Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 32
32 Helcjarblaö E>*\ir LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Ég er bjartsýnn - segir Eiður Smári Guðjohnsen „Ég er bjartsýnn fyrir þennan leik gegn Skotum. Þaö verður mikilvægt fyrir okkur aö byrja vel. Þeir verða örugglega með brjáluð læti fyrstu fimmtán mín- úturnar svo að við verðum að vera þéttir varnarlega og meg- um ekki leyfa þeim að setja okk- ur undir pressu. Við þurfum síð- an að sjálfsögðu að reyna að halda boltanum þegar við vinn- um hann en ekki þruma eitt- hvað út í loftið. Þetta gekk ekki nógu vel í síðasta leik gegn þeim, það vantaði smáhugsun hjá okkur þegar við vorum með boltann. Við gátum aldrei fært liðiö framar á völlinn þá því að boltinn hélst aldrei innan liðs- ins nægilega lengi. Við fengum þá á okkur strax aftur og það gerði liðinu erfitt fyrir.“ Spiluðum undir getu „Við vitum það, bæði leik- mennirnir og þeir sem sáu leik- inn á Laugardalsvelli, að við spiluðum langt undir getu. Ég spilaði sjálfur illa, ég var ekki í nægilega góðu formi, hvorki líkamlega og andlega, þar sem ég var nýstiginn upp úr meiðsl- um og í lítilli leikæfingu. Ég á von á því að það verði annað uppi á teningnum í leiknum á morgun (í dag). Ég ætla að spila vel í þessum leik og vonandi færir það liðinu eitthvað." - Finnur þú fyrir þeirri pressu að sóknarleikur liðsins hvíli á þinum herðum? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég geri mér grein fyrir því að það eru gerðar miklar kröfur til mín sem mér finnst vera eðlilegt. Ég spila með nokkuð stóru liði í ensku úrvalsdeildinni og get því ekki skorast undan. Það er oft þannig að því betur sem ég spila þeim mun meiri verður pressan og kröfumar. Menn verða hins vegar að átta sig á því að ég er bara einn af ellefu leikmönnum liðsins og reyni að gera mitt fyr- ir það. Við erum ekki sterkastir þegar ég á einhvem stórleik heldur þegar allt liðið spilar vel.“ Lærðum sjálfir „Ég held að við þurfum ekki að hafa svo miklar áhyggjur af Skotunum og hvemig þeir spila. Aðaláhyggjuefnið fyrir okkur er það hvort við séum tilbúnir í leikinn og vitum hvað við ætl- um að gera. Skotarnir eru engir heimsklassaleikmenn en þeir eru með mikla hefð og flestir leikmannanna spila í sterkum liðum á Bretlandseyjum. Þeir era reyndar, líkt og við, með lið í mótun. Það er kominn nýr þjálfari og hann er að prófa sig áfram. Skotarnir hafa verið dug- legir að spila vináttuleiki að undanförnu og sú staðreynd að þeir séu fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum segir mér ekkert. Miðað við fyrri leikinn áttum við að vera fyrir neðan en staða á styrkleikalista gefur ekk- ert þegar út í aivöruleiki er komið. Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að ná stigi á morgun (í dag) til eiga einhvem möguleika í riðlinum. Ef okkur tekst að halda hreinu veit maður aldrei hvað gerist en við verðum lika að passa okkur á því að vera ekki of varkárir. Við erum komnir hingað til að spila fót- bolta, ekki bara til að berjast fyrir jafnteflinu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen. -ósk Eiður Sinári Guðjónssen og félagar hans í íslenska landsliðinu eru klárir í slaginn fyrir einn mikilvægasta leik sem íslcnskt landslið í knattspyrnu hefur spilað. í gcgnuui tíðina. Höfum vonandi lært eitthvað - segir Lárus Orri Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins Lárus Orri Sigurðsson mun að öllum líkindum spila sem einn af þremur miðvörðum í vörn íslands i leikn- um í dag. Lárus Orri hefur ekki spilað með landsliðinu síðan þjóðirnar mættust síðast á Laugardalsvelli og hann sagði við blaðamann DV-Sports í gær að íslenska liðið ætti gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum. „Leikurinn gegn Skotum leggst vel í mig en þetta verður alveg gríðarlega erfitt fyrir okkur. Þeir eru með gott lið, eru á heimavelli og með góða og sterka áhorf- endur á bak við sig sem hafa oft hjálpað þeim mikið.“ - Hafið þið dregið einhvern lœrdóm af fyrri leik liðanna þar sem hlutirnir gengu ekki upp? „Ég ætla rétt að vona það. Skotamir spiluðu vel í þeim leik. Þeir skoruðu snemma, vörðust síðan vel og það var virkilega erfitt að brjóta þá á bak aftur. Þeir sýndu það í þessum leik að þeir eru með mjög gott lið þrátt fyrir að margir hafi reynt að telja okkur trú um annað fyrir leikinn. Ég held að það skipti engu máli þó að þeir séu ef til vill taldir sigurstranglegri í þessum leik. Þeir komu sem „litla“ liðið í þann leik og við stóðum einfaldlega ekki undir þeim væntingum sem tO okkar voru gerðar. Svona pressa, að vera sigurstrang- legra liðið, getur virkað á báða vegu, bæði sem hvatn- ing og vakið hræðslu. Við þurfum að setja þá undir pressu og gera þeim erfitt fyrir ef við ætlum að notfæra okkur þá staðreynd að pressan er á þeim. Sú staðreynd ein og sér hjálpar okkur ekkert." Þurfum að verjast vel „Atli ætlar að þétta vömina frá því í síðustu leikjum og ég held að það sé af hinu góða. Þegar við spilum á móti stórum þjóðum á útivelli er oft gott að byrja á því að verjast vel, halda markinu hreinu og reyna síðan að sækja hratt. Það er betra að byrja á þvi að reyna að tryggja að við fáum ekki á okkur á mark og í framhald- inu huga að því hvemig við komum til með sækja,“ seg- ir Lárus Orri og bætir því við að Guðni Bergsson muni styrkja liðið mikið. „Það er gott að fá Guðna Bergsson inn í liðið á nýjan leik. Það er reyndar orðið ansi langt síðan maður spil- aði með honum í landsliðinu en hann hefur spilað frá- bærlega með Bolton á þeim tíma. Hann hefur mikla reynslu og það er ekki nokkur spurning að hann mun styrkja liðið mikið.“ - Eru einhverjir sérstakir leikmenn i skoska landslióinu sem eru hœttulegri en aðrir? „Skotamir eiga marga öfluga framherja sem við þurf- um að varast. Kenny Miller hjá Wolves hefur verið sjóð- andi heitur upp á síðkastið og kemur hugsanlega til með að byrja. Annars er liðið mjög jafnt. Það er fyrst og fremst liðsheildin sem er sterk hjá Skotum. Liðið er sterkt og ef við náum einhverju héðan þá megum við vera mjög ánægðir með það,“ sagði Lárus Orri Sigurðs- son. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.