Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 54
58
HelQCtrblað I> V
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Vændi á íslandi
T
n
Kærur i/egna vændis á íslandi eru óþekkt-
ar. Samt qegmir sagan nokkur dæmi um
uændi íRegkjavík og samkvæmt rumlega
ársqamalli skgrslu um vændi á Islandi er
staðfest að það var fglgifiskur nektar-
dansstaða sem spruttu upp 1995 til 2000.
Netið er ngr vettvangur fgrir lítt dulið
vændi sem er augljóslega stundað á Is-
landi rétt undir gfirborði samfélagsins.
Þaö hefur mikið verið ritað og rætt um vændi á ís-
landi undanfarin misseri. í kjölfar nektardansstaða
og aukins frjálsræðis og frjálslyndis á ýmsum sviðum
telja margir líklegt að vændi hafi aukist á íslandi.
Vændi hefur oft verið kallað elsta atvinnugrein
mannkynsins og virðist sú nafngift eiga með einhverj-
um hætti að ljá því meiri þegnrétt eða aukið vægi.
Með sömu rökum mætti kalla morð og pyntingar at-
vinnugrein því lengi hefur slík iðja verið fylgifiskur
mannkyns.
Þegar velta skal því fyrir sér hvort vændi hafi lengi
viðgengist á íslandi er svarið auðvitað já. Þórbergur
Þórðarson var sá íslenskra rithöfunda sem mest sagð-
ist elska sannleikann og þegar hann lýsir lífinu í
Reykjavík á fyrstu tveimur tugum 20. aldarinnar
bregöur vændi þar fyrir. Annars vegar segir Þórberg-
ur frá lífinu í Unuhús.i eins og Stefán skáld frá Hvíta-
dal lýsti því fyrir honum, og þar segir af léttlyndum
stúlkum sem vöndu komur sínar í þetta hús skáld-
anna en á þeim og fleiri stúlkum í Reykjavík lá það
orð um þessar mundir að þær tækju aura fyrir að
„gera hitt“.
Þórbergur sjálfur fór eitt sinn í kompaníi við félaga
sinn og allífið upp í kirkjugarð og hafði þar samfarir
við stúlku utan af Seltjarnarnesi sem kunninginn
hafði útvegað gegnum einhvern kunningja. Ekki er
þess getiö hvort stúlkan tók eitthvað fyrir greiðann í
þetta skipti en þeir kumpánar hittu hana nokkrum
sinnum og hættu því svo þegar hún fór aö fara fram
á greiðslur sem þeirra fjárhagur leyfði augljóslega
ekki.
Smitandi lauslæti?
Næstu heimildir sem við höfum um vændi á íslandi
eru allumfangsmiklar en það eru stríðsárin þegar
ríkti í Reykjavík og víðar á íslandi eitthvað sem kall-
að var „ástandið" og talað var um að konur lentu í
ástandinu. Þar var átt við konur sem höfðu náin
kynni af breskum hermönnum og síðar bandarískum.
Margt af því sem sagt var og skrifað um „ástandið"
var auðvitað undarlegt sambland af þjóðernisremb-
ingi, öfund og einhvers konar hysteríu. í merkri bók
sem þeir Bjarni Guðmarsson og Hrafn Jökulsson
skrifuðu um ástandsárin og kom út 1989 er vitnað í
skýrslu sérstakrar ástandsnefndar í Reykjavík sem
kanna átti siðferðisástandið í bænum og starfaði
einkum árið 1941. í niðurstöðum nefndarinnar segir:
„Sumar stúlkurnar selja sig og mun það vera nýtt
fyrirbrigði hér á landi að fjöldi kvenna selji blíðu
sína. Þó munu þær konur, er mök hafa við setuliðs-
menn, vera í minni hluta er selja sig og kemur víöa
fram sú skoðun þeirra að þetta sé ekki þess vert.“
Þegar ástandsnefndin skilaði áliti sínu fylgdu með
tvær lögregluskýrslur. Þar var að finna frásagnir 15
og 16 ára stúlkna sem selt höfðu sig hermönnum og
kostaði hvert skipti 30 krónur. Ríkisstjórn íslands
brást við með lagasetningum sem heimiluðu talsverð
afskipti af fólki innan 20 ára aldurs og mátti grípa inn
í yrði vart við lauslæti, drykkjuskap, slæpingshátt
eða óknytti. Þetta aldurstakmark var lækkað árið eft-
ir í 18 ár enda blöskraði mörgum hve langt ríkisvald-
ið var til i að seilast inn í einkalíf fólks meö þessum
lögum. Einnig var fröken Jóhanna Knudsen ráðin sér-
staklega til lögreglunnar til að reyna að stemma stigu
við vændislifnaði. Hún taldi aö líta bæri á stúlkur
sem leiöst hefðu út í vændi sem sjúklinga meö hættu-
lega, smitandi sjúkdóma sem veita ætti bestu að-
hlynningu svo þeir smituðu ekki frá sér. Reynt var að
koma „sýktum" stúlkum fyrir í sveit, nánar tiltekið á
Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, en óttalegt sleifar-
lag virðist hafa verið þar á flestum hlutum og stúlk-
umar struku unnvörpum með því að fara á puttanum
í bæinn.
