í kæliboröum fískbúö- anna. Hins vegar stendur stór hluti yngri kynslóöarinnar ráöataus frammi fyrir matreiöslu á þessum kræsingum. „Ég hef vitað um þessa þróun og hef varað foreldra við. Síðastliðin 10-15 ár hafa einkennst af þessu ei- lífa pitsu- og hamborgaraáti. Mér flökrar við því, ekki síst þar sem þetta fæði er svo snautt af mörgum vítamínum sem líkaminn þarf. Við getum alveg eins átt von á því að það komi upp sjúkdómar sem ekki hafa hrjáð yngra fólk áður,“ segir Úlfar Eysteinsson matreiðslumað- ur sem löngu er landsþekktur fyrir matreiöslu sína á fiski. Landskönnun Manneldisráös á mataræöi íslendinga, sem gerð var meðal 1366 einstaklinga á síðasta ári og kynnt í vikunni, vakti að vonum athygli. Þar kom fram að mataræði íslendinga hefði að mörgu leyti gjörbreyst frá árinu 1990, sterkustu einkenni íslensks mataræðis frá árum áður væru óðum að hverfa. Reyndar þótti gleðilegt að mataræði Islendinga hefði í stórum dráttum færst nær manneldismarkmiðum frá því sam- bærileg könnun var gerð árið 1990. Hins vegar þóttu það vond tíðindi hversu mikið sykur- og gosdrykkja- neysla hafði aukist. En það þótti beinlínis dapurlegt að sjá hvernig fiskneyslan hafði snarminnkað. Fiskneysla er hverfandi og þykja næringarefni í fæðunni bera þess merki. Þannig eru nauðsynlegt efni eins og kalk, D-vítamín og joð und- ir ráölögðum dagskammti í fæði margra, sérstaklega hjá stúlkum. Varla munnbiti af fiski En vitnum beint í samantekt um rannsóknina: „Sú breyting sem veldur hvað mestum áhyggjum varðar fiskneysluna. Mikil fiskneysla hefur verið eitt megin- einkenni á mataræði Islendinga fram til þessa. Árið 1990 mældist hún 73 grömm á dag að jafnaði eða hærri en í nokkru öðru Evrópu- landi. Nú er svo komið að fiskneyslan er aðeins 40 grömm á dag sem er 45% minna en 1990. Fiskneyslan er því að nálgast það sem gengur og gerist í mörgum löndum Evrópu." Það er af sem áður var. Og ef W fiskur er ein- hvers staðar uppi á borðum er það helst hjá eldra Wt/Et/k fólki. Fiskur fer pay?TATr[? varla inn fyrir varir yngra fólks. „Pitsan hefur greinilega leyst fiskinn af hólmi sem þjóðarréttur ungra íslendinga en ungt fólk borð- ar þrisvar sinnum minna af fiski en þeir elstu. Fiskneysla ungra stúlkna er þannig hverfandi lítil, eða einungis 15 grömm á dag að jafnaði, sem er varla munnbiti, og 23% ungra kvenna borða fisk sjaldnar en einu sinni í viku,“ seg- ir í skýrslunni góðu. Skórinn kreppir í mat- reiðslukennsfu Úlfar Eysteinsson segir niður- stöður úr könnun manneldisráðs hafa staðfest illan grun sinn um ástandiö. En það er sólarglæta í þessu fiskmyrkri ef marka má Úlf- ar. „Ég er reyndar að fá svolítið af strákum, allt frá tvítugu og yfir þrí- tugt, inn á Þrjá Frakka til mín sem panta fisk i hádeginu. Þeir fá ekki fisk heima hjá sér. Ég held að það megi rekja eitthvað af þessu matar- æði nútímans til matreiðslu- kennslu í grunnskólum. Skórinn kreppir í þeim efnum. Þegar ungt fólk ætlar að elda fisk geta upp- skriftir í matreiðslubókum veriö flóknar, sérstaklega þegar grunn- kunnáttan í matreiðslu er takmörk- uð. Þess vegna kaupir fólk stund- um fisk í sósu úr fiskborðum en hann vill verða leiðigjam til lengd- ar. Þá er ráðið oft að borða úti.