Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 23
LAUGARDAGU R 29. MARS 2003 Helqarhlcið 301W 23 ... eitthvað fyrir þig? Eftirlætiskrem Ophrah Winfrey því lyktin af því er æðisleg, einhvers konar frískleg ferskjulykt. Kremið er partur af línunni A perfect world en í línunni er einnig að finna augnkrem, andlitskrem og hreinsikrem. Allar innihalda þessar vörur white tea en í gamla daga notuðu Kínverjar það í drykk sem ótti að færa þeim eilíft líf. Hvort white tea lengir líf manns er ekki víst en líkams- kremið mýkir að minnsta kosti líkamann og styrkir húðina. „Ég var að uppgötva nýtt lúxus líkamskrem sem ég skelli alltaf á mig eftir bað. Ég nota ekkert ilmvatn, bara þetta krem." Þetta segir sjónvarpskonan Oprah á heimasiðu sinni um eftirlætislíkamskrem sitt, „A perfect world" frá Orig- ins, á heimasíðu sinni, www.oprah.com. Það er ekki skrýt- ið að sjónvarps- konan fræga skuli hafa fallið fyrir þessu kremi Keypt í gegnum vörulista OTTO vor- og sumarlistinn er kom- inn út, fjölbreyttur að vanda. Listinn er tæplega 1400 síður að stærð en þar er að finna vöruúrval fyrir alla fjölskylduna. M.a er að þar að finna ýmsar nýjungar sem ekki hafa sést hér á islandi áður eins og t.d mjaðmasokkabuxur og sokka fyrir opna skó. Auk tískufatnaðar á alla fjölskylduna er í listanum einnig að finna búsáhöld, vefn- aöarvöru, skartgripi og heimilistæki. Fyrir utan þennan aðallista býður Otto einnig upp á ýmsa sérvörulista. Allir list- arnir koma út tvisvar á ári. Listarnir fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Keflavíkur, Bókabúðinni Grímu Garðatorgi og Bókabúð Máls og menningar Mjódd. Einnig er hægt að panta lista í síma 565-9991 og fá þá senda i póstkröfu.Hægt er að fá all- ar nánari upplýsingar og í síma 565- 9991, mánudaga þriðjudag fimmtudaga og föstudaga milli kl. 14 og 18. Senda fax í síma 565- 9991 eða á heimasíðu Otto, www.otto.is Gift fóik ekki hamingjusamara Ný bandarísk könnun sýnir að gift fólk er ekki endilega hamingjusamara en ógift fólk. Könnun þessi var gerð yfir 15 ára tímabil og tóku 24.000 mann- eskjur þátt í henni. I könnuninni kom í Ijós að flest gift fólk upplifir tilfinninga- legan topp eftir giftinguna en kemur svo fljótlega aftur niður á jörðina. Það eru sem sagt ekki kirkjuklukkur sem hringja hamingjuna inn hjá fólki. Eigum aðeins eftir þrjá afþessum gullfallegu sjónvarpsskápum. Verð 250 þús. Tllboð 195 þús. Laugardagstilboð Funkis-stólar í anda afa og ömmu Verð 49 þús. Tiiboð 39 þús. A horni l.augavegar og Klapparslígs HEiíL JjA !Jk§€ ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPUNKTAR Ef þú ert með flensu áttu ekki að stunda líkamsrækt. Það hefur enginn neitt upp úr því að þræla sér út í þjálfun þegar veikindi herja á kroppinn. Það getur haft slæm heilsufarsleg áhrif og þar á meðal leikið hjartavöðvann grátt. Þannig geta veirusýkingar herjað á hjartað af miklum þunga þegar líkaminn verður fyrir mikilli líkamlegri áreynslu. Því er mikilvægt að fólk hlusti á líkama sinn og hvílist þegar þörf er á. Hreyfing er nauðsyn en þó ekki alltaf! MATSEÐILL DAGSINS Dagur 42 Morgunverður: Special K, morgunkorn 3 dl