Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2003, Blaðsíða 32
32 __________________________________________________MIÐVDCUDAGUR 9. APRÍL 2003 Tilvera DV Ármann Magnús, 13 ára, var í hringnum: „Mamma hringdi í mig og sagði mér að ég væri í hringnum á mynd í DV og væri búinn að vinna sjónvarp og 3ja mánaða áskrift að DV. Ég varð náttúrlega mjög ánægður,“ sagði Ármann Magnús Ármannsson, 13 ára, þeg- ar hann tók við 14 tomma United- sjónvarpi frá Sjónvarpsmiðstöð- inni úr hendi Finns Thorlaciusar, markaðsstjóra DV, í gær. Ármann var á ferð með pabba sínum og systur í Smáralind á föstudag en ferðinni var heitið í Hagkaup þar sem máta átti föt á systurina. Þegar Ármann var í rúllustiganum smellti ljósmyndari DV mynd og hringur var gerður um andlit Ármanns. Ármann fermist um næstu helgi og því má segja að þessi glaðningur sé snemmbúin fermingargjöf. Til hamingju, Ármann. Hér er verið að endurvekja vin- sælan þátt sem felst í því að hring- ur er dreginn utan um andlit eða höfuð fólks á mynd eftir ljósmynd- ara DV. Þeir sem lenda í hringn- um geta verið hverjir sem er og hvar sem er. Þeir þurfa aðeins að hafa orðið á vegi ljósmyndara DV. Sé hringur dreginn utan um and- litið hefur viðkomandi unnið vinning sem kynntur er í blaðinu hverju sinni. Það getur því borgað sig að lenda á mynd í DV. -hlh DV-MYNDIR E.ÓL. Tll hamingju, Ármann Ármann Magnús Ármannsson tekur viö United-sjónvarpi úr hendi Finns Thorlaciusar, markaösstjóra DV. I El Dumba Félagar í Árnesingakórnum í Reykjavík og Söngfélagi Skaftfellinga flytja „Ei Dumba“, lag úr regnskógum Brasilíu. Bíógagrtrýní UV-MYNUIK KAKL KtltKbUN 500 manna kór Siguröur Bragason stjórnar um 500 manna kór í verkinu „Á páskum “ í lok tónleikanna í Flallgrímskirkju. Einsöngvarinn Signý Sæmundsdóttir, sópran, þen- ur raddböndin. HHBIki Sambíóin/Háskólabíó -The Core Þangað sem enginn kemst Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Fíkn er fjötur, um það efast eng- inn. Nýlega stóð Ungmennafélag ís- lands fyrir tónleikum með þessari yfírskrift víða um land, og síðast voru stórtónleika i Hallgríms- kirkju þar sem fram komu níu kór- ar auk einsöngvara. í lokin sungu svo allir kóramir saman verkið „Á páskum“ eftir Sigurð Bragason undir stjóm höfundar, en auk þess komu þar fram einsöngvaramir Signý Sæmundsdóttir, Kristín Sig- tryggsdóttir, Snorri Wium og Dav- íð Ólafsson auk íjögurra bama úr Bama- og kammerkór Bústaða- kirkju. AUs voru þetta um 500 manns, og hefur sennilega aldrei stærri kór sungið á íslandi. -GG Fíkn er fjötur Hvemig lítur jörðin út að inn- an? Reiknilíkön, byggð á rann- sóknum, segja okkur í grófum dráttum úr hverju jörðin er og hvað það er sem við stígum fótum okkar á. Engin mannleg vera hef- ur samt komist undir efstu lög jarðar. Tekist hefur að bora nokkra kílómetra niður en þá eru þúsundir kílómetra eftir í kjarna jarðarinnar. Það er einmitt þessi kjarni sem er örlagavaldurinn í heimsendamyndinni The Core. Kjarninn hefur sem sagt hætt að snúast með þeim heiftarlegu af- leiðingum að rafsegulsvið jarðar breytir sér - norðurljós sjást á slóðum þar sem þau eiga ekki að sjást og jarðskjáiftar verða þar sem ekki eiga að geta orðið jarð- skjálftar, svo eitthvað sé nefht. Þetta er þó aðeins byrjunin. Eftir því sem lengra líður frá því kjam- inn stöðvaðist því alvarlegra verð- ur ástandið og loks mun jörðin eyða sjálfri sér. Lækningin er ekki til. Það verð- ur að finna aðferð til þess að fá jörðina til að lækna sjáifa sig. Það verður aðeins gert með því að fara í ferð sem enginn hefur áður farið og enginn möguleiki á að vera að komast í - niður að kjarnanum og sprengja þar kjarnorkusprengjur tU að koma kjamanum af stað aft- ur. Með slíkum krafti fer kjarninn af stað aftur og jörðin læknast. The Core er um slíka ferð. Myndin fer einkar vel af stað. í Boston hnígur fjöldi fólks niður - hefur allt dáið á sömu sekúnd- unni. Það á það sameiginlegt að hafa verið með gangráð í hjarta. í London erum við komin á slóðir Hitchcocks í The Birds - fuglar fljúga á hvað sem fyrir þeim verð- ur og drepast. Þá fylgjumst við með þegar fullkomin geimskutla fer af leið í lendingu og