Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helgarhlac? DV 19 H- -V' - ..>/ Þaö sést vel á öflugu starfi kirkjunnar. Þar er standandi prógramm alla daga og tónlistarstarf er þar mjög áberandi. Kirkjan er móöir listanna og hefur alltaf verið. Tónlistin er mest áberandi en einnig hafa sjónlistir dafnaö í skjóli kirkjunn- ar. Notkun trúarmótífa í myndlist hefur fariö vaxandi og kirkjan hefur ýtt undir þá þróun með því að veita aðstöðu til sýningahalds. Það er stór- kostlegur hlutur og rétt stefna hjá kirkjunni að ýta undir alla sköpun. Kirkjan hefur verið trú móðurhlutverki sínu enda eru trúin og listin systur.“ Ósáttur við stríðið Hvernig er að vera prestur á tímum stríðs? „Eru ekki alltaf stríð? Ég er mjög ósáttur við það stríð sem geisar núna. Mannkynið virðist alltaf falla í sömu gryfj- una. Aldamótin 1900 einkenndust af mikilli bjart- sýni í heimspeki og guðfræði; lærðir menn í Evr- ópu voru sannfærðir um að mannkynið hefði náð þeim andlega þroska að aldrei kæmi aftur til stríðs. íbúar Vestur-Evrópu féllu í gryfjuna í fyrri heimsstyrjöldinni, sem var einhver voðaleg- asti atburður sögunnar, og aftur í hinni síðari. „Guðs eigið land“ missti marga syni sína í Ví- etnam. Og enn á að leysa mál manna í millum með ofbeldi. Við verðum ekki betur stödd eftir þetta stríð heldur verr. Við fáum sár á sálina. Hve mörgum mannslífum verður fórnað fyrir einn harðstjóra? Hefði verið hægt að hjálpa fólki út úr feni fátækt- ar og eymdar og til þess að losa sig við harðstjóra ef önnur leið hefði verið farin? Mér finnst illt að una við það að ekki skyldi fundin lausn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Auðvitaö þarf stundum að taka í taumana. Við þurfum lögregluþjóna til að hefta þá sem limlesta aðra og í samfélagi þjóðanna ættu Sameinuðu þjóðirnar að hafa það hlutverk. Það er óþolandi að ein þjóð geti í krafti síns herveldis tekið sér það vald að fara með stríði á hendur fullvalda þjóð. Það hefur valdið mér mikilli sorg að Bret- land, fóstra min í tuttugu ár, hafi dregist inn í þetta mál. Við sjáum það núna að stríð er ekki einfalt mál og það mun kosta marga menn lífið og þá frekast sem eru saklausir." Nú talar Bush mikið um að Guð sé með hon- „Það ætti enginn að gerast prestur nema eiga sér trúarsannfæringu. Trúin er þó alltaf barátta og prestar, eins og allir sannir trúmenn, eiga sínar efa- semdastundir. Ég hef litla trú á því þegar fólk „frelsast" eða „fæðist aftur í trúnni" á einu augabragði og efast aldrei eftir það, en margir hafa slíkar hugmyndir um trúna, jafnvel George W. Bush. Peter Ustinov sagði í viðtali við Sunday Times að hann skildi núna af hverju Bush væri svona óþrosk- aður. Það væri vegna þess að hann hefði „fæðst“ fyrir fimmtán árurn!" DV-mynd Hari um. „Ég er ekki hrifinn af því. Maður skyldi varast að ætla Guði skoðanir af því að manni falla þær sjálfum í geð. Þetta bendir einmitt á mikilvægi lifandi samræðna við Guð. Maður verður stöðugt að leita eftir því hvað er vilji Guðs. Ekki þarf að lesa boðskap Krists lengi til að finna að hann boðaði ekki að menn ættu að setja sig í hásæti og ætla honum skoðanir sem eru manni sjálfum þóknanlegar.“ Datt aldrei í hug að verða biskup Stefndirðu alltaf að því að verða biskup? „Nei, og mér haföi aldrei dottið það í hug. Ein- hvern tímann var nefnt við mig að það væri góð- ur kostur að koma heim til að gerast vígslubisk- up á Hólum. Ég gerði aldrei neitt með slíkt. Það var ekki fyrr en núna á þriðjudaginn, þegar ég var skipaður vígslubiskup, sem þessi staðreynd rann upp fyrir mér. Það leit ekki sérstaklega vel út eftir fyrri umferð kosninganna því þá var tals- verður munur á mér og séra Kristjáni Val Ing- ólfssyni. Ég hafði í raun afskrifað þennan mögu- leika og haldið í huganum aftur út til Lundúna. En hér er ég nú og ég er afar þakklátur forsjón- inni fyrir að treysta mér fyrir þessu og einnig fólkinu sem studdi mig. Ég hef líka sérstaka ástæðu til að þakka Kristjáni Val fyrir drengi- lega framkomu og elskulegheit í minn garð. Ég vona að þessi úrslit spilli ekki neinu á milli okk- ar en við höfum verið vinir frá því við iðkuðum saman guðfræði fyrir þrjátíu árum.“ Verða byltingar í Hólastifti? „Það fylgja alltaf nýir straumar nýjum mönn- um. Ég hef mikinn áhuga á að efla kirkjuna eins og í mínu valdi stendur. Ég tel það vera höfuð- hlutverk vígslubiskups að örva menn til dáða; ekki bara prestana heldur safnaðarfólkið líka. Minn draumur er sá að geta verið sýnilegur og virkur. Teymisvinna presta er að verða algeng- ari innan þjóðkirkjunnar og hugnast mér vel. Hinir ósýnilegu múrar milli prestakalla hafa um of komið í veg fyrir samvinnu presta. Við höfum öll hæfileika á mismunandi sviðum og aukin teymisvinna gefur kirkjunni færi á að nýta hæfi- leika presta sinna mun betur en gert er í dag. Það er mikilvægt að prestar sitji áfram á prestssetrum og séu hluti af samfélaginu. Það er líka mikið byggðamál að prestar styrki sveitarfé- lögin, bæði andlega og fjárhagslega, með sköttum sínum. Um leið og presturinn fer veikist byggð- in. Það er margsannað. Ég vil því að prestar sitji áfram á setrum sínum en múrarnir milli brauða verði brotnir niður. Umfram allt vil ég taka þátt í að viðhalda ímynd þjóðkirkjunnar sem víðsýnnar og um- burðarlyndrar kirkju sem sé öllum opin og komi öllum við. Sú ímynd þjóökirkjunnar hefur gert mér kleift að byggja upp safnaðarstarf í útlönd- um með þátttöku fólks af margvíslegum trúar- uppruna. Þjóðemið og trúararfurinn dýri hefur sameinað fólk þrátt fyrir ólíkar áherslur í trúar- efhum. Hið sama á stundum við í dreifðum byggðum landsins. Þessa ímynd þarf þjóðkirkjan að rækja svo hún geti áfram sem hingað til ver- ið landsmönnum öllum sem alltumvefjandi og kærleiksrík móðir.“ -sm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.