Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 ii DV Fréttir Á sjúkrahúsinu í sex vikur var Margréti haldið sof- andi á sjúkrahúsinu. Þessi mynd var tekin afhenni á bráðadeild bruna- deildar þá. fylgni samkvæmt minni reynslu. Engar upplýsingar um hvert mað- ur eigi að snúa sér. Eftir veikindin hef ég átt við kyngingarvandamál að etja og mér var alltaf sagt að það væri eftir brunann. Loks eftir tvö ár fann ég háls-, nef- og eyrnalækni sem sagði mér að þetta væri að hluta til tungurótarkirtlabólga. Það er svo mikil breidd í þess- um sjúkdómi að þarna þurfa að koma að sérfræðingar í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, húðsjúk- dómum, kvensjúkdómum, horn- himnusérfræðingur og lyfjaof- næmissérfræðingur. Þá þyrfti að vera sérstakur læknir er þekkti sjúkdóminn sem hægt væri að leita til í bráðatilvikum. En ég varð að þreifa mig áfram með þetta sjálf,“ segir Margrét og dreg- ur reynslu sína saman í eina setn- ingu: „Maður þarf að vera svo sterk- ur til að vera sjúklingur hér og fá lausn mála sinna. Maður þarf að berjast fyrir öllu sjálfur, hvort sem um er að ræða ráðleggingar eða læknishjálp." Níutíu prósent húöarinnar Níutíu prósent húðar Margrétar brunnu við sjúkdóminn sem stafaði af notkun flogaveikilyfs. Það var hún látin taka við síþreytu, svefnleysi og vefjagigt. þó mjög heppin að ég skuli fram- leiða einhver tár.“ Afleiðingar sjúkdómsins eru enn fleiri. Líkami Margrétar fékk sjokk og ónæmiskerfið bilaði að vissu leyti. Hún er til dæmis mjög viðkvæm fyrir mat, lyfjum og ut- anaðkomandi efnum. Hún þolir ekki sýklalyf. „Ef ég fæ sýkingu og lyf gegn henni versna augun, ég fæ sár á þau og verð aftur blind. Þessu fylgja rosalegir verkir. Þá verður að finna út hvernig hægt er að gefa mér sýklalyf án þess að það hafi áhrif á augun.“ Eftirleikurinn Eftirleikur þessa hræðilega sjúkdóms er þó ekki einungis bundinn við líkamlegar afleiðing- ar hans. Þegar Margrét kom heim komst hún að raun um að hér var engin fræðslustarfsemi um TEN, aö því er hún segir, hvorki um einkenni sjúkdómsins né þá lyfja- flokka sem væru líklegastir til að valda honum. Hún kveðst hafa fengið umsjón- arlækni sem hún sá ekki fyrr en eftir þrjár vikur á spítalanum. „Þá var búið að reyna að reka mig heim í tvær vikur," segir hún. „Einn læknirinn vildi senda mig heim, annar lagðist á móti því en umsjónarlækninn sá ég ekki fyrr en síðustu vikuna þar. Svo virðist ekki vera nein eftir- Fjárhagslegar afleiðingar Fjárhagslegar afleiðingar áfalls- ins hafa komið hart niður á Mar- gréti. Fyrir það var hún ágætlega stæð og komst vel af. Nú getur hún ekki stundað vinnu sína eins og áður sagði. Hún hefur ekki fengið neinar bætur en er að láta lögfræðing athuga þau mál. Hún skuldar sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum 36 þúsund doll- ara, eða 3,5 miljónir, eftir að tryggingafélagið hennar og Trygg- ingastofnun hafa greitt það sem þeim ber. Hún nær ekki endum saman því hún greiðir læknis- kostnað hér heima úr eigin vasa. Til þess hefur hún einungis ör- orkubæturnar en foreldrar henn- ar styrkja hana reglulega. Samt er hún kjarkmikil og trú- ir á betra líf í framtíðinni: „Ég er svo óskaplega heppin að vera andlega sterk,“ segir hún. „Á slæmu dögunum fer ég í biðgír og hugsa þá um eitthvað sem ég get látið mig hlakka til. Mér er sagt að líkurnar á því að ég lagist séu 50/50. Ég er ekkert að svekkja mig því að ég trúi að einlæglega ég sé réttum megin við strikið." -JSS Mikill skaði Hún ber mikinn skaða eftir sjúkdóminn. Hún er með 30-40 prósent sjón á öðru auganu en 80-90 prósent á hinu. Verra augað skaddaðist svona mikið við það að sár kom á hornhimnuna í sjón- línu, en ofnæmissjúkdómurinn leggst á slímhúð líkamans af miklum þunga og brennir hana. Margrét þolir afar illa birtu og þarf að bera dropa í augun af því að slímhúðin brann og þornaði þannig að hún framleiðir ekki nógu mikið af tárum. Líðan henn- ar er mismunandi, stundum skárri, en í annan tíma slæm. „Stundum sé ég ekki neitt ef mér versnar," segir hún. „Þá sit ég bara með lokuð augu og hlusta á hljóðsnældur. Ég er mjög ljós- fælin en get þó stundum horft á sjónvarpið ef ég nota sólgleraugu og held fyrir verra augað. Ég er Komin á fætur Þannig leit Margrét út þegar hún var komin á fætur á sjúkrahúsinu. Hún þurfti m.a. að Jæra að ganga aftur. Afleiðlngar Margrét missti allt hár og neglur vegna sjúkdómsins. Gagnleg vefföng Fyrir þá sem þurfa eða langar til að fræðast um sjúkdóminn bend- ir Margrét Gísladóttir á veffangið www.sjsupport.com þar sem er að finna viðamiklar upplýsingar. Einnig má benda á íslenska vefinn www.cutis.is sem Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómasérfræðingur annast. Hún vill líka gjaman heyra í fólki sem fengið hefur þennan ofnæmissjúkdóm, því gagnlegt sé að þeir einstaklingar miðli af reynslu sinni hver til annars, auk þess sem stofnun eins konar stuöningssamtaka væri æskileg. Póstfang Margrétar er cats@islandia.is Leigan í þínu hverfí § i t)fiTlTl niwn [í 1 i ntrKTTi 11 p [ 1 1 j i 1 [7j; fi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.