lendir 300 kílómetra frá áætluðum lendingar- stað. í kjölfarið verða veðrabrigði sem engin skýring er á. Ungur eðlisfræðikennari kemst að hinu sanna: aö kjami jarðar- innar hafi stöðvast. Viti menn: Er ekki útskúfaður prófessor í eyði- mörkinni búinn að hanna , jarðar- far“ sem getur borið sex manns og á að geta borað sig í gegnum jörð- ina, niður í kjarnann. Hingað til hefur The Core verið þétt, skemmtileg og forvitnileg. Nú fer hún aðeins að fara fram úr sjálfri sér, aðallega vegna þess að hönnuðir myndarinnar hafa ekki hugmynd um það frekar en aðrir hvemig mnhorfs er undir yfir- borði jarðar. Myndin missir þó aldrei taktinn og er alltaf spenn- andi og lífleg þó sagan verði ótrú- verðugri með hverju atriðinu. Sá sem á mestan þátt í að gera The Core að góðri skemmtun er leikstjórinn, Jon Amiel. Þéttleik- inn í myndinni er honum að þakka. Hann leysir öll vandamál sem í sögunni eru með lausnum sem virka vel í þeim ævintýra- heimi sem við erum að kynnast. Hann getur þó ekki breitt yfir fá- ránleikann þegar kemur að „lands- laginu" í iðrum jarðar eða ,jarðar- farinu“ sjálfu, sem virkar ósann- færandi. Amiel tekst þó það sem hann hefur lagt upp með - að gera skemmtilega afþreyingu sem geng- ur upp í öllum sínum fáránleika. Lelkstjóri: Jon Amlel. Handrit: Cooper Lane og John Rogers. Kvikmyndataka: John Lindley. Tónllst: Christopher Young. Aöalleikarar: Aaron Eckhart, Hilary Swank, Delroy Lindo, Stanley Tucci, D.J. Qualls, Tcheky Karyo og Bruce Greenwood. Svióstjós Colin Farrell Irski leikarinn Colin Farrell hefur skotist upp á stjörnuhim- ininn með miklum hraða. Þessi 28 ára leikari hefur ekki legið á liði sínu við að halda nafni sínu á lofti, er yfirlýsingaglaður og lætur allt flakka um allt og alla. Hefur hann orðið eftirlæti slúð- urdálkahöfunda á stuttum tíma. Farrell er ekki að fela neitt í einkalífinu - viðurkennir að hann sé ekki ekki einnar konu maður, fær sér fyrsta sjússinn fljótlega eftir hádegi og reykir einn pakka á dag. Það má þó ekki gleymast að Farrell er góð- ur leikari, vinnur mikið og hlíf- ir aldrei sjálfum sér. Hann held- ur uppi Phone Booth, vinsæl- ustu kvikmyndinni vestan hafs um þessar mundir. Hér fara á eftir nokkrar spurningar til hans og svörin við þeim: Þú hefur leikið í þremur kvik- myndum á þessu ári - ertu kom- inn á toppinn? - Þetta er allt að koma. 1 þrjú brjálæðisleg ár hef ég unnið eins og vitleysingiu- og haft er- indi sem erfiði, en ég hef sagt það áður og segi enn að það skiptir mig engu máli þótt allt hverfi á morgun. Ég hef átt þrjú góð ár og á fullt af sögum sem ég get sagt öðrum. Öll þessi athygli sem einkalíf þitt vekur - kemur hún þér á óvart? - Alls ekki. Ég vinn í um- hverfi sem kemur alltaf til með að vekja athygli fjölmiðla. Fólk horfir á þig, hvort sem þú ert í kvikmynd eða á sviði, og það er eðlilegt að það vilji fá að vita eitthvað um þig og ég læt mér það vel líka. Þú hefur orð á þér fyrir að vera mikill kvennamaður, er þaö rétt? - Sjáðu nú til. Ég er 28 ára gamall karlmaður og vinn sem kvikmyndaleikari. Það er því mun auðveldara fyrir mig að ná mér í stelpu þegar ég vil heldur en jafnaldra mína sem ekki eru þekktir. Orðsporið er því fyrst og fremst vegna starfsins og að ég er þekktur og þar sem ég er fyrir konur þá nýti ég mér að- stöðu mína. En að ég sé einhver Casanova, því neita ég. Ég er aðeins einhleypur strákur sem hefur gaman af að skemmta sér. Hvað heillar þig mest í fari konu? - Heiðarleiki, gjafmildi og kímnigáfa. Hún þarf einnig að geta sagt mér að halda kjafti. Og ekki má gleyma fallegum rassi og góðu pari af fótleggjum. Sérðu eftir einhverju sem þú hefur sagt opinberlega? - Ekki neinu. Það hefur kom- ið fyrir að ég lít í blað og sé eitthvað sem mér finnst koma illa út, eins og þegar ég sagði við einn blaðamanninn: „Ég er kominn hingað til að ríða öllum stelpum sem ég kemst yfir og svo er ég farinn.“ Þegar ég sagði þetta þá var ég glottandi og þetta var sagt í stríðnistón. Þeg- ar þetta svo svo á prenti þá var eins og ég hefði sagt það í al- vöru og þá hugsaði ég: Nú er ég búinn aö fá alla femínistana á bakið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.