Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 33
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
33
Helgarblaö H>V
Hver verða úrslitin í viðureign Skota og Islendinga í undankeppni EM í dag?
Logi Ólafsson, fyrr-
um landsliðsþiálfari.
Skotland-ísland 1-1
Jóhannes Eðvaldsson,
fyrrum landsliðsmaður.
Skotland-ísland 1-5
Ásthildur Helgadótt-
ir, leikmaður KR.
Skotland-ísland 2-C
Skotland-ísland 0-1
Amar Gunnlaugsson,
knattspymumaður.
Ásgeir Elíasson, fyrr-
um landsliðsþjálfari.
Skotland-ísland 1-1
Ætlum
okkur stig
— segir Rúnar Krist-
insson, fyrirliði ís-
lenska liðsins
„Undirbúningurinn er búinn
að vera góður, flnar æfingar og
stemningin í hópnum frábær.
Það eru margir nýir strákar að
koma inn og það gerir það að
verkum að allir þurfa að vera á
tánum. Það er enginn öruggur í
liðið og það er góðs viti; menn
eru að leggja sig aila fram.
Við ætlum okkur að reyna að
ná í stig, það er markmiðið hjá
okkur, auk þess sem við viljum
bæta leik frá síðasta leik gegn
Skotum. Sá leikur var lélegur af
okkar hálfu, við töpuðum á
slæmum degi og hljótum að vilja
sýna að við getum gert betur en
það. Draumurinn er að sjálf-
sögðu að ná í þrjú stig gegn Skot-
um en til þess að það gerist þarf
allt að ganga upp. Ef við náum
stigi eða stigum erum við í ágæt-
um málum og eigum enn mögu-
leika á öðru sætinu en tapist
leikurinn þá er sá draumur úr
sögunni."
Vanmeta oklvur ekki
„Ég hef ekki trú á því að Skot-
arnir vanmeti okkur þrátt fyrir
að hafa unnið okkur á íslandi. Ég
hreinlega trúi þvl ekki að þeir
falli í þá gryfju en ef þeir gera
það þá græðum við á því. Press-
an er kannski meiri á þeim núna
en þeir vita hvað við getum og
hljóta sjálfir að þekkja sín tak-
mörk. Það hefur ekki gengið vel
hjá þeim að undanförnu, ef und-
an er skilinn leikurinn gegn okk-
ur þannig að þeir hafa varla efni
á því að fara vanmeta okkur. Ég
hef líka lesið í fjölmiðlum hérna
úti að þjálfarinn hafi verið að
hamra á því við þá að þeir þurfi
að leggja sig alla fram og berjast
eins og ljón ef þeir ætli sér sig-
ur.“
í betra formi
„Það er gleðilegt að strákamir
i hópnum spila langflestir á
fullu með liðum sínum og eru í
toppformi öfugt við það sem var
þegar fyrri leikur liðanna var
leikinn. Þórður spilar með Boch-
um, Jóhannes Karl er á fullu í
Aston Villa, Brynjar er búinn að
ná sér af meiðslum og Arnar
Grétarsson og Arnar Þór Viðars-
son hafa spUað mjög vel með
Lokeren, sem og reyndar Marel
Baldvinsson einnig. Það vantar
reyndar Hermann og Heiðar í
hópinn og þeirra er sárt saknað
en annars held ég að liðið sé
mjög sterkt og vel mannað af
mönnum sem spUa í sterkum
liöum í Evrópu. Það styrkir lið-
ið,“ sagði Rúnar Kristinsson við
DV-Sport í gær. -ósk
Hf7aroárkaup>
m ■ ,
M**W
HarpaSiöfn
Bæjarlind 6
Kópavogi
sími 544 4411
□alshraun 13
HaFnarfirði
sími 544 4414
Hafnargata 90
Keflavík
sími 421 4790
Skeifan 4
Reykjavík
sími 5B8 7878
Stórhöfdi 44
Reykjavík
sími 567 4400
Austurvegur 69
Selfossi
sími 482 3767.
Argreiaslutimi
allra verslana Hörpu SjaFnar!
Alla virka daga kl. 8-18
og laugardaga kl. 11-15.
Snorrabraut 56
Reykjavík
simi 561 6132
Austur5ida 2
Akureyri
sirni 461 3100
Helgarvakr
i bkeifunni 4.
Dpið laugardaga kl. 11-18
og sunnudaga kl. 13-18.
HarpaSjöiQ
Gefurtifmu tit/