“ Rof milli kynslóða Ófáir tala um að kynslóðabil í mataræði íslendinga hafi haft þau áhrif að flskur er yngra fólki afar framandi matur. „Þaö er svo stutt síðan að for- eldrar með böm og unglinga voru sjálfir unglingar. Upp úr 1980 reið hamborgaraæðið yfir og pitsurnar fylgdu í kjölfarið. Unglingar þeirra tíma eru sjálfir með böm og ung- linga á sínu framfæri í dag. Þarna hefur myndast djúp gjá. Það er svo lítið samband við fiskinn. Þessir ungu foreldrar muna kannski eftir misjafnlega aðlaðandi fiskborðum þar sem ýsa með haus og sporði brosti framan í þau. Þetta sama fólk veit varla hvað það á að gera þegar það fær fisk inn í eldhús til sín. Hefur margt ekki hugmynd um það. Og við þetta er að bæta að í fiskvinnslunni starfa nánast bara útlendingar. Fólk kann því varla að flaka eða vinna fisk á neinn hátt. Ungt fólk hefur fjar- lægst fiskinn sem hráefni og því er hann sjaldan á borðum," segir Úlf- ar. En hann bætir við að bjóðist ungu fólki fiskur, t.d. þorskur, finn- ist því hann nær undantekningar- laust góður. Hins vegar sé hann ekki lengur eldaður ofan í það. Geta selt allt úr landi DV spurði Kristján Ragnarsson, formann Landssambands íslenskra útvegsmanna, hvort rætt hefði ver- ið innan raða LÍÚ að fara í eða taka þátt í markaðsátaki til að ýta und- ir fiskneyslu. „Meiri fiskneysla hér skiptir okkur í sjálfu sér ekki máli og við höfum ekki ástæðu til að halda uppi einhverri markaðssókn fyrir fisk á íslandi þar sem við getum selt allan okkar fisk úr landi og meira til. Hins vegar mælum við auövitað með fiskneyslu. Fiskur er góð fæða og það er öllum til góðs að borða flsk,“ segir Kristján. Hann bendir á breytta þjóðfélags- mynd þar sem þátttaka kvenna á vinnumarkaði er t.d. allt önnur og meiri en áður. Fólk hafi almennt minni tíma til matargerðar og há- degismatur sé ekki lengur sjálf- sagður hlutur. Þegar hádegismat- urinn var við lýði hafl fiskur verið borðaður 4-5 sinnum í viku á mörgum heimilum. Tilbúnir réttir Úlfar Eysteinsson sér ákveðna lausn í tilbúnum réttum. „Það eru allir að flýta sér í dag og mikil neysla á tilbúnum réttum. Það er staðreynd sem viö verðum að horfast í augu viö. Því er ráð aö fullvinna fiskinn meira, búa til smekklega rétti fyrir fólk sem borð- ar ekki fisk. Þama standa spjótin á framleiðendum tilbúinna rétta, t.d. SS sem gerir 1944-réttina. Þeim hef- ur tekist að halda gamalli íslenskri matarhefð við og geta örugglega hresst upp á fiskneysluna með fjöl- breyttari fiskréttum. Og svo þarf auðvitað að hressa upp á mat- reiðslukennsluna í grunnskólun- um. Venja ungt fólk við að hand- leika fisk.“ Og Kristján Ragnarsson tekur í sama streng: „Fiskurinn krefst ákveðinnar kunnáttu í matreiðslu og þegar fólk gefur sér ekki tíma til þess að matreiða hann eða kenna bömunum sínum að borða hann þá er illt í efni. Því er mikils virði að fyrirtæki sem framleiða mat í fjöldaframleiðslu finni góðar leiðir til að gera fisk handhægan til neyslu. Aukin fiskneysla verður varla með öðrum hætti." Fiskibollurnar vinsælar Þó útlitið sé ekki bjart hvað fiskneysluna varðar eru menn síð- ur en svo sofandi yflr þeirri stað- reynd. Hjá SS er ljóst að menn ætla ekki að skella skollaeyrum við áskorunum eins og fram komu í máli Úlfars og Kristjáns. Meðal 25 rétta í 1944-línunni er enn sem kom- ið er aðeins einn fiskréttur, fiski- bollur. Jón Viðar Stefánsson, deild- arstjóri markaðsdeildar SS, segir þó stöðugt unnið að þróun fleiri fiskrétta. Og hann kemur skemmti- lega á óvart i þessari umræðu þeg- ar hann