Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 20
20 Heltga rblctð JO'V LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Uppreisnarmaðurinn Michael Moore Þegar óskarsverðlaunin voru afhent á dög- unum vakti fáttþar meiri athygli en skor- inorð og óstýrilát ræða Michaels Moores sem skammaði forseta Bandaríkjanna eins og hund vegna stríðsins íírak. Moore æpti til þess að yfirgnæfa baul úrsalnum og hljómsveitina sem byrjaði að spila íof- boði til að yfirgnæfa hann. Hver er þessi uppreisnarmaður? Þaö er ekki víst að margir utan hóps þeirra sem hafa mikinn áhuga á kvikmyndum hafi vitað hver Michael Moore er þegar óskarsverðlaunin voru afhent. Moore fæst við gerð heimildamynda og það var kvikmyndin Roger and Me sem skaut honum upp á stjömuhimininn í þeim efnum. Sú kvikmynd fjallaði um áhrif lokunar verksmiðju Generai Motors á heimabæ Moores, Flint í Michigan, og tifraunir hans til að ná tali af Roger Smith, forstjóra General Motors. Myndin var gerð 1989 og hefur engin heimildamynd í Bandaríkjunum fengið meiri aö- sókn, svo óhætt er að segja að hún hafi komið fótunum undir Moore sem kvikmyndagerðarmann. Síðan hefur Moore tekið þátt í gerð fjölda heimilda- mynda en einnig komið að gerð leikinna mynda og gam- anmynd hans, Canadian Bacon, sem var gerð 1995 þótti afar vel heppnuð. Morðæðið í Golumbine Erindi hans í ræðustól á óskarsverðlaunahátíðinni var að taka við verðlaunum fyrir bestu heimildamynd- ina á síðasta ári en hún heitir Bowling for Columbine og fjaliar um atburðina sem urðu í apríl 1999 í smábænum Littleton í Colorado þegar tveir unglingspiltar í Col- umbine-skólanum gengu berserksgang og skutu og særðu alhnarga skólafélaga sína áður en þeir styttu sér aldur. í myndinni reynir Moore að átta sig á því að hve miklu leyti atburöir þessir séu einstakir og að hve miklu leyti þeir séu afleiðing útbreiddrar byssueignar í amer- ísku samfélagi og þess hugsunarháttar að hver maður hafi rétt á því að bera byssu og veija sig og fjölskyldu sína. Þessi heimildamynd sem þykir taka á málinu á ein- stæöan hátt hefur verið sýnd við feikna vinsældir víða um heim og mun vera væntanleg til íslands á næstunni. sMctsöluhók Michaels Moore, Stupid White Men, var tilbúin í drcifingu 10 september. f kjölfar hryðjuverkanna, þegar World Trade Center hrundi, vildi útgefandinn hætta við að gefa bókina út. Eldd tala um pólitík, taklí Áður en afhending óskarsverð- launanna fór fram hafði þeim kurteislegu tilmælum verið beint til væntanlegra verðlaunahafa að blanda ekki stjómmálaskoðunum sínum inn í þakkarræðumar. Eft- ir þessu fóm alls ekki allir og nokkrir aðrir en Michael Moore létu í ljós andúð sína á framferði bandarískra stjómvalda. Það tók hins vegar algerlega steininn úr þegar Moore tók til máls og lét skammimar dynja á Bush og sagði orðrétt að hann ætti að skammast sín. Salurinn baulaði talsvert þótt einhverjir fógnuðu og líklega til þess að þagga niður í mótmælandanum byrjaði hljóm- sveitin að spiia til að yfirgnæfa það sem Moore sagði. Hann náði tilgangi sínum því sennilega hef- ur ekkert myndbrot frá hátíðinni verið sýnt oftar né víðar en ræða hans. Á þessu er þó sú undan- tekning að þegar samantekt frá afhendingunni var sýnd á Stöð 2 vantaöi ræðu Moores en þeir sem klipptu saman þáttinn vestur í Ameríku sáu ekki ástæðu til að hafa hana með. Meðal annara verka Moores má nefna sjónvarpsþætti eins og The Awful Truth og TV Nation sem báðir hafa notið mikilla vin- sælda. Moore er afskaplega uppsigað við allt sem tengist stórum fyrirtækjum og auðhringum og hefur sérstaklega hom í síðu Repúblikanaflokksins og leggur mikla fæð á George W. Bush sem hann telur að hafi með svikum og samsæri fjölskyldu sinnar komist til valda í Ameríku og sé í raun ekki réttkjörinn forseti. Skoðanir af þessu tagi eiga eðlilega ekki alltaf upp á pallborðið hjá ríkjandi valdhöfum en eflaust má rekja vinsældir Moores til meinlegrar og leiftrandi kímni- gáfu hans sem setur hans sérstaka mark á allt sem hann gerir. Heimskir hvítir menn Moore hefur ekki bara fengist við að gera kvikmynd- ir heldur er hann höfundar bókar sem heitir Stupid White Men - and Other Sorry Excuses for the State of the Nation. Þar beinir Moore spjótum sinum að George Bush og fjölskyldu hans og samstarfsmönnum og lýsir því í smáatriðum hvemig Bush komst til valda í kjölfar samsæris sem gekk að stærstum hluta út á að útiloka