Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 57
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helqarblctö 33"V" 61 Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir Gaggalagú Borgarstrákur sendur í sveit Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Gaggalagú, verður frumsýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu í dag. í leikritinu segir frá Nonna, níu ára strák sem lend- ir í því háskalega ævintýri að vera sendur í sveit sumarlangt. Sveitin er vægast sagt ógeðfelld fyrir borg- arstrák sem vill helst leika sér í fótbolta allan daginn með vinum sínum. Lyktin í sveitinni er ógeðs- leg, stanslaus rigning, kúaskítur út um allt, saltfiskur alla daga nema sunnudaga, þá er saltkjöt, og stelpa sem er alltaf að reyna að kyssa mann. Á bænum er heimalningur sem ekki vill vera rolla, hundur sem veit ekkert skemmtilegra en að elta beljur og bíta þær í lappirn- ar, kýr sem reynir allt hvað af tek- ur að skíta á nýju, hvítu striga- skóna hans Nonna og girðingar- staur sem er orðinn þunglyndur af því að vera sífellt barinn með sleggju í hausinn. Þetta er aðeins brot af því sem mætir ungum borg- ardreng i sveitinni... Þrír leikarar, Halla Margrét Jó- hannesdóttir, Jón Páll Eyjólfsson og Vala Þórsdóttir, leika í sýning- unni. Auk þess sem leikritið verður flutt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardögum og sunnudögum verð- ur boðið upp á skólasýningar í apr- íl og maí ef nægur áhugi verður fyrir því. -HK Halla Margrét Jóhannesdóttir og Vala Þórsdóttir í hlutverkum sínum. Flugumar hjá okkur eru allar hnýttar af íslenskum hnýturum. Fagmenn í verslun veita ráðgjöf um val! Flugustangarsett Verð 19.900 kr. Fluguhnýtingasett Verð 6.900 kr. Fluguhjól Verðfrá 7.490 kr. Femingargjöfinafcerðu hjá okkurl T ÍTÍVtSTceVFTOI Smáauglýsingar allt fyrir heimilið 550 5000 Sunnudagstónleikar á NASA við Austurvöll Sunnudaginn 30. mars kl. 17.00. Miðaverði í forsölu 1.500 kr. Forsala á NASA milli 13 og 19. Nánari upplýsingar á www.irafar.is og í síma 511-1313 á NASA. írafár gefur myndir og áritar að loknum tónleikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.