upplýsir að fiskibollumar eru þriðji vinsælasti rétturinn und- ir merkjum 1944. Og það bendir sannarlega til þess að markaður sé fyrir tilbúna fiskrétti af ýmsu tagi. „Fiskibollurnar hafa gengið mjög vel og við erum að þróa fleiri flsk- rétti. Okkar markmið er að auka úrvalið í tilbúnum fiskréttum. Við erum fyrst og fremst kjötvinnslu- fyrirtæki en höfum verið aö leita leiða til að gera 1944 línuna heil- steyptari, bjóða upp á mat fyrir alla. Þessi lína gengur mjög vel og vinsældir fiskibollanna sýna að það er lag aö auka úrvalið í fiskrétt- um,“ segir Jón Viðar. Hann bendir hins vegar á aö það sé mjög tímafrekt að koma vöru á markaö í þessum réttum. SS setji vömnni afar ströng skilyrði áður en hún er sett á markaö og þetta ferli geti tekið hátt í 3 ár. Hann tek- ur undir að miðað við stöðu fiskneyslu veröi menn að vanda til verka. „En viö viljum endilega ná til fólks sem vill borða tilbúna fisk- rétti. Fiskur er mjög ofarlega á blaði hjá okkur.“ Haukur Lárus Hauksson blaöamaöur V9I sjá fjölbreytni í matreiðslu á fiskinum Júlíus Agúst Jóhannesson. „Ég get nú ekki sagt að ég borði mik- inn fisk. Mamma er með fisk heima svona einu sinni i viku og ég borða hann. Mér fmnst flskur þó ekkert sérstaklega góður," sagði Júlíus Ágúst Jóhannesson, nem- andi í MH. Eins og fram hefur komið síð- ustu daga birti Manneldisráð á dögunum könnun á mataræði ís- lendinga og hafa menn lýst yfir áhyggjum af niðurstöðunum sem sýna minnkandi fiskneyslu Islend- inga, sérstaklega á meðal ungs fólks. Mömmu finnst fiskur vondur „Ég borða aldrei fisk. Mömmu finnst hann vondur og því er aldrei fiskur i mat- inn heima,“ sagði Mar- yam Khashabi, nemandi í MH. Mér finnst hann reyndar ekkert vondur en ég er ekki mjög góð í elda- mennskunni þannig að ég matreiði hann aldrei til sjálf.“ Maryam Khashabi. Mikið til af spennandi fiskiréttum „Ég borða ekki nógu mikið af fiski. Ætli það sé ekki fiskur í mat- inn svona einu sinni í viku heima hjá mér,“ sagði Sturla Bragason, nemandi í MH. „Mér finnst fiskur mjög góður en ég elda hann reynd- ar aldrei sjálfur. Ég veit svo sem ekki af hverju ungt fólk í dag borð- ar svona lítið af fiski. Ef til vill er það vegna þess að hann er of dýr. Annars er úrvalið I dag orðið svo mikið og það eru alls konar spenn- andi fiskiréttir til sem ættu að höfða til ungs fólks.“ Sturia Bragason. Þyrfti að vera meiri fjöl- breytni í matreiðslunni „Ég borða nánast aldrei fisk en það er af því að ég er með óþol fyrir fiski,“ sagði Slgný BJörg Signý Björg Guölaugsdóttlr. Guðlaugsdótt- ir, nemandi í MH. „Mér fmnst hann þó alls ekki vondur. Ég held aö ungu fólki i dag finnist fiskur- inn ekki nógu spennandi. Það þyrfti að vera meira úrval af hon- um og hann matreiddur á fleiri vegu. Það myndi ef til vill auka áhuga unga fólksins á honum.“ Borðum mikið af fiski heima I „ Já, við reyn- um að borða fisk allavega einu sinni I viku i fjöl- skyldunni I minni. Mér Ýr Káradóttlr. fmnst fiskur- inn alltaf verða betri og betri með árunum. Mér fannst hann mjög vondur þegar ég var lítil en þetta er að lagast. Við eldum frekar mik- ið af fiski heima og reynum að hafa fjölbreytni í matargerðinni. Við borðum mikið af steiktum fiski og soðinni ýsu og einnig búum við til alls konar fiskrétti" sagði Ýr Káradóttir, nemandi í MH. -EKÁ DV-MYNDIR HARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.