Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 44
48 Helqarhlað H>V LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Skemmti- garður guðanna I maínæstkomandi verður opnaður í Bernese Oberland íSviss skemmtigarður sem er að mestu íeigu metsöluhöfundar- ins Srichs von Danikens og úraframleið- andans Swatch. Garðurinn er gamall draumur Danikens og þar er að finna eftir- líkingar af nokkrum dularfyllstu mann- virkjum íheiminum, stóra píramídanum í Egyptalandi, steinahringnum íStonehenge og kalkmyndinni íNazca íPerú, svo eitt- hvað sé nefnt. Tilgangurinn með garðinum er að gefa fólki tækifæri til að skoða öll þessi undur á sama stað og að sjálfsögðu að græða um leið. Fyrir rúmum þremur áratugum kom út bók sem hét Erinnerungen an die Zukunft og var eft- ir svissneska hótelhaldarann og ævintýramann- inn Erich von Daniken. Bókin vakti gríðarlega athygli og var strax þýdd á fjölda tungumála. Loftur Guðmundsson þýddi bókina á íslensku og hún kom út árið 1972 undir nafninu Voru guð- irnir geimfarar. í bókinni, sem hefur selst í nokkrum tugum milljóna eintaka, og öðrum sem fylgdu í kjölfar- ið, alls tuttugu og sex, heldur Daniken því fram aö í trúarbrögðum og goðsögnum megi finna vís- bendingar um að guðirnir séu geimverur frá öðrum hnöttum sem hafi heimsótt jörðina. Fjór- ar af bókum Danikens hafa verið þýddar á ís- lensku. Ptramídinn í Alpafjöllunum Eitt sýningarhúsið er eftirgerð af stóra píranúdan- um í Giza og ann- að er Chiehen Itza, þrepap- íramídinn frá Suður-Aineríku. Inni í píranúdun- um verður liægt að kynna sér menningu Egypta og hið flókna dagatal Maya. Rak hótel nítján ára Erich von Dániken fæddist í Sviss árið 1935, hann fékk strangt kaþólskt uppeldi og gekk í Jesúíta skóla. Sagan segir að á námsárum sínum hafi hann legið yfir gömlum trúarbragðatextum og drukkið í sig þekkingu um hver kyns goðsagnir. Nítján ára gamall hætti hann í skóla og tók við rekstri fimm stjörnu hótels og skrif- aði Voru guðirnir geimfarar. í frítíma sínum. Á meðan hann vann að bókinni taldi hann sig þurfa að fara í vettvangsferð og fékk að „láni“ fjögur hundruð þúsund franka úr sjóði hótelsins og ferðaðist um Egyptaland, Líbanon og Suður- Ameríku. Dániken var kærður fyrir þjófnað og fór málið fyrir dóm um svipaö leyti og bókin Mystery Park Eitt sýningarhúsið er eftirgerð af stóra píranúdanuin í Giza og annað er Chichen Itza, þrepapíramídinn frá Suður-Ameríku. Inni í píramidunum verður hægt að kynna sér menningu Egvpta og hið flókna dagatal Maya. Metsöluhöfundur og svindlari Erich von Dániken fæddist árið 1935, hann fékk strangt kaþólskt uppeldi og gekk í Jesúíta skóla. Sagan segir að á námsáruin sínuiu hafi hann legið yfir gömluin trúarbragðatextum og drukkiö í sig þekkingu uiii liver kvns goðsagnir. Leikvöllur guðanna Í garðinum, sem stendur á göinlum herflugvelli í Bernese Oberland í Sviss, verður að finna á einum stað cftirlíkingar af nokkrum dularfvllstu mannvirkj- um í heimi. kom út. Málið vakti mikla athygli og bókin seld- ist vel í kjölfar fréttaflutnings um það. Hann var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjár- drátt og skjalafals og skrifaði aðra bókina sína í fangelsi. Skömmu eftir útkomu fyrstu bókarinnar var gerð mynd eftir henni. Myndin sem heitir Leit- in að fornum geimförum naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og 1996 gerði ABC-sjónvarps- stöðin klukkutímaþátt þar sem fjallað er um Dániken og hugmyndir hans. Árið 1993 gerði þýsk sjónvarpsstöð tuttugu og fimm þætti byggöa á kenningum hans. Dániken býr í Beatenberg í Sviss ásamt eigin- konu sinni, Elisabeth Skaja, sem hann giftist árið 1960. Hann hefur mikinn áhuga á matargerð og dálæti á vínum frá Bordeaux. Dularfull mannvirki Nýjasta ævintýri Dánikens er bygging skemmtigarös sem gengur undir heitinu My- stery Park. í garðinum, sem stendur á gömlum herflugvelli í Bernese Oberland í Sviss, verður að finna á einum stað eftirlíkingar af nokkrum dularfyllstu mannvirkjum í heimi. Sýningarhús- in, sem eru átta, mynda hring sem er tengdur saman með yfirbyggðum gangi. Ef áætlanir ganga eftir verður garðurinn opnaður almenn- ingi tuttugasta og fjórða maí næstkomandi og verður opinn alla daga ársins frá klukkan tíu á morgnana til klukkan sautján þrjátíu síðdegis. í einU sýningarhúsinu verður að finna eftir- gerð Vimana-hofsins í Norður-Indlandi og þar geta gestir skoöaö teikningar sem eru í hofinu og sýna geimborg og menn í einhvers konar flugförum við reykelsisilm og undirleik ind- verskra sítartóna. Eitt sýningarhúsið er eftir- gerð stóra píramídans í Giza og annað af Chichen Itza, þrepapiramídanum í Suður-Amer- íku. Inni í píramídunum verður hægt að kynna sér menningu Egypta og hið flókna dagatal Maya. Þeir sem vilja skoða steinahringinn í Sto- nehenge geta gert það í einu húsanna, hægt verður að ganga inn á milli steinanna og lesa sér til um þá. Einnig verður hægt að kynnast „cargo cult“, menning frumbyggja Nýju-Gíneu og eftirlíkingu af væntanlegum bústað manna á plánetunni Mars. Frjálslega farið með heimildir Þrátt fyrir að kenning Dánikens um að guðirn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.