Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 DV 10______ Fréttir Vongóð Margrét Gísladóttir á heimili sínu í Reykjavík. Hún segirþað veröa eitt afsínum fyrstu verkum aó greiða skuld sína við háskólasjúkrahúsið í Saint Louis efhún einhvern tíma fái bætur. Margrét Gísladóttir fékk bráöan ofnæmissjúkdóm vegna notkunar flogaveikilyfs: Bandapískip laeknap biöpguðu lífi hennap Margrét Gísladóttir, innan- hússarkitekt og ljósmyndari, fékk hinn illræmda ofnæmissjúkdóm Toxic Epidermal Necrolysis (TEN) af völdum flogaveikilyfs haustiö 2002. Níutíu prósent húð- arinnar á líkama hennar brunnu allt upp í 2. stigs bruna. Hún lá milli heims og helju á spítala í Bandaríkjunum í sex vikur. Nú er hún 75 prósent öryrki og berst við afleiðingar þessa hræðilega sjúkdóms. Hún missir m.a. sjón- ina öðru hverju að mestu eða öllu leyti. En hún er kjarkmikil og ekki á því að gefast upp þótt hún geti ekki stundað vinnu sína og eigi erfitt með að bjarga sér á slæmum dögum. Hún féllst á að segja lesendum DV sögu sína. Þess má geta að um er að ræða ofnæmissjúkdóm sama eðlis og þann sem íslenskur drengur í Danmörku fékk af völdum panód- íls með alvarlegum afleiðingum og DV hefur fjallað um að undan- fornu. „Ég hafði átt við síþreytu, vefjagigt og svefnleysi að stríða,“ segir Margét. „Við því var mér gefið flogaveikilyf. Það er ekki óalgengt að gefa flogaveikilyf við öðru en flogaveiki. Þegar ég hafði tekið það um skeið fékk ég of- næmiseinkenni, þ.e. þurrk í augu, sár i munn og önnur, sem tilheyra ofnæmissjúkdómnum Stevens-Johnson syndrome. Sá sjúkdómur felur í sér mjög slæm ofnæmisviðbrögð, venjulega frá lyfjum. Vægari form af því er kallað Erythema Multiforme en TEN er alvarlegasta form af þessu ofnæmi. Þetta varð til þess að ég hætti á þessu lyfi og skipti ég um lækni þar sem sá fyrri gat ekki hjálpað mér meir. Nýi lækn- irinn, meö vitneskju um það sem undangengið var, setti mig á lyfið lamictal sem einnig er floga- veikislyf." Á háskólasjúkrahús Margrét hafði tekið það lyf um sex vikna skeið þegar hún fór til Bandaríkjanna í október 2000 í 10 daga heimsókn. Tveimur kvöld- um fyrir brottfór heim veiktist hún heiftarlega. Hún var flutt á bráðamóttöku í litlum bæ þar sem hún hafði dvalist. Hún sagði læknunum að hún væri komin með ofnæmissjúkdóminn ill- ræmda, enda taldi hún sig þekkja einkennin þar sem hún hafði fengið snert af þeim áður. „Þeir trúðu mér ekki, en sendu mig aftur heim eftir að hafa gefið mér ofnæmissprautu og ofnæmis- lyf. Þeir töldu að um sveppasýk- ingu í legi væri aö ræða því sjúk- dómurinn byrjaði í slímhúðinni þar að þessu sinni. Ég lá þann dag heima hjá mömmu mikið veik. Um þrjúleytið nóttina eftir var aftur farið með mig á bráðamót- tökuna. Þá sagði ég við læknana: „Þið verðið að trúa mér, annars dey ég.“ Ég vissi að þetta var mjög hættulegur sjúkdómur," segir Margrét. Eftir að hafa flett Stevens-John- son syndrome upp tóku læknarn- ir hana loks trúanlega og hún var flutt í skyndi í sjúkrabíl á há- skólasjúkrahús í Saint Louis. „Þetta bjargaði lífi mínu. Ég var svæfð og haldið sofandi í sex vikur í öndunarvél á sjúkrahús- inu. Mér var ekki hugað líf. Tveir synir mínir og bróðir voru kall- aðir út ef mál skyldu fara á versta veg og til að styðja mömmu. Ann- ar þeirra varð að fara heim á undan hinum. Hann fékk að fara einn inn á gjörgæsluna á bruna- deildinni ef við skyldum ekki sjást aftur í þessu lífi, og þar kvaddi hann mig. Hinn varð eftir hjá mér.“ Veikindastríð Lífið varð dauðanum yfir- sterkara að þessu sinni. Þegar Margrét vaknaði var hún, auk húðbrunans, öðru hverju blind. Hún hélt í fyrstu að hún væri enn hálfsofandi, enda var hún dofin af öllum þeim lyfjum sem dælt hafði verið í hana þessar sex vikur og með miklar ofskynjanir. Það voru morfín, svæfingarlyf og sterar. „Ég fékk rosaleg fráhvarfsein- kenni, var blind á öðru auga, en sá í gegnum rifu á hinu. Ég gat ekki talað fyrir tækjum í hálsi vegna öndunarvélarinnar og var lömuð eftir þennan mikla svefn. Ég missti tíu kíló í þessari legu og þurfti meðal annars að byija að læra að ganga upp á nýtt. En sú frábæra aðhlynning sem ég fékk á spítalanum bjargaði því sem bjargað varð.“ Eftir heimkomuna hófst endur- hæflng og uppbygging líkamans. Margréf lá í fyrstu á spítala hér heima en síöan lá leiðin í endur- hæfinguna á Reykjalundi. „Þar var gott að vera og hef ég fengið ómetanlega mikinn stuðning hjá starfsfólkinu þar,“ segir hún Skaöbrunnin Þessi mynd sýnir glögglega hversu illa húö Margrétar var farin þegar hún lá á sjúkrahúsinu ytra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.