fjölda fólks frá kosningum í Flórída. Þar er einnig íjall- að um margvísleg efni sem Moore telur að sé athugavert við bandarískt þjóðfélag, s.s. misskiptingu auðsins, ægi- vald auðhringa og skuggaleg tengsl mýmargra stjóm- málamanna við risafyrirtæki. Þessi bók hefur setið í efstu sætum metsölulista yfir bækur almenns eðlis um mestallan hinn enskumælandi heim. Það á bæði við vinsældalista amazon.com, met- sölulista New York Times og nánast hvaða lista sem er. Af þessu leiðir að höfundurinn er orðinn sterkefhaöur og segir kinnroðalaust frá því hvemig hann býr í húsí sem kostar 2 mUljónir dollara. Ritskoðun í Ameríku Útgáfusaga bókarinnar Stupid White Men er nokkuð sérstök og ástæða til þess að fara í gegnum hana eins og hún birtist í formála þess eintaks sem liggur á borði blaðamanns DV og er gefin út í Bretlandi af Penguin. Þar segir höfundur frá því að hann skrifaði bókina vorið og sumarið 2001 og örlögin höguðu því svo til að prentun fyrstu 50 þúsund eintakanna var lokið 10 sept- ember 2001. Daginn eftir riðu hryðjuverkin, sem kennd eru við ellefta september, yfir Ameríku. Þaö var fyrir- tæki sem heitir ReganBooks, dótturfyrirtæki Harper- Collins sem gaf bókina út. Moore og útgefandinn gerðu með sér samkomulag um að fresta dreifmgu og kynn- ingu bókarinnar um hríð. ■ Nokkrum vikum síðar tilkynnti útgefandinn, Moore, að það kæmi ekki til greina að gefa bókina út óbreytta. Nauðsynlegt væri að endurskrifa stóra kafla í henni, fella ætti út kafla sem er opið bréf til George W. Bush og breyta kaflaheitum eins og: Drepum hvítingjana og ekki væri ásættanlegt að tala um forsetakosningamar 2000 eins og valdarán. Auk þess krafðist útgefandinn 100 þús- Michael Moore er þessa dagana einhver frægasti and- stæðingur stríðsrekstursins í írak eftir að hann hleypti upp afhendingu óskarsverðlaunanna. und dollara frá Moore til að standa straum af endur- prentun umræddra 50 þúsund eintaka. Moore harðneitaði að breyta einu orði i bókinni og ásakaöi útgefandann um heigulshátt og bíræfha tilraun til ritskoðunar og skoðanakúgunar. Um þetta var deilt í tvo mánuði án árangurs og þá kom meðal annars í ljós að Moore gat ekki farið með bókina til annars útgefanda þar sem Harper-Collins áttu útgáfuréttinn í heilt ár eftir prentun. Harper-Collins áskildu sér rétt til þess að tæta eintökin 50 þúsund frekar en að gefa þau út. Byijaði með einum bókaverði Það var síðan 1. desember þetta sama ár sem Moore var fenginn til að halda erindi á fundi frjálslyndra borg- ara í New Jersey. í stað þess að fjalla um það sem upp- haflega var ætlun hans sagði hann fundargestum, sem voru í kringum 100, frá samskiptum sínum við útgefand- ann dg las brot úr nokkrum köflum sem sérstaklega voru hættulegir að áliti útgefandans. Einn fundargesta var kona að nafiii Ann Sparanese, bókavörður í New Jersey. Hún sendi aragrúa annarra bókavarða bréf og setti af stað herferð á Netinu og hundruð manna sendu Harper-Collins bréf þar sem skor- að var á fyrirtækið að setja bók Michaels Moore í sölu þegar í stað. Síðan komst Publishers Weekly á snoðir um málið og Harper-Collins stóðu á almannafæri eins og argasta afturhald og ritskoðarar sem þeir réttilega voru. Það var því með verulegum hundshaus sem Harper- Collins ákváðu loks að setja bókina i sölu. Þeir sendu hins vegar engar fréttatilkynningar frá sér um málið, keyptu engar auglýsingar og markaðsdeild þeirra bókaði Moore hvergi í viðtöl vegna útkomu bókarinnar eins og alsiða er. Þeir héldu því fram aö bókin væri úr öllum tengslum við amerísku þjóðina og ráðlögðu höfundinum öryggis hans sjálfs vegna að fara ekki í bókabúðir til að árita bókina.. Þau 50 þúsund eintök sem til voru seldust upp á fáein- um klukkustundum og daginn eftir að henni var dreift var Stupid White Men kominn efst á metsölulista amazon.com. Bókin hefur selst í fleiri eintökum en nokk- ur önnur bók almenns eðlis í Bandaríkjunum árið 2002. Það mun vera 25. prentun sem er á ferðinni í Bandaríkj- unum um þessar mundir og ekkert lát á vinsældum hennar því í síðustu viku var hún enn í efsta sæti vin- sældalista New York Times. Sá sem þetta ritar fékk sitt eintak í erlendu deildinni hjá Eymundsson í Austurstræti og greiddi 1990 krónur fyrir. Besta leiðin til þess að vita hvað hinn uppreisn- argjami Michael Moore hefur fram að færa er að lesa bókina. -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.