Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 26
26
Helgczrblað 13 "V
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
er á móti þessu stríði
Össur Skarphéðinsson: „Könnun
kanadískrar hjálparstofnunar á
áhrifum árásarstríðs á írösk
börn, sem var birt fyrir skömrnu,
leiddi í ljós að írösk börn voru
svo illa stödd vegna yfirvofandi
stríðs að fjögur af hverjum tíu
þeirra vilja ekki lifa áfram."
DV-Mvnd Hari
Össur Skarphéðinsson ræðir um stríðið í
Irak, muninn á Bush og Blair og stuðning
íslensku ríkisstjórnarinnar við árás
bandamanna á Irak.
Forsœtisráöherra hefur sagt að þú sért ekki samkvœmur
sjálfum þér, hafir stutt árás á Kosovo á sínum tíma en sért
andvígur innrás í írak. Hverju svararöu þessu?
„Forsætisráðherra líður fyrir vonda samvisku eða
hreina vanþekkingu, nema hvort tveggja sé. Þetta eru gjör-
ólíkir atburðir. í Kosovo var verið að drepa menn þúsund-
um saman daglega, nauðga konum skipulega og flótta-
menn streymdu yfir landamæri í tugþúsundatali. Þaö rikti
hrein upplausn. Tíminn var að renna út. Það voru ótrúleg-
ar hörmungar í gangi þegar Atlantshafsbandalagið greip
til aðgerða til aö stöðva þjóðemishreinsanir á albanska
minnihlutanum. Þær aðgeröir vora með samþykki og vilja
ails alþjóðasamfélagsins nema Rússa. Sú atburöarás var
þvi svo gjörólík stöðunni í írak þegar Bandaríkjamenn
hófu árásarstríð sitt að því er ekki hægt að jafna saman.
í Kosovo var yfirgnæfandi meirihluti alþjóðasamfélags-
ins á einu máli um að það yrði að grípa strax inn í til að
stöðva skipulega útrýmingu á albanska minnihlutanum í
Kosovo. Öll ríki Evrópusambandsins voru því sammála.
Sama gilti um Atlantshafsbandalagið. Hver einasta sam-
starfsþjóð okkar innan Atlantshafsbandalagsins var þeirr-
ar skoðunar að gripa ætti til aðgerða í Kosovo til að koma
í veg fyrir þjóðemishreinsanir Milosevic. Utanríkisstefna
okkar hefur ekki síst hvílt á því að rækta náin tengsl
milli okkar og þess. Við höfum litið svo á að það væri það
bandalag sem okkur stendur einna næst. Löndin sjö, sem
liggja þama að, voru ekki bara sammála aðgerðunum
heldur kölluðu hátt á alþjóðavettvangi eftir því að gripið
yröi í taumana. Það sem mestu skipti var þó að fólkið
sjálft, Kosovo-Albanimir, sem verið var að myrða og
nauðga, báðu um vemd Atlantshafsbandalagsins. Þeir
hrópuðu á hjálp. Tíminn var að renna út og við þessar að-
stæður var það skylda og neyðarréttur umheimsins að
koma til aöstoðar og bjarga konum, bömum og saklausu
fólki frá tortímingu."
Böm og stríðsógn
En voru þá aöstœöur aörar að þínu mati í írak?
„Já. íraska þjóðin bað ekki um árás Bandaríkjamanna.
Ekkert bendir til að hún hafi viljað innrás, þó hún kunni
að vera algerlega andstæð Saddam Hússein. Þvert á móti
hefur ógn styijaldarinnar legið eins og mara á írösku
þjóðinni um mörg ár. Könnun kanadískrar hjálparstofn-
unar á áhrifum árásarstríðs á írösk böm, sem var birt
fyrir skömmu, leiddi í ljós að írösk böm vora svo ilia
stödd vegna yfirvofandi stríðs að fjögur af hverjum tíu
þeirra vilja ekki lifa áfram. Þetta era skelfilegar upplýs-
ingar. Þetta er nú bakgrunnur ákvörðunar íslensku ríkis-
stjómarinnar um að taka með óbeinum hætti þátt í stríð-
inu gegn írösku þjóðinni. Manni verður hugsaö til sinna
eigin barna. Sameinuðu þjóðimar gáfu út skýrslu þar sem
spáð var að réðust Bandaríkjamenn á írak gæti það leitt
tíl þess að hálf milljón óbreyttra borgara félli. Þetta er
tvisvar sinnum íslenska þjóðin. Hvemig í ósköpunum get-
um við íslendingar stutt aðgerðir sem Sameinuðu þjóðim-
ar segja að hafi slíkar mannlegar hörmungar í fór með
sér? Lykilspumingin er þessi: Er harðstjórinn Saddam
Hússein slík ógnun við frið í heiminum að það réttlæti
árás á írak? Málsatvik benda ekki til þess. Hann er stríðs-
glæpamaður en mögulegan dauða óheyrilegs fjölda sak-
lausra bama er ekki hægt að réttlæta með nauðsyninni á
að Bandaríkjamenn nái honum.“
Þurfti samt ekki aö eyða gereyðingarvopnum sem menn
hafa talió aó Saddam Hússein byggi yfir?