Undanrenna 2,5 dl Plómur 2 stk. Hádegisverður: Grænmetissúpa: s.s. 11 vegetables- (Maggi) 3 dl Brauð 1 sneið Kotasæla 2 msk. Ávaxtasafi, hreinn 1 glas Miðdegisverður: ís í brauðformi 1 stór Kvöldverður: Nautalundir, steiktar 200 g Franskar, ofnbakaðar 100 g Hrísgrjón, soðin 100 g Sojasósa 1/2 tsk Piparsósa 1 dl Salat, blandað 100 g + Rauðvín 2 dl Kvöldhressing: Sérrí 1 dl Konfekt 2 molar Löglegt en siðlaust kemur stundum í hug mér þegar ég sé augiýsingar frá apótekum þar sem töfraformúlur af ýmsum toga eru auglýstar. Ástæðan fyrir því að apótekin hafa farið þá leið að selja slík efni liggur að mínu mati í augum uppi. Afurðirnar eiga það til að seljast vel og það merkir að sjálfsögðu pening í kassann. Þar sem mitt sérsvið er næringarfræði liggur í hlutarins eðli að efnum sem tengjast næringarfræðinni eru mér ofarlega í huga. Ég gæti nefnt til sögunnar margar vörur sem hafa verið ranglega auglýstar í gegnum tíðina sem töfraafurðir hinar mestu. Sem dæmi má taka AppleSlim, Eplaedik með krómi, Phasomin kovetnisbanann, Diet fuel án efedríns, Fat binder, Bogensen pillen, "næturmegrunarvökva", "megrunarplástra", WaterDrain. Ekki er það ætlun mín að þessu sinni að ræða sérstaklega tilteknar afurðir heldur að velta fyrir mér hvort eðlilegt sé að apótek taki þátt í þeim Ijóta leik að ala á trúgirni fólks? Er það réttlætanlegt að apótekin, sem meirihluti almennings telur starfa af fagmennsku, láti freistast að auglýsa gagnslausar, í besta falli gagnslitlar, afurðir, með þeim formerkjum að um áhrifarík efni sé að ræða? Mitt svar er nei! Ég vil taka fram að sjálfur hef ég aðeins jákvæða reynslu af starfsfólki apóteka og veit að sumum starfsmönnum líður hálfilla með að selja viðskiptavinum afurðir sem þeir vita að standa ekki undir nafni. í óvísindalegu "tilraunaverkefni", sem ég stóð fyrir í tilteknu apóteki, spurði ég starfsmann út í nokkur vörumerki, í reynd sömu vörumerki og ég nafngreini hér að ofan. Sá sem fyrir svörum varð svaraði spurningunum greiðlega og mátti á viðkomandi skilja að afurðirnar væru gagnslausar, í besta falli gagnslitlar og að ekki lægju til grundvallar neinar klínískar rannsóknir fyrir virkni þeirra! Það má því telja líklegt að sumu starfsfólki finnist á stundum sem það sé í ákveðinni klemmu þegar kemur að því að svara spurningum fólks varðandi efni sem það veit að virkar ekki á þann hátt sem auglýsingar fyrirtækis þess segja til um. Víst er það staðreynd að þungamiðja viðskipta er að græða pening. Þess vegna er það kannski til of mikils ætlast að aðiiar sem standa fyrir apótekarekstri selji ekki afurðir þótt þær hafi ekki sannað gildi sitt samkvæmt viðurkenndum vísindalegum mælistikum. Engu að síður er það mín skoðun að fyrirtæki sem almenningur treystir á að búi yfir fræðilegri þekkingu ætti að minnsta kosti ekki að leggjast svo lágt að auglýsa með glannalegum og órökstuddum fullyrðingum vita gagnslaus efni, í besta falli gagnslítil, eins og um "töfraefni" hin mestu væri að ræða. Slíkt yrði almenningi til hagsbóta! Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReynnc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.