Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 37
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helgarblaö H>V 37 staða komið upp í mínu tilfelli. Ég er ekki að segja að það verði en það er engin ástæða til að útiloka þann möguleika.“ Ertu aö íhuga að stofna nýjan flokk? „Það hefur ekki staðið til að stofna nýjan flokk en ég er ásamt félögum mínum að stofna T-listann, Framboð óháðra í Suðurkjördæmi. Við munum starfa sem flokkur í einu kjör- dæmi í þessari kosningabaráttu og á kjörtímabilinu ef við náum inn. Til þess erum við að móta stefnu sem mun taka mið af málefnum í kjördæmisins." Lymskufullur áróður Nú hefur Geir H. Haarde sent þér kaldar kveöjur og ef ég man rétt sagöi hann aö þú vœrir að spilla fyrir flokknum og myndir sennilega ekki ná kjöri. Hverju svararöu þessu? „Þær eru vandræðalegar yfir- lýsingarnar frá sjálfstæðis- mönnum þessa dagana og reyndar allar eins og úr einum munni. Að þeirra sögn kem ég til með að spilla fyrir þeim en á samt ekki að ná neinum ár- angri. Þetta er lúmskur áróður en merkilegt hvað þeir eru þó uppteknir af mínu framboði ef það hefur ekki meiri möguleika að þeirra áliti. Áróður minna fyrrum félaga er því miður mjög lymskufullur og á margan hátt mjög ógeðfelldur eins og hann hefur birst síðustu daga og til þess gerður að hræða fólk. Ég ætla ekki að tíunda ná- kvæmlega hvað verið er að gera en aðferðirnar minna oft frekar á vinnubrögð í einræðisríki en í lýðræðisríki eins og Íslandi. Geir var einn hugmyndasmið- urinn á bak við það hvernig komið var í veg fyrir prófkjör í Suðurkjördæmi og mér kemur ekki á óvart þótt hann sé feng- inn til að ráðast að mínu fram- boði og minna stuðningsmanna. Hann orðaði það svo pent að „Sjálfstæðisflokkurinn muni standa þetta af sér“. Staðan er nú sú að ég stend einn með mín- um stuðningsmönnum gegn þessu ofurvaldi sem fær hundr- uð milljóna króna af fjárlögum á hverju kjörtímabUi til að reka sinn áróður og á því ótakmark- aða peninga til að berja á mínu framboði. Við erum í stöðu Dav- íðs gegn risanum Golíat. við skulum spyrja að leikslokum." Er ekki nokkur léttir aö vera laus undan flokksaga. Nú get- uröu: greitt atkvœöi eftir sann- fœringu þinni. „Ég var nú stuttan tíma utan- flokka og gat því ekki notið þess frjálsræðis nema mjög takmark- aðan tima. Það var þó góð til- finning að geta beðið um orðið í utandagskrárumræðu án leyfis þingflokksformannsins. Það hef- ur sína kosti og gaUa að vera einn og eins og ég hef sagt þá eru dæmi um að þingmenn í þeirri stöðu komist í oddaað- stöðu innan þingsins. Þeir geta einnig einbeitt sér sérstaklega að sinu kjördæmi og haldið uppi mun sérhæfðari umræðu en innan stórs flokks.“ Áherslumál kjördæmisins Hver veröa helstu áherslumál þín? „Þau verða mörg og snúa að verulegu leyti að kjördæminu. Sjávarútvegsmálin verða þar efst á baugi. Við teljum að stöðva beri nú þegar frekari samþjöppun aflaheimUdanna og berjast hart gegn þeim kröfum stórútgerðanna að ein einstök útgerð geti átt 20% allra afla- heimilda við landið. Taka ber úr kvóta fisktegundir sem af vísindalegum ástæðum þurfa ekki að vera þar og höfum við bent þar á tegundir eins og keilu, löngu og skötusel. T-list- inn telur að allt of hröð sam- þjöppun aflaheimilda sé að koU- varpa landsbyggðinni. Kvóta- kerfið hefur mikla kosti sem verður að nýta og fátt hefur unnið betur að stöðugleika í efnahagslífinu en kvótinn. Það er samt ekki hollt neinni þjóð að eiga fjöregg sitt í höndum að- eins fimm aðila sem gætu þess vegna allir búið í London. Það væri ekki betra að eiga við of- ríki slíkra manna en kommisar- anna í Brussel. T-listinn leggur ríka áherslu á að eignaréttur manna er heU- agur og stjórnarskrárvarinn. Fjármálaráðherra er nú að gera kröfur í bújarðir bænda, þing- lýstar eignir til að gera að þjóð- lendum. Stjórnarskrána ber að virða og þess vegna vinnum við með bændum í þessu máli. T-listinn mun vinna að því að styrkja stöðu ferðaþjónustunn- ar og fjölga ferðamönnum tU landsins. Það viljum við gera meðal annars með því að lækka gjaldtöku af ferðamönnum til landsins eins og með lækkun flugvallarskatta. Einnig höfnum við sérstakri skattlagningu á þessa atvinnugrein eins og með gistináttagjaldi og sérstöku gjaldi á ferðamannastaði.“ Ráðleysi heilbrigðisráðherra „T listinn telur sérstakt átak í samgöngumálum svæðisins mjög mikUvægt og gera verði þar að auki sérstaka áætlun um hvernig byggja eigi upp sam- göngumálin til Vestmannaeyja. Herjólfur er þjóðvegurinn til Eyja og verðlagningin með skip- inu verður því að vera í sam- ræmi við það og ferðir tvisvar á dag aUt árið. Vinna ber hratt að rannsóknum fyrir hugsanleg jarðgöng milli lands og Eyja. T-listinn vill gera sérstaka áætlun um hvernig unnið verði á atvinnuleysinu á þessu svæði. Það viljum við gera meðal ann- ars með því að styrkja stöðu eignarhaldsfélaga, styrkja stöðu línuútgerðar dagróðrabáta og fleira. Að lokum vil ég taka sérstak- lega tU heilsugæslumálin. Sú staðreynd blasir við okkur á Suðurnesjum að heUsugæslan hefur verið án heilsugæslu- lækna í bráðum Fimm mánuði. Ráðleysi heilbrigðisráðherra virðist algjört. Hann ræður greinilega ekki við þetta mál og verður því að segja sig frá því og fela öðrum að leysa það. Hann hefur nú skipað nefnd og er það gott og blessað ef það er ekki gert til að drepa málinu á dreif. Þessi nefnd hefur engin völd til að taka á neinu svo ég viti til og leysir því vart vand- ann. Ég vil ekki gefa ráðherra meira en viku tU viðbótar til að leysa þetta mál.“ Nú er þaö örugglega þannig aö flestir sem sitja á þingi stefna aö því aö veröa ráöherrar. Er þaö ekki eitthvaö sem þig dreym- ir um? „Að sjálfsögðu." Áttu von á aö þaö veröi? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ -KB hjá okkur. Sérhver viðskiptavinur spv Sparisjóður vélstjóra www.spv.is og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar. Við stöndum þétt við bakið á viðskipta- vinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg f jármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1, eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem er www.spv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.