„Ég tek undir aö það á að eyða slíkum vopnum alls
staðar. Líka í ísrael. En jafnólíkir menn og Hans Blix, yf-
irmaður vopnaeftirlitsins, og Halldór Ásgrímsson sögðu
báðir að það ætti að gefa vopnaeftirlitsmönnum meiri
tíma til aö finna þessi vopn. Munurinn á þeim er sá að
Blix var sama sinnis eftir aö árásin hófst en Davíö Odds-
son skipti um skoðun fyrir Halldór. Nú skal ég auðvitað
ekki útiloka að það sé að finna einhver gereyðingarvopn
eða leifar þeirra í írak. Þegar árásin hófst benti hins veg-
ar ekkert til þess, nema tylft gamalla sprengjuodda sem
fundust og í ljós kom að vopnaeftirlitsmennimir vissu um
frá fyrri tíð. Robin Cook, sem sagöi sig úr bresku ríkis-
stjóminni í síðustu viku með áhrifamikilli ræðu í breska
þinginu, hafði sama aðgang og Tony Blair að trúnaðar-
upplýsingum bresku leyniþjónustunnar - og ef til vill
þeirrar bandarísku líka. Hann sagði að ekkert benti til að
gereyöingarvopn væri að finna í írak nema ef vera skyldi
leifar af miltisbrandi sem Bandaríkjamenn seldu þeim
sjálfir fyrir tæpum tveimur áratugum. En á þeim tíma
var Saddam Hússein einmitt leiðtoginn sem þeir ætluöu
að byggja upp sem helsta handbendi sitt í Miðausturlönd-
um, eftir að íranir steyptu keisaranum. Bush eldri, sem
þá var forseti Bandarikjanna, fordæmdi aldrei hræöileg-
ar efnavopnaárásir hans á Kúrda, hvað þá Irana, þó þær
væra skelfilegt brot á Genfarsáttmálanum. Gleymum ekki
að Bandaríkjamenn byggðu Saddam Hússein upp.“
Svart-hrít heiinsmynd Bush
Þú minnist á Robin Cook. í afsagnarrœöu sinni sagöi
hann aö ef Al Gore vœri forseti Bandaríkjanna en ekki Ge-
orge Bush þá vœri ekkert stríö í írak. Ertu sammála þessu?
„Já. Bandaríkjaforseti hefur komið sér upp sérkenni-
legri utanríkisstefnu svo ekki sé meira sagt. Heimsmynd
hans er svart-hvít: Annaðhvort ertu með mér, eða þú ert á
móti mér. Hann hefur lýst yfir að Bandaríkin áskilji sér
rétt til einhliða fyrirbyggjandi árása hvenær sem er og
hvar sem er á það sem hann skilgreinir sem óvinveitt ríki.
Það er ótrúlegt að halda því fram að ef alþjóðastofnanir
eins og Sameinuðu þjóðimar samsinna ekki málflutningi
Bandaríkjanna réttlæti það einhliða aðgerðir. Hvar ætla
menn að stoppa? Yfirlýsingin um öxulveldi hins illa var
eins og ættuð af pólitískri steinöld. í þeim hópi vora írak,
íran og N-Kóreu. Má búast viö að íran og Norður-Kórea
verði næst? Ætlar íslenska ríkisstjómin aö styðja Bush
sjáifkrafa ef hann kastar stríðshanskanum gagnvart þess-
um ríkjum? Bandaríkjaforseti, og klaufaleg ummæli ráð-
herra hans eins og Donalds Rumsfield, hafa vakiö djúp-
stæðan ágreining við gamlar vinaþjóðir í Evrópu og vald-
ið alvarlegum klofningi innan Atlantshafsbandalagsins.