Unuliús var ekki aðeins athvarf skálda og listanianna í upphafi síðustu aldar. Þangað vöndu líka komur sínar
stúlkur sem sagt var að tækju aura fyrir að „gera hitt“.
Upphafssíða einkamal.is sem er vinsælasta vefsíða á fslandi. Þar eru 40
þúsund skráðir félagar. Vilji menn finna lítt dulbúnar vændisauglýsingar
þar er „fjárhagslega sjálfstæður1' dulmálið sem allir nota.
Vændishús
við Hverfisgötu
Snemma á stríðsárunum gerði lögreglan hins vegar
talsveröa rassíu í gistihúsi við Hverfisgötu 32 þar sem
öldruð kona, Þuríður Þórarinsdóttir, rak gistihús.
Þessi gististaður hafði á sér vægast sagt skuggalegt
orð en þangað leituðu hermenn með stúlkum sem
seldu blíðu sína og léigöu herbergi í skamman tíma.
Þessu fylgdi mikil áfengisneysla og óreiöa af því tagi
sem lögreglan hefur alltaf átt bágt með að þola. Að
minnsta kostii tvær stúlkur, sem voru handteknar í
gistihúsinu, viöurkenndu að hafa vanið komur sínar
þangað í þeim tilgangi að hafa mök við hermenn gegn
greiðslu. Önnur stúlkan nefndi við lögregluna nöfn
fleiri stallsystra sinna sem hún
sagði að kæmu þarna í sömu er-
indagjörðum. Þetta voru nöfn eins
og Lísa lufsa, Lísa ljóshærða, Bíbí,
Gauja, Steina, Jóna systir hennar,
Lúlla líkaböng og Lúlla sem býr
með Jensen. Hún sagðist hafa séð
þarna margar fleiri stúlkur án þess
að vita nöfn þeirra. Hún sagði líka
að hermennirnir hefðu stundum
gefið sér peninga fyrir að vera með
sér og stundum gjafir eins og und-
irföt og sokka.
Frú Þuríður mætti til yfirheyrslu
vegna þessa máls þótt nær áttræðu
væri og staðfesti að henni væri full-
kunnugt um þá starfsemi sem fram
hefði farið á gistihúsi hennar enda
mætti öllum vera ljós tilgangur
herbergisleigu eins og þar fór fram
til hermanna og barnungra
stúlkna. í framhaldinu lokaði lög-
reglan gistihúsi frú Þuríðar og hún
leigði húsið breska hemum.
í áðurnefndri bók Bjarna og Hrafns, sem ber nafn-
ið Ástandið, er viðtal við aldraða konu sem tók þátt í
þvi lífi sem lifað var á stríðsárunum og umgekkst her-
menn mjög mikið. Hún segir svo frá:
„Þetta voru ágætir strákar sem ég var með. Sumir
vildu borga mér en ég þáði aldrei krónu. Þegar ég fór
að búa ein bauð ég stundum hermönnum heim til mín
en ekki nema ég þekkti þá vel. Þeir gáfu mér stund-
um gjafir til dæmist mat og sígarettur og jafnvel nær-
fót. En ég þekkti stelpur sem tóku peninga. Þaö var
kannski ekki skrýtið, margar þeirra voru bláfátækar.
Ég vissi hins vegar vel um skipulagt vændi í bænum
og það voru íslenskir karlmenn sem stjórnuðu því...
En það voru ekki bara smástelpur eða fátækar ungar