Þetta harma ég, sem vinur vestrænnar samvinnu. Nálgun
jafnaðarmanna, eins og A1 Gore, einkennist af miklu meiri
virðingu fyrir alþjóðlegri samvinnu og mannslífum.“
Halldór Ásgrímsson sagöi á fundi í Háskólanum um
daginn aö íslendingum bœri siöferöileg skylda til aö
standa meö bandalagsþjóöunum. Ertu sammála því sjón-
armiöi?
„Við veittum vinum okkar Bandaríkjamönnum drengi-
legan siöferðilegan stuðning í leiðangri þeirra gegn sam-
tökunum Al-Queida, sem réðust 11. september 2001 á þá
og vorum reiðubúin til að gera meira en þaö. Smáþjóðin
ísland var þá vinur í raun. En vinur er sá er til vamms
segir. Við eigum að reka sjáifstæða utanríkisstefnu. Við
áttum umbúðalaust að segja Bandaríkjunum að við vær-
um andsnúin árásinni á írak eins og aðstæður vora. Við
eigum ekki að láta skipa okkur fyrir verkum, eða hlaupa
eins og seppar á eftir stórveldum. Það var ömurlegt að
eini maðurinn sem forsætisráðherra virtist hafa ráðslag-
að við um afstöðu íslands var sendiherra Bandaríkjanna.
Viö þurfum ekki að sanna vináttu okkar með því að
styðja við árásarstríð."
Heldurðu að þaö hafi veriö Davíð Oddsson en ekki Hall-
dór Ásgrímsson sem mótaöi afstööu ríkisstjórnarinnar í
þessu máli?
„Um það er ekki spuming í mínum huga. Halldór ítrek-
aði í janúar í viðtali við Stöð 2 að það væri útilokað að
ríkisstjómin styddi einhliða aðgerðir Bandaríkjanna.
Hann talaði aftur og aftur um að gefa ætti vopnaeftirlits-
mönnum tíma. Það er auðvitað borðleggjandi að Davíð
hirti ekkert um skoðun hans. Ég hefði aldrei látið þetta
yfir mig ganga hefði mér verið vikið til hliðar með þess-
um hætti eins og gerðist með Halldór. Ég ímynda mér að
staða Framsóknarflokksins væri önnur ef þeir hefðu stað-
ið við sín orð.“
Hræðileg staða
Tony Blair var átrúnaöargoö jafnaöarmanna á Vestur-
löndum. Nú hefur hann fariö meö þjóð sína út í striö sem
mikil andstaóa er viö er ímynd Blairs ekki aö bíöa hnekki?
„Allir eiga villukvóta. Blair hefur reynst Bretum og
Verkamannaflokknum vel. Hann virðist sannfærður í
þessu máli. En ég vona að hann sjái að sér. Hann hefur
hins vegar allt aðrar hugmyndir um hvað tekur við að
stríði loknu en Bush. Haukamir í liði Bush vilja greini-
lega gera írak að leppríki sínu og hugsa sér að ráða
stjórnun þéss og uppbyggingu. Blair er á annarri skoðun,
eins og obbi Verkamannaflokksins í því efni. Þeir vilja
láta Sameinuðu þjóðimar sjá um uppbygginguna. Ég er
þeim sammála um það. Umfram allt þá er ég á móti þessu
stríði og öllum þeim hörmungum sem þaö mun færa yfir
saklaust fólk.“
Hefur trúveröugleiki Sameinuöu þjóöanna beöiö hnekki
vegna innrásarinnar í írak og forleiksins?
„Nei. Trúverðugleiki þeirra hefur fremur skaðast
vegna endurtekinna brota gegn öðrum ályktunum sem
Öryggisráðið hefur gert siðustu ár um skyld átakamál,
eins og deiluna í Palestínu. Ég á erfitt með að skilja þeg-
ar menn halda því fram að trúverðugleiki SÞ hafi rýmað
vegna þess að Öryggisráöið náði ekki saman um árás á
írak. Mér finnst miklu fremur að þaö hefði rýrt trúverð-
ugleika Sameinuðu þjóðanna ef Öryggisráðið hefði látið
undan óbilgimi Bandaríkjanna. í hjarta mínu er ég því al-
gerlega andsnúinn. Mér finnst þetta hræðileg staða og
óskiljanlegt hvemig ríkisstjómin dró ísland inn í málið
án þess að ræða viö Alþingi.“ -KB
!